Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 15
Helgin 10. —11. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.—11. september 1983 A skútu yfir Atlants- hafið Múkkinn Síöastliðinn sunnudag sigldi 26 feta skúta úr Reykjavíkurhöfn. Áfangastað- urinn er Amsterdam þarsem skipstjór- inn hefur vetursetu við myndlistarnám og iðkan. Til forna var ekki fátítt að ungir menn leituðu sér frægðar og frama erlendis með því að kaupa sér skip og standa frammí stafni en þeir munu fáir væringjar í nútíma sem stýra eigin knerri á vit menntaseturs síns. Drífa heitir farkosturinn, nefndur eftir móðureigandans, kafteinsinsog smiðsins, Guðmundar Thoroddsens sem íjúnísigldifrá Amsturdammitil Reykjavíkur. Við náðum tali af honum áðuren aftur var haldið utan og röbbuð- um um ferðalagið hingað upp, um skútusmíðarog skútueign. Með íspjalli var samferðarmaður Guðmundar á ferðinni til íslands, Garðar Guðmunds- son, sem á siglingunni gekk undir starfsheitinu navígator. Hann á nefni- lega sextantinn sem notaður var þá sjaldan sást til sólar. V* ■ ■ .. w' ■ ■fc ■■■ •.•. r. > * 1Z > 5': .... spgs sJLM ir’í fylgir manni alla leið Navígatorinn við vindstýrið útifyrir Hjaltlandi Fleyið séð frá þilfari Norrænunnar « - Drífa er feröaskúta, segir Guðmundur, ekki kappsiglingartæki. Skútan er 26 fet, 8 metrar, sterkbyggð og vel búin tækjum. Það er hægt að fara á henni nánast hvert sem er og maður getur búið í henni í höfn. Þegar svona farkostur er fyrir hendi er ekk- ert eðlilegra en að nota hann til ferða milli landa. | - Þið lögðuð upp frá Amsterdam í júní- j byrjun...? - Já, 9. júní, raunar frá Ijmuiden, hafnar- borginni. Við vorum þrír saman, ég, navíg- atorinn og brytinn, Jón Sigurpálsson. Fyrsti áfangastaður var Leirvík á Hjaltlandi, þangað fórum við á tæpum fjórum sólar- hringum. Það er góður árangur á Norður- sjónum. Þar er kröpp alda og grunnur sjór, oft erfið sigling. Músa, Músa! Það var þoka þegar við nálguðumst Hjaltlandseyjar. Við sáum bát rétt hjá okk- ur og kölluðum og hrópuðum til að vita j hvort við værum nærri eyjunum. Kallinn | hrópar á móti og bendir: Músa, Músa. Okk- : ur fór að detta sitthvað í hug um andlegt j ástand Hjaltlendinga, en fundum svo út að j Mousa er smáeyja austanvið aðaleyjuna; ! við vorum komnir. Þá var ekki hægt að stilla sig um að taka upp kampavínsflösku sem var vegarnesti frá vinum og vandamönnum í Amsterdam og upphaflega átti að drekka í landsýn við ísland. Hjaltlandseyjar eru rólegur og þægilegur staður þrátt fyrir breytingarnar sem þar hafa orðið á síðari árum við olíuvinnsluna í Norðursjó, hún er tekin inn á Hjaltlandi. Fólkið reyndist okkur mjög vingjarnlegt. Þegar við komum í höfn birtist náungi og spyr hvort við viljum ekki fara í bað, það sé siglingaklúbbur á staðnum; það kemur hafnarkall með vatn, og enn einn og býður , okkur vískí. Við komum til Leirvíkur um fimmleytið og þá var klukkutími í að pöbbar opnuðu. Við ákveðum að leggja okkur til svona sjö, gerum það og vöknum við að bankað er á lúguna og íslensk rödd berst inní lúkarinn: Ætliði að sofa úr ykkur allt vit? Nei, það stóð ekki til, heldur að koma sér á pöbb, og það er litið á klukku; hún er átta og áHöfnin spretturupp.Andlitið í lúgunniverður furð- u lostiö og við komumst að því að það er morgunn daginn eftir. Höfðum sofið í fjórt- án tíma. - Þreyttir vel eftir fyrsta áfangann? - Já, þessar vökur eru óneitanlega þreytandi. Þetta kemst að vísu uppí vana en maður verður langþreyttur, það verður aldrei nein rósemishvíld milli vakta. Við vorum annars ekki með þýska herforingja- kerfið á vöktunum, það fór eftir hverj um og einum hvað hann nennti að vaka lengi á nóttunni, 3-4 tíma að jafnaði í einu. Við vorum með vindstýri, sem heitir Snati, slíkt tæki er á flestum ferðaskútum; það tryggir sjálfstýringu eftir vindi og þýðir að ekki þarf stöðugt mann við stýrið. Það nægir að einn vaki yfir þessu nema ef vont er í veðri eða ef þarf að skipta um segl eða rifa. Færeyskt skyr Nú, við vorum tvo sólarhringa þessar tæpu 200 mílur frá Leirvík til Þórshafnar í leiðindaveðri. Gátum ekki beðið vegna þess að brytinn þurfti að mæta til vinnu á Islandi og ætlaði að taka Norrænuna frá Færeyjum. Því miður náðum við ekki ís- lendingafögnuði í Þórshöfn 17. júní, kom- um ekki þangað fyrren morguninn eftir. En okkur var vel tekið af íslendingum þar, sér- staklega Eiríki Þorvaldssyni sem þar hefur byggt upp mjólkurstöð og fyllti bátinn af skyri og rjóma. Þetta var önnur skyrlögnin í Færeyjum. Hann tók okkur uppá arma sér þá tæpu viku sem vorum í Færeyjum og sigldi með okkuf útað Eiði, nyrsta odda eyjanna. Þar var vondur sjór og slæmt veður, og við urðum að bíða nokkur dægur í þessari mikilfenglegu náttúru við drangana Risann og Kerlinguna. Þegar við lögðum upp blés beint á móti og þurfti að krussa í tvo sólarhringa. Krussa, jú það er að sigla skáhallt uppí vindinn, sosum 40 gráður sitt á hvort borð, sigla beitivind. Við komum að landi við Öræfajökul. Þaðan vorum við á mótor að Vestmannaeyjum vegna byrleysis, síðan var stuttur spölur eftir í þessi frægu bláu sund. - Hvað þarf til í svona ferðalagi? - Mestu skiptir að vera kjarkaður og hafa lífsgleðina með í för, einsog gamall íslensk- ur skútukall sagði einhvern tíma. Björgunarbátur verður að vera með í ferðinni og það verður að muna eftir björg- unarbelti og líflínu þegar maður er einn eða ef veðrið er slæmt. Af siglingartækjum þarf að vera með kompás og logg, vegmæli. Á þessu svæði eru radíóvitar alstaðar og ná 30 - 120 mílur frá landi; við notuðum ágætt útvarp rússneskt til að ná þeim, en það eru til fullkomnari tæki. Svo er sextanturinn auðvitað með fyrir sólina. Svo þarf góð sjókort, bæði yfir stór svæði og lítil, og svo gott föðurland þótt suma klæi. Föðurland kláðans og ylsins. - Er þetta ekki stórhættulegt flandur? - Jú, þetta er ákaflega hættulegt. En við erum hugaðir piltar og látum okkur ekki allt fyrir brjósti brenna og þorum að bjóða hættunni heim. Blankskór og nælonskyrta í alvöru: þetta er algeng spurning. Stað- reyndin er hinsvegar að hafi menn rétt tæki og kunni á þau er þetta einn öruggasti ferðamáti milli landa. Báturinn verður að vera sterkur og nógu stór. Auðvitað er hægt að fara yfir hafið á baðkeri, en það er heldur óráðlegt. Það fer enginn útí byl á blank- skóm og nælonskyrtu,- nemaþá íslenskir bílatöffarar. Svona ferðalag er skemmtiför, ekki glæfraspil og engin ástæða til að hafa á- hyggjur. í svona ferð er maður í akaflega náinni snertingu við náttúruna. Það var til dæmisfallegt undir Öræfajökli, logn, jöklar og fjöll útum allt, krökkt af fugli og hnísur að leika sér í kringum skútuna, stukku upp, sneru sér í loftinu og stungu sér aftur. Þetta er ekki svona alstaðar. En múkkinn fylgir manni alla leið; brytanum þótti múkkinn afskaplega fílósófískur fugl og vingjarn- legur. En þetta er auðvitað sjómennska, það er ekki hægt að stoppa og hvfla sig einsog á bílferð til dæmis, maður verður að halda stöðugt áfram og vera undir allt búinn. Ef stormur skellur á verður að vera hægt að mæta honum. Og það blæs ekki alltaf byr- lega, vistir verða að vera nægar og í svona ferðum þarf að éta vel, alltaf eina eða tvær heitar máltíðir á dag. Góðan og réttan mat. - En er þetta ekki heldur kalt og ónota- legt sport hér norður í Dumbshafi? - Við erum ansi norðarlega. Það verður svívirðilega kalt á þessum breiddargráðum miðað við þennan ferðamáta. Við það er þó kosturinn sá að það er ekki allt morandi af skútum einsog sunnar á hnettinum. Draumurinn er stundum að liggja í ein- hverri fagurri kóralvík með kampavínsglas í hendi og nokkrar fagrar verur af hinu kyn- inu í sólbaði á þilfarinu, - þetta kemur uppí hugann þegar maður stendur blautur og kaldur í rigningarsudda og ágjöf; af hverju er ég á þessari heimsku skútu í staðinn fyrir að flatmaga heima hjá mér og horfa á fréttir á táknmáli í sjónvarpinu. Hitt er þó oftar: hvergi vildi ég vera annarsstaðar en á skút- unni. Þjóðarskútan - Dýrt spaug skútudellan? - Ekkert dýrara en annað. Og þó. Skúta af þessari stærð fullbúin til langferða kostar á við litla íbúð. Ef þú smíðar hana sjálfur er hægt að spara kringum 35 - 40%. En þá rná ekki gleyma því að svona skúta er gripur sem hægt er að fara á hvert sem vill um heiminn og búa í hvar sem er; að sumu leyti einsog húsvagn, en farvegurinn er hafið, ekki hraðbrautirnar. Það er hægt að sigla um hér heima og fara á skútunni í sumar- leyfi. Það er hægt að geyma skútuna til dæmis við Miðjarðarhafið og nota hana á sumrin. Ef skútan er notuð er ekki víst að þetta sport sé dýrara en venjuleg sumar- leyfisútgerð hjá meðalfjölskyldu. Auðvitað þarf að eyða tíma í þetta, það þarf að vera hægt að gera við og svo fram- vegis. Kostnaðarhliðin verður kleifari ef menn eiga skútu í félagi. Afliverju kemur þjóðin sér ekki upp skútu í Miðjarðarhaf- inu? Það mætti kalla hana Þjóðarskútuna. Anrtars er illt hvað lítið hefur varðveist af gömlu skútunum. Eikarbátarnir frá alda- mótunum eru horfnir og þarmeð stór hluti af menningarsögunni. Það er ekki nóg að hafa einhverjar leifar á söfnum. f Færeyjum er ein skúta gömul í fullri notkun, leigð út; ekki höfð uppá landi og máluð á þeirri hlið sem snýr að vegfarendum einsog í ónefndu plássi íslensku. Þessi færeyska skúta er lif- andi heimild um sjómennsku og fiskveiðar síðari alda. - Þú smíðaðir Drífu sjálfur, Guðmund- ur? - Já. Það tók tvö ár að safna peningum til að hægt væri að byrja. Vorið ’80 var skrokk- urinn síðan steyptur úr plasti í Svíþjóð og fluttur til Kaupmannahafnar. Skútan var svó rúmt ár í smíðum, maður vann með ! fulla vinnu og fór í þetta kvöld og helgar og j auðvitað runnu öll laun í skútuna. Jómfrúrferðin var farin til Amsterdam til • að taka aftur upp þráðinn í námi. Ég var áður í París og er nú kominn til Hollands. Myndlist. Aðallega grafíkpælingar einsog stendur. Bakterían kom í jullusiglingum á vötnum ! Parísar, en fyrsta skútuferðin var með naví- gatornum á skútu hans frá Skotlandi til I Neskaupstaðar sumarið ’78. Tilgangurinn með þessari ferð hingað í sumar var að þvælast urn Faxaflóa og Breiðafjörð til að taka ljósmyndir af sigl- ingamiðum uppúr bók sem afi navígators- ins notaði þegar hann var lóðs: Leiðsögu- bók fyrir sjómenn við ísland, frá 1931. Svo stendur til að sýna þessar myndir og vatns- litamyndir á vori komanda. Ég nota í þetta þriggja mánaða listamannastarfslaun. Hvernig leggst siglingin aftur til Amster- dam í þig? - Vel. Það er að vísu komið frammá haust og allra veðra von, en við höfum þetta, ég og Nonni bróðir. -m Rætt við Guðmund Thoroddsen, kall, og Garðar Guðmundsson navígator (brytinn illa fjarri góðu gamni) Tónelskir myndlistarmenn á opnu hafi Guðmundur á Drífu í Reykjavíkurhöfn. Mynd: Leifur, aðrar myndir teknar af ferðalöngunum. Brytinn við stýrið Hundblautir á Þórshafnarbakka

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.