Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.—11. september 1983
Auglýst eftir
menntastefnu
Samtök kennara á grunnskóla- og framhaldsskólastigi efndu á
dögunum til geysifjölmenns Uppeldismálaþings. Yfirskrift þingsins
var: „Grunnskóli - framhaldsskóli, samræmd heild eða sundurleitir
heimar?“. Um þetta var rætt í tvo daga og fjöldi framsöguerinda hald-
inn. Meðal frummælenda voru viðmælendur blaðsins hér í opnunni,
þau Elín G. Ólafsdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Hanna Kristín Stefáns-
dóttir og dr. Ólafur Proppé. Rauði þráðurinn í viðtölunum er, hvort fylgt
sé einhverri samræmdri heildarstefnu í íslenskum menntamálum eða
látið skeika að sköpuðu.
„ Umræðan er
segir
Elín G.
Ólafsdóttir______________
Hvort kemur á undan hænan
eða eggið? Þetta er sígild
spurning og svarið í sjálfu sér
einfalt. Samt sem áður notaði
Elín G. Ólafsdóttir kennari við
Langholtsskólann þennan titil á
erindi sitt á Uppeldismálaþingi.
Þarfjallaði hún ma. um
gagnrýni þeirra sem nefndir
hafaverið „afskólunarsinnar",
þe. þeirra sem telja skólann
hættulegan lýðræðinu og
þroska einstaklingsins og því
beri að leggja hann niður.
„Já, ég dró fram skoðanir afskól-
unarsinna. Við erum að auglýsa
eftir menntastefnu og þurfum því
að athuga gagnrýni þessara manna
eins og annað. Við þurfum til dæm-
is að athuga hvort það er jafn sjálf-
sagt og talið er að setja jafnaðar-
merki á milli menntunar og menn-
ingar og á milli menntunar og
skólanáms. Við verðum stöðugt að
„ Menntun og
skólaganga
ekkiþað sama“
segir dr. Ólafur Proppé
Dr. Ólafur Proppé var annar
aðalfrummælenda á Uppeld-
ismálaþingi. í erindi sínu reifaði
hann þáspurningu hvort
skólinn stuðli að betri menntun
og auknu lýðræði. Þessi tvö
hugtök fara saman, sagði
hann, og hvorugt er hugsanlegt
án hins. Við báðum Ólaf að
segja okkur undan og ofan af
því sem hann sagði á þinginu.
„Ég reyndi að endurskoða hug-
takið menntun, en það hefur verið
skilgreint mjög þröngt. Áratugum
saman hefur menntun og skóla-
ganga farið saman í hugum fólks.
Þetta tvennt fer hreint ekki saman í
öllum tilvikum. Til dæmis er mennt-
un og það að vera fróður alls ekki
það sama. Nám er ekki einn skil-
greinanlegur hlutur, og sumt nám
er í andstöðu við menntun. Skólinn
hefur tilhneigingu til að afmarka
þær forsendur sem gengið er út frá í
námi, hann fer með kenningar og
ályktanir eins og staðreyndir. Þetta
veldur mestu um það hve illa skóli
og menntun fara saman.“
- En út frá einhverju þarf
skolinn að ganga?
„Já, vitaskuld er þörf samræm-
ingar. En hvað á að samræma og
hvað má ekki samræma? Gallinn er
sá að rangir hlutir eru samræmdir,
við samræmum fyrst og fremst inn-
tak námsins. Það er sagt að með því
að auka ytri kröfur til námsins get-
um við aukið „standard“ mennt-
tunarinnar. Þessu eröfugt farið. Ef
við gerum kröfur sem nemendur
eiga engan þátt í að móta, lækkum
við „standardinn". Þessi mistök
eru sambærileg við þau sem orðið
hafa við áætlanagerð í framleiðslu,
til dæmis í Sovétríkjunum. Þetta er
enn skýrara í skólunum. Nemend-
ur verða að vera þátttakendur í
mótun skólastarfsins, annað leiðir
til skólaleiða og fleiri óæskilegra
hluta.
Það má segja að nemendur
bregðist við skólanum með þrenn-
um hætti. I fyrsta lagi eru „góðu
nemendurnir", þeir sem sam-
samast þeim forsendum sem geng-
ið er út frá af þeim sem skipuleggja
og stjórna skólunum. Sumir hafa
fengið þessar forsendur „með
móðurmjólkinni", þe. koma með
þær að heiman, aðrir laðast að
þeim í skólanum, oftast í persónu-
gervi einstakra kennara. f öðru lagi
eru nemendur sem hafa lítil sem
engin tækifæri til að samsamast
viðhorfum skólans. Þeir verða
meira og minna utanveltu frá byrj-
un og margir þeirra hrökklast úr
skóla eftir 8. og 9. bekk með sárar
minningar og neikvæða sjálfsmynd
sem skólinn hefur styrkt vegna
ósveigjanlegrar afstöðu. Þriðji
hópurinn eru þeir sem skólinn hef-
ur lítil áhrif á, þeir sem fljóta oft
átakalítið gegnum skólakerfið -
miðlungsnemendurnir svonefndu.
Oft þarf lítið út af að bera til að þeir
lendi í öðrum hvorum hinna hóp-
anna.
f mörgum tilvikum er samræm-
ingarþörfin gerviþörf. Við teljum
á villigötum“
vera leitandi, það væri hættulegt ef
við teldum okkur hafa fundið hina
einu sönnu stefnu.
Gagnrýni á skólann sem stofnun
á borð við þá sem afskólunarsinnar
setja fram hefur tíðkast um aldir.
Ég byrjaði á Rousseau í mínu er-
indi. Ég get að vísu ekki fallist á að
skólarnir séu lagðir niður, það
gengi aldrei hér. Þótt skólinn sé
ekki alltaf eins og við viljum hafa
hann og lagi sig ekki að þörfum
nemenda, er það frekar hlutverk
okkar að bæta hann með það fyrir
augum að koma á meiri jöfnuði og
þar með betra þjóðfélagi. Það á að
vera eitt af markmiðum náms og
menntunar að jafna möguleika ein-
staklinganna til að leita sér mennt-
unar, burtséð frá stétt, kynferði og
búsetu. En stefnan verður ekki
bara mörkuð í ráðuneytinu heldur
þjóðfélaginu í heild“
- En af hverju þessi titill?
„Ég valdi þennan titil af því að
mér finnst við vera á villigötum í
umræðunni um menntastefnu. Það
er til dæmis sagt að við þurfum ekki
allt þetta menntafólk. Þetta við-
horf skil ég ekki, mér fiiinst hættu-
legar hvatir liggja að baki því.
Spurningin er: erum við að tala um
menntun sem viljann til að vita og
skilja, eða einungis sem þjálfun til
ákveðinna starfa? Það síðarnefnda
gildir í ýmsum þjóðfélögum, ekki
síst þeim sem hafa dottið á kaf í
tæknina. Þar er fólk þjálfað mark-
visst til sérhæfðra starfa en minna
skeytt um menntun sem leggur
annað mat til grundvallar en
hagnýti.“
Frumleg hugsun
illa séð
„í þessu samhengi er gagnrýni af-
skólunarsinna nauðsynleg og hún
hefur haft ýmis áhrif á skólakerfið.
Grunnskólalöggjöfin einkennist
td. af ýmsum viðþorfum þeirra,
hún er það sem ég vil nefna mann-
vinleg. Þar eru til dæmis viður-
kenndar þarfir nemenda og rétt-
indi og sagt að skólinn eigi að
leggja grunn að sjálfstæðri hugsun
nemenda. Þetta held ég að sé eins-
dæmi í íslenskri skólalöggjöf.
Mér finnst þetta vera grundvall-
arskilyrði, þe. að ýtt sé undir frum-
kvæði nemenda. Það er því miður
svo að öllu sem varðar frumkvæði
og frumlega sköpun er illa sinnt í
skólunum. Uppeldisfræðingurinn
Piaget segir á einum stað að eitt
meginhlutverk skóla sé að leggja
grunn að sköpun nýrra verðmæta
og sanninda, en ekki bara að flytja
gömul sannindi milli kynslóða.
Annar skólamaður fullyrti hins
vegar að þrátt fyrir allar góðar
kenningar um gildi frumlegrar hug-
sunar og dagfarsgáfna, liggi þær
undir skemmdum, skólinn vanræki
þær og þjóðfélagið vilji ekkert af
þeim vita.
Hættan er sú að við fáum glýju í
augun af tækniundrinu og missum
sjónar á raunverulegum verð-
mætum. í tengslum við tækniþró-
unina hefur maður séð að æ meiri
áhersla er lögð á þjálfun einstakra
hæfileika, hitt verður útundan."
- Hvernig var þessum hugmynd-
um tekið á þinginu?
„Það varð ágæt umræða um þær,
fólk vildi greinilega ræða þessi mál.
Þetta var gott þing, einkum það að
þarna mættist fólk af báðum skóla-
stigum. Ég held að báðir aðilar hafi
haft gott af því.“
-ÞH
oþkur trú um að allir þurfi að læra
það sama, en við fáum aldrei fólk
út úr grunnskólanum sem kann það
sama. Meðan fast er haldið í sam-
ræmingu á inntaki námsins sköpum
við mismunun eftir búsetu, stétt
ofl. Við þurfum að gefa öllum kost
á námi, samræma framleiðsluferlið
en ekki það sem framleitt er, svo
aftur sé gripið til samlíkingar. Við
þurfum með öðrum orðum að sam-
ræma það að nemendur taki þátt í
að móta viðfangsefnin.“
- En væntaniega þurfa allir að
læra að lesa og skrifa?
„Vitaskuld, en það verður að
tengja námið við líf nemenda
þannig að þeir geri sér grein fyrir
því að lestrarkunnátta eF tæki til að
afla sér þekkingar. Þegar það gerist
læra börn að lesa á ótrúlega
skömmumtíma. Ogsvo erumfleiri
námsgreinar, margt af því sem
tekur óratíma að kenna mætti af-
greiða á mun skemmri tíma.
Þess vegna tel ég ekki rétt að
hefja lestTarkennslu fyrir alla strax
í sex- eða sjöárabekk, sumum ætti
ekki að byrja að kenna að lesa fyrr
en um 10 ára aldur. Með því lagi
sem við höfum nú stöndum við
uppi með mörg 10 ára börn með
lestrarörðugleika og önnur vanda-
mál sem geta haft áhrif á alla skóla-
göngu þeirra. Þetta mætti að miklu
leyti losna við.“
- Þú ert þá, vænti ég, lítt hrifínn
af samrænidu prófunum.
„Já, það má ekki dæma fólk á
grundvelli samræmdra viðhorfa,
sem eru til dæmis ekki í takt við
lífsviðhorf fólks í dreifbýli, jafnvel
ekki allra í Reykjavík. Með því
móti komumst við ekki hjá því að
um félagslega mismunun verði að
ræða.
Vandamál skólans er að við höf-
um allt of fastmótaðar hugmyndir
um mikilvæga þætti skólastarfeins. í
fyrsta lagi um menntunina. Hér á
landi er borin mikil virðing fyrir
fræðunum, en ekki eins mikil fyrir
þeim sem kunna að beita þekking-
unni. í öðru lagi höfum við rót-
grónar hugmyndir um hvað hæfi-
leikar eru, þeir eru fyrst og fremst
greind. Og við teljum að hún
dreifist samkvæmt „normal-
kúrvu“, þe. að sumir séu dæmdir til
að verða útundan og aðrir til að
skara frant úr. Hinir séu mitt á
milli. í þriðja lagi einskorðast hug-
myndir okkar um þekkingu við
„vísindalega" þekkingu, þe.
eitthvað sem hægt er að mæla og
vega. Það er lítil rækt lögð við
þroska tilfinninganna, hlutlægir
þættir eru þeir einu sem virtir eru.
Vitaskuld höfum við allir ein-
hverjar hugmyndir um hlutina,
annars gætum við ekki rætt saman.
En við þurfum sífellt að ræða fors-
endur hugmyndanna, að öðrum
kosti verða allar breytingar yfir-
borðskenndar. Sagan sýnir þetta.
Árið 1946 var landsprófið sett á
laggirnar í því skyni að skapa jöfn-
uð. Árið 1976 voru samræmdu
prófin innleidd í sama augnamiði.
Allt hefur þetta snúist í höndunum
á okkur af því að við ræðum aldrei
forsendurnar sem liggja til grund-
vallar."
- ÞH