Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 13
Helgin 15. - 16. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
-v>
l< rost Fair
Hátíðahöld á ánni Thames, frosinni, veturinn 1683-84. Þá var eitt kaldasta tímabil í
Evrópu sem sögur fara af. Sýnóda með kröppu horni varð 1665.
Þegar pláneturnar toga
allar í einu
En hvað er það þá er gerist þeg-
ar sýnóda verður? Það er mjög ein-
falt. Hver pláneta snýst í kringum
sólina og oftast eru þær dreifðar í
kringum hana. Hver þeirra hefur
sitt aðdráttarafl og þegar þær safn-
ast saman öðru megin sólar á
u.þ.b. 180 ára fresti en jörðin er ein
hinum megin toga þær ekki aðeins
sameiginlega í sólina heldur í jörð-
ina og víkka radíus hringbrautar
hennar um allt að 1% eða 1.5 milj.
kílómetra. Það fer þó eftir því
hversu þétt pláneturnar raða sér
saman hversu mikil þessi áhrif
verða. Þegar hringbraut sólar víkk-
ar þannig fjarlægist hún sólu og
hægir jafnframt örlítið á sér.
Það eru risapláneturnar Júpiter,
Satúrnus, Úranus og Neptúnus
sem hafa mest áhrif í þessu sam-
bandi og geta ýmist hægt á eða
hraðað ferð jarðarinnar eftir því
hvar þær eru staösettar. Þegar þær
eru allar á sömu slóðum handan
sólar geta þær bókstaflega breytt
árstíðunum.
Við getum ímyndað okkur Jörð-
ina öðrum megin sólar og allar hin-
ar pláneturnar hinum megin. Þyngd
arafl þeirra hefur þau áhrif á jörð-
ina að hún flýtir sér til móts við
þær. Þegar hún fer framhjá er hún
á mestum hraða en hægir stöðugt á
sér eftir því sem hún fjarlægist þær
og þegar hún er komin alveg hinum
megin fer hún hægast. Ef sýnóda
kemur þannig að vetrarlagi lengist
veturinn, en ef hún kemur að
sumarlagi styttist veturinn.
Hversu mikil eru þessi áhrif?
Ren og Li reikna með að sýnódan
frá 1665 hafi stytt sumarið um nær
tvo daga og lengt veturinn að sama
skapi. Mismunurinn á meðalári er
meira en hálf vika og mismunurinn
milli sumarsýnódu og vetrarsý-
nódu er meira en heil vika.
Það má því búast við að næstu aldir
fari smám saman kólnandi eins og
var á árunum 1000 og fram yfir
1700.
Hversu alvarlega eigum við að
taka slíkar spár? Þær eiga enn eftir
að standast tímans tönn og ekki er
hægt að segja að kenningin sé
sönnuð fyrr en spáin hefur ræst.
Veðurfræðingar eru varfærnir í að
samþykkja kenninguna en einn af
virtustu veðurfarsfræðingum
Bandaríkjanna, Murray Mitchell
sagði á síðasta ári er hann var
spurður um kenningu Kínverj-
anna: „Þeir hafa gert mjög góða
sagnfræðilega rannsókn og ég tel
fullvíst að það eru reglulegar
breytingar á veðurfari á 160-180
ára fresti. Það eru að vísu frávik
en....braut plánetanna gæti haft
eitthvað að gera með það.“
Það er líka annað sem kemur inn
í dæmið. Vegna minnkandi skóga,
og mengunar spá margir að hitastig
á jörðinni fari hækkandi og þá gætu
áhrif sýnódunnar 2. nóv. s.l. orðið
tiltölulega minni en ella.
(Lauslega þýdd grein eftirJohn Gribbin
í New Scientist 28. okt. 1982 - GFr).
Allar vetrarsýnódur sem orðið hafa frá árinu 1000. Jörðin öðru megin við sólu,
hinar pláneturnar hinum megin. Framan við er dagsetning hverrar sýnódu en aftan
við hornið sem þær sáust undir á himni.
Þetta virðist ekki mikið en við
megum ekki gleyma því að árið er
aðeins 52 vikur svo að við erum að
tala um 1-2% breytingar og er það
ekki svo lítið. Það væri að vísu ekki
mikið ef það gerðist bara í eitt ár en
það tekur fyrrnefndar fjórar risa-
plánetur fleiri ár að komast í
þrengsta stöðu í sýnódu og fleiri
ár að komast úr henni aftur. Breyt-
ingar á orku sólar eða sporbaug
jarðar um 10% hefðu í för með sér
fulikomna ísöld.
Nœstu 30-50
árin köld
Ef þetta sem hér hefur verið sagt
er rétt, megum við búast við köld-
um árum næstu 30-50 árin en get-
um þó huggað okkur við það að
sýnódan 2. nóvember s.l. var ekki
nærri því eins þröng og sýnódan
1665 sem orsakaði Litlu ísöld.
Næstu sýnódur verða svo 2163 og
2344. Sú fyrri vercfúr kröpp (50°
horn) en sú síðari víð (83° horn).
Fróðleg kenning
Það er ekki svo vitlaust að láta
sér detta þetta í hug sem skýringu á
einni tegund veðurfarssveiflu en
verið er að rannsaka og skrifa
bækur um margs kyns aðrar
sveiflur svo að þetta er síður en svo
einfalt mál, sagði dr. Þór Jakobs-
son veðurfræðingur þegar Þjóð-
viljinn leitaði til hans um álit á
kenningu Kínverjanna Rcn og Li.
Dr. Þór sagði að mikill áhugi
væri nú meðal vísindamanna á veð-
urfarssveiflum og bandaríski veð-
urfarsfræðingurinn Murray Mitch-
ell, sem vitnað væri til í greininni í
New Scientist, hefði verið meðal
þeirra fyrstu sem fóru að kanna
skammtímaveðurfarssveiflur um
1950 og væri hann í miklu áliti með-
al veðurfræðinga. Hann er þekktur
fyrir að vera mjög varkár í ummæl-
um og því sagðist dr. Þór taka
nokkurt mark á ummælum hans
um kenningu Kínverjanna.
Sjálfur sagðist hann ekki vilja
fjölyrða mikið um hana án
þess að hafa séð einhver frumgögn,
en þætti hún fróðleg. Þá bætti dr.
Þór því við að höfundur greinarinn-
ar í New Scientist, John Gribbin,
væri í allgóðu áliti meðal fræði-
manna og hefði um tíma verið
meðritstjóri Nature. Eftir hann
liggja fjölmargar bækur m.a. al-
segir dr.
Þór Jakobsson
veðurfrœðingur
um kenningu
Kínverja
þýðlegar fræðibækur. Fyrir nokkr-
um árum skrifaði hann þó bókina
The Jupiter effect sem boðaði hálf-
gerðan heimsendi árið 1982 og var
hún gagnrýnd mjög harðlega af
öðrum fræðimönnum og sýnt fram
á að kenningar hans um áhrif Júpi-
ters í sólkerfinu stæðust ekki. Hon-
um varð á í messunni í útreikning-
um og játaði syndir sínar opinber-
lega. Eftir stæði samt að hann væri í
miklu áliti, ekki síst vegna þess að
hann tæki mark á gagnrýni.
Margt getur
spilað inn í
- En hvað annað getur þá haft
áhrif á veðurfarssveiflur?
- Það er margt sem getur spilað
þar inn í. Ef við tökum t.d. samspil
lofthjúps og úthafa geta orðið
sveiflur í því, sem taka nokkra ára-
tugi. Annað kerfi er samspil loft-
hjúps, úthafa og jökla. Það getur
valdið breytingum sem gerast á
mörg hundruð árum. Einnig má
nefna áhrif eldgosa á veðurfar en
þau eru nú mjög rannsökuð af
mörgum fræðimönnum. Aska og
gas fer þá upp fyrir hinn eiginlega
veðurhjúp og þar uppi ríkir mikill
stöðugleiki og hefur áhrif á geislun-
arjafnvægið í andrúmsloftinu. Svo
eru líka til lengri sveiflur en Kín-
verjarnir eru að tala um í sambandi
við braut jarðar umhverfis sólu.
- En er ekki líklegt að svokölluð
sýnóda hafi einmitt þau áhrif sem
Kínverjar segja?
- Þau gætu vel átt sér stað. Braut
hnattar umhverfis sólu er spor-
baugur eða öllu heldur hér um bil
sporbaugur. Ef jörðin væri t.d. eini
hnötturinn í sólkerfinu færi hún
eftir fallegum hreinmynduðum
sporbaugi skv. lögmálinu um
aðdráttaraflið en hún verður í
rauninni fyrir áhrifum af aðdráttar-
afli allra hinna hnattanna í sól-
kerfinu svo að hreyfing hennar
verður óreglulegri fyrir bragðið.
Hún víkur frá sporbaugnum á mjög
flókinn hátt. Lausn stærðfræðilík-
inganna skv. lögmálunum verður
þá miklu erfiðara verkefni heldur
en væri bara ein sól og einn
hnöttur.
Toga jörðina
dálítið til sín
- Vegna smæðar hnattanna mið-
að við sól verða frávik þessi að vísu
smávægileg. Þetta er svo til allrar
hamingju fyrir vísindin og þróun
þeirra því segja mætti að ella hefði
verið ógjörningur fyrir hinn mikla
stjarnfræðing Jóhannes Kepler á
sínum tíma að finna lögmálin um
brautir reikistjarnanna.
En sem sagt: Það eru frávik frá
sporbaugunum. Þótt jörðin sé
undir ægishjálmi sólarinnar, tekst
systkinum hennar, hinum hnöttun-
um að toga jörðina dálítið hver í átt
til sín - ginna hana ofurlítið til sín
þrátt fyrir ráðríki sólar.
Útreikningar á þessum truflunum
eru verkefni aflfræðilegrar stjarn-
fræði. Frávikin eru kölluð „pertur-
bation.
Hver og ein pláneta togar í á
reglubundinn hátt svo að afstaða
hnattanna er hverju sinni hin sama
og einhvern tíma áður. Með öðrum
orðum: þrátt fyrir þessa óreglu í
braut jarðar kemur að því að sama
staða kemur upp aftur. Þess vegna
er um sveiflu að ræða og það er
sveifla af þessu tagi sem kínversku
vísindamennirnir telja sig sjá
verksummerki eftir í veðurfari
jarðar. Hinir hnettirnir eins og
taka höndum saman með vissu
millibili og stilla sér í svipaða átt,
séð frá jörðu, og mega sín þá nokk-
urs í reiptogi sínu við sólina sem
annars er alls ráðandi.
Lengd árstíðanna breytist dálítið
skv. þessu í allmörg ár og veðrið
þar með. Þetta er ekki svo vitlaus
kenning.
Kínversk veðurfræði
- Er kínversk veðurfræði í áliti á
Vesturlöndum?
- Ég veit til þess að fyrir nokkr-
um árum fór sendinefnd banda-
rískra veðurfræðinga til Kína til að
kynna sér starfsemi þarlendra
veðurfræðinga og eftir það hafa
tekist góð kynni miili þeirra - ekki
síst varðandi rannsóknir á veður-
farssveiflum. Ég vil svo að lokum
geta þess til gamans, af því að
minnst er á rannsóknir Danans
Dansgaard á borkjörnum úr Græn-
landsjökli, að einn af samstarfs-
mönnum hans við þessar rann-
sóknir er íslendingurinn Sigfús Jó-
hann Johnsen sem nú er korninn
heim og er dósent við Háskóla ís-
lands. - GFr