Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 21
Helgin 10.-11. september 19831ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA. 21 sHák HM œskumanna í Chicago Ýtt við skákhreyfingunni Frammistaða íslensku skák- sveitarinnar á heimsmeistara- móti æskumanna í Chicago bendirtil þess að nú sé aftur bjartyfir íslensku skáklífi. Skák- áhugi landsmanna stendur jafnan í réttu hlutfalli viðgengi bestu skákmanna þjóðarinnar á alþjóða vettvangi og því er hér komið tækifæri fyrir skákmenn og skákforystuna í landinu að nýta þann meðbyr sem hlýst af slíkugengi. Framgangapilt- anna sýnir einnig Ijóslega að það íslenska sérmat sem gilt hefur á mörgum sviðum menn- ingarlífsins, þ.e. hugsunarhátt- ur sem gengur einna helst út á það að ef hlutirnir séu nógu góðir fyrir landann þá sé allt í blóma, nær ekki til skákmanna. Árangur skáksveitarinnar er einnig eftirtektarverður ef haft er í huga að á íslandi ersáralítið lagt upp úr skáklífi sem virki- lega reynir á hæfileika þeirra skákmanna sem hugsa á al- þjóðavísu. Hér er haldið eitt al- þjóðlegt skákmót á tveggja ára fresti og þá er allt upptalið. í raun er ekki við neinn að sak- ast, síst þá sem fórnafrítíma sínum til að halda uppi merki skákarinnar, en þó læðistað manni sá grunur að betur megi | gera. Skákhreyfingin, einsog húnerrekinhérálandi, nærtil hins breiða hóps skákáhuga- manna og það nokkuð vel, en hinn þröngi hópurafburða- manna er útundan. Skák- hreyfingin hlýtur að hafa efni á að taka srhávegis áhættu, fjölga i alþjóðlegu mótunum í að minnsta kosti eitt á ári, annað mótið getur hæglega verið minna í sniðum, en samt staðið fyllilegaundirnafni. ! Fjölmiðlar gerðu skákmótinu í Chicago góð skil og hygg ég að fáir I hafi komist hjá því að fylgjast með framvindu mála. Jafnvel sjónvarp- ið sem ekki hefur náð að staðsetja skáklistina á landabréfinu tók upp á því að flytja fréttir og telst það skemmtilegt nýnæmi. Það var helst að Þjóðviljinn sinnti mótinu illa; undirritaður hafði öðrum hnöpp- um að hneppa þá dagana sem keppnin fór fram og því fór sem fór. Aðstæður í Chicago voru að sögn Jóns L. Árnasonar 2. borðs- manns íslensku sveitarinnar heldur frumstæðar og enn langt í land að Bandaríkjamenn geti haldið í skákmót svo sæmilega sé að málum | staðið. Keppendur bjuggu í mollu- heitum stúdentagörðum og þar steinsnar frá var stutt í helstu fá- tækrahverfi Chicago. Var mönnum almennt ráðlagt frá því að leggja leið sína þangað, einkum þó eftir að þær fréttir bárust að í næsta húsi hafí verið ráðist inn í íbúð, enn maður myrtur og öðrum misþyrmt I hrottalega. Skákstjórn mun hafa ' verið laus í reipunum, mótsblað kom ekki út og heilmikið fyrirtæki l að nálgast úrslit úr einstökum um- í ferðum. Sveitarmeðlimir létu þetta ekki á sig fá og var sveitin allt frá byrjun í fararbroddi. Óþarft ætti að vera að rekja lokaniðurstöður, svo vel hafa þær verið kynntar í fjöl- miðlum. Islendingar deildu 2. sæt- inu með V-Þjóðverjum, hlutu 28 vinninga af 44 mögulegum eða tæp- lega 64% vinningshlutfall sem er afbragðs útkoma þegar litið er til þess að fyrir keppnina voru Sovét- i menn með Yusupov, Pshakis, Dol- matov, Azmarashvili, Lputjan og Ehlvest taldir nær öruggir sigur- , vegarar. Þeir Jón L. Árnason (t.v.) og Margeir Pétursson áttu drjúgan þátt í sigri íslensku sveitarinnar í Chicago, þeir hlutu helming af vinningum sveitarinnar. Þeir Margeir Pétursson og Jón L. Árnason hlutu helming allra vinninga íslensku sveitarinnar og áttu drýgstan þátt í gengi hennar. Jóhann Hjartarson stóð einnig mjög vel fyrir sínu og þeir Elvar Guðmundsson og Karl Þorsteins sýndu mikla keppnishörku í þeirra fyrstu sveitakeppni þessarar teg- undar. Margeir hlaut 7 vinninga af 11 mögulegum, Jón 7 vinninga af 10 mögulegum, Jóhann 6 vinninga af 9 mögulegum, Karl 3'/i vinning af 7 mögulegum og Elvar 4'A vinning af 7 mögulegum. Þrjár vinningsskáka þeirra Jóns og Margeirs birtast hér, stuttar og snaggaralegar skákir þar sem and- stæðingar urðu að leggja niður vopnin áður en 30 leikjum var náð: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Bischoff (V-Þýskaland) Sikileyjarvörn 1. e4 cS 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7. 0-0 Rf6 8. Khl Bb4 9. Rxc6 (Jón velur skörpustu leiðina að - venju. Hér er stundum leikið 9. Bg5 sem svartur getur svarað með 9. - Be7 eða 9. - Bxc3). 9. .. dxc6? (Óvenjulegur leikur og tæpast góð- ur. Best er 9. - bxc6 og staðan sem kemur upp eftir 10. Bd3 d5 11. e5 Rd7 12. Ra4 er tvísýn og skemmti- leg. Þannig tefldist t.a.m. skák Li- berzon og Larsen á millisvæðamót- inu í Biel 1976.) 10. f4! Rxc3!? (Svartur afræður að þiggja peðið og er það mjög svo misráðið. En í öllu falli er staða svarts orðin við- sjárverð, því hvítur hótar 11. e5 Rd5 12. Re4 með miklum stöðuyf- irburðum.) 11. bxc3 Rxe4? (Nauðsynlegt var 11. - 0-0 með þröngri og erfiðri stöðu á svart.) 12. Dd4! Rf6 (Upphaflega mun Þjóðverjinn hafa ætlað sér að leika 12. - f5 en orðið þess áskynja að hvítur á geysisterkt svar, 13. Bh5-. Eftir hinn þvingaða leik 13. - Kf8 kemur 14. Hdl og svartur tapar liði vegna hótunarinnar 15. Dd8+.) 13. Ba3! (Svartur getur ekki hrókað og kóngs hans bíður ömuglegur dauðdagi.) 13. .. b6 14. Bd6 Da7 15. f5 c5 (Sennilega var betra að leika 15. - Bd7 en þá hafði Jón eftirfarandi leikjaröð á takteinunum: 16. fxe6 Bxe6 17. Hxf6 gxf6 18. Dxf6 Hg8 (ekki 18. - Kd7 19. De7-Kc8 20. Bxa6+! Dxa6 21. Dc7 mát!) 19. Bh5. Nú dugar ekki að leika 19. - Kd7 vegna 20. Bxf7 Bxf7 21. Dxf7+ Kxd6 22. Hdl+ og svartur verður mát. Skárra er 19. - Hg6 en hvítur stendur til vinnings eftir 20. Bxg6 hxg6 21. Hdl! o.s.frv. 21. Hel er ekki alveg einfalt vegna 21. c5.) 16. De5 Bd7 17. Bc4 (Afbrigðið hér á undan gengur ekki nú þar sem svarti kóngurinn hefur fengið reit á c6. Þessi leikur er líka alveg nógu góður þar sem nærtækasti leikur svarts strandar á fallegri leikfléttu.) 17. .. 0-0-0 (Hvítur leikur og vinnur.) 18. Bb8! (Banvæn sending, hefðu skákskýr- endur í gamla daga skrifað aftan við þennan leik.) Helgi Ólafsson skrifar 18. .. Dxb8 (Eða 18. - Rg4 19. Bxa6+. 18. - Db7 strandar á sama leik.) 19. Bxa6+ Db7 20. Bxb7+ Kxb7 21. Hfbl - Svartur gafst upp. íslenska sveitin fékk gott vinn- ingshlutfall á hvítt í mótinu, 17'A vinning af 22 mögulegum. Sigur- skák Jóns hér að ofan er gott dæmi um þetta hátt skráða gengi hvítu mannanna. Margeir Pétursson lét ekki eftir sinn hlut í þessum efnum og vann nokkrar snaggaralegar skákir á hvítt. Hér koma tvær vinn- ingsskákir hans í mótinu. Sú fyrri er tefld í upphafi þess, en hin síðari þegar hver vinningurinn gat skipt sköpum um endanlega niðurstöðu. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Paolozzi (Brasilíu) Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4c5 3. d5 g6 4. Rc3 Bg7 5. e4 d6 6. Rf3 0-0 7. h3 e6 8. Bd3 exd5 9. exdS He8+ 10. Be3 b5?! (Hálfmislukkaður leikur, en hefð- bundna framhaldið 10. - Bh6 11. 0-0 Bxe3 12. fxe3 hefur heldur ekki gefið góða raun. Að sögn Margeirs mun einhversstaðar hafa verið mælt með peðsfórninni, sem gefur stöðunni yfirbragð Benkö-gambíts eða Volgu-gambíts. Nafngiftirnar ráðast af því hvoru megin járn- tjaldsins menn búa.) 11. cxb5 Rbd7 12. 0-0 Bb7 13. Bc4 Rb6 14. Dd3 Rxc4 15. Dxc4 a6 16. a4 Da5 17. Hacl axb5 18. axb5 Db4? (Lítur vel út en reynist ekki sem skyldi. 18. - Rd7 strax kom sterk- lega til greina.) 19. b3 Rd7 20. Hfdl Ha3 (Hvítur á skemmtilega leið eftir þennan leik, en erfitt var að finna annan betri. 20. - Rb6 gekk auðvit- að ekki vegna 21. Dxb4 og 22. Bxb6.) 21. Dxb4 cxb4 abcdefgh 22. Rbl! , (Hrókurinn ryðst til áhrifa á c7.) 22. .. Hxb3 23. Hc7 Bc8 24. b6 Rb8 25. b7 Bf5 26. Rfd2 Hb2 27. Hdcl Bc3 28. Rxc3 bxc3 29. Hlxc3 - Svartur gafst upp. Síðar í mótinu mættu íslendingar A- og B-sveitum Bandaríkjanna. íslensku piltarnir töpuðu sinni einu viðureign gegn A-sveitinni, en náðu fram hefndum gegn B- sveitinni. Þá vann Margeir eftirfar- andi skák á 1. borði: Hvítt: Margeir Pctursson Svart: Ritziano Bobo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4e6 3. RD Bb4+ 4. Bd2 De7 5. g3 0-0 6. Bg2 Bxd2+ 7. Dxd2 d6 8. 0-0 e5 9. Rc3 He8 10. dxe5 dxe5 11. Hfdl Rbd7 12. Hacl h6? (Ónákvæmur leikur sem gefur hvítum kost á að ná öflugu frum- kvæði. 12. - c6 kom sterklega til greina, því hvítur á ekki hægt með að notfæra sér veikleikann á d6 t.d. 13. Rg5 Rc5 14. b4 Re6 o.s.frv.) 13. Rd5! Dd8? (Eftir 13. - Rxd5 14. cxd5 getur hvítur sótt að bakstæða c-peðinu.) abcdefgh 14. Da5! c6 (Skárra var 14. - b4 þó staðan sé ekki beint gæfuleg eftir 15. Rxf6+- Dxf6.) 15. Dxd8 Hxd8 16. Rxf6+ gxf6 17. Bh3 b6 18. Hd6 Hb8 19. Hcdl Hb7 20. Hxf6 - Svartur gafst upp. Peð hans strá- fialla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.