Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1982 Jóhann J. E. Kúld er orðinn 80 ára. Ég geri ráð fyrir, að flestir les- enda Þjóðviljans þekki Jóhann fyrst og fremst vegna skrifa hans í blaðið um sjávarútvegsmál. Þeir sem eldri eru þekkja Jóhann einnig sem rithöfund og sem margra ára baráttumann í hópi ís- lenzkra sósíalista. Ég kynntist Jóhanni fyrst, þar sem leiðir okkar lágu saman á stjórnmálasviði. Ég fann, að Jó- hann var raunsær sósíalisti, sem hafði margt athyglisvert fram að færa, einkum á því sviði sem sneri að atvinnulegri uppbyggingu. Kynni okkar Jóhanns urðu all náin þegar ég tók að mér starf sjáv- 'arútvegsráðherra. Þá kom Jóhann mér til hjálpar á mörgum sviðum og þá varð mér bezt ljóst hvílíka yfirburða þekkingu Jóhann hafði á flestum greinum sjávarútvegs- mála. vexti undirstöðuatvinnugreinar- innar í sjávarútvegi. Jóhann Kúld á skilið mikið lof og mikið þakklæti fyrir að hafa á ó- sleitilegan hátt upplýst landsmenn um möguleika íslenzks sjávarút- vegs. Ég þakka þér Jóhann fyrir skrif þín og störf og tel að málflutningur þinn um þróun og möguleika á sviði sjávarútvegs rísi fjallhátt yfir þá flatneskju, sem algengast er að sjá nú í skrifum um íslenzkan sjáv- arútveg af blaðamönnum, prófess- orum og hagfræðingum. Það er von mín Jóhann, að þér endist enn heilsa og þróttur til að halda áfram verki þínu og að við megum áfram eiga von á hressi- legum sjávarútvegsgreinum frá þér. Égóska þér innilega til hamingju með áttræðisafmælið. Lúðvík Jósepsson Mýranna hafi sett svipmót sitt á drenginn og stælt hann, svo að vel hefir dugað honum fram á þennan dag í átökunum við margbreytilega reynslu, sem honum hafa að hönd- um borið á langri ævi. Ekki kæmi mér á óvart að drjúgur skerfur af blóði hinna fyrstu mýramanna renni í æðum Jóhanns, en annars er hann af breiðfirsku kyni í móður- ætt. Ég kynntist Jóhanni fyrst á Ak- ureyri, á hinum ömurlegu kreppu- árum, sem fóru ekki mjúkum höndum um hann frekar en raunar marga aðra erfiðismenn þar um slóðir. Hann hafði þá nýlega misst fyrri konuna sína, unga frá litlum syni þeirra, og veikindin, sem lögðu konuna í gröfina, höfðu hel- tekið Jóhann. Jónas Rafnar læknir sagði mér síðar, að þrautseig bar- átta Jóhanns og óbrigðul skyldu- rækni við læknisráð sín hafi bjarg- að heilsu hans, svo varanlegt Áttrœður í dag Jóhann J. E. Kúld Jóhann hafði stundað siglingar, hann hafði stundað margskonar fiskveiðar og fiskverkun og fisk- meðferð þekkti hann flestum mönnum betur. Þekking Jóhanns á norskum sjávarútvegi kom honum vel og þá þekkingu var sjálfsagt að flytja hingað heim og notfæra sér hér, enda er það staðreynd að mikið höfum við Islendingar af Norð- mönnum lært á sviði fiskveiða og fiskverkunar. Skrif Jóhanns unt sjávarútvegs- mál munu lengi halda nafni hans á lofti hjá öllum þeim sem áhuga hafa á sjávarútvegsmálum. Greinar Jóhanns um þau mál, jafnvel þó að hann sé nú við átt- ræðisaldurinn, hljóta að vera öll- um þeint sem nokkuð þekkja til íslenzkra sjávarútvegsmála og atvinnumála almennt,uppörvun og ánægjuefni, ekki sízt þegar höfð eru í huga öll þau heimskuskrif sem nú birtast nær daglega um sjávar- útveg og framtíð hans, af ýmsum blaðamönnum og öðrum þeim sem heimskuna endurtaka hver eftir öðrum. Jóhann Kúld getur skrifað um nauðsyn þess að bæta verkun og meðferð á sjávarafla, án þess að halda því fram, að allur íslenzkur fiskur sé maðkétinn, eða fullur af mold og óhreinindum og hættu- legur til neyzlu. Jóhann Kúld skrifar af hyggind- um um nauðsyn þess að endurnýja íslenzka fiskiskipaflotann og halda honum jafnan í hæsta gæðaflokki. Hann fellur ekki fyrir ofstækis- skrifum um að aðalvandamál ís- lendinga sé að eiga of mörg og of góð fiskiskip. Jóhann Kúld skrifar ekki eins og þeir doktorar og próf- essorar sem tala um, að allur fiskur við ísland sé að verða búinn og að nú skipti mestu máli að snúa sér að öðrum atvinnugreinum en sjávar- útvegi. Jóhann bendir hins vegar á, að enn eiga íslendingar óþrjótandi möguleika til meiri og fjölbreyttari framleiðslu sjávarafla og til að gera þann afla sem á land berst að marg- falt verðmætari vöru. Nú eru liðin 12 ár síðan Islend- ingar gerðust aðilar að EFTA- samtökunum. Allan þann tírna hafa þeir sem sjálfir kalla sig „sér- fræðinga" klifað á því, að tími ís- lenzks sjávarútvegs væri liðinn og aö nú yrðu nýjar atvinnugreinar að taka við öllu viðbótarvinnuafli. Engin atvinnugrein Islendinga hef- ir á þessum árum bætt við sig jafn- mörgum nýjum störfum, jafn- mörgum viðbótarstarfsmönnum og hækkað jafnmikið raunveruleg starfslaun, og sjávarútvegurinn. Aðrar greinar eins og þjónustu- greinar ýmsar, hafa notið góðs af Jóhann J. E. Kúlderóvenju- legur verkmaður og þrek- menni. Um það vitnar fjöl- breytt ævistarf hans, og viða- mikil skrif hans í bækur og þetta blað. Hann vindur sér inn úr dyr- unum á ritstjórnarskrifstof- unni, hress í bragði og kvikur í hreyfingum, og segist vera með nýjan þátt. Svo upphefst innblásin frásögn af innihald- inu, nýjungum í öðrum löndum, athyglisverðum ár- angri meðnýjarveiðiaðferðir, niðurstöðum rannsókna osfrv. Hann þreytist heldur ekki á að lýsa vannýttum möguleikum í íslenskum sjáv- arútvegi, hneykslast á skammsýni og skorti á stór- hug, og bendir á leiðir sem gætu fært björg í bú, og atvinnu handa fjölda fólks. „Oft er það gott sem gamlir kveða“, og þættir Jóhanns hafa um langt árabil verið með besta lesefni í Þjóðviljan- um. Þar fer saman mikil reynsla og eldlegur áhugi, sem ekkert hefur dvínað, þó að okkur sé tjáð að Jóhann standi nú á áttræðu. Mætti margt ungntennið þakka fyrir að hafa til að bera þá orku sem býr í honum áttræðum. Þjóðviljinn stendur í mikilli þakkarskuld við Jóhann J. E. Kúld. Hann hefur verið aufúsugestur nokkurra kyn- slóða á ritstjórn blaðsins. Fórnfýsi hans, staðfesta í lífs- skoðun og barátta fyrir áhuga- málum sínum er fordæmi sem verðskuldar að því sé haldið á lofti í röðum sósíal- ista. Fyrir hönd núverandi og fyrrverandi ritstjórna Þjóðvilj- ans vil ég leyfa mér að færa Jóhanni og fjölskyldu bestu árnaðaróskir með innilegum þökkum fyrir langa samfylgd, sem við öll vonum að endist fram á veginn enn um sinn. Einar Karl Haraldsson Gamall vinur minn og samherji, JóhannJ.E. Kúld, sjómaður og rit- höfundur, verður áttræður á gaml- ársdag næstkomandi. Margs er að minnast eftir 50 ára kynni og fjöl- breytilegt samstarf fyrr og síðar. Jóhann er fæddur og uppalinn á Ökrum á Mýrum vestur. Það er eins og sambland af gleðilátum og ógnþrungnum átökum höfuð- skepnunnar - hafsins - við strönd reyndist. Jóhann hefur oft síðar á ævinni sýnt þgð, að hann getur lyft Grettistökum með viljastyrk sínum og skyldurækni. Jóhann var aðal-hvatamaður að stofnun Sjómannafélags Norður- lands (nú Sjómannafélag Eyja- fjarðar) 1928 og var kosinn fyrsti formaður þess, aðeins 25 ára gam- all. Á þeim tíma var ekkert sældar- verk að stýra ungu félagi gegnum fyrstu boðana, sem fyrir urðu, en allt tókst það giftusamlega. Þegar ég var kosinn formaður í félaginu 1936 var Jóhann - og næstu árin á eftir - varaformaður. Það var gott að læra hjá Jóhanni fyrstu tökin í félagsmálastarfinu og vera sam- herji hans. Hann var svo hreinskiptinn við hvern sem í hlut átti og ósérhlífinn. Þá um vorið lentum við í 14 daga verkfalli við útgerðarmenn til að koma á - í fyrsta skipti hér á landi - kaup- tryggingu fyrir sjómenn, sem hefir haldist síðan. Þá var engin vinnulöggjöf, og það sem úrslitum réði í svo fámennu félagi var að hafa þá tiltrú, sem dugði til að safna nægu liði til að stöðva ítrek- aðar tilraunir til að brjóta samtökin á bak aftur og þar með þetta ný- mæli. Alþýðusambandið, en sjómannafélagið var þá utan þess, lét gera lakari samning við útgerðarmenn á Norðurlandi held- ur en við börðumst fyrir. Nærri daglega var safnað liði til að af- greiða skipin og koma þeim út, en við bárum alltaf hærri hlut. Þá var gott að hafa slíkan baráttumann að samherja sem Jóhann var. En sam- heldnin bilaði ekki og sigur vannst. Svona gekk þetta til á þeim dögum. Þegar Jóhann var sjúklingur á Kristneshæli á árunum 1937 til 1939 vann hann að stofnun Sam- bands íslenskra berklasjúklinga og mun hann hafa verið fyrsti for- göngumaður að stofnun þess merka félagsskapar og var í stjórn SlBS um tíma. Jóhann fluttist til Reykjavíkur árið 1941. Starfaði hann þá til styrjaldarloka að björgunarmálum hjá breska flotanum, undir stjórn Einars M. Einarssonar fyrrverandi skipherra á varðskipununt. Tókst þessu íslenska björgunarliði að bjarga mörgum skipum, sem lentu í strandi við íslandsstrendur á stríðsárunum. Einar M. lauk ætíð ntiklu lofsorði á áræði Jóhanns og atorku, þegar mest reyndi á við björgunarstörfin. Síðar vann Jó- hann fjölda ára við fiskimatsstörf og voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf á vegum ríkisins, sem lutu að umbótum á nteðferð fiskaflans og einnig varðandi bætt eftirlit með útfluttum sjávar- afurðum. Ritstörf voru Jóhanni mjög hug- leikin frá unglingsárum. Skrifaði hann snemma blaðagreinar um áhugamál sín. Á sjúkdómsárunum 1937-1939 hóf hann að skrifa bækur, frásagnir um lífið á sjónum. Fyrst „íshafsæfintýri" um sjómannslífið á selveiðum í norður-íshafinu með norð- mönnum, en Jóhann var búsettur í Noregi 3 eða 4 ár eftir 1923 og stundaði þar aðallega veiðar. Eftir þetta kontu út bækur eftir hann með stuttu millibili, bæði frásagnir af starfinu á sjónum, skáldsögur og ljóð. Jóhann skrifaði lipran og málalengingalausan stíl. Frásagnir hans voru gæddar lífi og hraða og hann átti fjölmennan og þakklátan lesendahóp. Á síðari árum hefur Jóhann skrifað reglulega þætti í Þjóðviljann um sjávarútvegsmál og fiskiðnað. Hefir hann verið ó- þreytandi við að brýna sjómenn og fiskiðnaðarmenn til að bæta með- ferð fiskaflans og vanda vel fram- leiðsluna. Hefir Jóhann unnið mjög þarft verk á þessu sviði, sem vonandi ber gifturíkan árangur, svo brýnt sem það er að komast hjá mistökum, sem geta valdið og hafa valdi^ þjóðinni óbætanlegu tjóni. Jóhann hefir lifað mestu bréytingatíma, sem gengið hafa yfir á landi okkar, mikinn áreynslu- og lærdómstíma fyrir þá, sem hafa hug á að eiga góðan hlut að fram- vindu samfélagsins. Hann hefir því löngum átt því láni að fagna að hafa nóg að gera, og hann hefir heldur aldrei dregið af sér eða unnt sér hvíldar. Ég held því, að Jóhann ntegi vel una við sinn hlut. Hann hefir verið duglegur að læra og til- einka sér hinar hröðu breytingar og aldrei skort áhuga og mannskap til að ntiðla samtíðarmönnum sín- urn því besta og réttasta, sem hann vissi. í Litlagerði 5 hafa þau búið í fjölda ára Jóhann og síðari kona hans, Geirþrúður Kúld Ásgeirs- dóttir. Geirþrúður var um fjölda ára hjúkrunarkona í vegum Lílcnar. í Litlagerði 5 er gott að koma. Er hverjum gesti, sem að garði ber fagnað vel og veitt af rausn, eins og þeirra hjóna beggja er von og vísa. Þaðan fara menn ævinlega fróðari en þeir komu. Óska ég þessum heiðurshjónunt til hamingju með afmæli húsbóndans og þeim báðum langra lífdaga og góðra. Tryggvi Helgason. Á gamlársdag hinn næsta er einn af gömlu og traustu baráttufélög- unum frá hörðu árunum, Jóhann J. E. Kúld rithöfundur áttræður, átt- ræður að aldri en þó svo ungur í andanum og með svo vasklegum framgangsmáta að hverju sem hann gengur að halda mætti að vegurinn að baki hafi öll árin verið beinn og breiður, rétt eins og engar þær lífs- raunir hafi mætt honum á ævigöng- unni sem beygt gátu eða bugað svo sterkan mann. Á þessum degi verður mér efst í hug þátttaka Jó- hanns í stéttabaráttunni á árum fyrr og það haf sem mest heillaði hann sem hetju hversdagslífsins og sem rithöfund, og þó er mér full- kunnugt að allur hans lífsvegur er fjölmörgum óbrotgjörnum vörðum vígður. Enn stendur Jóhann styrkum fótum í rás þeirra atburða sem mestu varða land og þjóð og lætur sig öllu máli skipta gerð og gagn- semi alls þjóðlífsins, er virkur þátt- takandi og ráðgefandi um skipan mála varðandi sjávarútveg og með- ferð sjávarafla, og því eru sífellt ný og mikilvæg viðfangsefni, ný og víðtæk verksvið að færast honum sem fullhuga í fang. Jóhann Jón Eiríksson Kúld fæddist 31. des. 1902 að Ökrum í Hraunhreppi Mýrasýslu, foreldrar hans voru hjónin Eiríkur Kúld Jónsson bóndi á Ökrum og Sigríð- ur Jóhannsdóttur frá Öxney í Skóg- strandarhreppi á Breiðafirði. Að heimanfór Jóhann árið 1920 og þá til Keykjavíkur og settist þar í Iðn- skóla þar sem hann stundaði sitt nám af kostgæfni og var jafnframt sjómaður á Reykjavíkur fiski- skipum á árunum 1920-1923. Það ár tók Jóhann sig upp frá heima- ströndum og hélt til Noregs og stundaði þar sjómennsku næstu þrjú árin við fiskveiðar og í sigl- ingum á norskum skipum. Árið 1926 kom Jóhann aftur heim til ís- lands og settist þá að á Akureyri og var búsettur þar sem næst einum og hálfum áratug. Snentma á þeint árum veiktist hann af berklum og var alllengi eftir það sjúklingur á heilsuhælum. Til Reykjavíkur flutti hann 1941, þar stundaði hann sjósókn og vann jafnframt að björgunarstörfum fyrir breska her- inn hér við land á árunum 1942— 1945. Eftir það réðist hann til flug- málastjórnarinnar sem birgðastjóri og var þar í þrjú ár og gaf sig þá jafnframt að sjávarútvegsmálum. Næstu ellefu árin 1950-1961 vann Jóhann við fiskimat og var jafn- framt á þeim árum, fiskvinnslu- leiðbeinandi sjávarútvegsmála- ráðuneytisins í eitt ár 1958—1959. Öll þessi margháttuðu störf vann Jóhann af þeirri atorku og trú- ntennsku sem honum er eðlislæg og áunnin. Öll þessi ár á Akureyri og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.