Þjóðviljinn - 05.02.1983, Qupperneq 15
Helgin 5. - 6. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Ella Sigurðardóttir
Minning
Guðný
Fædd 4. maí 1931
— Dáin 29. jan. 1983
Oft eigum við erfitt með að sætta
okkur við ráðslag örlaganna, vegir
Guðs eru og verða órannsakanlegir
og stundum ósanngjarnir að okkar
dómi. Það er sárt að sjá á eftir góð-
um mönnum um dauðans dyr í
blóma lífsins, sjá hæfileikamikið
fólk hverfa frá hálfunnu verki, ótal
óloknunt verkefnum. Sárt að sjá á
bak ástvinum sem maður hefði vilj-
að deila ellinni með. Ein af þessum
mönnum sent okkur finnst hafa
yfirgefið okkur allt of fljótt er
Guðný Ella Sigurðardóttir, sem dó
29. jan. sl. rúmlega fimmtug að
aldri.
Heimspekingurinn Martin Bu-
ber segir eitthvað á þessa leið:
Maðurinn er eina lífveran á þessari
jörð sem fæðist með möguleika til
stöðugs þroska og vegna þessara
möguleika þarfnast hann viður-
kenningar og uppörvunar. Sjálft
mannlífið er dirfskufullt stökk út í
óvissuna og einmitt þess vegna
þarfnast hver einstaklingur á sér-
hverri tíð staðfestingar á mennsku
sinni, viðurkenningar á því að hann
sé á réttri leið - að hann sé maður -
því aðeins sannfærist hann um
sjálfan sig, hlýtur rósemi hugans.
Hver og einn þarf á að halda já-
kvæðunt viðbrögöum frá
meðbróður, þarf að lesa trúnaðar-
traust úr augum annarra og um leið
að finna traust í eigin hjarta, svo að
hann frelsist undan óttanum við
einmanaleikann sem er forsmekk-
ur dauðans.
Þessa uppörvun og viðurkenn-
ingu eigum við misjafnlega auðvelt
með að láta í Ijós, þar eru suntir
öðrum örlátari gefendur, þótt allir
hafi þörf fyrir að þiggja. Ég held ég
hafi fáum kynnst sem átti þennan
hæfileika í jafnríkum mæli og
Guðný Ella, þetta að finna hið já-
kvæða í fari annarra og viðurkenna
það með örvandi orðum. láta öðr-
um finnast þeir kannski svolítið
betri, gáfaðri, hæfari en þeir. töldu
sig vera, auka mönnum sjálfstraust
án oflofs eða skrums. Þessi eigin-
leiki hlýtur að hafa komið henni vel
í því lífsstarfi sem hún valdi sér.
starfinu sem var henni svo miklu
meira en brauðstritið eitt, kennsl-
unni, og þá ekki síst þeirri kennslu
sem hún smám saman annaðist
meira og meira, kennslu þeirra sem
áttu við námserfiðleika að stríða af
einhverju tagi, ekki voru einfærir í
venjulegri bekkjardeild.
Ekki man ég hvenær ég sá
Guðnýju Ellu, eða Stellu einsog
hún var oftast kölluð, fyrst. Hún
var í Austurbæjarskólanum í
bekknum hennar Valgerðar Guð-
munds, sama bekk og elsti bróð-
ir minn, hún var tveimur bekkj-
um á undan mér í menntaskóla
og síðan tengdumst við fjölskyldu-
böndum. Hún var ein af þessum
manneskjum sem alltaf hafa verið
einhvers staðar nálæg. þótt stund-
um hafi verið nokkuð langt á milli
okkar.
Guðný Ella var dóttir hjónanna
Láru Guðmundsdóttur kennara og
Sigurðar Helgasonar kennara og
rithöfundar. Það var því ekki
undarlegt að hún sjálf veldi kennsl-
una að ævistarfi. Ekki kann ég að
rekja ættir foreldranna nema að
móðirin var úr Önundarfirði en
faðirinn Austfirðingur. Guðný
Ella var einkadóttir hjóna sem um
margt voru ólík, en ég held hún
hafi erft það besta út fari þeirra
beggja. Hún fór í kennaraskólann
að loknu stúdentsprófi 1951, lauk
þaðan prófi og kenndi við ýmsa
barnaskóla hér í Reykjavík með
svolitlum hléum meðan synirnir
voru ungir og eiginmaðurinn að
ljúka námi, lengst við Vogaskóla
og Alftamýrarskólann og nú síðast
við Þroskaþjálfaskóla ísiands. Hún
sérhæfði sig í hjálparkennsiu, var
við framhaldsnám í Edinborg og
fór námsferðir til annarra landa,
var sívakandi í starfi sínu og hafði
lifandi áhuga á öllum hag nemenda
sinna.
Guðný Ella giftist 28. des. 1952
Örnólfi Thorlacius og þau eignuð-
ust fjóra syni: Sigurð, kvæntan Sif
Eiríksdóttur, Arngrím, kvæntan
Arnþrúði Einarsdóttur, Birgi,
kvæntan Rósu Jónsdóttur. og Lár-
us yngstan sem enn er í foreldra-
húsum. Sonabörnin eru orðin sex,
sum svo ung að þau munu ekki
minnast ömmu sinnar.
Guðný Ella vann alla tíð utan
heimilis sem kallað er, hún byrjaði
að vinna meðan eiginmaðurinn var
við langskólanám og starfið var
henni sjálfri svo mikils virði að ég
held hún hefði átt erfitt með að
hugsa sér að vera án þess. En í
sameiningu unnu þau hjónin að
uppeldi sonanna, hún var þeint góð
og umhyggjusöm móðir, hún hafði
heilbrigðan metnað fyrir þeirra
hönd, hvatti þá til náms án þess þó
að reyna að ráða fyrir þá. Hún var
líka gæfumanneskja í lífinu. hún
átti góðan mann og góða syni, hún
fékk tækifæri til að vinna að því
starfi sem hugur hennar stóð til og
þar sem hæfileikar hennar fengu
notið sín. Hún hafði mikla skipu-
iagsgáfu og varð því mikið úr verki
og hefur skilað drjúgu ævistarfi,
þótt ævin yrði ekki lengri. Hún lét
ekki heldur sjúkdóminn buga sig.
Hún vann nú síöast að samræm-
ingu á námsefni á Norðurlöndum á
vegum Norrænu menningarmála-
skrifstofunnar og að því verki starf-
aði hún fram að jólum ásamt starfs-
félögum sínum og tókst að sjá því
lokið. Að þessu verki sem öðrum
er hún tók að sér vann hún af mik-
illi alúð og ég veit það hefur glatt
hana að fá að sjá árangur þess. Eld-
ri synirnir þrír eru allir við nám og
störf erlendis, en tveir þeirra komu
heim með fjölskyldur sínar um jól-
in. Þessi síðustu jól fékk Guðný
Ella því að eiga með sonunt sínum,
tengdadætrum og barnabörnum á
heimili sínu.
Og þegar eldri synirnir þrír voru
kvæntir og horfnir að heiman, Lár-
us einn eftir, þá fannst mágkonu
minni of rúmt um þau þrjú, og
sveitastrákur af Snæfellsnesi, sem
konr í bæinn til að þreyta próf, var
boðinn velkominn á Háaleitisbraut
117. Nú eru veturnir orðnir 4 sem
hann hefur notið þar gistivináttu og
annar yngri bróðir hans var jafn-
sjálfsagður í hópinn þegar röðin
kom að honum að setjast á bekk í
Hamrahlíðarskóla. Én það var
ekki aðeins húsnæði og fæði sem
húsráðendur létu þessum strákum í
té. Foreldrar úti á landi sem þurfa
að senda börn sín frá sér í skóla á
viðkvæmum aldri hafa oft af þeim
þungar áhyggjur. En mágkona mín
tók þessa frændur mannsins síns -
sem reyndar voru svolítið skyldir
henni sjálfri líka - að sér eins og
hún ætti þá sjálf, fylgdist með námi
þeirra, örvaði þá og hvatti, án þess
að skipa eða banna.á þennan ein-
læga hátt sem henni var laginn.
Þeir munu geyma minninguna um
hana í þakklátum huga.
Fyrir þetta og fyrir öll okkar
kynni vil ég nú þakka. Meðan hún
lifði fékk ég aldrei þakkað henni til
fulls, svo inngróin var gjafmildi
hennar og greiðasemi að hún gat
látið þiggjandanum finnast liann
vera að gera veitandanum greiða.
Fjölskyldan öll á Staðastað vott-
arsyrgjendum samúð, eiginmanni,
sonum, tengdadætrum og barna-
börnum, og þakkar samfylgd
liðinna ára.
Kristín R. Thorlacius
Mig langar til að minnast vin-
konu minnar og fyrrum samstarfs-
manns Guðnýjar Ellu með örfáum
orðuni.
Guðný Ella fékk snemma á
kennsluferli sínum áhuga á því að
búa betur að þeim nemendum sem
einhverra hluta vegna ráða ekki við
það nánt sem skólinn býður þeim.
Hún var með fyrstu sérkennurum
sem útskrifuðust frá Kennaraskóla
íslands og sótti síðar frámhalds-
nám til Edinborgar og lauk þaðan
heyrnleysingjakennaraprófi árið
1975.
Guðnýju Ellu voru falin marg-
vísleg trúnaðarstörf á vegum kenn-
arasamataka, þar á meðal var hún
formaður Félags íslenskra sér-
kennara 1978-80.
Það eru aðeins 7 ár síðan ég
kynntist Guðnýju Ellu, þá sem
samstarfsmaður hennar við sér-
kennslu í einum af grunnskólum
Reykjavíkur. Hafa þau kynni orð-
ið mér mikill ávinningur í starfi æ
síðan. Eins og öllum er kunnugt,
hefur þróun í uppeldis- og kennslu-
málum verið mjög ör á undan-
förnum árum og oft verið deilt hart
um stefnumótun á þeim vettvangi.
Of mörg okkar sem að kennslu
störfum höfum verið of fljóthuga
að taka við nýjum straumum og
stefnum og ekki séð fyrir, hverjar
breytingar þyrfti að gera áður en
hinu nýja markmiði yrði náð.
Guðný Élla var ein af þeim sem var
oþin fyrir nýjungum í skólastarfi og
breyttu hlutverki skólans samfara
breyttum þjóðfélagsaðstæðum. En
hún athugaði alla þætti breytinga
gaumgæfilega áður en hún mótaði
sér stefnu og hafði ávallt haldbær
rök máli sínu til stuðnings. Lét hún
sér þá í léttu rúnti liggja, þótt skoð-
anir hennar væru ekki santhljóma
þeim sem vinsælastar voru á hverj-
um tíma. Guðný Ella var hlý, já-
kvæð og framar öllu bjartsýn kona.
Þeir sem kynntust henni urðu rík-
ari í andanum. Gaman var að ræða
við hana þegar maður var Sammála
henni, en ennþá skemmtilegra þó
þegar svo var ekki.
Aftur störfuðum við Guðný Ella
saman í stjórn Félags íslenskra
sérkennara um 2ja ára skeið. Þar
kom einnig í ljós hin víðfeðma
þekking hennar og reynsla í
uppeldis- og kennslumálum sem
styrkti félagið undir formennsku
hennar. Nú síðustu árin starfaði
hún í samnorrænni kennslugagna-
nefnd sem vinnur að sérkennslu-
gögnum í samfélagsfræði. Því miður
entist henni ekki tími til að ljúka
því. Guðný Ella var ekki gefin fyrir
að auglýsa afrek sin á sviði sér-
kennslunnar, en við sem njótum
afraksturs hennar vitum, hve
drjúgt hennar framlag er.
Hvaða tilgangur er með því að
láta hæfileikaríkt fólk hverfa héðan
á miðri starfsævi?
Ef til vill segir hún mér það þegar
við hittumst í innra hylkinu annars
staðar.
Að lokum vil ég fyrir hönd Fé-
lags íslenskra sérkennara þakka
Guðnýju Ellu fyrir framlag henar
til sérkennslunnar, og senda sam-
úðarkveöjur til fjölskyldu hennar.
Kolbrún Gunnarsdóttir
formaður Félags
íslenskra sérkennara.
Kápur frá 199,00 Frottegallar frá 39,95 Pottahlífar frá 19,95 Súkkulaöi 2Alé5 20,90
Sloppar frá 19,95 Barnaúlpur frá 299,00 Herraskyrtur frá 79,95 Kremkex 9,70
Sokkabuxur frá 9,95 Skíöalúffur frá 69,95 Herrapeysur frá 99,95 Sítrónubelgir 8,90
Pils frá 159,00 Eldhúshandklæöi frá 9,95 Dúkkur frá 49,95 , Jif hreingern-
Barnanærbuxur frá 6,95 Pottaleppar frá 2,95 Dömustrigaskór frá 1,95 ingalögur 13^5 10,40
Barnarúmteppi frá 159,00 Töskur frá 99,95 IKEA-stóll §9ff;oo 699,00
Handþeytarar frá 59,95 Hljómplötur frá 19,95 Saunaborö 4^60 299,00
Lampaskermar frá 39,95
Einnig útlitsgölluð húsgögn á lágu veröi.
SÍMIPÓSTVERSLUNAR ER 30980
Bráðfallegar IKEA vörur á geysihagstæðu verði.
Opið í Skeifunni
tilkl.20íkvöld
TJ&rir ATJP Reykjavík
nAuIiAU I Akureyri