Þjóðviljinn - 05.02.1983, Page 20

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Page 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. febrúar 1983 dægurmál (sígiid?) Að raska ró MögguT Nýja litla platan meö Crass kom heldurbeturviðkauniná liösmönnum Möggu T. í Bretlandi. Platan sem heitir „How Does It Feel (To Be The Mother Of A Thousand Dead) ?“fjallarum Falklandseyjastríöiö og olli miklu fjaðrafoki í Bretlandi svo ekki sé meira sagt. Eins og endranær þá eru Crass- menn kjarnyrtir í sínum boðskap og létu stjórn Mðggu T. hafa það óþvegið. „...Your arrogance has gutted these bodies of life, your deceit fooled them that it was worth the sacrifice. Your lies persuaded pe- ople to accept the wasted blood, your filthy pride cleansed you of the doubt you should have had. You smile in the face of death because you’re so proud and vain,... Throughout our history you and your kind have stolen the young bodies of the living to be twisted and torn in filthy war....“ Eins og þessar línur bera með sér er þetta all-óvægin árás á for- sætisráðherra Breta. Bresku fjölmiðlarnir veittu þessari plötu mikla athygli og umfjöllun. Gekk málið svo langt að einn þing- manna íhaldsflokksins sá sig knú- inn til að krefjast þess á þingi að útgáfa á þessari plötu yrði bönn- uð því hún bryti í bága við vel- sæmislögin. En illu heilli fyrir þennan ágæta kappa lýsti sú stofnun yfir, sem með þessi mál hefur að gera í ríki Engla, að lagið félli ekki undir þessi lög og þar við sat. Einn þingmanna breska verka- mannaflokksins bauð forsætis- ráðherranunt í stráksskap sínum að hlýða á plötuna en skrifstofa forsætisráðherra afþakkaði boðið. Eins og gefur að skilja þá olli þessi hamagangur á þinginu og umfjöllun fjölmiðla því að þetta er söluhæsta plata Crass til þessa. En eins og kunnugt er þá hefur það verið „mottó“ Crass að aug- lýsa aldrei hljómplötur sínar. Liðsmenn hljómsveitarinnar hafa gjarnan litið á auglýsingar af hinu illa. En þessi mikla umfjöll- un varð til þess að platan hefur nú um nokkurt skeið verið í efsta sæti „independent“listans í Bret- landi. Skömmu eftir að platan kom út var hljómsveitin sökuð um það að strá salti í sár þeirra mörgu sem misstu ástvini sína í Falk- landseyja-átökunum. Hún svar- aði því til að tilgangur plötunnar væri alls ekki að ýfa upp gömul sár heldur fyrst og fremst að benda á ábyrgð þeirra sem um stjórnvölinn halda og hvílík firr- ing stríðið hefði verið. Annars sker þessi plata sig í engu úr frá fyrri plötum hljóm- sveitarinnar. Tónlistin er eins og fyrri daginn hrá og lætur nokkuð ruddalega í eyrum, en það eru hinir hárbeittu textar sem vekja athygli. Segið svo að dægurtónlist geti ekki haft áhrif. Jón Viðar Andrea , Vertu velkominn heim! Siouxsie and the Banshees hafa aldrei verið betri. Koss í draumahúsi Nú fyrir jólin sendi Siouxsie and the Banshees frá sér sína Fimmtu breiðskífu A Kiss In The Dream House. Hljómsveitin hefur allt frá stofnun verið í hópi fremstu hljómsveita Breta og ekki mun merki hennar lækka á lofti við útkomu þessarar plötu. Ég er ekki frá því að þetta sé besta plata hljómsveitarinnar frá Konur í framlínu nefnist skemmtikvöld, sem haldið verð- ur á vegum Satt í Broadway ann- að kvöld, sunnudaginn 6. febrú- ar. Fyrir þá sem vilja fá sér snæðing hefst fagnaðurinn kl. 19 og leikur Magnús Kjartansson undir borðum, líklega með a.m.k. einum bræðra sinna - Finnboga (skyld’ann ekki eiga neina leikandi systur?). En þetta er nú bara forrétturinn... Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða hljómleika með hljómsveitum sem eru ýmist eingöngu skipaðar konum eða konur eru þar í framlínu, þrátt fyrir einn eða fleiri „kalla“ í upphafi og voru þó hinar ekkert slor. Platan er hálfgert millistig á milli Juju og Kaleidoscope þó heyra megi ýmis ný tilbrigði. Sér- staklega finnst mér gæta sterkra áhrifa frá Creatures en svo nefn- ist samstarf Siouxsie og Budgie. Creátures hljóðrituðu litla plötu hópnum. Einn „kall" verður þó sérstaklega heiðraður þetta kvöld, Egill Ólafsson, sem þarna mun fá að láta ljós sitt skína og verður þá hvorki orða vant né söngs, ef að líkum lætur... og gæti orðið Grýlugagn. Kynnir verður Edda Björgvinsdóttir leikari. Hljómsveitirnar sem fram koma eru Bakkabræður, sem flytja vísnabræðing með aðstoð Gísla Helgasonar. Bakka- bræðurnar eru Anna María, Bergþóra Árnadóttir og Gná Guðjónsdóttir. Oktavía Stefánsdóttir, sem í nokkur ár hefur verið djasssöngkona í Dan- mörku, mun syngja við undirleik árið 1981, en á henni voru trommur eina hljóðfærið. Annars kom það eins og köld gusa yfir Siouxsie-aðdáendur á síðasta ári þegar fréttist að hún ætti við veikindi að stríða í hálsi og óvíst væri hver framtíð hljóm- sveitarinnar yrði. Sem betur fer reyndist þetta ekki eins slæmt og menn héldu í fyrstu og eftir nokk- Grý lurnar senda væntanlega frá sér sína fyrstu breiðskífu nú um mánaðamót, og líklega gefst fólki kostur á að heyra hvers á henni er að vænta á Satt-sunnudags kvöldinu Tappi Tíkarrass verður meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni í M.H. og Broadway: Konur í framlinu. urra mánaða hlé birtist hún aftur á sviði aðdáendum sínum til mik- illar gleði. Þessi nýja plata markar að mér finnst viss tímamót í ferli hljóm- sveitarinnar. Það er eins og verið sé að kveðja gamalt tímabil og heilsa nýju. * Hljóðfæraleikurinn er alveg pottþéttur og fáar hljómsveitir sem fara í föt þeirra. Siouxsie hef- ur sjaldan sungið betur og var miklu fargi af mér létt þegar ég heyrði að hún hafði engu tapað af sínum fyrri „sjarma". Budgie fer á kostum og beitir hinum ýmsu ásláttarhljóðfærum. Þeir Steve og McGeoch kom- ast vel frá sínu og var það mikill fengur fyrir hljómsveitina þegar McGeoch gekk í hana á sínum tíma. Textarnir eru yfirleitt góðir en kosta töluverða yfirlegu. Sioux- sie á flesta texta plötunnar eða sex en Steve á þrjá. I textum sín- um segja þau gjarnan sögur af furðulegum fyrirbærum sem verða á vegi þeirra í hinu daglega lífi. En eins og áður sagði þá kost- ar það töluverðar „pælingar“ að fá botn í texta þeirra. Ég fer ekki ofan af því að þetta er einhver albesta plata sem ég heyrði á seinasta ári. Og gaman til þess að vita að ekkert lát ætlar að verða á snilldarverkum þeim sem hljómsveitin sendir frá sér. Djasskvartetts Djassvakningar: Kristjáns Magnússonar píanó- leikara, Árna Scheving bassa, Guðmundar Steingrímssonar trommara og Björns Thoroddsen gítarleikara. Tappi tíkarrass mun dilla rófu og viðstöddum með Björk Guðmundsdóttur í fram- línunni og strákana þar á meðal. Og svo er það aðalrétturkvölds- ins, Grýlurnar sjálfar, „sómi vor, sverð og skjöldur" í jafnrétt- issókninni á rokksviðinu! Loks, eða einhverntímann kvöldsins, kemur fram algert leyninúmer. Það eina sem hrökk uppúr Jóa G. hjá Satt var að hér væri um kvenkyns leyninúmer að ræða og það fleiri en ein hræða, því að hann talaði um þær. Jæja konur, og aðrir menn, nú dugar ekki að hanga heima þetta sunnudagskvöld og láta sér nægja reykinn af réttunum, því að eigin sjón og heyrn eru blaðafréttum ríkari. A. Hátíö fyrir BELGI og aðra FRAKKA Stórtónleikarverðaí Hamrahlíðarskóla í dag (laugardag) og munu þá margar af okkar yngri hljómsveitum troða upp. Alls munu 23 hljómsveitir koma þarfram og sú fyrsta hefja leik kl. 14. Aðgangseyrirer20 kr. M.H. hefur nú um nokkurn tíma verið í fylkingarbrjósti fram- haldsskóla hvað varðar blómlegt tónlistarlíf. Þessir tónleikar eru enn ein skrautfjöðurin í hatt skólans og skartar þó mörgum fyrir. Hljómsveitirnar koma fram í þessari röð: 1. Garg og geðveiki. 2. Hivo pivo. 3. Lítilsháttar frík. 4. Bar8. 5. Hvalasveitin. 6. Gítar. 7. Nef- rennsli. 8. Ködoggrillkrydderi. 9. Ringulreið. 10. Lego. 11. Hjört- ur Geirsson. 12. Omicron. 13. Hið afleita þríhjól. 14. Pass. 15. Vébandið. 16. Tcookiothso.17. Trúðurinn. 18. Englabossar. 19. Tappi tíkarrass. 20. Svart/hvítur draumur. 21. Trúbad. 22. Centaur. Fyrst verið er að fjalla um tón- leika þá má geta þess að hingað til lands er von á góðum gestum ef allt fer vel. Unnið er að því þessa daga að fá Virgin Prunes hingað í mars og Fall í apríl. Þessi mál skýrast fljótlega og verður greint frá þeim jafnóðum og fréttir ber- ast. Annars er það helst að frétta af Fall að annar gítarleikari hljómsveitarinnar Mark Wriley, var rekinn úr henni og hefur eng- inn verið fenginn í hans stað. Ekkert er að frétta af Echo and the Bunnymen en vonandi skýrast þessi mál fljótlega og von- andi kemur þessi frábæra hljóm- sveit hingað til lands. Hljómleikar í Broadway sunnudagskvöld: „Konur í framlínu”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.