Þjóðviljinn - 05.02.1983, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Qupperneq 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. febrúar 1983 „Maður lifandi!" „Það hlýtur nú að vera meiri persónulega heiftin milli þeirra Páls á Höllustöðum og Ingólfs á Hvammstanga úr því að Ingólfur bara neitar að sitja á listanum", sagði gömul kona sem ég heyrði í á förnum vegi. „Maður veit bara ekki nógu mikið um þetta“, bætti hún við. Og Ólafur Ragnar datt niður eins og Geir, sagði hún enn- fremur. „Þetta voru víst einhver skipulögð öfl.“ Þetta var á Hlemmi. Inni í horni sátu tveir spakir menn á hljóðu tali. Égsettist við hliðina á þeim og komst ekki hjá því að heyra hvað þeir voru að segja. „Skyldi Vilmundur fá eitthvað?", sagði annar. „Já, ætli það ekki“, sagði hinn. „Þeir fóru svo illa með hann í sjónvarpinu um daginn“. „Þetta er nú meiri vitleysan", sagði annar. „Maður lifandi", sagð hinn. Svo fóru þeir að tala um veðr- ið. Ég stóð upp til að kaupa blað- ið. Konan í gatinu var að tala við aðra konu. „Hvað ætlar þú að kjósa?“, sagði sú í gatinu. „Ég veit það svei mér ekki“, sagði hin. „Ætli maður kjósi ekki bara Trausta. Er hann ekki í framboði?“ „Neiii.sagði sú í gatinu. Svo var það ekki meira. Tveir strákar voru í eltingar- leik íbiðskýlinu. Sá minni miðaði á þann stóra og sagði: „Bang!“. Hinn datt niður á skítugt gólfið eins og dauður væri. Hann verður sennilega flengdur þegar hann kemur heim fyrir að skíta út bux- urnar sínar. Ég var búinn að fá nóg af þessu og gekk út í kuldann og snjóinn. Fáar hræður voru á stangli og norpuðu meðan þær biðu eftir strætó. Svo kom galtómur vagn og ég fór upp í hann og borgaði mínar 8 krónur. „Helvítið hann Davíð“, hugsaði ég með mér og fékk mér sæti. Meðan strætó silaðist inn Suðurlandsbrautina lét ég hug- ann líða: „Ekki vildi ég vera borgarstjóri og fá svona kveðju frá bláókunn- ugum manni á kuldaúlpu niðri við Hlemm“, hugsaði ég með mér. „Og ekki vildi ég vera stjórnmálamaður og láta þjóðina smjatta á mér.“ Þegar strætó beygði inn á Grensásveginn fór ég að gæla við þá hugmynd að ég væri á röndótt- um jakkafötum með rautt bindi og sæti í neðri deild, lítið eitt rjóður í vöngum og dálítið ánægður með sjálfan mig. „Hvort ætti ég nú að segja já eða nei við bráðabirgðalögunum og hvölun- um?“ Þá færi nú að vandast mál- ið. Yfirleitt á ég nefnilega ákaf- lega erfitt með að taka ákvörðun og er bæði áhrifagjarn og ístöðu- laus. Sennilega væri ég stöðugt að skipta um skoðun. Líklega best að þegja og láta flokkinn ráða. Verst ef hann er ekki á einu máli. Svo fór ég að ímynda mér að ég væri í Kastljósi og léti einhvern hakka mig í sig og yrði að gjalti fyrir framan alþjóð og allir hugs- uðu með sér: „Aumingja maður-, inn, ekki kýs ég þennan". Og kerlingarnar á Hlemmi mundu segja: „Ósköp var að sjá hann þennan þarna í sjónvarpinu, hvað heitir hann nú aftur?“. Nei, ég gef allar framavornir upp á bátinn og sit bara áfram úlpuklæddur í strætó á leið upp Ártúnsbrekkuna. - Guðjón. Hvaðeráseyði' sunnudagskrossgátan Nr. 3S7 / 2 3 •7 / 5" (o 7- e 5 1 / 10 n /2 ) 3 )¥ /z /z V nr ib 73 S~ r /7 r ie 10 /9 ? z/ r zz S? 3 /3 l<7 7 V í>~ 3 22> V 17- / zT- 7- zp f8 21 20 7 ár / y 2/ ) Zb /8 / 27 23 20 7- r /2 zs r? 3 ZÐ /3 /2> '<7 zo >8 12 zv V z?- / 18 2$ Zo 7 23 (v; 21 /7- zö s? /F n /Z 22 V / S2 /3 /<r 30 V 5" zz Vo V /3 r? 2‘}> n > (e> 3 V 2fr /3 zy /<7 r 17 r 3 Á 3 20 i U 20 V 3\ 3 Zo 0? \3Í U n r 1 21 V 24» r 7 20 'V' >V zo ro 23, 12 ZO £2 ýe i/ V 2h> W e sr 7- zo 21 Z 12 n 6' 18 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á frægri borg í útlöndum. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavtk, merkt „krossgáta nr. 357“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 2°! 1 2 sr )3 /<? ZZ Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, •því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 353 hlaut Guðmunda Ingibergsdóttir, Eylandi, Stöðvarfirði. Þau eru Birgir og Ásdís eftir Eðvarð Ing- ólfsson. Lausnarorðið var Munkaþverá. Verðlaunin að þessu sinni er AÁBDÐEÉFGHlfJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ fjórða bindi eftir sr. Ágúst Sigurðsson sem Orn & Or- PJ lygur gefa út.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.