Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. febrúar 1983_ Frá Dagskrár-árum Einars Benediktssonar Eftir Sverri Kristjánsson sagnfrœðing SverrirKristjánsson sagnfræðingur hefði orðið 75 ára gamall hinn 7. febrúar s.l. hefði honum enst aldurtil. Hann var mikill stílsnillingur og greinar hans, sem birtust m.a. í Þjóðviljanum um árabil, vöktu jafnan athygli. í minningu Sverris verður hér prentuð ritgerð hans um þjóðfélagsskoðanir Einars Benediktssonar skálds er sá síðarnefndi fékkst við blaðamennsku í Reykjavík á árunum 1896-98 en hún birtist fyrst í Þjóðviljanum 19. febrúar 1947. f tæp tvö ár, 1896-1898, fékkst Einar Benediktsson við blaða- mennsku í Reykjavík. Hann var þá embættislaus lögfræðingur og hef- ur ef til vill ætlað að gefa sig allan að þjóðmálum, að minnsta kosti voru vonir hans og fyrirætlanir miklar, er hann vann að útgáfu „Dagskrár". Árni Pálsson, fyrrum prófessor, segir svo frá í lítilli minn- ingargrein, er hann skrifaði í Frá- sagnir um Einar Benediktsson, eftir konu skáldsins frú Valgerði Benediktsson, að hann hafi komið snemma vetrar 1895 heim til þeirra bræðra, Einars Benediktssonar og Ólafs Hauks, og hafi þeir þá verið að búa boðsbréfið að „Dagskrá" til pósts. Var þá mikill hugur í Einari að gera „Dagskrá" að fjöl- breyttasta og víðlesnasta blaði landsins. Draumar hans rættust ekki í þessu efni, en engum dylst, sem flett hefur íslenzkum blöðum þessara ár, að „Dagskrá" er með öðru svipmóti en öll önnur þeirra tíma blöð. Hún er með meiri menningarbrag, bæði að efni og formi. Hin pólitíska ádeila er hvöss, en aldrei óþvegin, skeytin hitta, en Einar veltir þeim aldrei í aur áður en hann varpar þeim. Á öllu, sem Einar skrifar í „Dag- skrá“, er fágaður heimsborgara- legur blær, laus við hinn rustalega þjösnaskap, sem einkennt hefur ís- lenzka blaðamennsku bæði fyrr og síðar. Venjulegu þjóðmálarifrildi þeirrar tíðar skammtar Einar Ben- ediktsson takmarkað rúm í „Dag- skrá“. Hann skrifar mikið um skáldskap í blað sitt, af öruggum, næmum smekk og þekkingu, en við leirinn er hann óhlífinn. Svo lítur út fyrir, að Einar Benediktsson hafi einna fyrstur íslendinga komið auga á skáldjöfur okkar vestan hafs, Stephan G. Stephansson. Kvæði hans voru þá farin að birtast í vestanblöðuni, og Einar prentar Sverrir Kristjánsson þau jafnharðan í „Dagskrá". Þar kynntust íslendingar fyrst Sigurði Trölla og Jón-hrak. Minnistæðastar verða mönnum þó smágreinar Einars, er hann skrifaði í „Dagskrá“ undir dulnefn- inu „Hörður". Það eru svipmyndir af Reykjavík og umhverfi hennar frá síðasta áratug 19. aldar, fljóta- riss af þjóðlífi og náttúru hins unga höfuðstaðar. Þeir sem vilja kynn- ast list Einars Benediktssonar í ó- bundnu máli ættu að lesa þessi smágerðu hagleiksverk - Heið- myrkur, Blátreyjur í landi, Hrossa- sala, Lax á fœri. Þegar rannsakaðar eru þjóðfé - lagsskoðanir Einars Benedikts- sonar svo sem þær birtast bæði í Ijóðum hans á síðasta áratug 19. aldar og í blaðagreinum í „Dag- skrá“, þá verður ljóst, að hann er um margt alveg einstæður meðal íslenzkra skálda og rithöfunda á þessum árum. íslandsljóð hans, þessi jötunefldi ástaróður til ís- lands og framtíðar þess, eru með þeim hætti, að þau verða her- gönguljóð íslenzkrar alþýðu og baráttusöngvar íslenzkrar verka- Iýðshreyfingar. „Sjá, hin ungborna tíð“ verður ekki sungið með góðri samvizku nema í hópi alþýðunnar, á öðrum vettvangi vekur það nú nánast hneyksli. Þjóðfrelsishug- sjón íslandsljóða er svo saman- slungin fjörlausn hinna undirokuðu alþýðustétta, að engin leið er að greina þar á miili: hvort tveggja er aðeins tvær hverfur á sama fati. Þessi „stéttvísa“ þjóðerniskennd Einars Benediktssonar gefur ætt- jarðarljóðum hans frumleik og reisn, sem marga atvinnuástvini föðurlandsins skorti bæði þá og síðar. Þess sjást greinileg merki, að Einar Benediktsson hefur hugsað meira um þjóðfélagsmál, í þeim skilningi, sem farið var að leggja í það orð á síðari hluta 19. aldar, en almennt gerðist á íslandi. Hin fé- lagslegu viðfangsefni, sem auðvaldsþróunin hafði vakið upp í öðrum löndum, voru enn ekki komin á dagskrá hér á landi. Af dvöl sinni erlendis hafði Einar Benediktsson kynnzt þeim svo vel, að honum þótti ástæða til að vekja máls á þeim í „Dagskrá" sinni. Hinn 31. okt. 1896 skrifar hann grein í blaðið, er heitir: Félags- skapur verkamanna. Þar segir svo meðal annars: „Því meiri sem fátæktin er meðal verkamanna og því lægra sem . vinnuafurðir eru metnar til pen- inga, því nauðsynlegri er þessi fé- lagsskapur og því meiru góðu getur hann komið til leiðar.“ En Einar viðurkennir ekki aðeins nauðsyn verkalýðsfélagsskapar, heldur er honum einnig ljóst, hverjar afleið- ingar hans muni verða. Hann segir á öðrum stað f sömu grein: „Ef verkamennirnir færu að halda saman, mundu auðmennirnir vanda sig betur og græða það á dugnaði og fyrirhyggju sem þeir vinna nú á ódýrleika allra starfs- manna við framleiðslu og iðnað. Og því fyrr sem félagsskapur verkamanna byrjar, því fyrr kemst hinn starfandi, arðberandi kraftur þjóðarinnar til þeirra valda, sem honum ber með réttu, jafnt hér eins og annars staðar í heimi.“ (Let- urbr. mín). Með þessum orðum skipar Einar sér í sveit með verka- mönnum ekki aðeins í atvinnulegri baráttu þeirra, heldur einnig í stjórnmálabaráttu þeirra. Um það leyti er Einar Bene- diktsson skrifar grein sína um verkalýðsfélagsskap, hafði Sjó- mannafélagið Báran starfað í tvö ár, þótt lítið bæri á því, um önnur samtök verkamanna var þá ekki að ræða. En Einar segir frá því nokkru síðar í blaðinu, að hann hafi fengið mörg bréf og góðar undirtektir varðandi félagsskap verkamanna, og bætir við þessum orðum: „Starfsmannalýðurinn hér skrifar ef til vill ekki eins góða réttritun og hin efri borgarastétt, en þeir hugsa rétt eins vel og málstaður þeirra á eins góða framtíð." Árið 1897 skrifar Einar þrjár greinar um sósíalismann, útlistar stefnu og þjóðfélagshugmynd jafn- aðarmennskunnar á mjög ljósan og vinsamlegan hátt og gerir grein fyrir möguleikum hennar á íslandi. Ummæli Einars eru svo merkileg, að ég verð að vitna orðrétt í nokkra kafla úr þessum blaðagreinum. Fyrsta grein Einars - Jafnaðar- mennska - birtist í „Dagskrá“ 20. febrúar 1897 og er því nú réttrar hálfrar aldar gömul. Þar segir svo: „Jafnaðarmennskan er hin full- komnasta félagsskipun, sem hugs- anleg er, því þar verða bezt not af öllum kröftum, sem koma fram í félaginu."... „Þetta orð (þ.e. jafn- aðarmennskan) er hér haft um sjálft það pólitíska fyrirkomulag, sem jafnaðarmenn vilja stofna, og munu ýmsir menn hér á landi hafa líkt álit á þeirri pólitísku stefnu eins og ríkismennirnir og yfitstéttirnar ytra hafa eða látast hafa, sem sé, að hún miði að því að taku ranglega eignir þeirra, sem betur eru komnir í félaginu og leggja hinum þær út sem eyðslufé. En þetta er ekki svo. Algerð eða fullkomin jafnaðar- mennska er sú félagsskipun, er leggur allt það, sem miðar að upp- fylling lífsþarfanna undir yfirráð , ríkisins, bæði starfsemi félagsþegn- anna, ávextina af vinnu þeirra og hina framleiðandi náttúru sjálfa. í fullkomnu jafnaðarmannaríki á hið opinbera allar jarðir og allt auðmagn og ræður yfir allri nauðsynjavinnu þegnanna. Ein- staklingurinn hefur engan annan húsbónda yfir sér en félagsvaldið sjálft. Hann þarf ekki að lúta neinum öðrum herra, og er jafningi allra samþegna sinna að lögum. í einu orði að segja miðar jafn- aðarmannakenningin að því að stofna fullkomna samvinnu meðal mannanna á öllu því, sem lýtur að fullnæging lífsskilyrðanna - í stað samkeppninnar, sem nú er hinn knýjandi kraftur í starfsemi þegn- anna.“ Ég hygg að margur rithöfundur sósíalismans mætti vera stoltur af að hafa túlkað eðli og efni stefn- unnar á svo ljósan og réttan hátt sem Einar Benediktsson gerir hér. Ekkert er ofmælt né vansagt. En ekki er Einar síður glöggskyggn á andstæðinga sósíalismans og hvatir þeirra, sem verja auðvaldsskipu- lagið. í annarri grein um Jafnaðar- mennskuna. 6. marz 1897, kemst hann svo að orði: „Eins og eðlilegt er gerast ýmsir vísindamenn jafnan til þess að halda lífvörð um þá félagsskipun, er þeir lifa undir, hvernig sem hún er. Stjórnendurnir standa á grund- velli þessarar skipunar og verða að réttlæta gjörðir sínar þar eftir, og þeir geta launað fylgismönnum sín- um með ýmsu móti. Þessi hvöt er oft hin sterkasta fyrir Iögfræðinga og aðra er stunda þau fræði, er lúta að félagsskipun, til þess að halda uppi vörn fyrir það fyrirkomulag, sem er, og hið sama má segja um fjölda þeirra pólitísku flokks- manna, er fylgja stjórnendunum og hinum vísindalegu lífvörðum þeirra að málum." Einar kemst loks að þessum al- mennu niðurstöðum um jafnaðar- mennskuna: „En sé litið óhlutdrægt á málstað jafnaðarmanna án tillits til þess, hvernig er ástatt í þann og þann svipinn, þar sem þeir koma fram, virðist í rauninni ekki erfitt að sam- eina kenningar þeirra við allsherj- arlögmál frelsis, jafnréttis og bróðurkærleika, sem franska bylt- ingin ritaði á merki sitt, og nú er viðurkennt að nafninu til í flestum ríkjum kristinnar menningar, enda hafa og jafnaðarmenn tekið hin sömu merkisorð á stefnuákvæði sitt.“ Af því, sem hér hefur verið tínt til, er það Ijóst, að Einar Bene- diktsson telur þjóðfélag jafnaðar- mennskunnar æskilegt og fram- kvæmanlegt og í samræmi við fé- lagslegar siðgæðishugmyndir frönsku byltingarinnar, sem öll kristin menningarríki játi í orði kveðnu að minnsta kosti. En hvaða hugmyndir gerir Einar sér um framkvæmd jafnaðarstefnu á ís- . landi? í þessu efni eru skoðanir ■ hans markaðar sama skýrleik í hugsun og allt annað, er hann skrif- ar um þetta mál. Hann getur þess, að margir íslenzkir Hafnarstúdent-.. ar hafi fylgzt með baráttu danskra jafnaðarmanna við ríkisstjórnina, og þar sem íslendingar ættu í mik - illirimmuvið sömu stjórn fyndist mörgurn sem þeir væru í eins konar bandalagi við hina dönsku jafn- aðarmenn. Einari er þó ljóst, að slíkt bandalag muni ekki eiga sér langan aldur. Hann segir: „En að því leyti sem jafnaðarmennirnir ráðast á ýms meginákvæði í þeirri félagsskipun, sem ræður jafnt hér sem í Danmörku, eru þeir jafnlík- legir til að mæta mótspyrnu á ís- landi á sínum tíma, þegar þeir fara að láta brydda á sér í hinni innlendu löggjöf eða félagsmálum" („Dag- skrá“, 6. mars 1897). Einar Benediktsson telur sem sagt engan vafa á því, að hin sama „félagsskipun" ríki hér á landi og í Danmörku eða öðrum auðvalds- löndum. En leiðir af því, að jafn- aðarmennskan eigi nokkra köllun á íslandi? Þessu svarar Einar svo, að enn sem komið er vanti hér Lögfræðiskrifstofa okkar er flutt að Höfðabakka 9, 6. hæð., Sími 81211. Vilhjálmur Árnason hrl., Ólafur Axelsson hrl., Eiríkur Tómasson hdl.. NOTUM LJÓS ... allan sóla ft. ii, 1 ^íiSiilli'iiiiiiiiiiiiP11"11 rhrínginn 1 Einar Benediktsson menningarskilyrði til þess að jafn- aðarmennska verði framkvæmd. „Samgöngur og allur félagsskapur milli einstaklinga þarf að vera á margfalt hærra stigi heldur en hér þekkist, til þess að stjórnareftirlit og stjórnarframkvæmdir jafnaðar- mennskunnar gæti komizt hér á enn sem komið er“ („Dagskrá", 20. febr. 1897). Hann deilir á þá „fáu íslendinga, er fylgja kenningu jafnaðarmanna" því að þeir „gleyma gersamlega skilyrðinu fyrir því að sú félagsskipan, geti þrifizt - en tala aðeins um það, hve gott fyrirkomulagið væri í sjálfu sér. - En þegar menningarskilyrðin vantar, næst enginn annar jöfn- uður með þeirri skipan en sá, að enginn eigi neitt, og það er það síðasta, sem hinir sömu jafnaðar- menn út um heim óska“. (íslenzk jafnaðarmennska, „Dagskrá", 4. nóv. 1897). Einar reifar þetta málefni nánar í grein sinni Jafnaðarmennska: „Við skulum líta á starfsemi þegnanna, sem er ein af hinum þrem aðal- greinum alls þess, er lýtur að framleiðslu lífsnauðsynjanna. Hvernig ætti landsstjórnin á íslandi að sjá um, að hver einstakur maður í landinu, uppi um dali og úti um strendur ynni skylduvinnu sína í þjónustu þjóðfélagsins? Til þess yrði svo að segja hver einasti bóndi og bátsformaður að vera embætt- ismaður þjóðfélagsins, og sjá allir strax, að slíkt er ógerlegt. En öðru máli vzeri að gegna ef mestur hluti allra heimajarða á íslandi vœri rœktað tún, fólksfjöldinn aukinn þar eftir, og allar verstöðvar full- setnar, með þilskipastóli og allri út- gerð eftir nýjustu tízku. “ (Leturbr. mín). Hálf öld er liðin síðan þessi orð voru skrifuð. Þá stóðu íslendingar bjargarlausir „við frægu fiski- miðin“ í veglausu, óræktuðu landi. Stóratvinnurekstur var tæplega til, auðsuppsprettur okkar til lands og sjávar voru nýttar á líkan eða sama hátt og gert hafði verið í þúsund ár, en innlend stjórn engin í landinu. ísland var ekkert annað en frum- stæð nýlenda í atvinnulegum og pólitískum efnum. í slíkum menn- ingarskilyrðum gat jafnaðarstefn- an ekki fest rætur. Hún gat því aðeins átt sér framtíð á íslandi, að hér yxi upp fjölbreytt atvinnulíf, stórbrotin framleiðslutæki og fjöl- menn stétt verkamanna - að „allar verstöðvar" yrðu „fullsetnar" og „útgerð eftir nýjustu tízku“, eins og Einar Benediktsson komst að orði. Hið margvísa og langskyggna skáld barðist alla stund fyrir stór- rekstri í þessu niðurnídda landi. Hann vissi, að til þess að varpa oki aldanna af íslandi þurfti mikið fé - „stórfé, hér dugar ei rninna!" En þótt Einar Benediktsson kynni að meta mátt gullsins varð hann aldrei gullsins þræll. Þótt hann væri boð- beri þess atvinnureksturs og þeirra framleiðsluhátta, er hlutu að skapa hér á landi sem annars staðar stéttir öreiga og auðmanna, þá eygði hann í þessari þróun möguleika lýðsins til að framkvæma kröfu ís- landsljóða: Allt skal frjálst, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skammt á hvert skaparans barn, allt frá vöggu að gröf!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.