Þjóðviljinn - 05.02.1983, Síða 12

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Síða 12
Athugasemdir við bókina um Lása kokk Skrápaskór Lási kokkur. Svipmyndir úr lífi Guðmundar Angantýssonar. Einar Logi Einarsson færði í letur. Útgefandi: Prentver 1982. Einn þeirra 500 titla, sem árvisst jólaflóð skolaði á bóksendna strönd landsmanna, var Lási kokk- ur. Svipmyndir úr lífi Guðmundar Angantýssonar. Raunar er rit- smíðin dálítið kver, teygð á liðlega 120 bls. Dæmi á bls. 22: „Og dag- arnir liðu, urðu að vikum, vikurnar að mánuðum og mánuðirnir að árum.“ í Lásakveri er nefnilega allt, sem óprýðir eitt bókartetur. Það má þó teljast afrek á þeim tímum er for- leggjarar kappkosta að gera bækur sem best úr garði hvað prófarka- lestur og annan frágang varðar. Ég tel fráleitt að Lásakver hafi farið í þá smiðju. í kverinu ægir öllu saman, svo úr verður hrúgald eitt mikið. Prentvillupúkinn er ansi bústinn, örnefni og mannanöfn brengluð, auk þess „skreyta" mál- villur textann, svo að ekki sé minnst á meðhöndlun ljósmynda. Flestum mun nú þykja þetta ærin ádrepa og ég vera svínskur í meira lagi, þar eð kverið mun vera frum- raun höf. í þessa veru. Að eigin sögn hefur hann áður skrifað fyrir börn. Stílbrandi skal þá brugðið á helsta „skrautið". 1. Inngangsorð Einars Loga, bera heitið: „Til þín“. Þess vegna tek ég þau til mín! Þar er m.a. þess- um „spaklegu“ spurningum varpað til lesandans: „Kannski spyrðu sjálfan þig eða aðra, hver hann sé þessi Lási kokkur. Hefurðu nokk- urntíma spurt sjálfan þig: Hver er ég? Geturðu svarað því? Ég efast um það. Ef þú hins vegar getur svarað því hver þú ert, ertu betur á vegi staddur en margur maður- inn.“ Það var og! En er þetta ekki gott dæmi um það, hvernig höf. byrjar strax í upphafi að teygja lop- ann? Svo er þetta óttalegt klamb- ur. Tökum sem dæmi tilvitnaða lokasetningu. Óþörf orð eru höfð innan sviga: „Ef þú hins vegar get- ur svarað því, (hver þú ert) ertu betur á vegi staddur en margur maðurinn." Listamaðurinn Paul Gauguin (1848-1903) málaði mynd árið 1897, sem heitir: „Hvaðan komum við? Hver erum við? Hvert förum við?“ E.t.v. hefur Einar Logi verið að velta svipuðum spurningum fyrir sér. Eða máski að gera tilraun til þess að ráða lífsgátuna? En hvaða erindi á þvílíkt og annað eins í inngangsorðum bókar um Lása kokk? Ég sem lesandi virðist eiga að komast að mínum innri manni, áður en ég get hafið lesturinn! Ef ég hins vegar skyldi nú vera svo lánsamur að luma á slíkri vitneskju og aukin heldur að segja: að lífið sé einn allsherjar sameindareyfari með skjálfandi arfa sem blaðsíðu- tal, þá væri það óréttlátt af mér, ef ég prísaði ekki almættið fyrir þau sannindi. Síðar í þessum inngangsorðum segir höf., að kverið sé ekki heimildarrit um Lása kokk, heldur ævisaga í skáldsöguformi. Hann ætlast bersýnilega til þess, að sá varnagli sé svo vel sleginn, að allar vitleysurnar og sóðaskapurinn verði þar með úr sögunni. Én sex ára meðganga virðist ekki hafa nægt til þess að afla áreiðanlegra heimilda. Eða var það formsins vegna? 2. Rassbaga er á bls. 12. Þar segir: „Eitt býlið á Snæfjallaströnd heitir Gullaugsá.“ Sömu vitleysu minnir mig að ég hafi lesið í Morgunblaðinu, í spjalli sem Árni Johnsen átti við Lása áttræðan. Á Snæfjallaströnd, norðanvert við ísafjarðardjúp, á svonefndri Ytri-Strönd eru hinar fornu veiði- stöður Berjadalsá og Gullhúsár. Um landnámsjörðina og kirkjust- aðinn Snæfjöll, sem fyrrum hét Staður á Snæfjöllum, segir í Jarða- bók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns: „Gullhús. Hjáleiga byggð í staðarins landi skammt út frá túninu fyrir manna minni.“ Við þetta má svo bæta, að kirkjan var flutt inn að Unaðsdal árið 1867. Síðar segir á sömu bls.: „Ekki vitum vér upp á hvaða vikudag 21. maí (fæðingard. Lása) árið 1901 bar, né hvort veðrið var heiðskírt og fagurt eða himininn hlaðinn þungum regnskýjum,..." Formsins vegna hefur Einar Logi trúlega sleppt því eins og öðru í þessu bókarhrúgaldi að grennslast fyrir um þá hluti. Hins vegar fullvissa ég hann um það, að á Veðurstofu fs- lands er elskulegt og hjálfpfúst fólk. Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur, gaf mér góðfús- lega upplýsingar frá þremur veðurathugunarstöðvum þennan dag. Þ.e.: Stykkishólmi, ísafirði og Grímsey. Hyggst ég nú gauka því að Einari Loga og festa á blað „spá“ um hugsanlegt veður á Snæfjallaströnd, þriðjudaginn 21. maí árið 1901: Hæg Breytileg átt. Alskýjað. Hiti 4 stig. NA gola með kvöldinu og súldar- vottur. Hefði þetta ekki sómt sér vel innan ramma skáldsöguformsins? En af sex ára afriti höf., hefði upplýsingaöflunin tekið hann sex mínútur! Á bls. 64 og 66, er minnst á „Strandasel" og „á Strandaseli...“ Þarna er önnur rassbaga. Bærinn heitir Strandsel, flt. Þgf. Strand- seljum, (sjá símaskrá). 3. Prentun ljósmynda er til stór- skammar. Ég þyki máski taka nokkuð stórt upp í mig, en held þó að, hundur roðnaði af blygðun væri honum sýnd þvílík grámygla og svartklessukúnst. Hefur annars nokkur séð fyrirbrigðið? Auk þess, sem textar eru rangfærðir og hal- aklipptir. Þarna er vegið hrottalega að Þóri Óskarssyni ljósmyndara, (Ljós- myndast. Þóris). Þórir tók mynd- irnar á bls. 31,43,103 og á bakhlið bókarspjalds (kápu). Hroðaleg- ustu meðferð fá þó myndirnar á bls. 103 og á bókarspjaldinu. Myndin á bls. 103 er felu- eða skuggamynd, eftir því hvernig menn líta á slíka klessu. Myndin sýnir aðeins: munn, nef og gler- augu, sem horfa spurningar- glerjum út í veröldina. Þórir ætl- aðist ekki til þess að myndin birtist og tjáði útg. það. En vitaskuld leit hún betur út, en í bókinni. Svartkiessukúnstin á bakhlið bók- arspjalds, af þeim félögum Lása og Einari Loga, fær þá meðferð að ankerið, sem þeir standa við og er staðsett á svæði vestan við Hrafn- istu, er klippt burt. Enginn maður getur séð hvað það er, sem Lási styður hægri hönd sinni á og sam- kvæmt hefð höf., er ljósm. ekki getið. En þessi mynd er einmitt táknræn að því leyti, að ankerið minnir á sjómennsku Lása. Þórir tók raunar enn táknrænni mynd, sem ekki var birt og tengist sögn- inni um það, að Lási þyrfti ekki annað en rétta upp hægri höndina, þá hlytist enginn skaði af. Þannig mynd var einmitt tekin þarna við ankerið. Sem sagt: myndunum sem ljósmyndarinn hugsaði sér að birt- ust, var ýtt til hliðar. Þarna gera útg. og höf. sig seka um alvarlega hluti. En allar sómakærar mann- eskjur sjá auðvitað, að við ljós- myndarann er ekki að sakast. Það er þó ekkert gamanmál fyrir vel þekkta og virta ljósmyndastofu að fá svona meðhöndlun. Þórir þurfti að vinna myndirnar í flýti og skilaði þeim á besta myndapappír, að sjálfsögðu til þess að útkoman yrði bærileg. Útg. hafði áður fengið annan mann til verksins, en þær myndir reyndust ónothæfar. Á fremra saurblaði er mynd af Lása, merkt: RAX. Myndin er auðvitað grá, en hvað skyldu þessir stafir merkja? Jú, rétt til getið, les- andinn á að vita það, að RAX stendur fyrir: Ragnar Axelssoii og er starfandi ljósm. við Morgun- blaðið. Myndin var tekin af Lása áttræðum og fylgdi fyrrgreindu spjalli Árna Johnsens. Eftir þessari mynd er svo myndin á framhlið bókarspjalds gerð. Að dómi Ragn- ars sjálfs, þá fer hún ekki vel þar, en af sjónarhóli leikmanns, þá sýn- ist þessi brúnka vera skömminni til skárst hvað varðar allt verkið. Á bls. 21. á að vera mynd af Hó- BJÓÐUM EINNIG VALIN ÍSLENSK HÚSGÖGN SÝNINGARSALUR ÁRMÚLA 20 - SÍMAR: 84630 OG 84635 Opið laugardag frá kl. 9 - 4. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. — 6. febrúar 1983 Þií getur gjörbreytt fiehnili pinu með sfaúíímum, fiandruhim oq skápum jrá Árfetti ftf. ÁRFELLS skilrúm, handrið og skápar eru sérhönnuð fyrir yður. . . . með breytanlegum styttukössum og hillum. . . . með skápum f. hljóm- flutningstæki, bókaskápum, blómakössum og Ijósa- köppum. . . . framleidd úrstöðluðu, varanlegu. vönduðu efni. . . . Framleiðslan öll er hönnuð af Árfell hf. ÁRFELLS-þjónusta . . . . . . við komum og mælum, gerum teikningar og verðtilboð á staðnum, yður að kostnaðar- lausu. . . . við biðjum yður að hafa sam- band tímanlega. komið meö yðar hugmyndir. . . . Greiðsluskilmálar. . . . . . allt að 6 mánuðir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.