Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN iHelgin 15. - 16. janúar 1983 Kvikmyndir „Við viljum franskar, sós’ og salat“ - senan úr kvikmyndinni „Með allt á hreinu“. Súmyndberaf „eins og gull af eiri“, segir Ingibjörg Haraldsdóttir í umsögn um ís lenskar kvikmyndir ársins. Árið 1982 ku vera liðið og fróðir menn segja að það komi aldrei aftur. Kvik- myndalega séð var það lík- lega sísona miðlungsár, hér í Reykjavík að minnsta kosti. Vídeófárið greip landsmenn heljartökum sínum og að- sókn að kvikmyndahúsum mun hafa farið minnkandi. Kvikmyndahúsaeigendur gripu til þess ráðs í örvænt- ingu sinni að fara út í sam- ÁRIÐ 1982 ekki séð Rokk í Reykjavík. Af hin- um þremur fannst mér Með allt á hreinu bera af einsog gull af eiri. En ekki finnst mér ástæða til að hafa stór orð um ástandið í ís- lenskri kvikmyndagerð á þessum ársgrundvelli. Við þurfum áreiðan- lega að bíða nokkur ár í viðbót og gefa kvikmyndagerðarmönnunum okkar fleiri tækifæri áðuren við för- um að draga stórar ályktanir af því sem þeir eru að bralla. Enn sem komið er finnst mér ekki vert að tala um stíl og stefnur eða „ís- lenskan skóla“ í kvikmyndum. kvikmyndalega séð keppni við myndbandaleig- urnar og mátti stundum ekki á milli sjá, hvorir voru með ógeðslegri varning á boðstólum. Innanum sorann komu þeir svo einstaka sinn- um með kvikmyndir sem stóðu undir nafni - bara svo alltof, alltof sjaldan. En það er svosem ekki ný saga og þarf varla vídeófár til. Mikið væri nú gaman ef einhver tæki sig til og skrifaði íslenska kvik- myndamenningarsögu. Ég held að slíkt rit gæti orðið býsna fróðlegt, sérstaklega sá þáttur þess sem hefst eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk og nær fram yfir vídeófárið. Sú þróun sem á sér stað á þessu tímabili er að mestu leyti rökrétt afleiðing af samningi sem íslend- ingar gerðu við Bandaríkjamenn skömmu eftir stríð um Marshall- aðstoðina svonefndu. Eitt af skil- yrðunum sem Bandaríkjamenn settu fyrir því að sú aðstoð yrði veitt var að íslendingar keyptu og sýndu bandarískar kvikmyndir. Það hefur líka verið gert svika- laust; á undanförnum árum hafa að meðaltali 60-70% þeirra kvik- mynda sem sýndar hafa verið í kvikmyndahúsum og sjónvarpi hér á landi vei ð bandarískar. Hernám Enginn skyldi ætla að umhyggja fyrir fjárhag kvikmyndaframleið- enda hafi verið bandarískum stjórnvöldum efst í huga þegar þau settu slík skilyrði. Þess má líka geta að íslendingar voru ekki eina þjóðin sem gekk að þessum afar- kostum til að fá Marshallaðstoð. Hér er um að ræða þýðingarmikinn þátt í því fyrirbæri sem gengur undir nafninu „kúltúrimperíal- ismi“ eða heimsvaldastefna í menningarmálum. Takmarkið var að miðla bandarískum lífsháttum, bandarískri menningu, til stríðs- hrjáðra Evrópuþjóða, til þess að þær yrðu ekki kommúnismanum að bráð. íslendingar fengu náttúr- lega að fljóta með, þótt þeir væru ekki tiltakanlega stríðshrjáðir sem betur fer. Það var þetta með hern- aðarlega mikilvægið og hnatt- stöðuna sem gerði okkur verðuga „aðstoðar". Hér áður fyrr var oft talað um „hernám hugarfarsins", og von- andi þarf ekki að útskýra það hug- tak fyrir lesendum þessa blaðs. Eg er þeirrar skoðunar að kvikmynda- húsin, og síðar sjónvarp og vídeó, hafi átt stóran þátt í því hernámi, sem manni finnst óneitanlega að sé orðið að viðvarandi ástandi hjá stórum hluta þjóðarinnar. Og þetta hefur gerst víðar. Ég hef áður vitnað í orð vestur-þýska kvik- myndastjórans Wim Wenders sem sagði: undirmeðvitund okkar er bandarísk hálfnýlenda. Semsagt, bandarískar kvik- myndir ráða hér lögum og lofum í bíóum, sjónvarpi og á myndbönd- um, og fólkið vill þetta vegna þess að fólkið býr við bandarískt her- nám. Fólkið rekur upp ramakvein þegar sjónvarpið festir kaup á sænskum kvikmyndum. Eða hvað? nigum við að vera bjartsýn og FaSSbÍllder segja að það sé ekki endilega „fólk- ið“ sem gengur berserksgang á les- endasíðum dagblaðanna og í hlust- Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar endaþáttum útvarpsins, heldur einhverjir hamstola einstaklingar úti í bæ? Islenskar myndir Ætli ég láti ekki lesendum eftir að skilgreina fólkið, en snúi mér heldur að því sem átti að vera inn- tak þessa greinarkorns upprifjun á því helsta sem gerðist í kvikmynd- amálum Reykvíkinga árið 1982. Þessi upprifjun verður kannski ó- fullkomin, það getur verið að ég gleymi einhverju markverðu og kannski hef ég misst af mörgum góðum myndum. Vonandi skiptir það ekki sköpum. Fjórar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd voru frumsýndar á ár- inu, ef ég man rétt: Sóley, Rokk í Reykjavík, Okkar á milli og Með allt á hreinu. Ég hlýt að játa á mig þá ófyrirgefanlegu synd að hafa Sorglegasta fréttin sem kvik- myndaunnendum barst utan úr heimi á árinu sem nýlega kvaddi var áreiðanlega fréttin um lát vestur-þýska kvikmyndastjórans Rainer Wemer Fassbinder. Éranski snillingurinn Jacques Tati var líka mörgum harmdauði. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari listamenn en þessa tvo, en snjallir voru þeir báðir, hvor á sína vísu, og nöfn þeirra lifa í kvikmyndasögunni. Við fengum reyndar að sjá tvær af síðustu myndum Fassbinders á árinu sem leið, báðar í Regnbogan- um, sem nú er áreiðanlega mestur menningarstaður íslenskra kvik- myndahúsa (samkeppnin er að vísu ekki hörð). Þessar myndir voru Lola og Lili’ Marleen. Ætti ég að kjósa „bestu mynd ársins“ úr hópi þeirra sem sýndar voru á al- mennum kvikmyndasýningum í Reykjavík árið 1982 kæmi Lola sterklega til álita, en líklega yrði þó önnur mynd sigursælli: Kagemusha eftir Kurosawa hinn japanska, en sú mynd var sýnd í Nýja bíói. Því miður voru báðar þessar ágætu myndir sýndar hér með svo fár- vondum íslenskum texta að til stór- skaða mátti telja. Textagerð er reyndar einn veikasti bletturinn á íslenskri kvikmyndamenningu og er löngu tímabært að eitthvað verði gertíþvímáli. Um leið væriekki úr vegi að leita að íslenskuskrifandi mönnum til að semja leikskrár fyrir kvikmyndahúsin, þær eru yfirleitt til háborinnar skammar. Nokkrar myndir til viðbótar gæti ég talið upp, sem fengur var að fá hingað: Kvennabæinn eftir Fellini, þýsku myndina Dýragarðsbörnin og tvær ástralskar myndir: Frama- drauma og Morant liðþjálfa. Af þeim bandrísku myndum sem ég sá á árinu held ég að þrjár verði mér eftirminnilegastar: Venjulegt fólk, Atlantic City og Dóttir kolanám- umannsins. Valkostir Sem betur fer þurfa kvikmynd- aunnendur ekki lengur að treysta á bíóstjórana eingöngu. Kannski verður þróunin sú að góðum kvik- myndum fækkar enn á almennu sýningunum en að sama skapi fjölgar þeim á allskyns uppákom- um. Kvikmyndahátíð, kvikmynda- vikum og kvikmyndaklúbbum. Stundum finnst manni þessi þróun vera hafin, og mér finnst hún ekki lofa góðu. Útkoman kann að verða sú að áhorfendur skipta sér í tvo hópa, með hyldjúpa gjá á milli: þá sem fara í bíó og horfa á rusl, og þá sem ganga á vit Kvikmyndalistar- innar með stórum staf. Burtséð frá þessum vangaveltum fengu kvikmyndaunnendur að sjá margar frábærar myndir á Kvik- myndahátíð 1982, myndir eftir Bergman, Wajda, Tarkofskí, Car- los Saura, Bunuel, Eric Rohmer, Margarethe von Trotta, Wim Wenders ofl. Fjalakötturinn hélt uppi merkri starfsemi við erfiðar aðstæður og sýndi einnig myndir eftir fræga menn: Antonioni, Los- ey, Godard, Resnais... Á franskri kvikmyndviku fengum við að sjá frábært listaverk: Moliere eftir Ari- ane Mnöuchkine, nýja mynd eftir Bertrand Tavernier og fleiri ágætar myndir. Kvikmyndaklúbbur Al- liance Francaise starfaði af dugn- aði. Loks má nefna tvær kvik- myndavikur: sovéska og austur- þýska. Þegar á allt er litið má segja að framboð á nýjum, áhugaverðum kvikmyndum hafi verið sæmilegt í Reykjavík á þvf herrans ári 1982, og sennilega betra en gengur og gerist erlendis í borgum af svipaðri stærð, þótt ekki getum við keppt við höfuðborgir nágrannalanda okkar ennþá. En þetta framboð var ekki á vegum kvikmyndahús- anna sjálfra nema að litlu leyti. Sama hvaðan gott kemur, kann einhver að segja, og undir það get ég svosem tekið. Maður verður líka svo velviljaður og bjartsýnn þegar Kvikmyndahátíð er á næsta leiti - en meira um hana í næstu viku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.