Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Qupperneq 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVlLJfNN Helgin 12. - 13: febrúar 1983 Á þessum árstíma fer hver maður með réttu ráði á útsölu, a.m.k. þeir sem hafa ekki alla vasa úttroðna af seðlum og þeir eru nokkrir. Á útsölum lækkar verð á skyrtum og buxum um helming og þar er því hægt að græða mörg hundruð krónur. Þetta sýnir best hversu góðhjartaða kaupmenn við eigum og skýrir tapið. Ég fer alltaf á útsölur. Samt þarf ég alltaf að herða mig dálítið upp áður en ég legg upp í minn árlega útsöluleiðangur. Mér hættir nefnilega til að kaupa of stórt eða of lítið, of skræpótt eða of dauft. í þetta sinn var ég búinn að reyna að ýta mér að slánni þar sem karlmannaskyrturnar héngu og komst svo nærri að ég var í seiling- arfjarlægð og gat þrifið í nokkrar. Smám saman óx mér ásmegin og var fa/inn að gefa illyrmisleg oln- bogaskot, varð jafnvei nokkrum sinnum fyrri til að taka í skyrtur sem ég sá að einhver annar hafði fengið augastað á. Að lokum gerðist ég svo djarfur að taka eina af slánni, blásvarta, og þrýsta henni að brjósti mér svo að hún yrði ekki af mér tekin. Síðan lét ég mig reka í þeirri von að kon- an bærist upp í fangið á mér og gæti lagt blessun sína á þá blásvörtu.i Mín árlega útsöluferð væflast töluvert um Laugaveginn áður en ég herti upp hugann. Mér fannst t.d. ekki viðeigandi - miðað við aldur minn - að fara inn í Sautján og eitthvað svona pempíu- legt að fara inn á Pampillu - eða hvað hún nú heitir. Konan var með og að lokum dró hún mig inn í hús sem á að líta út eins og 700 ára gömul verslun í City í London en er víst eitthvað yngra. Ég var dreginn upp snar- brattan og þröngan siga og sjá: þar uppi var nú aldeilis handagangur í öskjunni. Konan fór strax að líta á pils og sagði mér að fara inn í skot og líta á karimannaskyrtur. Þarna voru mest konur, unglingar og börn sem tróðust fram og til baka, þrifu í flík- ur, skoðuðu í krók og kring, þef- uðu og mátuðu. Allir ætluðu að grípa gæsina. Lengi vel var ég svo utan við mig í öllum þessum látum að ég lét mig bara berast með straumnum, fram og til baka eins og stefnulaust rekald. Svo fór ég að Mér var ýtt fram og til baka, snúið f hringi og stundum hnaut ég um smábörn. Annars voru allir eiginlega í góðu skapi og þetta vandist. Lítill patti sat við búningsbásana og kíkti ( undir vængjahurðirnar þar sem: einhverjar smápíur voru að mátaj buxur. Svo skellihló hann, tókbók- staflega bakföll af hlátri. Sennilegaj hefur hann ekki verið nema 5 ára. Mamma hans eldroðnaði og reyndi | að draga hann í burtu en hann streittist við og hélt áfram að kíkja. Þetta var sannkallað bíó og stelp- urnar, sem voru að máta buxur, fengu líka hláturskast. Eg hélt blásvörtu skyrtunni sem fastast að brjósti mér og loks bar mig á fjörur konu minnar sem kom mér á rétta braut í átt að af- greiðslustúlku. Mikið var ég feginn þegar allt var komið í kring og minni árlegu útsöluferð lokið. Þetta er svipað og að skila skatta- framtalinu sínu. -Guðjón sunnudagskrossgátan Nr. 358 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á ættbálki áttfætlna. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 358“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send vinningshafa. Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 354 hlaut Eiías Valgeirsson, Efstasundi 55, Rvík. Þau eru bókin Af manna völdum eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Lausnarorðið var stofu- depla. Verðlaunin að þessu sinni eru bókin Max og Helena eftir Simon Wiesenthal sem Fjölnir gefur út. A Á B D D E ÉFGHlfJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ 9 30 3 17 1 3 (p // /D 1 2 3 TF~ T— 6> 3 ¥ 1 'V' V 2 °i 10 ¥ u 12 /3 10 3 l¥ IT Uff 2 3 8 l¥ 10 V ¥ V 9 )¥ ~ 12 2 ? /9 ~T~ 20 \¥ ? ¥ 9 2t V 22 25 V 8 )0 2h w/ 0 V 22 /£>" V /3 )0 9 7 )S~ 9 V 9 Z¥ á> )D )3 d )<r 10 22 V 9 ¥ 23 9 22 8 )¥ ¥ 9 2sr 2¥ TT )¥■ T~ )2 23 2Ö V~ S 2* 7- ¥ 1 1 10 28 2¥ W 2* (29 11 12 z IÖ ¥ ¥ 3 )¥ ¥ 29 11 7- V ¥ 2 )!>' ¥ 2 9 10 t/ 9 2Z ¥ // 2¥ V 2(„ 0 1? V \r~ °) 22 3 )L7 ¥ 22 2¥ 2? 22 )$ 3 (p i¥ 21 /8 ¥ )$ ¥ ¥ )£- 3 ¥ ¥ 3 S2 )S~ T~ 10 ¥

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.