Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 4
I I Ti l'.f I , . V - í £8Qt ■‘j'ÍTtlT- 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Heigin 10.—11. september 1983 NATO-eldflaugarnar í Evrópu Metnaðarmál NATO en ekki öryggismál segir breskur gestur á friðarhátíð Við gerum okkur vonir um að með sameiginlegu átaki friðarhreyfinganna á Vestur- iöndum verði hægt að ná fram frestun á uppsetningu . bandarískra stýriflauga og kjarnorkuvopna í Bretlandi, sem hugsanlega væri síðan hægt að framlengja, en ég verð að segja að hvað Bret- land varðar, þá er ég ekki sér- lega bjartsýnn í þessum efn- um. Þetta sagði Dan Smith, fullt- rúi bresku friðarhreyfing- anna CND og END, sem staddur er hér á landi í tilefni þeirrarfriðarhátíðar, sem hér stendur yfir, í viðtali við Þjóð- viljann, en hann flutti erindi í Félagsstofnun stúdenta á föstudagskvöldið. - Engu að síður hefur árangur- inn af starfi okkar verið mikill, og í 3 ár fyrir kosningarnar í sumar höfðu skoðanakannanir sýnt að meirihluti fólks fylgdi sjónarmið- um okkar og var andvígur uppsetn- ingu nýrra bandarískra kjarnorku- vopna á Bretlandi. Kosningarnar í sumar voru hins vegar nokkurt áfall fyrir okkur, enda féll vígbún- aðarkapphlaupið þá í skuggann fyrir öðrum málum og Verka- mannaflokkurinn reyndist ófær um að bera fram málstað okkar á trú- verðugan hátt vegna innri sund- rungar. Fjölmiðlar voru hins vegar lokaðir fyrir okkur í kosningabar- áttunni og því fór sem fór. Við bú- umst hins vegar við að fá mikinn hljómgrunn nú í haust og stefnum m.a. að stórri fjöldaaðgerð 22. okt- óber næstkomandi. Við megum ekki cinblína á nánustu framtíð, því mikið og langvinnt starf er framundan, sagði Dan Smith, Hver er munurinn á þeim hreyf- ingum sem þú ert fulitrúi fyrir, CND og END? - CND - Campain for Nuclear Disarmament - er fjöldahreyfing sem beinir kröftum sínum fyrst og fremst gegn áformum NATO um uppsetningu stýriflauga með kjarn- orkuvopnum á Greenham Com- mon herflugvellinum og í Moles- worth í námunda við Cambridge. Það eru ekki samtök sem hafa stað- ið fyrir stöðugum aðgerðum við Greenham Common til þess að vekja athygli á því sem er að gerast. - END - European Nuclear Dis- armamament - eru hins vegar minni samtök er vinna fyrst og fremst að samræmingu og samhæ- fingu friðarbaráttunnar í Evrópu. Þau skipuleggja ráðstefnur og ann- að samstarf og hafa m.a. staðið að tveim stórum ráðstefnum í Bruxel- les og Berlín. Hefur sá atburður, er Sovét- menn skutu niður kóreönsku far- þegaþotuna haft áhrif á umræðu manna um afvopnunarmálin í Bret- landi? Ég tel ekki að þetta mál hafi á- hrif á fjölda stuðningsmanna okk- ar, en breska stjórnin hefur notað málið sem röksemd fyrir nauðsyn fleiri kjarnorkuvopna. Það hefur hins vegar verið búinn til slíkur ótti meðal fólks gagnvart Sovétríkjunum, að fæstir geta hugsað rökrétt þegar um Sovétrík- in er fjallað. Sovétríkin eru haldin ofsóknar- brjálæði, og það er ein af ástæðun- um fyrir því að farþegaþotan var skotin niður. Síðan er þetta túlkað sem sovésk árásargirni er styðji rökin fyrir fleiri og öflugri kjarn- orkuvopnum. En í rauninni er Kóreumálið röksemd fyrir nauðsyn afvopnun- ar, því það sýnir okkur hvernig kjarnorkustyrjöld getur skollið á án tilefnis. Sökina á þessu voðaverki bera Sovétmenn fyrst og fremst, en í raun voru farþegarnir fórnarlömb kalda stríðsins og boðbera kalda- stríðshugmynda í austri og vestri. Hverju mun það breyta á Bret- landi ef bandarískum stýriflaugum verður komið þar fyrir? Áhrifin af nærveru kjarnorku- vopna lýsa sér helst í því sem ég hef kallað siðferðilega „veðrun“ - et- hic erosion - þau auka á svartsýni manna um óhjákvæmileik stríðs- ins, þar sem stjórnmálamennirnir séu ófærir um að hindra stríð. Þau auka á vanmáttarkennd fólks og tilfinningu fyrir því að geta ekki haft áhrif á framvinduna. í rauninni er NATO að grafa sína eigin gröf með fastheldni sinni á uppsetningu stýriflauganna. Upprunalega var hugmyndin sú að telja fólki trú um að öryggis- hagsmunirnir gerðu kjarnorku- vopnin nauðsynleg, en nú hefur þetta snúist við. Uppsetning þessara vopna er ekki lengur öryggismál, heldur metnaðarmál fyrir NATO, og þetta er ekki lengur metnaðarmál gagnvart Sovétríkjunum, heldur metnaðarmál NATO gagnvart al- menningi í NATO-ríkjunum. Þeir geta sett upp þessi vopn, en þeir munu um leið tapa trúnaði fólks- ins. Hverju breyta stýriflaugarnar um kjarnorkuvigbúnað Breta? Við höfum haft bandarísk kjarn- orkuvopn á Bretlandi í um 30 ár án þess að nokkur formlegur samn- ingur hafi verið um það gerður á milli ríkjanna. Bandaríkin fóru fram á að fá her- stöðvar á Bretlandi eftir síðari heimsstyrjöldina, og breska stjórn- in sagði einfaldlega já, án þess að formlegur milliríkjasamningur yrði gerður þar að lútandi. Árið 1953 gaf breska stjórnin út sérstakt „momorandum“ um túlkun hennar á þessu samkomulagi, en það hefur aldrei verið gert opinbert. Upp- setning bandarísku stýriflauganna, sem verða undir bandarískri yfir- stjórn undirstrikar enn frekar að allt er þetta háðung við breskt fullveldi. Auk bandarísku kjarn- orkuvopnanna og hinna áformuðu stýriflauga búa Bretar yfir eigin kjarnorkuvopnum, bæði í sprengjuþotum flughersins og Polaris-kafbátunum, auk þess sem nú er unnið að uppsetningu Trident-eldflaugakerfisins. Er það rétt skilið hjá mér að þú sért svartsýnn á framvindu mála við núverandi aðstæður? Ég er ekki svartsýnn, heldur lít ég á málin af raunsæi. Það er enn vonarglæta um að við getum náð fram frestun á uppsetningu nýrra stýriflauga í Bretlandi, en ég held að það yrði þá meira að þakka ár- angri friðarhreyfinganna í Þýska- landi og Bandaríkjunum með hlið- sjón af þeirri hörmungarstjórn sem við búum nú við á Bretlandi. En við verðum að forðast þá gildru að hugsa einungis um næsta dag og nánustu framtíð. Hugmyndin um nauðsyn eða óhjákvæmileik kjarn- orkuvopnanna er svo djúpt grafin í vitund fólks, að það er mikið og langt starf fyrir höndum við að breyta hugsunarhættinum. Þú gerir þá ekki ráð fyrir því að stýriflaugarnar verði á Bretlandi um alla framtíð? Nei. ólg Lífið er þess virði Friðarhátíöin Þjóðleikhúsinu Sunnudagur kl. 14.00 Miöasala í Þjóðleikhúsinu í dag, laugardag frá kl. 13. Ljóð: Þau flytja: Halldór Laxness, Guðrún Ásmundsdóttir, Erla B. Skúladóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Erlingur Gíslason, Steinunn Sigurðardóttir, Guðrún Stephensen og Guðmundur Ólafsson. Tónlist: Blásarakvintettinn, Hjálmar H. Ragnarsson, Snorri Sigfús Birgisson, Einar Jóhannesson, Martinal Nardeau, Kristín Ólafsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Ársæll Másson, Kolbeinn Bjarnason, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Jón Stefánsson, Arja Sajonmaa og Nýja Strengjasveitin. Leiklist: Þorsteinn Ö. Stephensen, Anna Guðmundsdóttir og Gísli Halldórsson. Ávörp: Christine Crassel, friðarsamtökum bandarískra lækna, Þorkell Sigurbjörnsson formaður Bandalags íslenskra listamanna, Dan Smith formaðurfriðarhreyfingar Evrópu. Bailett: Auður Bjarnadóttir. Miðasala í Þjóðleikhúsinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.