Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 31
Helgin 15. - 16. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 31 Skákmótið í Gausdal:__ Guðmundur sækir á „Ég er með góðar vinningslíkur í skák minni við Kráhenbuhl frá Sviss,“ sagði Guðmundur Sigur- jónsson í stuttu spjalli við Þjóðvilj- ann í gær en þá fór fram áttunda og næstsíðasta umferð mótsins. Mar- geir Pétursson gerði jafnatefli við Ornstein og Karl gerði jafntefli við Tisdall eftir mikla baráttuskák. Karl þarf að vinna skák sína í síð- ustu umferð, sem tefld verður í dag, til þess að ná áfanga að alþjóð- lcgum meistaratitli. Skák Sævars. Bjarnasonar og Bletz frá V-Þýska- landi fór í bið. Þrír skákmenn eru nú efstir á mótinu í Gausdal, De Firmian, Wedberg og Kudrin. Margeir Pét- ursson er í námunda við þá með 5 vinninga og Guðmundur Sigur- jónsson er með 4 vinninga og betri biðskák. Vinni hann verður iiann með 5 vinninga fyrir síðustu um- ferð. Karl er með 4'/: vinning. - hól. Fundur verktaka og iönfyrirtœkja í Eyjafirði: Vilja byggja virkjun við Blöndu A fundi sein Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. beitti sér fyrir 7. janúar sl. með verktökum og iðnfyrirtækjum á Eyjafjarðar- svæðinu kom fram mikill áhugi fundarmanna á þátttöku í tilboðs- gerð og framkvæmdum við Blönd- uvirkjun. Komst fundurinn að þeirri niðurstöðu að á Eyjafjarðar- svæðinu væru starfandi öflug verktaka- og iðnfyrirtæki sem hefðu góða aðstöðu og möguleika á að eiga aðild að umræddum fram- kvæmdum við Blöndu. Rafiðnaðarfyrirtæki á Norður- landi hafa þegar stofnað sameigin- legt hlutafélag sem nefnist Norðlenskir verktakar hf., m.a. í þeim tilgangi að bæta aðstöðu og möguleika fyrirtækja á að bjóða í og taka að sér verkefni við virkjun Blöndu. Þess má geta að tvö af sex stærstu málmiðnaðarfyrirtækjum á land- inu eru starfrækt á Akureyri og er samanlagður starfsmannafjöldi þeirra tveggja um 400 manns af þeim 800 sem samtals vinna í áðurnefndum sex fyrirtækjum. Segir í frétt frá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar að þessi tvö fyrirtæki ættu að geta ein eða sér í samvinnu við önnur fyrirtæki, tekið að sér flest meiriháttar verkefni á sviði málmiðnaðar sem til falla við bygg- ingu virkjunarinnar. Á fundinum komu fram hug- myndir um að æskilegt væri að. kanna grundvöll fyrir samstarfi eða sameiningu einhverra fyrirtækja með það að markmiði að koma á fót einu öflugu fyrirtæki á sviði bygginga- og verktakastarfsemi. - v. Frétta tilkynning iðnaðarráðuneytisins: I samræmi við niður- stöður stjómarinnar Það sem stendur í fréttatilkynn- ingu iðnaðarráðuneytisins er í sam- ræmi við niðurstöður í skýrslu stjórnar Kísilmálmvinnslunnar hf, sagði Halldór Amason stjómarfor- maður í viðtali við Þjóðviljann í gær, en Geir Haarde ber brigður á þetta atriði í Morgunblaðinu í gær. - Það er alveg samhljóða niður- stöðum í skýrslu stjórnarinnar þar- sem segir í fréttatilkynningunni um að stefna að gangsetningu verk- smiðjunnar á árunum 1986-1988. Umræddur kafli er svohljóðandi í fréttatilkynningu ráðuneytisins: „Á grundvelli skýrslunnar telur stjórn félagsins, að kísilmálmverk- smiðja á Reyðarfirði geti verið vænlegur kostur í innlendri orku- nýtingu og að stefna eigi að gang- setningu verksmiðjunnar á árunum 1986-1988, en allan undirbúning á ruestunni beri að miða við að fyrsti ofn hennar taki til starfa 1986. Nánari ákvarðanir um tímasetn- ingar innan framangreindra marka skuli teknar á grundvelli upplýs- inga um þróun markaðsmála og al- menna þróun efnahagsmála í heiminum." Símgjöld til útlanda Hækkaum 19-31% Frá og með 20. þessa mánaðar hækka gjöld fyrir símaþjónustu til útlanda um 19-31 % í hinum ýmsu gjaldflokkum. Ástæður eru þær að frá 1. september hefur gengi gull- franka, sem öll símgjöld miðast við, hækkað um ca 28% og að auki urðu hækkanir á umsjömdum töxt- um við aðrar símstjórnir um síð- ustu áramót. Gjald fyrir hverja mínústu í sjálf- vali verður eftir hækkunina kr. 20 til Norðurlanda nema til Finnlands kr. 22, til Bretlands kr. 24, Frakk- lands og Vestur-Þýskalands kr. 30 og til Bandaríkjanna og Kanada kr. 45. Afgreiðslugjald fyrir hand- virka þjónustu verður í öllum til- vikurn kr. 7.50. Gjöld fyrir telex- og skeytaþjón- ustu hækka um 25-30% eftir gjald- flokkum. Söluskattur er innifalinn í framangreindum upphæðum. - ekh Verð á hörpudiski Lágmarksverð á hörpudiski frá 1. janúar hefur verið ákveðið kr. 4,9 á hörpudisk í vinnsluhæfu ást- andi, 7cm á hæð og yfir á kg, og kr. 4 á hörpudisk 6 cm að 7 cm á hæð. Afhendingarskilmálar verða óbreyttir samkvæmt ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins frá því í fyrradag. Hér sér yfir aðalsalinn í hinu nýja kvikmyndaveri. Ljósm. Atli Kvikmyndaver í Reykjavík Það er hátt til lofts og vítt til ve- ggja að Vatnagörðum 4 í Reykjavík þar scm tckinn hefur verið í notkun nýr upptökusalur scm hlotið hefur nafnið aðstaða s.f. Þetta fyrirtæki er í eigu Hug- myndar s.f. og Sagafilm h.f. og er þarna sköpuð aðstaða til hvers- konar myndatöku og kvikntynda- gerðar, sú fyrsta sinnar tegundar á landinu. Húsnæðið er alls um 600 fer- metrar, lofthæð er 6 metrar, stórar innkeyrsludyr, förðunar- og bún- ingsaðstaða, sími, snyrting og kaffistofa. Aðilar í auglýsinga- og kvikmyndagerð eiga þess kost að taka húsnæðið á leigu til einstakra verkefna. -ekh Tillögur Alþýöubandalagsins um fargjöld SVR: Bamafargjöld miðuð við 15 ára aldurinn „Fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgarstjórn fluttu um það tillögu að barnafargjöld með Strætisvögn- um Reykjavíkur yrðu miðuð við 15 ára aldur í stað 12 ára aldur, en þeirri tillögu var vísað frá. Sam- þykkt þeirrar tillögu hefði þýtt miljóna sparnað fyrir þennan aldurshóp á þessu ári, en Davíð Oddsson borgarstjóri taldi þessa krakka betur undir það búna að axla þær byrðar heldur en borgar- sjóð“, sagði Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi og stjórnarmaður í SVR Þannig átti inngangurinn að frétt og viðtali við Guðrúnu Ágústsdótt- ur að hljóða í blaðinu í gær. Blaðamaður sneri hins vegar við tölum og fullyrti að borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins hefðu lagt til að barnafargjöld með SVR skyldu framvegis miðast við 12 ára aldur í stað 15 ára. Vegna þessarar brengl- unar þykir rétt að endurbirta efnis- atriði viðtalsins við Guðrúnu úr blaðinu í gær. Guðrún Ágústsdóttir kvað það hafa verið stefnu borgaryfirvalda um margra ára skeið að fargjöld stæðu undir 2/3 hluta kostnaðar við rekstur SVR en nú hefði þetta mark verið hækkað upp í 78% kostnaðar. Stefnan væri semsé að stórhækka alla þá þjónustu sem venjulegt launafólk væri nauðbeygt til að kaupa. í lokin sagði Guðrún þetta: „Stjórn SVR hefur aldrei fjallað um þetta mál og hugmyndin um að bera ekki 50% hækkun fargjald- anna undir Verðlagsráð, eins og lög kveða á um, er ekki frá stjórn- inni komin. Ég mun hins vegar á næsta fundi leggja fram tillögur í málinu og bólca mótmæli gegn þessari stórfelldu og ólögmætu hækkun fargjaldanna. Það verður með einhverjum hætti að koma í veg fyrir að þessi nýja leiftursókn íhaldsins í Reykjavík dynji yfir af fullum þunga“. —v. Sýning á verkum Kiko Koniro „En í þrjá áratugi, í einrúmi og undir nafninu KiKo Korriro, hefur Þórður átt skapandi viðræður við þær raddir, sagnaranda scnt dcm- óna, sem strítt hafa innra með hon- um og við hin skrúfum oftast fyrir, og fest útkomuna á ótal arkir og í hinum fegurstu litum“, segir Aðal- stcinn Ingólfsson listfræðingur í sýningarskrá sölusýningar á verk- um KiKo Korriro, sem opnuð verð- ur í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, í dag, laugardaginn 15. janúar kl. 2. KiKo Korriro er Þórður Valdimarsson, og segir Aðalsteinn um hann ennfremur: „Hér er okkur boðinn aðgangur að undursamlegri veröld, sem þó er ekki sú Paradís sem hún virðist í fyrstu. Hún er meira en það: heill kósmós með eigin sköpunarsögu, táknverum og atburðarrás, sem á stundum svo flókin að listamað- urinn situr einn að lyklinum. Er þetta næf myndlist? Ég held hún sé a.m.k. magísk, ef notuð er skil- greining Oswalds Spenglers, í henni berjast hið góða og illa, djö- Þórður Valdimarsson, öðru nafni KiKo Korriro við eitt verka sinna á sýningunni í Listmunahúsinu. Ljósm. cik. flar og illfygli gera atlögu að mann- skepnunni, englar og álfar verja hana.“ „En þrátt fyrir ævintýralegt yfir- bragð þessara mynda, er ákefð þeirra, sú hringiðja tilfinninga sem þær innihalda, allt að því ógnvekj- andi á köflum. Okkur er boðið að skyggnast fram af brún, niður í hyldýpi. Látum það eftir okkur, gefum okkur óhikað á vald þessurn myndum. Með því gætum við kom- ist til botns í hyldýpinu innra með okkur sjálfum.“ Sýningin stendur til 30. janúar og er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 14-18. Á mánu- dögum er lokað. _

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.