Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 32
DWÐVIUINN Föstudagur 31. desember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessunt sínum: Ritstjórn 81382,81482 og81527. umbrot 81285, I jósmyndir81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsimi afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í atgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 einfalt mál aö ræða þar. Þeir sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, töldu þó að málið væri svo vel á veg kom- ið að þeir bjuggust við að nýtt fisk- verð myndi sjá dagsins ljós í dag, gamlársdag. - S.dór Olíuniðurgreiðslan vefst fyrir mönnum Vonir standa til að fiskverðið verði ákveðið í dag Ekki var nýtt fiskverð ákveðið í gær, eins og búist hafði verið við. Hugmyndir Steingrfms Hermanns- sonar sjávarútvegsráðherra hafa verið til umræðu undanfarna daga hjá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og í rfkisstjórn. Það er einkum olíuniður- greiðslan til fiskiskipa sem stendur í mönnum, enda raunar ekki um Alþýðubandalagið: Forval í Reykjavík Fyrri umferð forvals, vegna fyrirhugaðra alþingiskosninga, fer framhjá Alþýðu-* bandalaginu I Reykjavík helgina 14.-16 janúar n.k. Síðari umferðin verður svo helgina 28.-28 janúar. í fyrri umferð rita félagsmenn nöfn fimm manna á sérstakan kjörseðil og skiptir röð manna á seðlinum ekki máli við úrvinnsiu og undirbúning síðari umferðar. Heimilt er að tilnefna utanfélags- menn og þá sem eru búsettir utan Reykjavíkur í fyrri umferð. Kjörnir alþingismenn eru ekki kjörgengir í fyrri umferðinni. Tilnefningu til síðari umferðar hljóta 12 efstu úr fyrri umferð ásamt þeim alþingismönnum sem gefa kost á sér. í síðari umferð ritar kjósandi tölurnar 1-6 fram- an við nöfn á kjörseðli eins og hann óskar að mönnum verði raðað á framboðslistann. Rétt til þátttöku hafa þeir fé- lagsmenn ABR sem hafa greitt árgjald 1981, svo og nýir félags- menn, enda greiði þeir a.m.k. 1/2 árgjald (250 kr.) til félagsins. Eru félagsmenn sem skulda árgjöld hvattir til að greiða þau fyrir miðjan janúar til að auðvelda gerð kjörskrár. Verður BÚR lokað? Grelnlleg hótun Gunnar Ólafsson... Gunnar / Olafsson forstjóri RALA Gunnar Ólafsson hefur nú verið settur forstjóri Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins (RALA) frá 15. janúar n.k. að telja. Dr. Björn Sigurbjörnsson, for- stjóri RALA, hefur fengið launa- laust leyfi frá störfum næstu þrjú ár og mun verða erlendis. Gunnar Olafsson hefur áður gegnt for- stjórastarfinu í fjarveru dr. Björns Sigurbjörnssonar. - mhg „í þessu felst greinilega hótun afhálfu Sjálfstæðisflokksins um að leggja Bæjarútgerðina niður eins og stefnt virðist að í Hafnarfirði,“ sagði Sigurjón Pétursson, fulltrúi AB í útgerðarráði í gær. Á miðvikudag samþykktu fjórir fulltrúar íhaldsins í ráðinu tillögu þar sem segir m.a.: „Ijóst er að áframhaldandi hallarekstur togara BÚR neyðir borgaryfirvöld til að •eggja togurum sínum... I bókun minnihlutans í út- gerðarráði, segir að þar sem í til- lögunni er „hótað rekstrar- stöðvun togaranna og þar með stórfelldum uppsögnum bæði sjó- manna og verkafólks, þá greiðum Árið sem nú er að líða er minnsta slysaár frá því árið 1973, að því er kemur fram í frctt frá Slysavarna- félagi íslands. Alls létust 63 af slys- förum hér á landi á árinu og þar af 4 Islendingar erlendis. segir Sigurjón Pétursson um samþykkt útgerðarráðs við atkvæði gegn henni. Slíkar aðgerðir þarf að skoða gaumgæfi- lega áður en til þeirra er gripið og meta þá unr leið heildaráhrif þeirra á borgarsamfélagið." „í samþykkt Sjálfstæðisflokks- I fyrra létust 85 íslendingar af slysförum, árið 1980 létust 87, árið 1979 létust 92, árið 1978 létust 98, árið 1977 létust 89, árið 1976 létust 76, árið 1975 létust 85, árið 1974 létust 97 og árið 1973 létust 121. ms er horft framhjá því að BÚR veitir mörg hundruð manns atvinnu og veitir þannig tekjum inn í borgarsamfélagið, sem aftur skilar sér til borgarinnar í út- svörum og öðrum sköttum," sagði Sigurjón. „í henni er aðeins horft til rekstrar togaranna, og því hót- að að mannskapnum verði sagt upp ef einhver halli verði. Togar- arnir hafa í gegnum árin verið reknir með einhverjum halla, svo þessi tillaga er alveg út f hött,“ sagði hann. „Það er ljóst að gegn þessu verð- ur ekki aðeins minnihlutinn í borgarstjórn að snúast, heldur öll verkalýðshreyfingin og borgar- búar allir,“ sagði Sigurjón. „Það eitt dugir til þess að koma í veg fyrir að hér verði stofnað til stór- fellds atvinnuleysis." í sjóslysum eða drukknunum 1982 létust 15, í umferðarslysum 28, í flugslysum 6 og í öðrum slys- um 18. - S.dór Staða Þjóð- leikhússtjóra: Fjórir sóttu um Fjórir sóttu um stöðu þjóð- leikhússtjóra, en umsóknarfrestur rann út 29. þ.m. Þeir sem sóttu um voru: Kristín Magnús, Gísli Al- freðsson, Erlingur Gíslason og Þórhallur Sigurðsson. í viðtali við blaðið í gær sagði menntamálaráðherra, Ingvar Gísl- áson, að bréf hefði verið sent til Þjóðleikhúsráðs þar sem óskað væri umsagnar þess. Kvaðst hann vonast til að unnt yrði að ganga frá ráðningu nýs þjóðleikhússtjóra sem ailra fyrst. Staðan er veitt frá 1. janúar 1983, en nýr leikhússtjóri tekur formlega við næsta haust. -AI Árið ’82 minnsta slysaár í 10 ár Þó létust 63 íslendingar á árinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.