Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1982 Hér fer á eftir annáll kjaramála frá sólstöðusamningunum 1977 fram til dagsins í dag og horfur á næsta ári. Það er sambandsstjórnarfundur Alþýðusambands íslands sem afgreiddi þetta yfirlit og þar kemur m.a. í Ijós að kaupmáttur yfirstandandi árs stefni í að verða 1.2% lakari en hann var 1981. Þá er og gert ráð fyrir að kaupmáttur kauptaxta landverkafólks innan ASÍ muni rýrna enn um 6 - 6 7*% á næsta ári, verði ekki gerðir nýir kjarasamningar sem feia í sér kaupmáttaraukningu. Er þá miðað við að verðbótaákvæði verði óbreytt, viðskiptakjör versni ekki og verðbólgan verði um 60%. -U. ■ VH fí Kjaraannáll Sambandsstjórnar ASÍ Kaupmáttur kauptaxta 1.2% lakari í ár en árið 1981 í kjarasamningum í júní 1977 tókst verkalýðshreyfingunni að snúa þriggja ára varnarbaráttu í lífskjarasókn. í þeim samningum var meðal annars samið um veru- lega grunnkaupshækkun og þrjár áfangahækkanir. Þá var og samið um einhverja fullkomnustu verð- bótavísitölu sem gilt hefur í kjara- samningum hér á landi. Verðbóta- vísitalan var miðuð við vísitölu framfærslukostnaðar, að öðru leyti en því, að búvörufrádrátturinn hélst óbreyttur frá fyrra kerfi og áfengis- og tóbaksliðum var alfarið haldið utan við verðbót- aútreikning. Þannig höfðu breytingar á áfengis- og tóbaks- veröi ekki áhrif á verðbætur, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Auk verðbótanna þannig reiknaðra var tekinn upp sérstakur verðbótaauki til þess að bæta upp þá kaupmáttarrýrnun sem verður milli verðbótaútreikninga. Með þeirri aðferð var reynt að nálgast það að kaupmáttur yrði svipaður og orðið hefði, ef útreikningur færi fram á mánaðarfresti. Með þessum samningum var því brotið blað, náð mjög auknum kaupmætti og traustu vísitölukerfi. Kaupmáttur kauptaxta verka- manna varð um 15% hærri á síð- asta ársfjórðungi 1977 en á árinu 1976, og um 10% hærri en á árinu 1975 en svipaður og' á árunum 1972-1974. Lagasetning 1978 En veður skipast fljótt í lofti. í febrúar 1978 voru sett iög um að verðbætur skyldu helmingaðar á því ári og boðað var, að óbeinir skattar yrðu teknir út úr vísitöl- unni. Þetta þýddi að hægt hefði verið að hækka söluskatt án þess, að það hefði áhrif á verðbótavísi- tölu. í kjölfar þessarar lagasetning- ar fylgdu mótmælaaðgerðir 1. og 2. mars 1978 og útflutningsbann Verkamannasambandsins svo nokkuð sé nefnt. í maí 1978 voru sett ný lög sem drógu mjög úr skerðingu febrúarlaganna á verð- bætur í dagvinnu, en verðbætur á yfirvinnu voru áfram helmingaðar. Þessi nýju Iög tóku gildi 1. júní 1978 og um leið kom áfangahækk- un samkvæmt samningum þannig að kaupmáttur jókst mjög verulega eftir rýrnun undangenginna tveggja mánaða. Enn voru sett lög um kjaramál í september og nó- vember 1978. í september 1978 voru kjarasámningar settir í gildi fyrir laun flestra ASÍ félaga. Niður- greiðslur voru auknar og sölu- skattur afnuminn af matvælum. f desember 1978 voru niður- greiðslur aftur auknar og 5 prós- entustig verðbóta felld niður og skyldu þau bætt með skattalækkun og félagslegum umbótum. Fyrirséð var í upphafi, að ekki yrði um lækk- un skattbyrði að ræða milli ára. Hins vegar voru á árinu 1979 sett lög, sem bættu mjög stöðu þeirra lakast settu í hópi landverkafólks s.s. í veikinda- og slysatilfellum. Þá Stefnir í 6-óWo skerðingu á næsta ári nema nýir samningar verði gerðir var uppsagnarfrestur lengdur og næturvinna kom í stað eftirvinnu á föstudögum. Umbæturí málefnum sjómanna náðu hins vegar ekki fram að ganga fyrr en á árinu 1980. Með desemberlögunum 1978 var þannig gengið á snið við samning- ana 1977. í reynd má segja, að ASÍ hafi samþykkt þessi skipti á verð- bótum (4.72% í kaupi) og félags- legum aðgerðum, því þessari laga- setningu var ekki mótmælt og af hálfu Alþýðusambandsins voru lagðar fram tillögur í 10 liðum um úrbætur í félagslegum efnum. 1979 f apríl 1979 voru enn á ný sett lög sem skertu verðbótaákvæði samn- inganna frá 1977, svokölluð Ólafs- lög. Helstu ákvæði þessara laga sem snerta verðbætur eru: 1. Upp var tekinn frádráttur vegna breytinga á tóbaks- og áfeng- isverði. 2. Tekið var tillit til breytinga á viðskiptakjörurn við útreikning verðbótavísitölu. 3. Verðbótaauki var frystur á því stigi sem hann var í mars 1979. 4. Heimilaður var frádráttur á árunum 1979 og 1980 vegna niður- greiðslu olíukostnaðar þeirra heimila, sem hituð hús sfn með ol- íu. 5. Grunntala verðbótavísitölu var sett á 100, sem þýddi aukið vægi frádráttarliða við útreikning vísitölunnar. Þegar löggjöf þessi var í undir- búningi voru um hana miklar um- tæður og var frumvarpi forsætis- ráðherra eins og það lá fyrst fyrir harðlega mótmælt. Frumvarpinu var hins vegar verulega breytt og ekki var efnt til andófs vegna lag- anna. Þann 25. júní 1979 var undirrit- aður nýr kjarasamningur milli ASÍ og vinnuveitenda. Samningur þessi kvað á um 3% hækkun launa verkafólks til samræmis við þá hækkun sem opinberir starfsmenn höfðu fengið í apríl sama ár. Gild- istími þessa samnings var til árs- loka 1979. Samningarnir 1980 Kjarasamningarnir í október 1980 áttu sér alllangan aðdrag anda. Kröfugerð var í sumum til- vikum seint á ferðinni og um sum- arið var fjölda fiskvinnslustöðva lokað og menn því lítt búnir til átaka Samningar tókust loks 27. október 1980. í þessum samning- um er talið að taxtar verkamanna hafi hækkað um 12.2%, verka- kvenna um 10.4%, iðnaðarmanna í tímavinnu um 13.5% og reiknitöl- ur ákvæðisvinnu um rúm 8%. Áætlað er að meðalhækkun taxta verslunar og skrifstofufólks hafi verið 6.2% en sérstök hækkun, sem metin var að meðaltali 7.0% varð hjá því á árinu 1979. í þessum samningum tókst ekki að semja um að verðbætur fylgdu framfærsluvís- itölu heldur urðu menn að láta sér nægja verðbætur samkvæmt Ólafs- lögum frá 1979. Lagasetning á gamlársdag 1980 Enn á ný var gripið inn í samn- inga með löggjöf á gamlársdag 1980. 1. mars 1981 voru verðbætur skertar um 7 prósentustig. Á móti kom að verðbætur voru greiddar m.v. óskerta framfærsluvísitölu 1. júní, 1. september og 1. desember 1981. Á móti verðbótaskerðingunni kom einnig fyrirheit um 1Vj% skattlækkun hjá lágtekjufólki. SamkVæmt yfirlýsingum stjórn- valda átti kaupmáttur ráðstöfunar- tekna fólks með miðlungstekjur og lægri að haldast svipaðar og hann hefði verið án aðgerða, en verð- bólga hins vegar að minnka veru- lega. Margt var óljóst í efnahagsá- ætlun ríkisstjórnarinnar og mið- stjórn ASÍ samþykkti samhljóða að áskilja sér fyllsta rétt til nauð- synlegra aðgerða til þess að tryggja umsaminn kaupmátt, ef nauðsyn bæri til, en ekki var hvatt til andófs gegn þessum lögum. „í kjarasamningum í júní 1977 tókst verkalýðshreyf ingunni að snúa þriggja ára varnarbaráttu í lífskjarasókn“. „í febrúar 1978 voru sett lög um að verðbætur skyldu helmingaðar á því ári og boðað var aðóbeinir skattar yrðu teknir út úr vísitölunni“. Verðbœtur í des. 1978 og félagslegar umbœtur 1979

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.