Þjóðviljinn - 05.02.1983, Page 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. febrúar 1983
sháfc______________
Elvar Guðmundsson
„Skákmeistari Reykjavíkur 1983”
ElvarGuðmundssontryggði
sértitilinn „Skákmeistari
Reykjavíkur 1983“ með því að
sigra ungan og efnilegan
Kópavogsbúa, Þröst Einarsson
í úrslitauppgjöri þeirra í 11. og
síðustu umferð sem tefíd var á
miðvikudagskvöldið. Eftir 10
umferðirdeildu þeirefsta
sætinu báðirmeð8V2vinning.
Það vakti eigi litla athygli að í 3.
sæti komGuðlaug
Þorsteinsdóttiraðeins 1/2
vinningi á eftir, með 8 vinninga.
Hún átti fræðilega möguleika á
sigri í mótinu, en Bolvíkingurinn
Halldór G. Einarsson kom í veg
fyrir að þær vonir rættust.
Sigur Elvars Guðmundssonar kem-
ur engum á óvart, enda var hann
fyrir mótið álitinn einn af sigur-
stranglegri keppendum. Elvar var í
góðri æfingu þegar mótið hófst, ný-
kominn frá Evrópumeistaramóti
unglinga sem haldið var í Groning-
en í Hollandi enda fór svo í upp-
hafsumferðunum að honum héldu
engin bönd. Hann vann sjö fyrstu
skákir sínar og meðal þeirra sem
hann lagði var Haukur Angantýs-
son, en Haukur var ásanrt Elvari
talinn einn sigurstranglegasti kepp-
andinn. Elvar tapaði í 8. umferð
fyrir Svíanum Dan Hansson og við
það komst Dan, sem hefur haft
búsetu hér í næstum þrjú ár, upp við
hliðina á honum. Honum tókst þó
ekki að halda þeirri ágætu frammi-
stöðu til lengdar, því næstu tveim
skákum tapaði hann. Eftir tapið
fyrir Dan gerði Elvar jafntefli við
Svein Kristinss,en vanntværsíð-
ustu skákir sfnar gegn Halldóri G.
Einarssyni og Þresti Einarssyni.
Sigur hans var fyllilega verðskuld-
aður, enda hefur Elvar ýmsa ágæta
eiginleika til að bera sem skák-
maður s.s. seiglu og þolinmæði í
erfiðum stöðum samfara mikilli út-
sjónarsemi í tímahraki, en sá sæt-
beiski sjúkdómur sem kenndur er
við tímahrak hefur ekki alveg látið
Elvar ósnortinn. Það kann að hafa
staðið Elvari fyrir þrifum að hafa
ekki tekið skáklistina nógu föstum
tökum, en sigur hans nú hefur á-
reiðanlega breytingu í för með sér í
þeim efnum. Sá sem þessar línur
ritar óskar Elvari til hamingju með
titilinn.
í 2.-4. sæti komu svo þeir
Haukur Angantýsson, Halldór G.
Einarsson og Þröstur Einarsson.
Haukur hefði sennilega viljað hafa
sætaskipti við Elvar, en á það verð-
ur ekki alltaf kosið og ætti 2. sætið
sem kemur Hauki í hlut vegna hag-
stæðra stiga að vera dágóð sárabót.
Halldór og Þröstur eru báðir ört
vaxandi skákmenn sem eiga eftir
að láta meira að sér kveða í fram-
tíðinni. Af Halldóri hef ég haft
nokkur kynni, en frammistaða
Þrastar kemur á óvart og hefur
hann ekki í annan tíma náð jafn-
góðum árangri.
Helgi
Ólafsson
skrifar
{ 5.-8. sæti koma Guðlaug Þor-
steinsdóttir, Georg Páll Skúlason,
Ingimar Halldórsson, og Haraidur
Haraldsson. Þau fengu 8 vinninga.
Frammistaða Guðlaugar Þor-
steinsdóttur er fyrir margra hluta
sakir athyglisverð. Undanfarin ár
hefur hún lítið getað teflt vegna
náms en frá því að hún byrjaði nú í
haust hefur henni fleygt fram. Mig
rekur í minni að hún hafi hlotið 3'h
vinning úr 11 skákum á Haustmóti
TR í haust og þá gegn öllu lakari
andstæðingum en nú svo framfar-
irnar eru augljósar. Olympíuskák-
mótiö í Luzern á þar greinilega
stóran hlut að máli, en þar tefldi
Guðlaug skínandi vel og gaf nokkr-
um af sterkustu skákkonum heims
lítið eftir. Það sem stendur skák-
iðkun kvenna einna helst fyrir
þrifurn hér á landi eru ónóg
skákmót svo og skortur á nauðsyn-
legri hvatningu. í þessu sambandi
ber mönnum að hafa í huga að
margt er karlmönnum betur gefið
17. JUNI
1983
Borgaryfirvöld hafa ákveðið að fela
Æskuiýðsráði Reykjavíkur dag-
skrárgerð og framkvæmd á hátíðar-
höldum vegna þjóðhátíðardagsins
17. júní.
Æskulýðsráð auglýsir hér með eftir
hugmyndum og tillögum borgar-
búa um dagskráratriði og aðra
þætti ersnerta 17. júní hátiðarhöld-
in nú í ár.
Vinsamlegast sendið tillögur og
hugmyndir til Æskulýðsráðs
Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 11, fyrir
11. mars n.k.
ÆSKULÝÐSRÁÐ REYKJAVÍKUR
en að kunna að tapa í skák fyrir
konu og hefur t.a.m. fyrrum
heimsmeistari kvenna Nona Gapr-
idhasvili sagt að karlmenn leggi sig
alveg sérstaklega fram þegar þeir
tefla gegn henni. Hún ætti að vita
hvað hún segir konan sú, því yfir-
leitt tekur hún skákmót meðal
karla fram yfir kvennamótin.
Nóg um það. Hér koma tvær
skákir frá nýafstöðnu skákþingi.
Fyrri skákin var ein af úrslita-
skákum mótsins, sú síðari ein af
vinningsskákum Guðlaugar Þor-
steinsdóttur:
6. umferð:
Hvítt: Haukur Angantýsson
Svart: Elvar Guðmundsson
Drottningarbragð
1. d4 Rf6 5. Bg5 h6
2. c4 c6 6. Bh4 0-0
3. Rf3 d5 7. e3 b6
4. Rc3 Be7
(Tartakower - afbrigðið í drottn-
ingarbragði er ein vinsælasta
byrjun samtímans. Karpov
heimsmeistari á þar sennilega
stærstan hlut að máli.)
8. cxd5
(Þessi leikaðferð sem Fischer beitti
í 6. einvígisskák sinni við Spasskí
sést sjaldan núorðið. Gellerendur-
bætti taflmennsku Spasskís í frægri
skák gegn Timman ári eftir að ein-
víginu í Reykjavík lauk. Sú endur-
bót hefur staðist tímans tönn og því
hafa aðrar leiðir eins og 8. Hcl, 8.
Be2, 8. Dc2 og 8. Dd2 orðið
vinsælar.)
8. .. Rxd5 11. HclBeö
9. Rxd5 exd5 12- Bd3
10. Bxe7 Dxe7
(Máttlítill leikur. Fischer lék 12.
Da4 og framhaldið varð: 12. - c5
13. Da3 Hc8 14. Bb5 a6?! 15. dxc5
bxc5 16. 0-0 Ha7 17. Be2 Rd7 18.
Rd4! Df8 19. Rxe6 fxe6 20. e4! og
hvítur stendur mun betur að vígi.
Geller kom með endurbót sína í 14.
leik, - Db7! og eftir 15. bxc5 bxc5
16. Hxc5 Hxc5 17. Dxc5 Ra6! 18.
Bxa6 Dxa6 og svartur hefur mikla
yfirburði fyrir peðið sem hann
fórnaði. 14. Bb5 þótti merkileg
endurbót á sínum tíma, en minna
má á annan leik, nefnilega 14. Be2
en þannig tefldi Petrosjan gegn
Spasskí í tvígang árið 1966.)
12. .. c5 13. Re5
(Hæpinn leikur. Rétt var 13. 0-0.)
13. .. Rd7 14. 0-0?
(Færir svörtum frumkvæðið. Eftir
14. Rxd7 Bxd7 er staðan u.þ.b. í
jafnvægi.)
14. .. Rxe5! 18. Dxf6 Hxf6
15. dxe5 f6 19. Hfdl Hd8
16. Dh5 fxe5 20. Bb5
17. Dxe5 Df6
(Tilagangurinn með þessum leik er
ekki ljós. Eðlilegra var 20. Kfl.)
20. .. B17 22. b4 cxb4
21. a3 Hfd6 23. axb4 d4!
abcdefgh
(Frumkvæði svarts er augljóst eftir
jrennan sterka leik. Hvítur getur
trauðla stofnað til uppskipta á d4,
því eftir 24. exd4 Hxd4 25. Hxd4
Hxd4 26. Hbl Bg6 fellur peðið á
b4.)
24. e4 d3
25. f3 d2
26. Hc3 Hd4
27. Kf2 Hxb4
28. Bd3 Hb2
29. Ke2 b5
30. Hxd2 Hxd2+
31. Kxd2 a5!
Guðlaug Þorsteinsdóttir að tafli í ellcftu og síðustu umferð Skákþings
Reykjavíkur 1983. Hún hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum. -Ljósm.: -eik.
(Virk staða svörtu mannanna
ásamt með hinum framsæknu frí-
peðum á drottningarvængnum
tryggja svörtum sigurinn.)
32. Kc2 b4 34. Bc4 b3+
33. Hc7 a4 35. Kcl
(Eða 35. Kc3 Bxc4 36. Hxc4 Ha8!
og a - peðið verður ekki stöðvað.)
35. .. Bxc4 37. Hc3 a2
36. Hxc4 a3
- Hvftur gafst upp.
Guðlaug Þorsteinsdóttir hafði
hlotið 8 vinninga að loknum 10 um-
ferðum. Hún tapaði fyrstu skák
sinni í mótinu en fékk síðan hinn
vel þekkta Monrad - meðvind.
Slíkum meðvindi fylgir yfirleitt góð
taflmennska og efist einhver um
það skal hann skoðá eftirfarandi
skák sem tefld var í 10. umferð.
Andstæðingur Guðlaugar er gamla
kempan Sveinn Kristinsson:
10. umferð:
Hvítt: Guðlaug Þorsteinsdóttir
Svart: Sveinn Kristinsson
Nimzo - indversk vörn
1. d4 Rf6 4. Rf3 b6
2. c4 e6 5. g3 ..
3. Rc3 Bb4
(Algengara er 5. Dc2.)
5. .. Bb7 6. Bg2 c5
(Hér kom sterklega til greina að
leika 6. - Re4.)
7. 0-0 0-0 8. Bf4 cxd4?!
(Svartur lendir þegar í erfiðleikum
eftir þennan leik. Það er ljóst að
Sveinn hefur ekki tekið með í
reikninginn sterkan svarleik Guð-
laugar. 8. - Rc6 kom sterklega til
greina.)
9. Rb5! Ra6
10. Rd6 Bxd6
11. Bxd6 He8
12. Dxd4 Hat*8
13. Hfdl Rc5
14. Hacl Rce4
15. Re5 Rxdó
16. Dxd6 Bxg2
17. Kxg2 Hc7
18. f3 Dc8
19. a4!
(Hvítur hefur haldið uppi miklum
þrýstingi á stöðu svarts. Hér er
möguleikinn, - b5 hindraður og
peðaframsókn á drottningarvæng
undirbúin.)
19. .. Hd8 21. Dd4 d6
20. b4 Re8 22. Rd3 Db8
abcdefgh
23. b5!
(Vel leikið. Menn taka ekki á sig
veikingar á c5 reitnum af fúsum og
frjálsum vilja en meira er um vert í
þessari stöðu-að c6 - reiturinn er
hreint ákjósanlegur stökkpallur
fyrir riddarann.)
23. .. Hdd7 26. a5 bxa5
24. Rb4Dd8 27. Hal a6!?
25. Rc6 Dg5
(Sennilega besti möguleikinn úr
því sem komið er. Svartur áræðir
að gefa skiptamun en nær um leið
að gera út af við peð hvíts á
drottningarvæng.)
28. Rb8 axb5
29. Rxd7 Hxd7
30. Hxa5 e5
31. Dd5 bxc4
32. Dxc4 h5
33. Ha8 De7
34. Dc8 Kf8
35. Hbl Hc7
36. Df5 g6
37. Dd3 Kg7
38. Hbb8 Rf6
39. Dd2! Rh7
(Hvítur hótaði 40. Hh8 og 41. Dh6
mát.)
40. Hg8+ Kf6
(Hér fór skákin í bið. Guðlaug hef-
ur haldið upp stöðugri pressu og
lýkur nú skákinni með velheppn-
aðri lokaatlögu.)
41. Hae8
(Biðleikurinn og sá besti sem völ er
á.)
41. .. Dd7 44. e4+ Kg5
42. Hd8 Db5 45. h4+
43. Dxd6+ Kf5
- Svartur gafst upp. Eftir 45. - Kh6
46. Dd2+ g5 er ein fjölmargra
vinningsleiða 47. Dxg5+.