Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 31. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Ávinningar á ári aldraðra Ávinningar á ári aldraðra „Þetta er fyrsta heildar löggjöfin hér á landi serr stefnir að því að aldraðii eigi kost á allri þeirri heil brigðis- og félagslegu þjón ustu sem þeir þurfa á ac halda og að hún sé jafn framt veitt þar sem hinii öldruðu þurfa helst á henn að halda“, sagði Guðrúr Helgadóttir alþingismaðui og formaður heilbrigðis- oc trygginganefndar Neðr deildar Alþingis, en frum- varp til laga um málefní aldraðra var samþykkt á Alþingi nú skömmu fyrir jól. Það var í júlímánuði 1981 sem heilbrigðis- og tryggingaráðhr. Svav- ar Gestsson skipaði 7 manna nefnd sem fékk það hlutverk að „gera til- lögur til ráðherra um samræmingu á skipulagi í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða með tilliti til félags- legra og heilsufarslegra sjónar- miða“. Aður hafi verið lagt fram stjórnarfrumvarp um þetta mál á 103. löggjafarþinginu 1980 - 81, en það ekki hlotið samþykki nema að því er varðaði stofnun Fram- kvæmdasjóðs aldraðra skömmu fyrir þinglausnir 1981. Títtnefnt frumvarp, sem varð að lögum nú í þessum mánuði, var samið af fyrr- greindri sjö manna nefnd undir for- mennsku Páls Sigurðssonar ráðu- neytisstjóra. Við spurðum Guðrúnu Helga- dóttur hver væru að hennar mati önnur helstu nýmæli þessa frumvarps:- Samþœtting kraftanna „þar vil ég nefna í fyrsta lagi það að með þessum lögum er allri yfir- stjórn öldrunarmála í landinu kom- ið undir eitt ráðuneyti, þ.e. heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið. Jafnframt er gert ráð fyrir sérstakri deild í því ráðuneyti sem á að annast öldrunarmálin og er hér um að ræða stórbót frá fyrri skipan þegar þessi málaflokkur var í höndum fjölmargra aðila. í öðru lagi er í lögunum ákvæði um að sett verði á stofn samstarfs- nefnd um málefni aldraðra og á hún að hafa frumkvæði að stefnu- mótun um mál aldraðra auk þess að vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um þau mál. í þriðja lagi er ákveðið að í hverju heilsugæsluumdæmi skuíi stjórn heilsugæslustöðvar og félagsmálaráð annast fjölmörg verkefni f sameiningu á sviði öld- runarmála. Með þessu eru kraft- arnir sameinaðir og þær fjölmörgu Hið glæsilega Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi er gott dæmi um öflugt starf í þágu aldraðraá þessuári sem var tileinkað þeim. Ljósm. Atli Ný lög um málefni aldraðra samþykkt fyrir jól: Samþættir kraftar í þágu aldraðra segir Guðrún Helgadóttir alþingismaður heilsugæslustöðvar sem risið hafa á síðustu árum, nýttar betur í þágu aldraðra. Hér í Reykjavík var upp- bygging heilsugæslustöðvanna haf- in af krafti en því miður virðist nú sem að með nýjum herrum við stjórn borgarinnar hafi komið afturkippur í þá uppbyggingu svo og almennt í málefnum aldraðra í borginni". Heimaþjónust- an efld „í þessunt nýju lögum er sérstak- ur kafli um heimaþjónustu. Gert er ráð fyrir heimahjúkrun, þ.e. heilbrigðisþátturinn og heimilis- hjálpin, hinn félagslegi þáttur, verði stórefldur og samræmdur. Nýmæli er að nú tekur ríkið einnig þátt í kostnaði við heimilishjálpina eins og til dæmis félagsráðgjöf og heimsendingu matar, svo eitthvað sé nefnt. Er jafnframt kveðið á um að heimaþjónustan skuli veitt allan sólarhringinn ef starfshópur sem í eiga sæti þeir sem vinna að öldrun- arþjónustu á hverjum stað, mælir svo fyrir og að fengnu samþykki stjórnar heilsugæslustöðvar og félagsmálaráðs". Framkvœmda- sjóðurinn Falla þá úr gildi lögin frá 1981 um Framkvœmdasjóð aldraðra? „Já, þau gera það því þau ákvæði eru felld inn í þessi lög. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna byggingar fyrir aldraða. Sjóðurinn er einkunr fjármagnaður með 300 króna nef- skatti og er enginn vafi á því að síðan sjóðurinn kom til hefur orðið gjörbyíting í uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldrað fólk víða um land. Markmiðið er að fullnægja þjónustuþörf hinna öldruðu hvort heldur sem er á stofnunum ellegar í heimahúsum". Sérstök löggjöf En er rétt að setja sérstök löf um málefni þjóðfélagshópa eins 0£ t.d. fatlaðra og aldraðra? „Það er vissulega álitamá! en éj held að á meðan við höfum ekk samræmda félagsmálalöggjöf þá sé þetta rétt stefna. Við höfurr reynsluna því að í ársbyrjun 1981 koniu til framkvæmda lög urn mál- efni þroskaheftra og þar hljóta allii að vera á einu máli um að stökk- breyting varð með tilkomu þeirra laga. Ég vona aö það sama verði upp á teningnum með tilkomu þessara laga um málefni aldraðra". En er samrœmd félagsmálalög- gjöf á leiðinni? „Það er verið að vinna í því máli en persónulega hef ég efasemdir um hvort við eigunt að flýta okkur í þeint efnum. Frændur okkar á Norðurlöndum hafa sett svona heildarlöggjöf og t.d. í Danmörku eru þau lög vægast sagt untdeild enda þótt þau hafi verið mörg ár í undirbúningi". Ár aldraðra skilaði árangri Og hvernig meturðu svo þetta ár aldraðra í lokin? „Það heíur fjölmargt vel verið gert og í öllu falli hefur umræðan um niálefni aldraðra vegna þessa þjóðtelags verið mikil og góð. Ár- inu lýkur að mínu viti vel með þess- um nýju lögum en ég legg á það áherslu að átakið er rétt að hefjast; að við megum ekki láta staðar numið enda þótt þetta sérstaka ár sé á enda runnið". „Ég vona hins vegar einlæglega að sá ágreiningur sem verið hefur urn þetta frumvarp á milli heilbrigðis- og telagsmálaþátta byggðalaganna, verði með lögun- unt úr sögunni því í fámennu og dreifbyggðu landi verða allir, bæði þeir sem vinna að málefnum aldr- aðra og aðrir, að vinna vel saman í þágu hinna öldruðu. Konungsríkin á Islandi eru satt að segja orðin nokkuð mörg og ég vona að þeint hafi eitthvað fækkað nteð tilkonru þessara laga", sagði Guðrún Helg- adóttir alþingismaður að lokum. -v. Magnús Reynir Steinþór Keflavík Steinþór Júlíusson bæjarstjóri kvað nú unnið að byggingu 12 leiguíbúða fyrir aldraða, en áöur hefðu 11 verið byggðar. Þá hefði bærinn á sínum snærum leigu- húsnæði með 7 íbúðum sem svo væru endurleigðar. Öll sveitarfé- lög á Suðurnesjum nema Grinda- vík reka sameiginlegt elliheimili í Garðinum og er nú verið að stækkaþaðum21 rými. Að þvíer stefnt að koma upp legudeild við sjúkrahúsið. Steinþór sagði að þegar unr það væri að ræða að koma upp söluíbúðum fyrir aldr- aða þá aðstoðaði bærinn með út- vegun á fjármagni og sæi íbúum húsanna fyrir nauðsynlegri þjón- ustu. Vestmannaeyjar Ólafur Elísson bæjarstjóri Jón B. Ingimundur Ólafur Elísson Logi sagði Vestmannaeyjar hafa sér- stöðu í þessum efnum miðað við aðra kaupstaði. Þar væri mjög margt af ungu fólki en tiltölulega fátt af öldruðu. Þessi breyting varð við eldgosið. Margir eldri Vestmannaeyingar hurfu ekki aftur til Eyja eftir gos, en búa uppi á „fasta landinu". Því er elli- heimili þeirra Eyjamanna ekki fullnýtt. Allt um það er nú verið að byggja íbúðir fyrir aldraða, fyrsta áfanga af þremur. Eru 6 íbúðir í hverjunt áfanga og sam- eiginleg setustofa. Annar áfangi er þegar í undirbúningi. Alls- konar félagsstarf er rekið í sam- bandi við elliheimilið, en málefni aldraðra í Vestmannaeyjum er mjög mikið í höndum frjálsra fé- lagasamtaka. Húsavík Egill Olgeirsson á Húsavík sagði stærsta átakið í málefnum aldraðra þar um slóðir vera byg- gingar Hvamms, dvalarheimilis aldraðra. Hluti af því var tekinn í noktun í fyrra, en afgangurinn í ár. Þareru 17 íbúðirog marghátt- uð þjónusta fyrir aldraða. íbúðirnar eru ýmist tveggja manna eða einstaklingsíbúðir. Að Hvammi standa 13 sveitarfé- lög, allt frá Raufarhöfn að austan og Ljósavatnshréppi og Bárðar- dalshreppi að vestan. Hugmynd- in er að þessi sveitarfélög hjálpist að því að koma upp dvalarheimil- um víðar á svæðinu. Áformað er að byggja á lóð Hvamms parhús með 28 íbúðum. Kemur þá til greina aö leita eftir fjárframlög- unt frá einstaklingum, sem svo fengju þarna íbúðir. Húsvíkingar eru bæði með heimilisþjónustu og heimahjúkrun fyrir aldrað fólk. Komið hefur verið upp í sjúkrahúsinu 35 legurúmum fyrir aldraða. Félög á Húsavík hafa Jón G. Sólnes Egill lagt fram drjúgan skerf til að- hlynningar öldruðum m.a. nteð kaupum á tækjum til sjúkraþjálf- unar. Selfoss Jón Stefánsson á Selfossi sagði alllangt unt liðið síðan Selfossbær fór að sinna nrálefnum aldraðra í töluveröum mæli. Og í ár hefði í rauninni ekki mikið verið gert, umfram það, sem venjulegt væri. Fyrir 2 árum var stofnað Félag eldri borgara á Selfossi. Það tók þá að verulegu leyti við því starfi, sem bærinn hafði áður sinnt á þessu sviði. Félagið gengst fyrir „opnu húsi“ í Tryggvaskála viku- lega að vetrinum. Það heldur þar einnig skemmtifundi að vetrinum sent næst einu sinni í mánuði. Ferðalög eru mjög á dagskrá. Tvisvar til þrisvar á vetri er farið í leikhús í Reykjavík. Á hverju sumri er farið í 7-10 daga ferð innanlands. Farið hefur verið til útlanda einu sinni á ári. í sumar var farið til írlands, en áður hefur t.d. vcrið farið til Danmerkur og Búlgaríu. Þá er og ávallt farin eins dags ferð að sumrinu og þá gjarnan upp á hálendið. Auk þess hefur svo 10-20 manna hópur tekið sig saman og efnt til ferða á eigin vegum. Þær ferðir hafa ver- ið skipulagðar af þátttakendum sjálfum. Á síðasta ári voru teknar í notkun 8 íbúðir fyrir aldraða og aðrar 8 eiga að vera tilbúnar á næsta ári. Þá er séð um heimsend- ingu á mat frá sjúkrahúsinu og rekin heimilisþjónusta en það gerir fólki auðveldara að dvelja lengur í heimahúsum en ella mundi. Nú í des. opnaði Rauði kross- ’ inn dagvist fyrir aldraða. Er hún opin 3 daga í viku og nær til sýslunnar allrar. Þar getur fólkið fengið ýmiss konar þjónustu, svo sem fót- og hársnyrtingu. I stórum dráttum má segja að fyrirkomulag þessara mála á Sel- ‘ fossi sé þannig að bærinn útvegar fjármagn til framkvæmda og lætur í té ýmsa þjónustu, en eldra fólkið sjálft hefur tekið starfið að sér að öðru leyti. - mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.