Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 10
1« SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. - 16. janúar 1983 Árni Björnsson skrifar: Þjóðleikhúsið sýnir um þess- ar mundir Jómfrú Ragnheiði eftir Guðmund Kamban í ágætri leikgerð Bríetar Héðins- dóttur og samstarfsmanna hennar. Hér er ekki ætlunin að segja fleira um sýninguna sjálfa og kássast upp á jússu Sigurðar A. En athugasemd ein í leik- skránni verður tilefni hug- leiðingar. Þar segir svo: „Þess má geta að jarðarfararsálm- urinn alkunni „Allt eins og blóm- strið eina“ eftir Hallgrím Pétursson var í fyrsta sinn sunginn yfir mold- um þeirrar Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur sem er söguleg fyrirmynd að skáldsögupersónu Kambans." Um þessa fullyrðingu hnaut ég, því ég þóttist fyrir rúmu ári hafa komist að því mér til mikillar undr- ,unar, að ekki hefði orðið venja að syngja ljóðið ódauðlega „Um dauðans óvissan tíma“ yfir mold- um manna fyrr en seint á 18. öld og alls ekki almennt fyrr en eftir 1800 eða um hálfri annarri öld eftir and- lát Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Þessar upplýsingar er að finna í aðföngum Jónasar frá Hrafnagili til íslenskra þjóðhátta, sem geymd eru í Landsbókasafni, en komust ekki öll í hina prentuðu bók. Ekki myndi sú heimild þó nægja ein sér, Guðbjörg Thoroddsen í hlutverki Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í leikriti Kambans. Ragnheiður fékk passíu- sálma sr. Hallgríms senda frá honum sjálfum, en var „Allt eins og blómstrið eina“ sungið yfir moldum hennar? Er sannleikurinn ætíð sagna bestur? en hún fær stuðning af þeirri með- ferð, sem sálmurinn hlýtur í Grall- aranum, messusöngsbók íslensku kirkjunnar fram til loka 18. aldar. Hann er að vísu tekinn með í 6. útgáfuna árið 1691 (en ekki 5. út- gáfuna 1679) og heitir þar „Kristi- leg umþenking dauðans“. Hann er þar innanum á annan tug „lík- sálma“ og ekki í neinu virðingar- sæti, og engin fyrirmæli eru um, við hvaða tækifæri hann skuli einkum sunginn, eins og er um suma hinna eldri. Það er heldur ekki haft svo mikið við, að hann sé tilgreindur „með sínu lagi“, heldur er vísað til sálmsins „Dagur í austri öllum" sem lagboða, eins og reyndar er gert í eiginhandriti Hallgríms Pét- urssonar. Þannig er með hann farið í Grallaranum alla 18. öld fram í 19. útgáfu árið 1779. Það er ekki fyrr 'en í sálmabók Magnúsar Stephen- sens árið 1801, „Leirgerði“, sem hann er birtur „með sínu lagi“. Samkvæmt Grallaranum og öðr- um handbókum presta voru þessir útfararsáJmar algengastir á 17. og 18. öld: „Af djúpri hryggð ákalla ég þig“, „Mitt í lífi erum vér/ umvafðir með dauða“, „Vér trúum allir á einn guð“, „Héðan í burt með friði ég fer“, „Þá linnir þessi líkamsvist", „Minn herra, Jesú, maður og guð“, „Nú látum oss lík- amann grafa", „Syrgjum ekki sál- uga bræður", „Um dauðann gef þú drottinn mér“, og oftast var endað á þessum versum: „Sofi hann (hún) nú hér í friði“ og „Þar til hjálpa oss herra Kriste“. Fram- an af 19, öld var einna algengast að syngja 7. versið úr 2. Passíusálmi Hallgríms, „Jurtagarður er herrans hér“. Það er því naumast nema hálf önnur öld, síðan „Allt eins og blómstrið eina“ varð almennur út- fararsálmur. En þá varð hann það líka svo um munaði, og væru út af fyrir sig engin undur, þótt sú fal- lega þjóðsaga hefði myndast, að þessi dýrlegu og skynsemdarfullu vers hefðu fyrst verið sungin við jarðarför Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur árið 1663 og síðan yfir mold- um flestra Islendinga í þrjár aldir. Það gerir söguna auðvitað sann- ferðuglegri, að séra Hallgrímur sendi Ragnheiði ljóðið árið 1661 ásamt handriti af Passíusálmum. sínum, sem enn er til. Það er því ofur eðlilegt, að Guðmundur Kamban láti syngja þennan sálm við gröf Ragnheiðar í skáldverki sínu. En hverjar líkur eru til, að svo hafi verið í reynd? Harla litlar. Hér var um nýjan og óþekktan sálm að ræða eftir skáld, sem ekki hafði enn öðlast neina viðurkenningu kirkjunnar sem heitið gat. Passíu- sálmarnir voru ekki prentaðir fyrr en þrem árum síðar á Hólum árið 1666 og þá skeytt inn á milli Píslar- sálma eftir séra Guðmund Erlends- son í Felli. Þar er andlátssálmurinn reyndar prentaður með, enda Hallgrímur Pétursson: Ekki almennt viðurkenndur ál dögum Brynjólfs. Var Guðmundur Kamban upphafsmaður að þjóðsög- unni? fylgdi hann löngum Passíusálmun- um í útgáfum, þ.á.m. í sálmabók- inni á Hólum 1671 og heitir þar „Stutt umþenking dauðans". En einir sér voru Passíusálmarnir ekki gefnir út fyrr en í 5. prentun í Skál- holti 1696. Hugmynd Hallgríms með því að senda Ragnheiði og fleiri vel ættuðum konum handrit af Passíusálmunum hefur vafalítið verið sú, að þær myndu e.t.v. beita áhrifum sínum við volduga eigin- menn eða feður til að fá þá prentaða. Það hefði verið ólíkt hinum regl- usama og siðavanda meistara Brynj- ólfi að breyta út af hefðbundnum háttum við útför dóttur sinnar, svo mjög sem hann kappkostaði að endurreisa hennar æru og breiða yfir öll gönuhlaup. í ævisögum Brynjólfs er ekkert getið um sálm- aval við útför Ragnheiðar, svo að ekki hefur það a.m.k. þótt í frá- • sögur færandi. Sr. Torfi Jónsson í Gaulverjabæ, sá sem Ragnheiður vinnur eiðinn fyrir og sá sem fyrst- ur manna kveður vitanlega upp úr um snilld Hallgríms Péturssonar í bréfi 1684, hann segir hinsvegar nákvæmlega frá banalegu Brynj- ólfs sjálfs, þ.á.m. hvaða iðrunar- sálma biskup söng þá helst eða lét syngja fyrir sér. En þeir voru eftir séra Ólaf Jónsson á Söndum (1560- 1627), „hvers kveðlinga hann mjög elskaði", og eru þeir taldir\ipp. En ekkert er minnst á Hallgrímssálma í því sambandi, enda virðist Brynj- ólfur ekki hafa verið farinn að meta þá að verðleikum, enda þótt hann léti sér jafnan annt um þann breyska Hallgrím. Auðvitað er ekki loku fyrir það skotið, að Ragnheiður hafi sjálf beðið um þennan sálm á banasæng- inni og Brynjólfur látið undan þeirri bón dóttur sinnar á við- kvæmri stund. Til þess gæti helst bent sá eðlisþáttur meistara Brynj- ólfs, sem stöku sinnum skaust upp á yfirborðið og svo er lýst í ævisögu hans eftir sr. Jón Halldórsson í Hít- ardal: „M. Brynjólfur þótti heldur ný- næmur eður tilbreytingarsamur í sumum efnum, sem honum sjálfum viðkomu, svo sem væri það kyn- fylgja nokkur af móðurföður hans Páli bónda á Staðarhóli. Hann byrjaði mart með mikilli fyrir- hyggju og stórumumsvifum og kostnaði, en hætti opt við verkið hálfunnið, svo ei leiddist til enda- lyktar eður var til lítillar nyt- semdar.“ Dæmin um þetta eru að vísu einkum varðandi skipasmíðar, húsabyggingar og jarðakaup, en ekki er fyrir að synja, að þessi „kynfylgja“ hefði getað brotist fram á einhvern hátt við jarðarför Ragnheiðar, þótt um það sé enga heimild að finna. Hvað sem því líður er sögnin svo djúprætt, að Sigurður Nordal full- yrðir í fslenskri lestrarbók árið 1924, að „sálmurinn „Allt eins og blómstrið eina“ hefur verið sung- inn yfir moldum flestra íslendinga um 250 ár.“ Þá var 261 ár liðið frá andláti Ragnheiðar. Og hann á- réttar þessa skoðun í bók sinni um Hallgrím Pétursson og Passiusaim- ana árið 1970. Þeim var því ekki í kot vísað að draga sínar ályktanir, hvorki Guðmundir Kamban um 1930 né aðstandendum leikskrár- innar 50 árum síðar. Hinsvegar segir Sigurður ekki berum orðum, að sálmurinn hafi verið sunginn yfir Ragnheiði, og fyrir því finnst heldur engin heim- ild, ekki einu sinni í prentuðum þjóðsögum né í skáldsögu Torf- hildar Hólm um Brynjólf biskup frá 1880. M.a.s. Kamban minnist ekki á sögnina í hinni fræðilegu rit- gerð sinni um Daða og Ragnheiði í Skírni árið 1929. Ályktunin hlýtur því að verða sú, að hér sé um fallega þjóðsögu að ræða, sem líkiega sé upp komin seint á hinu rómantíska skeiði 19. aldar, ef hún er þá ekki búin til-af Guðmundi Kamban sjálfum. Hvað varðar svar við spurning- unni í fyrirsögn þessarar greinar, þá hlýtur það oft að teljast álit- amál, hvort sannleikurinn sé ætíð sagna bestur. Hann er a.m.k. ekki alltaf fallegastur eða skemmtileg- astur. Arni Björnsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.