Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Heigin 15. - 16. janúar 1983 st jórnmál á sunnudcgi Nú nú Stefán Dagar ríkisstjórnarinnar eru taldir. Það lýsir heilsufari hennar best að nánasta skyldulið virðist nú bíða útfarardagsins með engu minni óþreyju en andstæðingarn- ir. Veit þó enginn hversu viðra muni í pólitíkinni á þeim vordegi, en eftirmælin ætla ég verði álíka misjöfn og við er að búast. Þó gæti svo farið að fleiri en ýmsa grunar merktu henni bót í alvöru- þrunginni einsemd kjörklefans þá um helgina. Við Alþýðubandalagsmenn þurfum ekki að kveðja ríkis- stjórnina okkar með neinum blygðunarroða. Hún stóð við gef- in fyrirheit meðan henni entist afl til. Ráðherrarnir okkar þrír hafa getið sér hið besta orð fyrir emb- ættisstörf, og komið ótrúlega miklu til leiðar, hver á sínu sviði, við erfiðar aðstæður: Kjör ellilíf- eyrisþega og öryrkja hafa verið bætt, hafin vandlega undirbúin og djörf sókn gegn arðráni sviss- neska auðhringsins hér á landi og fjármál ríkisins styrkt með hygg- indum og einurð. Við þá er ekki um að sakast þótt ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hlyti að sitja nokkrum mánuðum Iengur en við töldum æskilegt sumir hverjir. Hvað sem öðru líður þá ætla ég að býsna margir geti orðið mér samdóma um að þessi ríkisstjórn hafi þó að minnsta kosti verið ný- stárlegt fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum og þótt engu skuli spáð um úrslit næstu kosninga þá mætti það furðu sæta ef önnur álíka yrði mynduð á þessari öld. Hér verður ekki teygður lop- inn um þær efnahagsþrengingar, sem okkur eru nú búnar með rýrnandi þjóðartekjum, söluerfiðleikum, versnandi viðskiptakjörum á erlendum lán- amörkuðum og hemjulítilli verð- bólgu. Allir hljóta stjórnmálafl- okkarnir að gera hið fyrsta grein fyrir úrræðum sínum í þessum vandamálum. Að þeim yfirlýs- ingum fengnum verður hægt að byrja að spá fyrir myndun næstu stjórnar. Ef af líkum skal ráða þá mun ekki bera ýkjamikið á milli sjónarmiða Sjálfstæðimanna og Framsóknar fremur en fyrri dag- inn um leiðir til baráttu gegn verðbólgunni. Eðlilegt má telja að minna beri á milli sjónarmiða Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks en áður hefur gert. Von- andi hafa forystumenn beggja flokkanna dregið eðlilegan vís- dóm af fylgistapinu milli kosning- anna 1978 þegar þeir samfylktu gegn harðvítugri íhaldsstjórn og 1979 þegar þeir börðust innbyrðis eins og villikettir. Ef það hendir verkalýðsflokkana öðru sinni í aðdraganda kosninganna næsta vor, þá býð ég ekki hátt verð í varnarstöðu verkalýðshreyfing- arinnar gagnvart nýrri samstjórn Ólafs Jóhannessonar og Geirs Hallgrímssonar. Að slást eins og Killkerny- kettirnir Við hefur borið síðustu mán- uðina, þegar ég hef hugleitt þá ódæma úlfúö, sem ríkir milli flokksins míns og Alþýðuflokks- ins, að mér komi í hug írskur málsháttur um sérstaklega illvíg- ar og framúrskarandi heimsku- legar deilur manna milli, „að þeir sláist eins og Killkerny- kettirnir". Málshátturinn er rak- inn til þess atburðar í bænum Killkerny á öldinni sem leið, að breskir hermenn. sem þangað voru sendir til að standa milli I kaþólskra og iútherskra, tóki upp á því að stunda kattaat sér ti dægrastvttincar. Þessi hrottaleg leikur var að vísu stranglega bannaður af herstjórninni, en kom fyrir ekki. Hermennirnir fönguðu sér ketti, bundu þá saman í rófunum og hengdu síðan upp á þvottasnúrur og létu þá berjast með þeim hætti, þar til yfir lauk. Nú ber svo við dag nokkurn er óbreyttir dátar stóðu að svofelldu kattaati, að liðsfor- ingi kom að þeim óvörum, en sá hermannanna sem skjótráðastur var brá sverði sínu og hjó sundur skottin í einu höggi þannig að kettirnir skutust burtu en rófurn- ar héngu eftir á snúrunni. Liðsforinginn þurfti ekki að því að spyrja hvað þarna hefði farið fram, heldur því einu, hvað orðið hefði af köttunum, en hermaður- inn skjótráði svaraði því til að annar kattanna hefði verið úr kaþólska hverfinu en hinn úr hverfi mótmælenda og þangað til hefðu þeir barist að þessir líkam- spartar væru nú einir eftir af þeim, sem þarna héngju á snú- runni. Því koma mér nú Killkerny- kettirnir í hug, að það þætti mér ekki allskostar með ólíkindum, ef verkalýðsflokkarnir halda áfram að láta etja sér saman öllu lengur svo sem þeir hafa gert þennan aldarhelming, sem ég hef fylgst með pólitíkinni, að forystumenn- irnir kunni, eina vorbjarta taln- ingarnóttina áður en langt um líður, ef til vill aðfaranótt hins 24. dags aprílmánaðar næstkomandi að standa frammi fyrir rófunum einum saman af kjörfylgi þessara flokka. Væri þá skaðlaust þótt þeir reyndu jagast um það hvað orðið hefði af köttunum. Okkar sérstaka ættar- samfélag Oft hefur sá er, þetta skrifar undrast það bæði hátt og í hljóði hversu framgangur sósíaliskrar hreyfingar hefur orðið lítill á landsmálasviðinu allar götur frá 1916 þegar við borð lá að pólitísk samtök verkalýðshreyfingarinn- ar næðu meirihluta í Reykjavík, en flokkarnir tveir sem nú telja sig ráða pólitísku umboði al- þýðusamtakanna skuli enn, að lokinni nær 70 ára baráttu, rétt lafa í því, þegar best lætur að njóta stuðnings fjörutíu kjósenda af hverjum hundrað. Eigi að síð- ur blasa við okkur hin glæstustu tákn um sigra alþýðuhreyfingar- innar: Nær 80% af verðmæustu framleiðslutækjunum í sameign fólksins með einum eða öðrum hætti, alþýðutryggingar með því móti sem bestar gerast í heimin- um, heilbrigðis og heilsugæslu- mál til fyrirmyndar, leiðir til menntunar opnar öllum þeim sem vilja án tillits til efnahags og réttarstaða verkalýðshreyfingar- innar betur tryggð en í nokkru öðru landi. Allt þetta þrátt fyrir þessa skelfilegu missætt innan hinnar pólitísku forystu verkalýðshreyfingarinnar? Sjálfur hef ég átt bágt með að sætta mig við þá sögulegu gjörn- inga sem ollu því að hér fara tveir flokkar með pólitískt umboð verkalýðshreyfingarinnar, og þar af leiðandi báðir tiltölulega litlir, í stað eins öflugs verkalýðsflokks svo sem hjá grönnum okkar á Norðurlöndum. Ekki svo að skilja að við getum tekið pólitísk vinnubrögð frænda okkar í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku til beinnar fyrirmyndar svo ólíkar sem aðstæðurnar eru hér á landi. Náttúrufar landsins hefur mótað þjóðina eftir sinni mynd, svo að hvergi getur að finna hliðstæðu við þess háttar ættarsamfélag meðal upplýstra þjóða né svo mikið sem vísi að álíka vélvæddu veiðimannasamfélagi í löndum tækniþróaðra iðnríkja, og halda samt til jafns við það fólk, sem langbest vinnur að framleiðslu verðmæta og skynsamlegri nýt- ingu fjármuna. Af þessu leiðir að pólitísk vinnubrögð hafa þróast á allt annan veg en hjá málvinum okkar og grönnum, þótt hér engu síður en þar, sé tekist á um sömu grundvallaratriðin, efnahagsleg og pólitísk. Faglega sterkir Pólitískt veikir Ekki treysti ég mér til þess að skilgreina sérkenni íslensku stjórnmálaflokkanna í saman- burði við flokkana á Norðurlönd- um í einstökum atriðum, en það finnst mér ljóst, að ágætur árang- ur, sem náðst hefur þrátt fyrir allt, í framsókn alþýðusamtak- anna hér í átt til betra samfélags þrátt fyrir veika pólitíska stöðu, verður fyrst og fremst rakinn til hinnar faglegu verkalýðshreyf- ingar. Áhrifamáttur samhentrar verkalýðshreyfingar hefur reynst slíkur, þrátt fyrir klofninginn á stjórnmálasviðinu, að Sjálfstæð- isflokkurinn, sem þó er í eðli sínu ómengaður hægriflokkur, hefur ekki talið það vænlegt til áhrifa á landstjórnina að einkenna sig öðru fremur með yfirlýstri og markvissri baráttu gegn félags- legum úrræðum verkalýðs- hreyfingarinnar. Fyrir bragðið hefur Sjálfstæðisflokkurinn gerst einskonar nátthagi fyrir allt að þriðjungi launafólks í landinu. Fjöldinn allur af því fólki hefði ella stutt annan hvorn verkalýðs- flokkanna í landsmálabaráttunni ef ekki hefði komið til háreysti Killkernykattanna sem áður var lýst. Skýringin á því, hvers vegna Alþýðuflokknum hefur orðið fylgisskriðið til Sjálfstæðisflokks- ins hættulegra en Alþýðubanda- Atakanleg eru saknaðarljóð garnarinnar að stórveislunni lok- inni, segir grænlenskur máls- háttur. Jónsson skrifar laginu verður að bíða betri tíma, en ekki er greinarhöfundur viss um að hún hljóti að verða öðrum hvorum flokkanna til eindreginn- ar vegsemdar. Hitt mættu forsvarsmenn þess- ara tveggja arma verkalýðs- hreyfingarinnar gaumgæfa nú á miðjum Mörsug, hverskonar amboð þeir hafa verið málstaðn- um í pólitísku flúskri sínu hver við annan, þar sem hvatinn hefur tíðum verið fáfengilegur metn- aður einstakra persóna, fremur en málefnalegur ágreiningur um leiðir að settu marki og síðan klykkt út með því að setja málin í hendur nauðhyggjumanna á úr- eltar kennisetningar til fræði- legrar útleggingar. Ekki vil ég jafna efnahags- kreppunni, sem nú þrengir að okkur, við hrunið mikla á árun- um eftir 1930. Orsakirnar eru ekki í hvívetna samkynja. Ef heppnin er með verða afleiðing- arnar ekki jafn hroðalegar í þetta skiptið. Ef heppnin er ekki með kynnu þær að verða jafnvel enn- þá alvarlegri. Það uggvænlega er, að við erum sennilega verr búnir, siðferðislega og pólitískt til þess að mæta alvarlegum þrengingum nú, þrátt fyrir undangegnið vel- megunarskeið, heldur en við vor- um í allri fátæktinni á hinum fyrri kreppuárum. Ofgnótt kreppa í nær hálfa öld höfum við búið nægtabúi - síðustu áratugina við ofgnótt. Til áréttingar skal þess getið að nær helmingur þjóðar- innar fór til suðrænna landa sér til skemmtunar árið sem leið, aðeins fleiri en þeir sem sigldu sömu erinda árið 1981. Þá er enn eftir að tíunda íslandsmet í bíla- innflutningi líflegan innflutning tertubotna og síðast en ekki síst það gróskumikla vaxtarlag sem við hverju auga blasir og ein- kennir jafnan þær þjóðir, sem fengið hafa áratugum saman meira að borða en þær hafa undan að melta með skikkanlegu móti. „Átakanleg eru saknaðarljóð garnarinnar að stórveislunni lok- inni“, segir grænlenskur máls- háttur norður úr Thule. Sú heimspeki, sem þessi kómiska at- hugasemd er sprottin af á ræturn- ar í býsna kaldranalegum veru- leika. Fjarskyldur ættingi, fóstr- aður af svipaðri lífsreynslu á ís- landi segir að það þyrfti beinlínis stálslegin bein til þess að þola mjög góða daga kynslóðum saman - í hálfa öld. Hættan er sú að það verði löngu áður en á reynir tómleika- kennd garnarinnar að saknaðar- ljóðin átakalegu verði sungin hér á landi: Um leið og ekki verður auðhlaupið að því að skipta um ísskáp um leið og eldhúsið er mál- að, ekki hægt að fleygja gömlu hrærivélinni og kaupa í staðinn þá nýju með 18 hraðastillunum, sem verið er að auglýsa í sjón- varpinu, fella niður árlega Spán- arferð og fresta því enn í þrjú ár að kaupa nýjan bíl. Allt eru þetta smávægilegar fórnir í samanburði við þær þrengingar sem þorrinn allur af jarðarbúum hefur mátt þola fram á þennan dag, og hljóta að verða grátbroslegar í vitund þeirra rnanna, sem muna risa- tökin, sem forystumenn alþýðu- samtakanna veltu til hagsbóta ís- lenskum verkalýð í fátækt fyrri kreppuáranna. Þá stóðu þeir saman. Það sem nú er brýnast í okkar stjórnmálum er það, að félags- hyggjufólk úr a.m.k. þremur stjórnmálaflokkum nái að taka höndum saman og hefji sókn í anda frumherja verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinnar. Guð forði mér samt frá að upp- lifa-þann dag, að forystusveit Al- þýðuflokksins gangi inn í Al- þýðubandalagið með viðhorf sín margvísleg lítt eða ekki breytt. ■■■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.