Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 9
Helgin 15. - 16. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Þriðjudags- fundir her- stöðva- andstæðinga Næstkomandi þriðjudagskvöld verður annar fundur Samtaka her- stöðvaandstæðinga í fundaröðinni um vígbúnaðarkapphlaupið og stríðshættuna. Þessi fundur verður í umsjón Rósu Steingrímsdóttur og Erlings Ólafssonar og verður þar fjallað um tæknilega þróun vígbúnaðarins og tengsl hennar við efnahagskefin og efnahagslegar þrenging- ar þróunarlandanna. Þá verður einnig fjallað um þátt rannsókna og vísinda í þróun vígbúnaðar- kapphlaupsins. Fundurinn verður haldinn á Hótel Heklu og stendur frá 20.30-22.30. Rósa Steingrímsdóttir Erling Ólafsson Fjölrit Bœndaskólans á Hvanneyri Böm og unglingar í fóstri Bændaskólinn á Hvanneyri hef- ur gefið út rit eftir Björn S. Stefáns- son dr. scient., um börn og ung- linga í fóstri, (fjölrit nr. 43/1983). I ritinu er gerð grein fyrir vistun bágstaddra barna á stofnunum og heimilum og sumardvöl venjulegra barna í sveit og viðhorfum sveita- fólks og starfsfólks félagsmálastofn- ana til þeirra mála. Athugað var hvernig landbúnaðinn mætti skipu- leggja í þágu barna. Samstarfsráð Norðurianda um afbrotafræði lagði fram fé til verks- ins, sömuleiðis Stéttarsamband bænda og Félagsmálastofnun Kóp- avogsbæjar. - mhg NOTUM LJÓS ... allan sólarhri nn að vetrarlagi. Fræðslumiðstöð iðnaðarins vekur athygli á eftirtöldum námskeiðum á vorönn 1983 Byggingar- og tréiðnaður: Flísalögn: 20 stunda námskeið ætlað starfandi múrurum á Norðurlandi. Hald- ið dagana 13., 14. og 15. apríl n.k. kl. 08-17. Uppl. og skráning þátttöku hjá Iðnskólanum á Akureyri, milli kl. 14.00 og 16.00ísíma 21662. Hleðsla skurnmúrs: 30 - 40_stundajiámskeið_ætlað starfandi múrurum. Haldið 1. til 5. febrúar. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Múrarafélagi Reykjavíkur, sími 83255, fyrir 25. janúar. Járnlagnir I: 20 stunda námskeið, ætlað múrurum og járnamönnum. Dagsetningar auglýstar síðar. Verður haldið í Reykjavík og á Akureyri. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Múrarafélagi Reykjavíkur, sími 83255, og hjá Iðnskólanum á Akureyri í síma 21662 milli kl. 14 og 16. Kostnaðar- og arðsemis- eftirlit í byggingariðnaði: 8 stunda námskeið, ætlað stjórnendum í byggingarfyrirtækjum. Haldið í febrúar n.k. á Akureyri. Þátttaka tilkynnist Iðnskólanum á Akureyri i síma 21662, milli kl. 14 og 16. Mótatækni: 20 stunda námskeið ætlað starfandi húsasmiðum. Haldið dagana 23. t.o.m. 26. feb. kl. 09.00 - 17.00. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í SÍma 83200/165. Niðurlögn steinsteypu: 8 stunda námskeið ætlað mönnum sem fást við niðurlögn og með- ferð steinsteypu á byggingarstað. Haldið 14. mars n.k. kl. 8.30 - 16.30. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræöslumiðstöð iðnaðarins i síma 83200/165. Rekstrarbókhald: 30 stunda námskeið ætlaö stjórnendum minni byggingarfyrirtækja. Hefst 7. mars n.k. kl. 9.00 Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Iðntæknistofnun íslands í síma 81533. Sandsparsl: 16 stunda námskeið ætlað starfandi múrurum. Hefst 24. jan. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Múrarafélagi Reykjavíkur í síma 83255. Steypuskemmdir I: 25 stunda námskeið ætlað iðnaöarmönnum, tæknifræðingum og verkfræðingum í byggingargreinum. Haldið 3., 4. og 5. febrúar n.k., kl. 9.00 - 18.00. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200/165. Steyputækni: 40 stunda námskeið um framleiðslu steinsteypu ætlað starfsmönn- um steypustöðva. Haldið 14. til 18. febrúar n.k. kl. 8.30 til 16. Viögerðir á steypuskemmdum: 40 stunda námskeiö (framhald af Steypuskemmdum I), ætlað múr- urum og öðrum sem fást við múrviðgerðir. Haldið 5. - 9. apríl kl. 9.00 - 17.00. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð. Viðhald og endurnýjun gamalla húsa: 16 stunda námskeið ætlað iðnaðarmönnum-eigendum gamalla húsa og áhugamönnum um efnið. Dagsetn. auglýst síðar. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Byggingaþjónustunni í síma 29266. Vísitölur byggingarkostnaðar: 14 stunda námskeið ætlaö þeim er starfa við fjármál, áætlanagerð og tilboðsgerð í byggingariðnaði. Haldið 9., 10. og 11. febrúar n.k. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiöstöð iönaðarins í síma 83200/165. Málningarefni: 20 til 30 stunda námskeið ætlað málurum. Nánar auglýst síðar. Fataiðnaður: Iðnaðarsaumur: Tvö námskeið: Grunnþjálfun I og Grunnþjálfun II í m eöferð og notk- un iðnaðarsaumavéla. Námskeiðin eru ætluð starfsmönnum í fata- verksmiðjum og þeim er hyggja á slík störf. Hvort námskeið tekur 6 daga. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Iðntæknistofnun íslands í síma 42411. Prjónasnið: 40 stunda námskeið um gerð prjónasniða ætlaö starfsmönnum í prjónaiðnaði. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Iðntæknistofnun Islands í síma 42411. Sjálfvirkar prjónavélar: 40 til 50 stunda námskeið í vinnu viö iðnaðarprjónavélar. Ætlað starfsmönnum i prjónaiðnaði. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Iðntæknistofnun Islands í síma 42411. Tímamælingar í fataiðnaði: Námskeið í notkun GSD (General Sewing Data). Haldið í febrúar n.k. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Iðntæknistofnun (slands í síma 42411. Málmiðnaður og bílgreinar: Fræsing I: 30 til 40 stunda grunnnámskeið um fræsingu, ætlað starfandi málmiðnaðarmönnum. Hefst 9. apríl kl. 09.00. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200/165. Fræsing II: Framhaldsnámskeið í fræsingu ætlað starfandi rennismiðum og öðrum er fást við fræsingu málmhluta. 30 stundir. Hefst 5. febr. kl. 13.00. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200/165. Fræsing III: Framhaldsnámskeið í fræsingu ætlað starfandi rennismiðum, eink- um þeim sem fást við fræsingu og viðgerðir á gírum. Námskeiðið tekur 30 stundir og hefst 5. mars kl. 13.00. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200/165. Leiðslukerfi bifreiða: 20 til 25 stunda námskeið um leiðslukerfið, Ijósin og aðra straum- notendur. Ætlað starfandi bifvélavirkjum. Hefst 16. febrúar n.k. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Félagi bifvélavirkja í síma 83011. Logsuða I: 40 stunda námskeið ætlað starfandi málmiðnaöarmönnum. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200/165. Rafkerfi bifreiða: 20 stunda námskeið um undirstöðuatriði rafmagnsfræði ætlað starfandi bifvélavirkjum. Hefst 31. jan. n.k. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Félagi bifvélavirkja í síma 83011. Rafsuða I: 40 stunda námskeið ætlað starfandi málmiðnaðarmönnum. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200/165. Rennismíði II: 20 stunda námskeiö ætlað starfandi rennismiðum og öðrum sem fást mikið við rennismíði. Haldið 13. til 19. maí, n.k. kl. 8.30 - 14.00. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200/165. Ryðfrítt stál: 20 stunda námskeið um efnisfræði ryðfrís stáls og suðuaðferðir. Námskeiðið er ætlað málmiðnaðarmönnum. Haldið dagana 7., 8., 9., 14. og 15. febrúar n.k. kl. 19.30 til 22.00. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200/165. Sjálfskiptingar í bifreiðum: 30 stunda námskeið ætlað starfandi bifvélavirkjum. Hefst 7. mars n.k. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Félagi bifvélavirkja í síma 83011. Vökvakerfi I: 40 - 45 slunda grunnnámskeið um vökvakerfi. Hefst 15. janúar kl. 8.00. Endurtekið síðar. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200/165. Vökvakerfi II: 40 stunda námskeið í bilanaleit og viðgerðum á vökvakerfum (frh. af Vökva I). Hefst 19. mars n.k. kl. 09.00. Endurtekið síðar. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200. Þunnplötusuða MIG/MAG: 30 stunda námskeið ætlað bifreiðasmiðum, bifvélavirkjum og blikk- smiðum. Dagsetn. auglýst síðar. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200/165. Rafiðngreinar: Eftirmenntunarnefnd rafiðnaðar gengst fyrir ýsmum námskeiðum á vorönn. Upplýsingar og skráning þátttöku í síma 81433. Ýmis námskeið: Virðisgreining: 12 stunda námskeið ætlað mönnum sem fást við þróun vöru, hönn- un, mótun þjónustu o.fl. Virðisgreining er aðferð til kostnaðarlækk- unar. Haldið 7. og 8. febrúar n.k. kl. 13.30 til 17.00. Upplýsingar og skráning þátttöku hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 83200. Vinnuvélar - réttindanámskeið: 80 stunda námskeið ætlað mönnum sem vilja afla sér réttinda til stjórnunar vinnuvéla. Upplýsingar og skráning þátttöku í síma 81533. Námskeiðið er haldið í samvinnu Iðnaðarráðuneytis og Vinnueftir- lits rikisins. Líkamsbeiting við vinnu: 16 tíma námskeið um varnir gegn atvinnu- og slitsjúkdómum. Öllum frjálst til afnota að þeim skilyrðum uppfylltum að sjúkraþjálfari annist kennsluna og allt námskeiðið sé kennt. ATH. Allt námskeiðahald er háð því skilyrði að næg þátttaka fáist. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS, KELDNAHOLTI, 110 REYKJAVÍK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.