Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 23
Helgin 12. - 13. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 bridge Gott framtak Umsjón Ólafur Lárusson Umsíöustu helgi var íslandsmótið í sveitakeppni kvenna og spilara 25 ára og yngri spilaö í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Þettavarífyrsta sinnsem keppterí kvennaflokki en annað sinn í yngraflokki. 5 sveitir spiluðu í hvorum flokki, þrefalda umferð með 8 spila leikjum. Fyrsti íslandsmeistari kvenna varð sveit Esterar Jakobs- dóttur en hún hlaut alls 196 stig. í öðru sæti varð sveit Öldu Hansen með 164 stig og í 3. sæti sveit Sig- ríðar Eyjólfsdóttur með 151 stig. í sveit Esterar spiluðu auk hennar: Erla Sigurjónsdóttir, Hella Berg- þórsdóttir og Kristjana Steingríms- dóttir. í yngri flokki varð íslands- meistari sveit Karls Logasonar með 203 stig. í öðru sæti varð sveit Aðalsteins Jörgensen með 181 stig og í 3. sæti sveit Ásgeirs Stefáns- sonar með 154 stig. í sveit Karls Logasonar spiluðu auk hans: Hróðmar Sigurbjörnsson, Bragi Hauksson og Sigríður Sóley Krist- jánsdóttir. Keppnisstjóri var Guðmundur Sv. Hermannsson. Rey kj a víkurmótið í dag hefjast í Hreyfilshúsinu V/ Grensásveg úrslit Reykjavíkur- mótsins í sveitakeppni. Til úrslita keppa eftirtaldar sveitir: sveit Jóns Hjaltasonar, sveit Sævars Þorbjörnssonar, sveit Ólafs Lárussonar og sveit Egils Guðjohnsen. Spiluð verða 40 spil milli sveita, allir v/alla. í dag verða 60 spil spil- uð, og síðari 60 spilin verða svo spiluð á morgun (IV2 leikur hvorn daginn). A morgun verður sýnt á sýning- artöflu, fyrir áhorfendur. Spila- mennska hefst kl. 13.00 báða dagana. 11. umferð mætast: Jón-Egill og Sævar-Ólafur. í 2. umferð: Ólafur- Jón og Egill-Svavar og í 3. umferð: Jón-Sævar og Ólafur-Egill. Frá Bridgefélagi Suðurnesja Nýlokið er sveitakeppni, svo- nefnt JGT mót. 12 sveitir tóku þátt í mótinu. Sigurvegari varð sveit Jó- hannesar Sigurðssonar, en með honum voru: Alfreð G. Alfreðs- son, Gísli Torfason, Karl Her- mannsson, Einar Jónsson. Röð efstu sveita 1. sv. JóhannesarSigurðssonar...184 2. sv. Einars Júlíussonar.......161 3. sv. Guðmundar Ingólfssonar...151 4. sv. Inga Gunnarssonar........136 5. sv. Ilaraldar Brynjólfssonar.116 Revíuleikhúsið: Karlinn í kassanum Revíuleikhúsið sýnir gaman- leikinn Karlinn í kassanum í Hafn- arbíói á sunnudagskvöld kl. 21.00 (ath. breyttan sýningartíma) og er það síðasta sýning. Uppselt hefur verið á sýningar að undanförnu. Miðasala er á laugardag kl. 5-7 síð- degis og á sunnudag frá kl. 5. Síminn er 15444. Aðalfundur félagsins var hald- inn sl. mánudag. Ný stjórn var kos- in. Formaður er Gísli Torfason, en aðrir í stjórn eru Jóhannes Sigurðs- son, Haraldur Brynjólfsson, Al- freð G. Alfreðsson og Einar Jónsson. Nk. mánudag, 14. febr., hefst meistaramót Suðurnesja í tví- menning og verður spilað á mánu- dögum í Stapa. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að mæta. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Að loknum 22 umferðum í aðal- tvímenningskeppni félagsins er staða efstu para þessi: Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson.... 278 Sigtryggur Sigurðss. - Stefán Guðjohnsen275 Aðalsteinn Jörgensen - Stefán Pálsson 225 Guðm. Arnarson - Þórarinn Sigþórss..202 Sigurður Sverriss. - Valur Sigurðss.194 Jón Ásbjörnss. - Símon Símonarson...179 Jón Baldurss. - Sævar Þorbjörnss.178 HjaltiElíasson-JakobR. Möller....142 Björn Eysteinss. -Guðm. Hermannss...135 Friðrik Guðmunds. -Hreinn Hreinss...126 Frá Bridgedeild Barðstrendingafé- lagsins Staða 8 efstu sveita í Aðal- sveitakeppni félagsins eftir 10. um- ferðir: stig .... 139 ....137 ....125 ....122 .... 112 .... 104 ....102 .... 99 ið Logaland hefur alla tíð verið miðstöð félagsins. Þótt Logaland sé miðsvæðis í héraðinu eiga margir alllanga leið að spilastað. Má því segja að aðstaða sé öll erfiðari en í þéttbýli, auk þess sem sveitastörfin valda því að spilamennska hefst mun seinna kvöldsins en hjá öðrum bridgefélögum. Undanfarin ár hef- ur að jafnaði verið spilað á sex borðum. Mun líflegra var þó hér á árum áður og ekki óalgengt að sögn hinna eldri félaga að spilað hafi verið á 8-10 borðum að staðaldri. Fyrsti formaður var Jón Þórisson og með honum í stjórn þeir Jakob Magnússon og Gunnar Jónsson. Eru þeir enn virkir félagar eins og margir stofnenda þess. Steingrím- ur Þórisson, fyrrverandi kaupmaður í Reykholti var einn stofnenda og skal hans getið hér vegna þess að hann er einn þeirra manna sem hvað mest hefur gegn- um árin stutt að framgangi félags- ins, mótað starfshættina og haldið á lofti merki þess. Núverandi formaður Bridgefé- lags Borgarfjarðar er Þorvaldur Pálmason og með honum í stjórn þeir Örn Einarsson, Guðmundur Þorgrímsson, Gunnar Jónsson og Eiríkur Jónsson. Félagið hefur alla tíð haft ánægjuleg og ágæt sam- skipti við Bridgefélag Borgarness og bridgefólk innan starfsmannafé- lags Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Guðmundarmót svo- kallað telst orðið hér árlegur bridge- viðburður. Hér er um að ræða tvímenningsmót sem Guðmundur Kr. Sigurðsson stjórnar. Mót þessi eru haldin á víxl í Logalandi og Borgarnesi, og er keppt um silruf- stig. Guðmundarmótin eru opin að öðru leyti en því að Vestlendingar og Norðlendingar hafa forgang. Það kemur í okkar hlut að sjá um Guðmundarmót að þessu sinni og er áætlað að það verði haldið um miðjan mars. í tilefni aldarfjórðungs afmælis félagsins hefur verið ákveðið að efna til afmælismóts laugardaginn 5. mars n.k. Spilaður verður barometer og hefst mótið sem er öllum opið kl. 10 árdegis. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist fyrir 26. febrúar n.k. til Þorvaldar Pálmasonar í síma 93-5185. í haust hófst starfsemi félagsins með firmakeppni. Spilaður var þriggja kvölda einmenningur á 6 borðum. Úrslit urðu þessi: 1. Esso Hvalflrði Þórir Leifsson................... 169 2. Bakkakotsbúið Sveinbjörn Eyjólfsson..............161 3. Lyfasalan Kleppsjárnsreykjum Þorsteinn Jónsson..................158 4. Jörfi Magnús Bjarnason...................157 5. Félagsheimilið Logalandi Eiríkur Jónsson....................154 6. Bændaskólinn Hvanneyri Jakob Magnússon....................151 Meðalskor 144. Félagið þakkar fyrirtækum í Borgarfirði góðan stuðning. Þriggja kvölda tvímenningur er einnig afstaðinn. Spilaður var bar- ometer 7 spil milli para. Úrslit urðu þessi: 1. Þorvaldur Pálmason-Jón Viðar Jónm. 83 2. Gunnar Jónss.-JakobMagnúss..........81 3. Kristján Axelsson - Örn Einarsson...48 4. Ketilí Jóhanness. - Þorsteinn Jónss.46 Spilað var á 6 borðum. Meðal- skor 0. Til bridge- félaganna ftrekað skal til fréttafulltrúa fé- laganna að senda reglulega inn efni til birtingar í bridgedálkum blaðanna því erfitt er að eiga við þessi löngu bréf í ekki stærri þátt- um. Þannig verður upplýsinga- streymið örara, og á allan hátt við- ráðanlegra til birtingar. Einnig, að mun skemmtilegra er að birta fullt nafn keppenda, en ekki einungis fornöfn. Dagblöðin fara jú um landið allt. 1. ViðarGuðmundsson.. 2. Ragnar Þorsteinsson 3. Einar Flygenring... 4. Sigurður Kristjánsson 5. Sigurður ísaksson.. 6. HermannÓlafsson .... 7. Jóhann Guðbjartsson. 8. Þorsteinn Þorsteinsson. Frá Bridgefélagi Borgarfjarðar Bridgefélag Borgarfjarðar varð 25 ára á árinu sem leið. Það mun hafa verið stofnað í janúar 1957 af íbúum Reykholtsdals, Hálsa- sveitar, Hvítársíðu, Þverárhlíðar og Andakíls. Félagið hét lengst af Bridgefélag Reykdæla. Fyrir nokkrum árum gerðist félagið aðili að Bridgesambandi íslands, og var þá nafni þess breytt. Félagsheimil- færc mjólkurkæli -ÓRIDA ilv.. )u í inum! m Floridana safar og þykkni Æ -bestukaupin! * 00 Opið ALLAN < WREVFILL STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^N oc /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.