Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin lO.-ll. september 1983______________________________________________ ¥ Strangtrúarhyggj an í Islam að grundvalla samfélögin á trúnni, eins og íslamskir sósíalistar gera eða segjast vilja gera, heldur líta þeir svo á, að Islam og samfélagið eigi að vera eitt og hið sama, ein órofa heild. Við þetta eiga þeir þegar þeir tala um „íslamskt ríki“ af því tagi, sem stofnað hefur verið í íran. í slíku samfélagi er ætlast til að trúin sé allt í öllu. Er hér farið eftir fornum hefðum í íslam. Strangtrúarmenn líta svo á, að Guð (Allah) sé hinn eini og sanni drottnari og löggjafi; lögin hefur hann gefið í Kóraninum eða látið Múhameð og eftirmenn hans koma þeim á framfæri. Jafnvel minnsta frávik frá þeim lögum er grófasta guðlast. Þar eð Allah hefur boðið að þjófar skuli handhöggnir í viss- um tilfellum, verður því að gera svo, og vestrænar mannúðarhug- myndir skipta í því santbandi engu máli; að halda þeim fram í slíkum tilvikum er meira að segja hið sama og að draga alvisku Allah í efa. Þar Alexander Haig, í fremstu röð meðal bandarískra stjórnmálamanna og hers- höfðingja síðustu árin, komst nýlega svo að orði í sjónvarpsviðtali að þess kynni að verða skammt að bíða, að múhameðsk strang- trúarstefna eða bókstafstrú (fúndamentalismi) yrði Vest- urlöndum skæðari andstæð- ingur en sjálfur „heims- kommúnisminn“. Og Sovét- ríkin hafa, vegna fjölmenns múhameðsks minnihluta innan landamæra sinna og stríðsins í Afganistan, sem orðið hefur her þeirra til mesta álitshnekkis, er hann hefur beðið til þessa, ekki minni ástæðu til að gjalda varhug við téðum and- stæðingi. Strangtrúarmenn íslams (eða skyldar hreyfingar) hafa þegar völdin að miklu eða öllu leyti í nokkrum ríkjum, og í öðrum ís- lömskum ríkjum hafa vaxandi áhrif þeirra orðið til þess, að stjórnvöld hafa ekki þorað annað en að láta undan kröfum þeirra í ýmsu. Af- staða þeirra til þess, sem hæst ber á Vesturlöndum og í Sovétríkjunum, einkennist af andúð og fjandskap; lýðræði Vesturlanda og kommún- ismi Sovétríkjanna eru að þeirra mati álíka svívirðilegt guðleysi og það sama á við um álit þeirra á flestu í félags-, dóms- og siðferðismálum þessara heims- hluta. Er þar um að ræða fráhvarf frá þeirri stefnu, sem áður var að meira eða minni leyti ríkjandi í mörgum íslamslöndum og gekk út á það að tileinka sér að vissu marki vestrænar og evrópskar hug- myndir. Þegar Múhameðstrúarmenn átt- uðu sig á, að samfélög þeirra voru stöðnuð orðin og kraltlítil miðað við samfélög Evrópu og Vestur- landa, urðu viðbrögð þeirra með ýmsu móti. Sumir litu svo á, að stöðnunin og afturförin væru' trúnni að kenna og vildu ýta henni meira eða minna leyti út í horn eða gera hana að einkamáli fjölskyldna og einstaklinga. „Veraldarhyggju- menn" (sekúlaristar) þessir vildu sem sé fara að fordæmi Vestur- landa, þar sem trúin var mjög á undanhaldi. Aðrir vildu þar að auki innleiða þjóðernishyggju að evrópskri fyrirmynd og fá þannig nýja og „óþreytta" hugsjón, sem þeir töldu að hleypt gæti nýju lífi í íslömsk samfélög. Enn má nefna „íslamska sósíalísta", nokkuð sundurleítan söfnuð, sem oft er erf- itt að henda reiður á. Þeir líta svo á, að sósíalisminn sé í stórum dráttum í fullu samræmi við Kóraninn og það fordæmi (Súnna), sem Mú- hameð og lærisveinar hans gáfu með gerðum sínum í stjórn- og fé- lagsmálum. Veraldarhvggjumeiin og þjóðernissintiar áttu það sam- merkt. að þeir töldu það skvnsam- legast, íslam til framdrattar, að Konur í Iran ganga til kosninga: sérstæð afstaða til lýðræðis. taka sér Vesturlönd til fyrirmyndar í vissum meginatriðum. Islömsku sósíalistarnir eru þeim sammála að miklu leyti, en sumir þó að minnsta kosti öllu hollari trúnni. Mjög á öndverðum meiði við þessa aðila eru siðvenjusinnar eða íhaldsmenn, sem vilja halda fast við íslamslög í einu og öllu og andæfa flestum eða öllum breytingum, og strangtrúarmenn, sem ekki eru andvígir breytingum og framförum á mörgum sviðum, það er þeir telja að enginn vandi sé að aðlaga lögum íslams, sem séu að sjálfsögðu algild og óháð dutt- lungum nýrra tíma og nýjunga. Á Vesturlöndum eru múhameðskir strangtrúarsinnar (Komeini og hans menn til dæmis) oft kallaðir erkiíhaid og afturhald, en út frá forsendum íslamskra samfélaga stenst það ekki. Víðaslærstefnum þeim, sem hér hafa verið taldar upp, saman á ýmsan hátt. Til dæmis má með vissri einföldum kalla Kaddafi og hans fólk í Líbíu íslamska sósíalista og strangtrúarmenn í senn. I Af- ganistan má ætla að oft sé erfitt að greina á milli beinnar íhaldssemi og strangtrúarhyggju. Dagur Þorleifsson skrifar Refsingar í Saudi-Arabíu: Islam og samfélagið séu eitt og hið sama. „Heiöni“ og „harð- stjórn“ íranskeisara Ástæðurnar til þess, hve mjög strangtrúarhyggjunni hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu árin, eru margar. Ein sú helsta er að Líbía og þó einkum Saúdi-Arabía hafa eflst mjög í krafti olíunnar; Vahab- ítarnir, sem ráða ríkjum í síðar- nefnda landinu, standa nálægt strangtrúarhyggjunni, þótt ekki sé rétt að segja að þetta tvennt sé að öllu leyti eitt og hið sama. í öðru lagi hefur strangtrúarmönnum sumsstaðar tekist að koma ár sinni vel fyrir borð með því að notfæra sér óvinsældir valdhafa, sem höll- uðust að vestrænum og evrópskum fyrirmyndum í stjórn- og efnahags- málum. Þetta gerðist í Pakistan, þar sem íslamskur sósíalismi Bhuttos hafði fengið upp á móti sér múhameðska kierka og fræðimenn og sömuleiðis millistéttirnar, trú- aðar mjög samkvæmt hefð, og í ír- an, þar sem kapítalismi keisarans, samfara vestrænum stíl stjórnar hans og miklum ítökum Bandaríkj- anna, var orðinn mjög óvinsæll. Strangtrúarmenn telja ekki nóg sem Allah er löggjafinn eini og hef- ur einn rétt til að setja lög, hefur maðurinn engan rétt til slíks. Þegar íranskeisari riðaði til falls, var al- gengt að heyra talsmenn Komeinis fordæma hann fyrir „kúgun" og „harðstjórn". En þeir lögðu nokk- uð annan skilning í þau orð en al- gengast er að gera á Vestur- löndum. Með því áttu þeir við, að keisarinn hefði tekið sér vald til lagasetningar, það vald, sem þeir telja að Allah einum heyri til. Hann hafði því að þeirra mati reynt að gera sjálfan sig að guði, sem er auðvitað hinn versti glæpur sam- kvæmt múhameðskum rétttrúnaði og kallað sjirk, sem útleggja mætti „heiðni" eða „fjölgyði". Sam- kvæmt þessari reglu eru þjóðkjörin löggjafarþing að vestrænni fyrir- mynd engu síður svívirðilegir harð- stjórar og guðsafneitarar en ein- ræðisherrar á borð við íranskeis- ara, þar eð einnig þau setja lög og taka þannig fram fyrir hendurnar á Allah. Nýtúlkun íslamslaga Siðvenjusinnar og strangtrúar- menn eru sammála um að Allah sé hinn eini rétti löggjafi, en viðvíkj- andi lögunum greinir þá á í einu mikilvægu atriði. Þeir síðarnefndu telja að vísu, að hlýða beri skil- yrðislaust þeim boðum Kóransins og Súnna, sem taka af öll tvímæli, en séu lagaboðin að einhverju leyti óljós eða tvíræð, er það hlutverk valdhafa (trúarleiðtoga, þingá) að túlka þau og ákveða, hvernig heppilegast sé að beita þeim hverju sinni. Jafnframt þessu er það grundvallaratriði í augum strang- trúarmanna að lög íslams nái yfir öll svið samfélags og mannlífs. Það getur að sjálfsögðu verið erfitt í framkvæmd, þar eð nútíma- heimurinn, mótaður fyrst og fremst af vestrænum áhrifum, er harla ólíkur heimi Múhameðs og eftirmanna hans, kalífanna og ím- amanna. En frá sjónarhóli strang- trúarmanna er óhugsandi að Allah hafi ekki séð allt það fyrir, en hann gaf mönnunum lögin, og það er því hlutverk mannanna að finna í Kór- aninum og Súnna eftir þörfum fyrirmæli, er náð geti yfir hvaðeina sem upp kemur í nútímasamfélagi, hvort heldur er í stjórnmálum, efnahagsmálum, fjölskyldu- og siðferðismálum, félagsmálum og öðru. Þetta er kaklað idjtihad og þýtt „nýtúlkun" (en þýðir í raun réttri „áreynsla"). Ekki eru þó allir strangtrúarmenn nákvæmlega sammála um þetta atriði, til dæmis virðast strangtrúarmeni) f Pakistan tilbúnir að túlka íslamslög öllu frjálslegar en Komeini og hans menn. Smátt skammtað lýðræði - takmarkað trúfrelsi Varla þarf að taka það fram að strangtrúarmenn hafa illan bifur á „veraldarhyggjumönnum" innan Islams. Þar er að finna eina af skýr- ingunum á fjandskapnum milli írans og íraks, en Baþflokkurinn, Skæruliðar í Afganistan: hið svívirðilega guðleysi getur verið sovéskt eða vest- rænt...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.