Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 7
Helgin 15. - 16. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
lsland er
paradísnema
veðrið og
verðbólgan
Við Síðumúlann í Reykjavík
er rekin fjölbreytt starfsemi.
Þar eru til að mynda öll alvöru
dagblöð landsins til húsa,
margskonar verslanir og verk-
stæði, þar er Vinnueftirlit ríkis-
ins, svo að hollustuhættir á
vinnustöðum hér hættu að vera
í lagi. SÁÁ rekur starfsemi sína
í Síðumúlanum, þannig að falli
einhver fyrir freistingum Bakk-
usar oftar og meira en góðu hófi
gegnir er stutt að leita sér að-
stoðar.
Segja má aö flestar tegundir
þjónustustarfseminnar megi hér
finna, og nú hefur bæst í hópinn
staður, sem án vafa á eftir að verða
vinsæll, en það er kóreanski mat-
sölustaðurinn Kofinn að Síðumúla
3. Þar var áður venjulegur skyndi-
bitastaður, en fyrir stuttu keyptu
kóreönsku hjónin Kim og Kuija
Choi staðinn. Þar fást nú hamborg-
arar og annar skyndimatur búinn
til á kóreanska vísu og að auki ým-
islegt sem við íslendingar höfum
ekki bragðað fyrr, þótt hráefnið sé
íslenskt.
Þessu spyrja
allir að
Félagar mínir á Þjóðviljanum
hafa vart átt nógu sterk lýsingarorð
til að koma til skila hrifningu sinni
á þeim mat sem Kim og Kuija
bjóða gestum og því þótti mér til-
valið að skreppa yfir götuna og
rabba aðeins við þau hjónin og
fræðast örlítið um þau sjálf og það
sem þau eru að gera.
- Ég heiti Kim og konan mín
heitir Kuija Choi, þú skalt ekkert
vera að prenta eftirnafnið mitt, það
er svo erfitt í framburði fyrir ís-
lendinga að ég er eiginlega búinn
að gefast upp.á að nefna það, segi
„bara“ Kiin. Á þessari ræðu byrj-
aði eiginmaðurinn þegar ég spurði
að heiti þeirra hjóna.
Og fyrsta spurningin er ekki
frumleg, raunar útþvæld þegar rætt
er við útlendinga, sem sest hafa hér
að, og svona ætti maður eflaust
ekki að spyrja, en ég stenst bara
ekki freistinguna:
- Hvers vegna sest fólk frá Kór-
eu að hér norður á íslandi?
- Veistu það, að allir íslendingar
sem við kynnumst spyrja okkur að
þessu og raunar er svarið einfalt,
við urðum ástfangin af íslandi þeg-
ar við komum hingað sem ferða-
menn sumarið 1974.
Ferðamenn
frá Þýskalandi
Þannig var að á árunurn 1965 til
1980 var mjög mikið um það að
fólk frá Kóreu færi til V-
Þýskalands að vinna. Þá var í gildi
samningur milli landanna sem
gerði þetta mögulegt. Ástæðan
fyrir því að Kóreufólk fór til Þýska-
lands var einföld, margfalt hærri
laun en greidd voru í Kóreu. Við
hjónin fórurn til Þýskalands sitt í
hvoru lagi og kynntumst raunar í
Þýskalandi. Við vorum ung og
sennilega hefur það mest verið
ævintýraþrá sem rak okkur þetta.
Þannig er það oft með ungt fólk.
Ég hafði unnið við matargerð á hó-
teli í Kóreu, en samt fékk ég allt að
krydda matinn, sem við seljum
hér, eins og við gerum í Kóreu.
íslendingar myndu aldrei borða
svo sterkan mat. En við höfum not-
að kóreanskt krydd, sem tengda-
faðir minn hefur útvegað okkur frá
Kóreu, í hamborgara, og þeir líka
mjög vel og líka lambakótelettur,
sem við kryddum uppá kóreanskan
máta. Samt eru til svo sterk krydd
frá Kóreu að ég hef ekki notað þau
hér.
- Langar þig þá ekki til að setja
upp kóreanskt veitingahús hér, ég á
þá við veitingahús, sem væri meira
en skyndibitastaður?
- Jú, það er vissulega drauntur-
inn, en við látum þetta nægja til að
byrja með.
Fjórar árstíðir
Talið berst aftur að veðrinu á ís-
landi og Kim segist sakna veður-
farsins í Kóreu. Þar eru fjórar árs-
tíðir, sem maður sér mun á, segir
hann. Vorið er eins og besta sumar
á íslandi, nema kannski dálítið
meira sólskin. Sumarið (3 mán-
uðir) er brennandi heitt, þetta 28 til
30 gráður í skugganum. Haustið er
milt, líkt vorinu, en svo kemur 3ja
mánaða kaldur vetur, mjög kaldur.
Þá eru gólfin í húsunum hituð upp
og fólk sefur á þunnum dýnum á
gólfinu. Þegar við fórum í heim-
sókn 1978, gátum við ekki sofið á
þessum hörðu dýnum. Við vorum
orðin svo vön mjúkum rúmum að
við urðum að fá fleiri en eina dýnu
undir okkur. Fyrir utan það, að
okkar menning í Austur Asíu er
svo gerólík ykkar hér í Evróu, þá er
það ýmislegt svona sem viðheldur
heimþránni, sem við töluðum urn
áðan. I
Verðum ekki vör
við fordóma
- Nú hafið þið búið hér á landi í
um átta ár. Hafið þið orðið vör við
fordóma gagnvart ykkur vegna
kynþáttamunar?
- Nei aldrei. Bæði við hjónin og
dóttir okkar eigum hér marga vini
og kunningja og ég hef aldrei orðið
þess var að fólk liti öðru vísi á okk-
ur vegna þess að við erum Austur-
landabúar. -S.dór |
Rætt við
kóreönsku hjónin
Kim og Kuija
Choi sem reka
matsölustað
í Síðumúlanum
Hjónin Kim og Kuija Choi með dótturina Klöru Jenný en kóreanska nafnið hennar er Jiin. (ljósm.
Atli).
15 sinnum hærri laun sem iðnverk-
amaður í Þýskalandi.
Nema hvað, svo var það árið
1974, að við Kuija fórum sem
ferðamenn með þýskum hópi til ís-
lands. Ég man vel hvað mér þótti
landslagið hræðilega ljótt á leiðinni
frá Keflavík til Reykjavíkur. En
svo breyttist allt þegar þangað var
komið svo ég tali nú ekki um, þegar
við fórum að skoða landið.
Paradís
Okkur þótti landið undur fal-
legt, urðum hreinlega ástfangin af
því og þó alveg sérstaklega Kuija,
sem ákvað þegar að við flyttum til
íslands. Ekki dró það úr hve vel
okkur féll við þá lslendinga, sem
við hittum. Og um haustið, í októ-
ber, fluttum við til íslands og eftir
því sjáum við ekki. ísland er para-
dís, allt nema veðrið og verðbólgan
þó alveg sér í lagi.
- Áttuð þið ekki í vandræðum
með tungumálið þegar þið fóruð að
vinna hér?
— Jú, blessaður vertu, ég var í
basli í heilt ár, segir Kiin, en Kuija
skýtur inní að þetta séu nú ýkjur.
Jæja, uppundir ár að minnsta kosti.
Kuija var miklu fyrri til að ná
tökum á málinu. Hún fór að vinna
í kokkshlutverkinu í eldhúsi „Kofans“.
sem sjúkraliði á Vífilsstöðum og
varð að tala við sjúklingana og
komst snemma inn í málið. Ég
vann í Stálvík og það gekk eigin-
lega ekkert hjá mér, fyrr en ég fór í
íslenskunám við Háskólann, þá
kom þetta nokkuð fljótt.
Auðvitað hefur
maður heimþrá
- Nú hafið þið verið hér í ein átta
ár. Hafið þið ekki heimþrá?
- Jú, auðvitað höfum við
heimþrá, hana hafa allir sem setj-
ast að í öðru landi en föðurlandinu.
Við fórum í heimsókn til Kóreu
1978 og okkur leið betur á eftir.
Það hefur svo margt breyst heirna
frá því að við vorum þar. Nú er
Kórea orðið iðnaðarland í stað
þess að vera næstum eingöngu
landbúnaðarland eins og þegar við
vorum ung. Það væri ekki erfitt
fyrir mig að fá vinnu í Kóreu, en
launin eru lág og Kuija rnyndi ekki
vinna utan heimilis. Það einfald-
lega er ekki þannig í Kóreu að gift-
ar konur vinni utan heimilis. Kann-
ski flytjum við einhvern tímann
heim aftur, en það verður ekki
strax. Við eiguni 4ra ára gamla
dóttur og ef við flytjum tel ég að
það verði að gerast áður en hún
verðurfullorðin. Húnerfæddhérá
íslandi og það verður auðvitað
hennar land ef hún dvelur hér til
fullorðinsára og án hennar færum
við aldrei.
Sterkur matur
- Ef við snúum okkur dáiítið að
kóreanska inatnum. Er hann mjög
frábrugðinn til að mynda kínversk-
um mat?
- Hann er það, vegna þess að
okkar matur er miklu sterkari,
jafnvel sterkari en indónesískur
matur. En ég þori nú ekki að