Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 6
6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10. —11. september 1983
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir
ÍRitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson.
r itst Jór nargrci n
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritarí: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson..
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglysingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
úr aimanakínu
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdottir
Utkeyrsla, afgreiðsla og auglysingar:
Síðumúla 6, Reykjavik, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent
Prentun: Blaðaprent h.f.
Valdaránið í Chile
Um helgina eru liðin 10 ár síðan herforingjarnir tóku
völdin í Chile með aðstoð Bandaríkjanna. Allende for-
seti var skotinn. Lýðræðið var fótum troðið. Þúsundir
voru hnepptar í fangelsi. Pyntingar og morð voru bar-
áttuaðferð hinna nýju valdhafa.
Dr. Salvador Allende forseti var kjörinn í lýðræðis-
legum kosningum til að stuðla að breytingum í átt til
meiri jafnaðar og réttlætis. Fjöldahreyfing fólksins fól
honum að vera fulltrúi sinn gagnvart erlendum
auðhringum og hernaðarhagsmunum Bandaríkjanna."
Baráttan gegn fátæktinni hafði eignast glæsilegan full-
trúa. Sósíalistar og sannir lýðræðissinnar um heim allan
ólu þá von í brjósti að fjöldahreyfingu fólksins tækist
undir forystu Allende að skapa betra mannlíf á grund-
velli hugsjóna frelsis, jafnréttis og bræðralags.
f»ær hugsjónir hafa hins vegar löngum átt skæðan
óvin í heimsvaldabrölti Bandaríkjanna. Leynilegt
bandalag bandarískra auðhringa og leyniþjónustunnar
CIA var myndað til að steypa Allende af stóli, afnema
lýðræði í Chile og gera herforingjaklíku að drottnurum
landsins.
Pessi leyniáætlun tókst og vildarvinir Bandaríkja-
stjórnar um heim allan fögnuðu falli Allende. Sá fögn-
uður birtist líka hér á íslandi. Morgunblaðið og forystu-
sveit Sjálfstæðisflokksins stóðu með herforingjunum
og Bandaríkjastjórn. Allende var í fréttum og málflutn-
ingi þessara afla gerður að hinum vonda manni. Her-
foringjarnir, sem nutu liðsinnis CIA, voru hinir frels-
andi englar.
Afstaða Morgunblaðsins og forystunnar í Sjálfstæð-
isflokknum til valdaránsins í Chile verður um ókomna
tíð til vitnis um þá hræsni sem einkennir Iýöræðistal
þessara herramanna.
Sannir lýðræðissinnar um heim allan minnast hins
vegar um þessa helgi þess ósigurs sem lýðræðisöflin
biðu í Chile. Nafn Dr. Salvador Allende mun ætíð skipa
heiðurssess í hugum þeirra sem í krafti lýðræðis og
fjöldahreyfingar vilja skapa réttlátara þjóðfélag.
Nixon, Kissinger
og Reagan
Á undanförnum árum hafa komið í ljós skýrar sann-
anir á hve mikla ábyrgð Henry Kissinger og Nixon
Bandaríkjaforseti báru á valdaráninu í Chile. Þeir tóku
beinan þátt í að skipuleggja aðgerðir auðhringanna og
herforingjaklíkunnar gegn hinum réttkjörna forseta.
Æðstu stjórnendur hins mikla heimsveldis báru per-
sónulega ábyrgð á morðunum, fangelsununum og pynt-
ingunum í Chile. Forseti Bandaríkjanna og nánasti ráð-
gjafi hans gerðust tilræðismenn við lýðræðislega stjórn í
fjarlægu landi.
Nýlega kom út í Bandaríkjunum merk bók sem rekur
nákvæmlega þátt Kissingers í valdaráninu í Chile og
fyrir fáeinum mánuðum var sýnd hér í kvikmyndahús-
um verðlaunamynd sem lýsir á áhrifaríkan hátt hve
mikla ábyrgð Bandaríkin bera á valdaráninu í Chile.
Fað er svo kaldhæðni sögunnar að þessi sami Kissing-
er skuli nú vera orðinn trúnaðarráðgjafi Reagans í mál-
efnum E1 Salvador, Nicaragua og annarra ríkja í Mið-
Ameríku. Markmið Reagans í þessum löndum nú er
hið sama og Nixons í Chile. Hagsmunir auðhringanna
og hernaðarmaskínunnar eru öllu æðri. Barátta fólks-
ins fyrir mannréttindum og betra lífi er fótum troðin.
Þegar við minnumst um þessa helgi valdaránsins sem
Kissinger skipulagði í Chile skulum við strengja þess
heit að efla stuðning okkar við baráttu þjóðfrelsishreyf-
inga og lýðræðisafla í ríkjum Mið-Ameríku því nú hefur
þessi sami Kissinger fyrir hönd Reagans verið settur
þeim til höfuðs.
Húsnæðismál
i
sjálfheldu
or
Ég var nýlega í heimsókn hjá
kunningja mínum í kauptúni
norður á landi. Hann er bygging-
ameistari og er nýlega búinn að
reisa sér og fjölskyldu sinni stórt
og glæsilegt einbýlishús sem er
fullfrágengið að öllu leyti. Nú
hefur orðið samdráttur í atvinnu-
grein hans í þessu kauptúni. Fólk
hefur minna milli handa og
veigrar sér við að fjárfesta í bygg-
ingum vegna óvissrar framtíðar.
Það hefur því flögrað að þeim
hjónum að flytja í burtu á stað
þar sem von er um meiri vinnu.
En þau eiga heilt hús sem ekki er
hægt að flytja með sér. Kunningi
minn segir að þau geti talist hepp-
inn ef þau geta selt húsið á 1.5
miljón króna en verð á sambæri-
legu húsi á Reykjavíkursvæðinu
er 2.5 miljónir króna. En það er
óvíst að nokkur kaupandi finnist.
Hér í Reykjavík er hægt að fá
sæmilega þriggja herbergja íbúð í
blokk á 1.5 miljón króna. Samt
hefur orðið verðfall á íbúðum í
Reykjavík. Verðið hefur staðið í
stað í krónutölu síðan í mars sem
þýðir líklega fjórðungslækkun
miðað við verðbólgu. íbúðar-
húsnæði hefur lækkað álíka
mikið og kaup á þessum tíma.
Samt er erfiðara fyrir venjulegt
launafólk að kaupa núna vegna
þess hve framfærslukostnaður
hefur hækkað mikið.
Stöðugt fjölgar ungu fólki, sem
er að byrja að búa, en getur ekki
komið sér upp eigin húsnæði.
Þenslan á leigumarkaði er því
mikil. Þriggja herbergja íbúð í
blokk er gjarnan leigð á 9-10 þús-
und krónur á mánuði sem er
sama upphæð og lægstu mánað-
arlaun. Þar að auki er oft krafist
mikillar fyrirframgreiðslu. Hús-
næðismál ungs fólks eru því í sjálf-
heldu eða vítahring. Þar sem
atvinna er við þess hæfi er hús-
næði nær óyfirstíganlega dýrt en
þar sem atvinnumál eru í óvissu
er hægt að fá mun ódýrara hús-
næði.
Breyting á húsnæðismálakerf-
inu er því mjög brýn og stórhækk-
Guðjón
Friðriksson
skrifar
un lána til þeirra sem eru að
byggja eða kaupa í fyrsta sinn
gæti virkað eins og vítamín-
sprauta, ekki aðeins fyrir þá
sjálfa heldur einnig fyrir bygging-
aiðnaðinum og þá sem hafa at-
vinnu af honum og einnig þá sem
þurfa að leigja því að slíkt mundi
fljótlega draga úr eftirspurn eftir
leiguhúsnæði og væntanlega því
lækka verð á því.
Við sem stöndum frammi fyrir
því að kaupa eða byggja fylgj-
umst því spennt með fyrirheitum
stjórnmálamanna um að hækka
lán upp í 50% af kostnaðarverði
svokallaðrar staðalíbúðar. Við
bíðum milli vonar og ótta. Ekki
verður efast um góðan vilja Alex-
anders Stefánssonar félagsmála-
ráðherra í þessum efnum
en vilji hans er bara ekki allt sem
þarf. Það þarf líka vilja Alberts
Guðmundssonar fjármálaráð-
herra, ríkisstjórnarinnar allrar og
ríkisstjórnarflokkanna. Það
verður fylgst grannt með efndum
í húsnæðismálum og ef þau verða
svikin munu þeir, sem loforðin
gáfu, safna glóðum elds að höfði
sér. Svo mikið er víst.
Venjulegt ungt fólk á ekki
mikið tii að selja annað en vinnu-
afl sitt og það er ekki verðlagt
hátt um þessar mundir. Ef það
hefur unnið í nokkur ár á það
kannski rétt á lífeyrissjóðsláni
upp á 150-200 þúsund krónur
hvort og húsnæðismálaláni upp á
150-200 þúsund krónur. Afborg-
un af íbúð á 1. ári er nú 75% á
fyrsta ári. Ef íbúðin kostar 1.5
miljón króna þarf að greiða 1125
þúsund fyrsta árið. Þá vantar 6-
700 þúsund krónur til viðbótar
fyrir fyrrnefndum lánum. Fyrir
þetta dæmigerða unga fólk er bil-
ið óbrúanlegt. Það getur kannski
keypt sér lélega, litla íbúð á 1.1-
1.2 miljónir króna en samt vantar
3-400 þúsund krónur til að hafa
upp í afborgun fyrsta árið. Margt
af þessu unga fólki á heldur ekki
rétt á lífeyrissj óðslánum og sumt
hefur komið sér í skuldasúpu til
þess að borga fyrirframgreiðslu
af leiguhúsnæði. Og þá eru ótald-
ar allar einstæðu mæðurnar og
aðrir einstaklingar þar sem
möguleikar á kaupum eru engir.
Svo er ein hætta á ferðum. Ef
húsnæðislánin hækka má búast
við því að verð á íbúðum hækki
vegna aukinnar eftirspurnar. En
þá eru líka önnur úrræði: bygg-
ingasamvinnufélög og samvinn-
ufélög um leiguhúsnæði sem Jón
frá Pálmholti hefur skilmerkilega
greint frá í blöðum undanfarið.
Það er lífsspursmál fyrir yngstu
kynslóðina í landinu að húsnæð-
ismálalánin stórhækki. Það er
ekki verið að biðja um styrki
heldur lán til langs tíma sem
borguð verði að fullu til baka.
Það er verið að biðja um svipað
lánakerfi og tíðkast í öllum sið-
menntuðum löndum umhverfis
okkur.