Þjóðviljinn - 05.02.1983, Side 9
Helgin 5. - 6. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Hvert skal halda?
Árni Bergmann
skrifar um
leikhús
íslcnski dansflukkurinn:
DANSSMIÐJAN.
Dansahöfundar:
Ingibjörg Björnsdóttir
Nanna Olafsdóttir og
meðlimir dansflokksins.
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson,
Lcifur Þórarinsson, Þórir Baldursson,
Elgar, Kjatsjatúrjan og Sibelius.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Svið og búningar: Guðrún Svava
Svavarsdóttir.
íslenski dansflokkurinn er tíu
ára nú í vor og því fer vel á því, að
byrjað er að halda upp á afmælið
með svotil „alíslensku“ pró-
grammi: dansarnir eru allir til
orðnir innan hópsins, þrjú íslensk
tónskáld skrifa fyrir flokkinn - í
fjórða stutta ballettinum sem sýnd-
ur er eru svo höfð þrjú stutt verk
erlend, hvert úr sinni áttinni. Eng-
inn erlendur gestur er með, sem
þýðir meðal annars að íslenskur
karlpeningur er meira áberandi í
þessari sýningu en mörgum öðrum.
En það muna flestir, að „karl-
mannsleysið" hefur verið eitt af
þrálátum vandamálum íslensks
listdans.
Af þeim ballettum tveim, sem
dansararnir semja sjálfir er „Dans-
brigði“ við tónlist Elgars, Khatsjat-
úrjans og Sibeliusar blátt áfram fal-
legri og meira fagmannlegt öryggi í
allri útfærslu hans - þó svo hann
Úr ballettinum 20 mínútna seinkun.
hefði kannski ekki annan metnað
en að sýna nokkurnveginn hvar
dansflokkurinn er á vegi staddur
um þessar mundir að því er varðar
hefðbundinn stíl. Hinn ballettinn
er saminn við poppaðan söng
geimvíddanna eftir Þóri Baldurs-
son. Það var einkum í þessum ball-
ett að gallar í dansi og kóreografíu
urðu áberandi: samhæfing hreyf-
inga í einhverri óvissu, línur
„óhreinar“ ef svo mætti að orði
kveða. Og einmitt í þesari sýningu
verður áhorfandinn ósáttur við
glæfralega glitrandi búninga - en
annars gerðu þau Guðrún Svava og
Ingvar ljósameistari margt mjög
vel í því að skapa hverju verki þá
umgjörð sem tæki vel undir hugblæ
í tónlist og dansi.
„20 mínútna seinkun" heitir
ballett sem Ingibjörg Bjömsdóttir
hefur samið við mjög áheyrilega
syrpu tónlistar af ýmsu tagi sem
Gunnar Reynir Sveinsson hefur
skrifað. Þetta verk er samansett
annarsvegar úr skrýtlum, tengdum
ákveðnum týpum, og uppákomum
á biðstöð - hinsvegar er þrefaldur
ástardúett í heitum ljósum. Sá þátt-
ur verksins varð mest aðlaðandi, í
hinum var ýmislegt skemmtilega til
fundið, en stundum þó eins og úr-
ræði brysti til að fá þeim stóra hópi
sem var á sviðinu verkefni við hæfi.
Oft hefur sá sem horfir á sýning-
ar íslenska dansflokksins sagt sem
.svo: þetta er ljúft, þetta er
skemmtilegt, þettta er vel til fundið
- en jafnoft með það hálfsagt, að
einhvern herslumun vanti, ein-
hvern léttleika, frelsi, samstillingu
og þar fram eftir götum. Flokkur-
inn hefur reyndar átt misgóðar
stundir á ferli sínum. Vandinn er
sá, þegar um þetta mál er fjallað,
að listdans hefur of lengi eins og
svifið í lausu lofti í leikhúslífi hér á
landi. Dansarar hafa komið upp,
margir hafa á ungum aldri lært ein-
hver undirstöðuatriði og þar með
breitt út vissa þekkingu og áhuga,
orðið partur af nauðsynlegum
fastagestum og þar fram eftir göt-
um. En svo hefur skapast víta-
hringur: dansarar hafa gefist upp
eða leitað annað vegna þess að
verkefni skorti - og verkefni voru
af skornum skammti, meðal annars
af því að starfið var á of fáum herð-
um.
Allt um það: sá kjarni dansara
sem hefur borið uppi starf íslenska
dansflokksins hefur sýnt mikla
þrautseigju og þolinmæði - og
hann hefur komið upp ágætum
rósum í listagarðinum. Það gerði
hann einnig með þessari dagskrá.
Og þá ekki síst með lokahluta
hennar, nýjum ballett eftir Nönnu
Ólafsdóttur við tónlist Leifs Þórar-
inssonar. í hönum varð heildar-
myndin sterkust, samspil listgreina
markvissast og tjáningin frjáls-
legust.
í sýningunni var ekki gert ráð
fyrir stórum hlutverkum og smáum
og því ekki ástæða til að nema stað-
ar við einstök nöfn. Dansflokkur-
inn ítrekaði þá ögrun sem í getu
hans felst - og um leið þær spurn-
ingar um hlutverk hans sem enn í
dag hafa ekki fengist svöi við.
- áb.
í vorblóma
Vikuferd dk
29/3 — 5/4 1
-*//////•■
Sumir kalla borgina „Feneyjar noröursins", enda má með sanni segja að Amsterdam
með öll sín síki sé sérstæð borg. í Amsterdam er fjölskrúðugt mannlíf og eru
Hollendingar sérstaklega viðmótsþýtt fólk. í Amsterdam finna flestir eitthvað við sitt
hæfi. Þar er hægt að sigla um síkin á daginn eða um kvöld viö kertaljós og
rómantík. Hægt er að fara í skoðunarferðir um borgina eða út í friösælar sveitir og
þorp. Ekki má heldur gleyma listasöfnunum, tónleikasölunum, verslunargötunum og
skemmtanalífinu.
Já, vikan er fljót að líða í Amsterdam ...
Páskaferðin er mjög vinsæl, vegna þess aö þá eru margir frídag-
ar og vinnutap meö minna móti.
Mallorca er vöknuð af vetrardvalanum, mátulegur lofthiti, gott sólskin og sjórinn
farinn að hlýna. Atlantik býður upp á gistiaðstöðu við allra hæfi, svo allir ættu að hafa
þaö gott um páskana.
Pantið tímanlega, því framboð er takmarkað.
Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580