Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 6
$ SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. - 16. janúar 1983
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, werkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvaemdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
'Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjömsdóttir
Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gisláson, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds-
son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlóöversson.
íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason
Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar
Áugíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Óiafur þ. Jónsson
Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjáimsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent
Frentun: Blaöaprent h.f. f n
ritstjornargrein
úr aimanakínu
Brottfluttir
snúa heim
• í desembermánuði síðast liðnum voru liðlega 1%
manna á vinnumarkaði skráðir atvinnulausir að jafnaði
hérlendis. Þetta er nokkru hærri tala en verið hefur að
undanförnu, og nógu há til þess að minna okkur á hversu
þýðingarmikið atvinnuöryggið er.
• í flestum tilvikum er það atvinnuleysi, sem hér hefur
orðið vart, tímabundið. Astæðurnar má oftast rekja ann-
að hvort til samdráttar í framkvæmdum yfir háveturinn,
eða til þeirra erfiðleika, sem mörg fyrirtæki í sjávarútvegi
eiga við að glíma. Á nokkrum stöðum hafa þeir erfiðleik-
ar leitt til þess, að kauptryggingu verkafólks hefur verið
sagt upp um lengri eða skemmri tíma.
• Pótt liðlega 1% atvinnuleysi þætti ekki mikið í flestum
eða öllum okkar nágrannalanda, þá skulum við muna vel
eftir því, að fyrir það fólkið sem missir atvinnu sína og
tekjumöguleika, þá er alvara málsins jafn stór hvort
sem það eru færri eða fleiri aðrir, sem verða fyrir því
sama.
• Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar og þeirra stjórn-
málasamtaka, sem henni eru tengd, hlýtur því krafan um
fulla atvinnu og atvinnuöryggi að vera forgangskrafa.
• í mörgum okkar nágrannaríkja er atvinnuleysið ekki í
kringum 1% heldur um og yfir 10%, og samsvarar því í
Danmörku og Bretlandi að hér væru 12-15.000 manns
atvinnulausir. Talið er að víðast hvar muni atvinnuleysi
fara enn vaxandi á því ári, sem nú er nýbyrjað.
• Fáir sem til þekkja draga í efa, að á síðustu tveim árum
hafi þróun lífskjara og atvinnustigs verið launafólki hag-
stæðari hér á landi en víðast annars staðar. Þrátt fyrir
margt, sem hér hefur tekist miður en skyldi, þá hefur
okkur engu að síður tekist betur en flestum öðrum að
verjast boðum kreppunnar og halda uppi nær óbreyttum
lífskjörum og fullri atvinnu.
• Fólksflutningar að og frá landinu segja meira um þetta
en flest annað.
• A árinu 1981 skeði það í fyrsta skipti í sjö ár að hingað
til landsins fluttu fleiri en nam tölu brottfluttra héðan til
annarra landa. Endanlegar tölur í þessum efnum fyrir
síðasta ár liggja enn ekki fyrir, en í fréttatilkynningu, sem
Hagstofa íslands sendi frá sér nú í vikunni með bráða-
birgðatölum um mannfjölda hér á landi þann 1. des. 1982,
segir að „svo virðist sem tala aðfluttra til landsins umfram
tölu brottfluttra hafi verið með því hæsta, sem gerst hefur,
ef ekki hærri.“ Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi, ekki
síst þegar haft er í huga, að á 10 árum frá 1971 til 1980
misstum við úr landi 3.846 manneskjur brottfluttar um-
fram aðflutta. Það samsvarar hvorki meira né minna en
allri íbúatölu kaupstaðar af meðalstærð. Á árunum 1976
og 1977, þegar hér ríkti valdasamsteypa Geirs Hallgríms-
sonar og Ólafs Jóhannessonar, fluttu héðan brott á þriðja
þúsund manns umfram aðflutta, bara á þessum tveimur
árum.
• Álíka ljótt er dæmið frá svokölluðum „viðreisnar-
árum“ 1968 til 1970, þegar hér var í algleymingi sú „frjáls-
hyggjustefna“, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn standa fyrir. Á þessum þremur árum fluttu
3.177 manneskju brott af landinu umfram aðflutta og
horfði til landauðnar, ef ekki hefði þá tekist að steypa
„viðreisnarstjórninni“ og knýja fram breytta stefnu í
atvinnu- kjara- og efnahagsmálum.
• Frá 1968 til 1980 að báðum árum meðtöldum, nam tala
brottfluttra frá landinu umfram aðflutta yllr 7.000 manns
og á öllum þessum 13 árum var fólksflutningajöfnuðurinn
aðeins jákvæður tvö ár, - vinstri stjórnar árin 1972 og
1974. Fyrir fámenna þjóð eins og okkur íslendinga er það
mikill missir að tapa yfír 7.000 manns úr landi umfram
aðflutta á fáum árum.
Þess vegna er það fagnaðarefni, að þessi þróun skuli nú
hafa snúist við, a.m.k. um sinn, og jöfnuður verið já-
kvæður tvö ár í röð í fyrsta skipti um mjög langan tíma.
• Það er ekki síst komið undir stjórnarstefnu á næstu
árum, hvort svo verður áfram.
k.
Utanríkisviðskiptum íslensku
þjóðarinnar er vitlaust stjórnað
þessi misserin. Tekjur okkar hafa
verið að minnka, mest vegna afla-
samdráttar og söluerfiðleika á þeim
beinum sem við drögum úr sjó en
samt malar hið sjálfvirka neyslu-
kerfi bröskurunum gull; eys í sjóði í
gegnum innflutningsverslunina
þeim aurum sem ætti að nota til að
mæta samdrættinum. Og afleiðing-
arnar láta ekki á sér standa: atvinn-
uleysi vex nú hröðum skrefum og
erlendar skuldir mörlandans á síð-
asta ári fóru yfir 45% af þjóðar-
framleiðslunni. Þetta hefur orðið til
þess að greiðslubyrði okkar af er-
lendum skuldum nálgast nú það að
vera fjórðungur allra okkar út-
flutningstekna!
Hvað
merkir
Tómas?
„enginn maður”,
enginn, Tómur...
Gengdarlaus
innflutningur
Á síðustu tveimur árum höfum
við íslendingar eytt og sóað svo
skiptir þúsundum milljóna umfram
tekjur og nema erlendar skuldir
landsmanna tugþúsundum króna á
hvert einasta mannsbarn. Á aðeins
þremur árum hefur okkur tekist að
auka innflutning á erlendum varn-
ingi um þriðjung á sama tíma sem
tekjurnar hafa farið rýrnandi. Er
furða þó spurt sé hvað sá maður
sem við greiðum laun fyrir að gegna
starfi viðskiptaráðherra hafi verið
að gera undanfarin ár?
Svarið er einfalt. Hann hefur
unnið vel fyrir kaupinu sínu því það
er ekki af ónytjungshætti þess sem
nú um stundir fer með viðskipta-
mál þjóðarinnar að svo er komið,
heldur sú pólitíska sannfæring
braskaralýðsins sem ræður ríkjum í
borgaraflokkunum að fátt göfgi
meira hjartað en að gera þá ríku
ríkari og þá fátækari enn fátækari.
Samdrátturinn
kemur í ljós
Hvað er maðurinn að fara? -
Hér í Þjóðviljanum hefur marg-
sinnis verið minnst á nauðsyn þess
að stemma stigu við hinum
gengdarlausa innflutningi til lands-
ins. Það hafa verið settar fram form-
legar tiilögur um stöðvun á inn-
flutningi nokkurra vörutegunda,
bæði hér í blaðinu og af Alþýðu-
bandalaginu á vettvangi ríkis-
stjórnarinnar. Það hefur verið
ráðist á eyðslu og sóun á samdrátt-
artímum, m.a. útþenslu banka-
kerfisins og fáránlega hraða upp-
byggingu einstakra ríkisstofnana.
Það hefur verið margítrekað að
kaup opinberra aðila á rándýrum
vamingi erlendis frá eru heimsku-
leg ráð þegar völ er á jafn-
góðum sem unninn er af íslenskum
Valþór
Hlöðversson
skrifar
höndum. Og hvers vegna þessi
læti? Er ekki frelsi í landi? Eigum
við ekki að fá að kaupa það glingur
sem hugurinn girnist? Ætla nú ein-
hverjir hvítflibbakommar að fara
að segja okkur á hverju skal vera
völ í rekkum krambúðanna?
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
rýrnaði um 1.2% á síðasta ári og
samkvæmt mati Alþýðusambands
fslands getum við reiknað með því,
launþegar, að laun okkar rýrni enn
um 5-6% á þessu nýbyrjaða ári. Og
ef við tökum svo með í dæmið
hugsanlega óáran eins og hreinrækt-
aða hægristjórn og áframhaldandi
y aflaleysi þarf enginn að fara í graf-
götur um að tekjurnar okkar rýrna
ekki um 5-6% heldur að minnsta
kosti helmingi meira á næstu mán-
uðum.
Tréiðnaður
að deyja út
Fáist stjórnmálamenn ekki til að
hamla á móti hinum ofboðslega
innflutningi til landsins verður enn
frekar gengið á kjörin því mönnum
hefur fyrir löngu dottið það snjall-
ræði í hug að besta ráðið til að
draga úr eftirspurn eftir erlendum
vörum sé einfaldlega að skerða
kaupmátt launanna. Og það hefur
verið gert. En það er vegið að okk-
ur úr fleiri áttum.
Formaður Sveinafélags hús-
gagnasmiða lét svo um mælt í við-
tali í Þjóðviljanum fyrir skömmu
að ef ekki tækist að stemma stigu
við innflutningi erlendra húsgagna
og innréttinga yrði einungis eitt ís-
lenskt iðnfyrirtæki starfandi í
greininni eftir tvö ár. Sama hljóð er
í þeim sem starfa í byggingar-
iðnaði. Eða á hverjum halda menn
að 5-földun innflutnings á tilbún-
um einingahúsum frá Danmörku,
Noregi og fleiri löndum á sl. 2
árum hafi bitnað?
í desember sl. voru skráðir 1.412
atvinnuleysingjar á íslandi en í
safma mánuði árið áður reyndust
þeir vera helmingi færri. Og í nóv-
ember sl. voru þeir aðeins 560
talsins; hafði fjölgað um tæplega
1000 manns á einum mánuði. Og
enn hefur ástandið versnað. A
þremur vikum hefur tala atvinnu-
lausra í Reykjavík aukist um
hvorki meira né minna en 40%!
Því miður er ekki ástæða til að
ætla að hér sé aðeins á ferðinni ár-
visst og árstíðabundið atvinnuleysi
sem fjari út áður en varir. Af þeim
tæplega 500 vinnufærum Reykvík-
ingum sem hafa misst atvinnuna
yfir jólahátíðina eru tugir iðnaðar-
manna og byggingarverkamanna.
Má nefna sem dæmi að nú eru 22
múrarar á atvinnuleysisskrá en
aðeins 4 á sama tíma í fyrra. 19
trésmiðir voru á skrá fyrir viku síð-
an en enginn í fyrra. Og þetta segir
ekki alla söguna því fjölmargir sem
hafa haft framfæri sitt af smíð-
um á sl. árum hafa gengið inn í
aðrar starfsgreinar. Til dæmis er
talið að einungis 50% húsgagna-
smiða séu nú við vinnu í sinni grein.
Og allnokkur fjöldi sem enga vinnu
hefur.
Svartnætti
framundan?
Ef tekið er mið af úrræðaleysi og
handahófskenndum aðgerðum
stjórnvalda í baráttunni gegn hin-
um hömlulausa innflutningi, er
engin ástæða til bjartsýni. Því mið-
ur. Misvitrir stjórnmálamenn ís-
lenskir hafa gortað af Jþví við er-
lenda kollega sína að á Islandi væri
ekkert atvinnuleysi. Og það mátti
heyra margan smáborgarann lýsa
því yfir með lotningu fyrir nokkr-
um mánuðum að hér hefðu verið
seldar fleiri gljátíkur á síðasta ári
en nokkru sinni fyrr í sögunni. Og
fleiri vídeótæki. Óg fótanuddtæki.
Að ekki sé talað um tölvuspil. En
það er hætt við að innan tíðar
breytist gildismatið og uppfylling
hinna frumstæðustu þarfa komist
ofar á óskalistann.
Eins og allir vita heitir viðskipta-
ráðherra íslenska lýðveldisins
Tómas. Og vitið þið hvað orðabók
Menningarsjóðs segir um það fyrir-
bæri: persónugervingur fyrir „eng-
an mann“, enginn, Tómur.
- v.