Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1982 Ástand heimsmála á árinu sem er að líða einkenndist af versnandi sambúð stórveldanna og auknu vígbúnaðarkapphlaupi. Reagan vildi beita Sovétríkin og bandamenn þeirra efnahagslegum þvingunum. Setti liann viðskiptabann á öll þau fyrirtæki á Vesturlöndum er legðu fram aðstoð við byggingu gasleiðslunnar miklu frá Síberíu til V-Evrópu. Þá beitti hann Pólverja einnig viðskiptaþvingunum. Banninu á gasleiðsluviðskiptin var þó aflétt í september eftir að það hafði nærri valdið klofningi innan NATO. Gasleiðslusamningurinn er stærsti viðskiptasamningur sem V-Evrópuríki hafa gert við Sovétríkin. Mynd- in sýnir hvar verið er að leggja gasieiðsluna unt Úralfjöllin. Fráfall Bresjnefs og kosning Júrí Andropovs í stöðu aðalritara sov- éska kommúnistaflokksins teljast til stórtíðinda ársins 1982. Bresjnef fékk þau eftirmæli að hann hefði gert Sovétríkin að hernaðarlegu stórveldi á valdatíma sínum. Valda- tími hans einkenndist af stöðug- leika innanlands og bættri sambúð við Vesturlönd, þótt heldur hafi sigið á ógæfuhliðina í þeim efnunr síðustu 2 árin. Flonum hafði mis- tekist að koma skipulagi á sovésk- an landbúnað og innrásin í Tékkó- slóvakíu og í Afghanistan og af- skiptin af málefnum Póllands voru talin svörtustu blettirnir á stjórn- artíð hans. Júrí Andropov, fyrrverandi yfir- maður leyniþjónustunnar KGB, er sagður vel upplýstur og slunginn stjórnmálamaður skólaður í glím- unni við sovéska andófsmenn, auk þess sem hann var sendi- ’82 Á meðan yfir 600 miljörðum dollara var varið.til hernaðarútgjalda í heiminum á liðnu ári liðu miljónir manna hungur í Afríku, Asíu, Róm önsku Ameríku og víðar. Furrkar hafa ma. valdið hungursneyð í Tanzaníu og Uganda á þessu ári og talið er að í Afríku einni líði nú um þessar mundir yfir 70 miljónir ntanna hungur. Myndin er frá Uganda. herra í Búdapest þegar 1956. A myndinni er Andropov Rauði herinn gerði þar innrás efst t.v., en Bresjnef neðst t.h. Annáll erlendra tíðinda Efnahagskreppan í heintinum sagði til sín á árinu 1982 með meiri þunga en nokkru sinni síðan í efnahagskreppunni miklu fyrir-50 árum. Einkenni hennar voru fyrst og fremst vaxandi atvinnuleysi, halli í utanríkisvið- skiptum, háir vextir og hátt gengi dollarans og kreppa á hinunt alþjóðlega lánsfjármarkaði. Skuldasöfnun varð gífurleg, sérstaklega hjá þeim ríkjum þriðja heimsins, sem höfðu lagt í fjárfestingu til iðnvæðingar. Atvinnuleysi var yfirleitt 8 - 10 af hundraði í löndum Efnahagsbandalagsins og í Bandaríkj- unum var það um 10,5%. í Bretlandi nálgaðist atvinnuleysið 13%. Efna- hagssérfræðingar stóðu ráðþrota gagnvart þessum vanda og fáir þorðu að spá umtalsverðum bata á árinu 1983. Myndin sýnir breska atvinnuleys- ingja mótmæla efnahagsstefnu Margarethar Thatcher. I Fierlögin, sem sett voru í Póllandi 13. desember 1981, voru í gildi allt árið 1982. Óháðu verkalýðssamtökin Solidarnosc voru bönnuð, og leiðtogi þeirra, Lech Walesa, mátti sæta frelsissviptingu í 11 mánuði. Honum var sleppt úr haldi í nóvember, og á ársafmæli herlaganna tilkynnti Jaruzelski hershöfðingi að fangabúðum sem herinn hafði komið á fót yrði lokað og að; flestir þeir sem sætu inni vegna herlaganna yrðu aftur frjálsir um ára- mótin. Andspyrnan gegn herstjórninni beið ósigur í nóvemberbyrjun þegar boðað allsherjarverkfall fór út um þúfur. 1 heild einkenndist árið 1982 í Póllandi af vaxandi efnahagsörðugleikum og vonleysi meðal fólksins á meðan herstjórnin herti tökin á þjóðinni. Eftir frelsun úr 11 mánaða prísund hersins sagði Lech Walesa: „Hvað get ég sagt ykkur sem foringi þessa mikla verkalýðssambands, sem formlega er ekki til? Það lifir innra með okkur, jafnvel innra með þeim sem snéru við því bakinu." Þrátt fyrir efnahagskreppuna var ekkert mál sem greip hugi fólks jafn mikið á liðnu ári og hið herta vígbúnaðarkapphlaup stórveld- anna. Ákvörðun Nato og Reagan- stjórnarinnar um stórhert vígbún- aðarkapphlaup hefur vakið skelf- ingu í V-Evrópu og Bandaríkjun- um og friðarhreyfingar á báðum meginlöndunum eru nú sterkari og áhrifameiri en nokkru sinnum fyrr. Reagan beið ósigur á Banda- ríkjaþingi er hann vildi fá fé til að setja upp nýjar MX-eldflaugar og margir stjórnmálaflokkar í V- Evrópu, sem áður studdu ögrunar- stefnu Reagans í vígbúnaðarmál- um hafa nú snúið við blaðinu. Þar skiptir kannski mestu máli stefnu- breyting vestur-þýskra jafnaðar- manna sem ganga nú til kosninga undir kjörorðinu: gegn Evrópu- eldflaugum Reagans. Myndin er frá fjölmennustu kröfugöngu sem haldin hefur verið í V-Þýskalandi: 300 þúsund manns fóru um götur Bonn á liðnu sumri og mótmæltu Evrópueldflaugum Reagans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.