Þjóðviljinn - 31.12.1982, Side 7

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Side 7
Föstudagur 31. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Miklar sviptingar voru hjá hinu hálfís- lenska flugfélagi Cargolux- í Luxemborg vegna bágrar afkomu og uppsagna. Var m.a. fullyrt að breska leyniþjónustan hefði eyðilagt viðskipti félagsins við aðila í Hong . Kong vegna þess að uppvíst varð að Cargo- lux hefði flutt vopn fyrir Argentínu meðan Falklandseyjastríðið stóð yfir. Þessir ís- lendingar! Olíuœði á Húsavík Orkustofnun ákvað í sumar að bora eftir olíu í Flatey á Skjálfanda. Greip strax um sig mikill skjálfti á Húsavík, og sagði bæjar- stjórinn að þar gengju menn með olíu í augum og sumir væru jafnvel farnir að sjást með Texas-hatta. Gullœði á Skeiðarársandi Og ekki greip um sig minni skjálfti austur á Skeiðarársandi þegar gullleitarmenn, sem þar eru búnir að vera að baksa í mörg herr- ans ár, töldu sig vera búna að finna svo- kallað „gullskip“, Het Wapen Van Amster- dam, frá fyrri öldum, er strandaði þar á leið frá Austurlöndum. Sagnfræðingar töldu að vísu mjög hæpið að gull væri í skipinu en gullleitarmenn létu það sem vind um eyru þjóta. í Dölunum bara leir Dalamenn vonuðust hvorki eftir gulli né olíu, heldur létu sér nægja vonir eftir leir, sem hægt væri að byggja úr og smíða. Voru tilraunir í fullum gangi í sumar og góðar vonir. Móðir mín í kví kví Áfangi náðist í útvarpsmálum þegar rík- isútvarpið kom upp staðarútvarpi á Akur- eyri, og í lok ársins þótti tilraunin hafa tek- ist bara vel. Þó vakti það undrun margra að einkennislag RUVÁK er útburðarvæl, nefnilega Móðir mín í kví kví. Gjaldþrota auðhringur Ekki blæs byrlega fyrir blessuðum auðhringunum sem áttu að bjarga okkur hérna um árið. Svo virðist að þeir séu allir gjaldþrota ef trúa má hjali þeirra. Manville- Jón Baldvin Hannibalsson varð efstur í prófkjöri krata í Reykjavík hringurinn sem á stóran hlut í Kísiliðjunni við Mývatn lét í ágúst lýsa sig gjaldþrota. Reyndar sögðu skæðar tungur að þetta væri bara „trikk" til þess að komast hjá því að borga verkamönnum sem fengið höfðu krabbamein hjá þeim, skaðabætur. Það er nefnilegi það. Tvo ur leikhúsheiminum í september fór Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, í mikla för í Vesturveg ásamt fríðu föruneyti til að opna sýninguna Scandinavia Today. Reagan forseti bauð Vigdísi í Hvíta húsið og urðu þar fagnaðar- fundir - enda báðir forsetarnir úr leikhús- heiminum. Lýðrœðið í reynd Davíð Oddsson og félagar stjórnuðu borginni, „Borg Davíðs“, eins og gárung- arnir kölluðu hana, eftir sínu höfði út árið, og útilokuðu minnihlutann frá nefndum og ráðum eins og best þeir gátu, forðuðust að leita umsagna o.s.frv. Þess vegna urðu þeir ævareiðir þegar menntamálaráðherra skipaði Áslaugu Brynjólfsdóttur fræðslu- stjóra Reykjavíkur því að það embætti ætl- uðu þeir flokksgæðingnum Sigurjóni Fjeld- sted. Er Áslaug var skipuð lýstu þeir því yfir að skipulagi fræðsluskrifstofunnar yrði gjörbreytt. Þetta er víst það sem þeir kalla lýðræði í reynd. Konur og friðurinn Friðarmál voru til umræðu allt árið og í október sendi hópur kvenna frá sér ávarp þar sem krafist var afvopnunar. Hópurinn nefndi sig Friðarhóp kvenna og þar mátti sjá hlið við hlið konur eins og Bessí Jó- hannsdóttur,Álfheiði Ingadóttur, Auði Eir Vilhjálmsdóttur og Gerði Steinþórsdóttur - hönd í hönd, einhuga og sammála. Albert og Eggert stökkva fyrir borð Þegar þing kom saman í október var greinilega farið að hrikta í innviðum ríkis- stjórnarinnar og um svipað leiti lýstu þeir Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal því yfir að þeir myndu ekki styðja bráða- birgðalög um efnahagsaðgerðir. Ríkis- stjórnin stritaðist þó við að sitja áfram, enda engin önnur ríkisstjórn í augsýn. Umboðslausi bankastjórinn Ekkert póstrán var framið í Sandgerði í Vilmundur Gylfason stofnaði Bandalag jaf naðarmanna og klauf sig frá krötum ár fremur en í fyrra, en hins vegar var banka- stjóri ráðinn að Búnaðarbankanum í Grundarfirði vegna falskra vottorða. Þykir mál þetta allt hið dularfyllsta, en tæpast flokkast það þó undir bankarán. Sovéska sjónvarpið á Islandi Það kom nokkru róti á hugi manna þegar það uppgötvaðist að hægt var að ná sovésk- um sjónarpssendingum frá gervitungli, ekki bara einni rás heldur þremur. Flykktist múgur manns í Hljómbæ sem hafði komið upp móttökuloftneti - en Moggi varð orð- laus. Friðrik féll íslendingum féll allur ketill í eld þegar Friðrik Ólafsson náði ekki endurkjöri sem forseti FIDE, enda vart hægt að hugsa sér meira prúðmenni en Friðrik. En það er víst ekki prúðmennskan sem gildir í svona kjöri - bar öllum saman um eftir á. . Vimmi springur á limminu Vilmundur Gylfason lýsti úrsögn sinni úr Alþýðuflokknum öllum til mikillar furðu og sagðist ætla að stofna Bandalag jafn- aðarmanna og efla einn mann til mikilla áhrifa á íslandi. Hann sagði þó að hann sjálfur skipti engu í þessu sambandi - en trúðu fáir enda hefur - þegar þetta er skrif- að - ekki tekist að hafa uppi á fleirum í Bandalagi jafnaðarmanna. Sigrar og ósigrar Prófkjör og flokksþing fóru að setja svip á mannlífið þegar líða tók á árið. Geir Hall- grímsson féll með pompi og pragt í próf- kjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík niður í 7. sæti og var næstum því búinn að segja af sér. Jón Baldvin hreppti efsta sætið hjá kröt- um, og Pálmi sigraði Eykon glæsilega fyrir norðan. Á flokksráðsfundi Alþýðubanda- lagsins tóku konur og börn yfir, eins og einn úr forystuliðinu sagði. Guðmundur okkar Þórarinsson Og það er best að klykkja út með hinu fyrirferðarmikla álmáli. Eftir að Alusuisse hafði orðið uppvíst að stórkostlegum skatt- svikum og svindli rauf einn þingmaður sam- stöðu íslendinga í málinu og tók upp ein- stefnu og setti allt í háaloft og hló þá margur púkinn. Þetta var enginn annar en Guð- mundur okkar Þórarinsson, og sparaði Hjörleifur honum ekki stóru orðin. Árið endaði því eins og það hófst - með bram- bolti og bríaríi. -GFr

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.