Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. - 16. janúar 1983 dægurmál (sígiid?) Grýlurnar á stund milli stríða heima hjá Röggu: Herdís Hallvarðsdóttir, Inga Rún Pálmadóttir, Linda Björk Hreiðarsdóttir og Ragnhildur Gísla öóttir. Ljósm. -eik- ■ Grýlur Grýlurnar létu hvorki veður né færð koma í veg fyrir að þær gætu hafið að spila inn á sína fyrstu stóru plötu, og fóru dag hvern í fyrri viku til Hafnarfjarðar og eru nú að ljúka við að spila inn sitt pottþétta Grýlurokk. Upptöku- maður er Bretinn Louie Austin, sá hinn sami og tók upp plötu Egós í mynd. Undirrituð brá sér í heimsókn „teknar upp” til Grýlanna í Hljóðrita sl. þriðju- dag og leist alveg þrælvel á það sem þá gaf að heyra í Grýlum, og bíður í ofvæni eftir afrakstrinum. Þó megum við aðeins taka á þol- inmæðinni, því að líklega verður útgáfudagur plötunnar 1. apríl, sem talinn er fæðingardagur hljómsveitarinnar. Svona til gamans birtum við nokkur nöfn á lögum á væntan- Sif Jón Viðar Andrea legri Grýluplötu, en lög og allir textar, utan einn, eru eftir þær stöllur: í trjánum (lag um höf- uðstað Norðurlands, Akureyri), Óður til Blöndals (textalaus), Lalli Leifur og Laumi á vínberja- uppskeruhátíðinni 1969, Lilja Laufey Þórsdóttir og foreldrarn- ir, f>ú ert mitt dýrasta djásn (um að karlmenn séu kónum ómiss- andi), Valur og jarðaberja- maukið hans (úr kvikmyndinni Með allt á hreinu), Tröllaþvaður, Trunt Trunt og tröllin, Sísí, Sig- mundur. A Joni Mitchell/Wild things run fast: FuUkomleikinn lifandi kominn Orghestarnir: Brynjólfur Stef- ánsson bassaleikari (úr Þrumu- vagninum), Gestur Guðnason gít- arleikari, Benóný Ægisson hljóm- borðsleikari og söngvari, Sigurð- ur Hannesson trommuleikari. Auk þeirra kemur fram á vænt- anlegri plötu þeirra meistari Megas og syngur bakraddir! Fjörkippur virðist hafa hlaupið í Orghesta, sem ekkert hafa látið á sér kræla lengi, en þeir senda frá sér stóra fjögurra laga plötu þriðjudaginn 18. janúar. Platan hefur beðið síns tíma dágóða stund, en þeir Orghestar telja all- an varann góðan, og fengu Gulla astrólóg til að spá í stjörnurnar um hvenær best gæfi til plötuút- gáfu. Það er sem sagt 18. janúar og þá lítur plata Orghestanna búðanna ljós undir nafninu Kon- ungar spaghettifrumskógarins. A Joni Mitchell er listamaður al- veg frá innstu hjartarótum og fram í fingurgóma og ég fullyrði hiklaust að hún sé fágaðasti lista- maður sem nálægt poppmúsik hefur komið, en án þess þó að list hennar verði nokkurn tíma geril- sneydd. Allt sem frá henni kemur er mjög persónulegt, bæði lög og Ijóð. Þetta eru stór orð, en til að sýna að ekki er farið með neitt fleipur má minna á að djassistinn mikli Charies heitinn Mingus varð svo hrifinn af tónlist Joniar að hann fékk hana til að semja texta - eða réttara sagt ljóð - við lög eftir sig og syngja þau inn á plötu. Úr þessu samstarfi varð platan Mingus, sem út kom árið 1979, rétt eftir dauða Mingusar. Wild things run fast hlýtur að vera nálægt því 20. platan sem komið hefur frá Joni Mitchell. Hún hóf feril sinn á nokkurs- konar þjóðlagastíl, sem síðan blandaðist rokki og svo djassi, en alltaf hefur hún fellt hina ýmsu tónlistarstíla undir sinn eigin persónulega og einstaka stíl, en aldrei látið hina ýmsu stíla ráða yfir sér eins og allt of algengt er með fjöldann allan af dægur- Iagasmiðum og flytjendum. Joni Mitchell þarf ekki að leita í smiðjur annarra, hvorki að lögum né ljóðum. Og hljóðfæra- Joni Mitchell gerir öll albúm sín sjálf. Þessa mynd málaði hún af sér og sambýlismanni sínum, trommuleikaranum John Guerin (í LA express), og er hana að finna inní albúminu um Wild things run fast. leikari er hún frábær, bæði á gítar og píanó. Og ekki má gleyma sér- stæðum söng hennar, sem aldrei hefur verið betri en á þessari nýj- ustu plötu hennar, Wild things run fast. Á þessari nýjustu afurð Joniar Mitchell eru 11 lög og þar á meðal er lag sem hún hefur samið við texta Páls postula um kær- leikann, Love, en lesendum til upprifjunar, eða fróðleiks, má geta þess að Jóhann G samdi líka lag við þessi frægu orð sem er að finna á tvöföldu albúmi Óðmanna sem út kom fyrir 10 árum. En Joni var það heillin, og á þessari nýju plötu hennar er tónlist eins og hún ein flytur, væg- poppaður djass með rokkívafi, og ekki er hægt að tala um þessa plötu án þess að minnast á lagið Chinese café - Unchained melo- dy. Hér vefur hún á snilldarlegan hátt saman eigin lagi og svo frægu, gömlu (sígildu?) dægur- lagi, Unchained melody, og minnist í textanum unglingsára sinna og kemur með hina kunn- uglegu spurningu: Hvert fer tíminn?... Wild things run fast er gersemi, eins og öll listaverk eru, og hafi fólk ekki heyrt tónlist Joniar Mitchell er svo sannarlega kom- inn tími til þess nú, en rúm 10 ár eru síðan hennar fyrsta plata kom út:. A „ The greast rock- h ’roll swindls”: í fjala- ketti sunnu- dag — Hljóm- leikar íFS í kvöld Kvikmyndin The great rock’n ’roll swindle verður sýnd hér í fyrsta skipti á morgun, sunnudag, í Fjalakettinum við Tjarnargötu. Það er kvikmyndaklúbbur fram- haldsskólanna sem hefur fengið myndina til sýningar og því verða þeir sem myndina vilja sjá að ger- ast félagar í klúbbnum. The great rock’n’roll swindle er um stuttan starfsferil hljóm- sveitarinnar The sex pistols og hefur fengið góða dóma fyrir sannferðugheit og greinargóða lýsingu á því umhverfi sem pönk- ið spratt úr. Kvikmyndinni til halds og trausts verða í kvöld (laugardag) haldnir hljómleikar í Félagsstofn- un stúdenta við Hringbraut og Tappi tíkarrass verður í FS í kvöld og verður varla nokkur maður svikinn af leik þeirra ef að líkum lætur. Ljósm. Jón Hólm. þar troða upp Tappi tíkarrass og hljómsveitin Rimbaud, en í henni eru þeir bræður Mikki og Daniel Pollock ásamt Gunnþóri Sig- urðssyni og Q4U. Einhverjir fleiri munu láta í sér heyra, en ekki var nánar vitað um það mál er þetta var ritað. Húsið verður opnað kl. 21.00. Af rimla- rokkurum Rúnar Þór Pétursson rimla- rokkari hefur verið drjúgur við að kynna fangaplötuna Rimlar- okk og kemur t.d. fram í Sigtúni í kvöld. Þá hefur hann nú stofnað „Stabíla" hljómsveit, þar sem hann mun ieika á gítar og syngja, Þórarinn Gíslason á hljómborð, Birgir ?son á trommur og loks Jakob bassaleikari úr Mein- villingum, en Rúnar Þór stofnaði þá hljómsveit í eina tíð. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.