Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 27
Helgin 10.—11. septcniber 1983 WÓÐVILJINN — SÍÐA' 27 „Við erum fólk og höfum rétt til að lifau tökufólk - til Híróshíma og Nagasaki, en filmurnar voru flokkaðar sem hernaðar- leyndarmál þar til nú. Og Japanir ætla að fá þær heim, eða eitthvert brot þeirra, því þeir segja: Þetta má aldrei koma fyrir aftur. Japansk-íslenska félagið skipulagði Híróshíma-vökuna í Hallgrímskirkju, en vakan var eitt dagskráratriða í Friðarvik- unni, sem nú stendur yfir í Reykjavík. Séra Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkjusókn, setti vökuna, en síð- an flutti Ragnar Baldursson pistil um árás- irnar á Híróshíma og Nagasaki. Sigurður Skúlason las úr Híróshímadagbókinni eftir Michihiko Hachiya, brot sem Vigfús Geir- dal þýddi. Vigfús Geirdal flutti síðan pistil, er hann nefndi: „Voru árásirnar nauðsyn- legar?“. Að því búnu var kvikmyndin „Glataða kynslóðin“ sýnd - mynd sem lætur engan ósnortinn, mynd sem er þess eðlis, að eftir hana þarf ekki að segj a meira. Nema: Aldrei aftur Híróshíma. Séra Miy- ako Þórðarson flutti að lokunt hugvekju og bað fyrir því, að slíkir voðaatburðir endur- tækju sig aldrei. ast „Hægri hluti líkama míns var allur skorinn og blóðugur. Stór fleinn stóð út úr gapandi sári á lærinu. Eitthvað heitt draup í sífellu ofan í munninn. Með því að þreifa varlega fann ég að kinnin var rifin þannig að neðri vörin slapti gínandi opin. A kaf í hálsinn hafði stungist stærðarinnar glerbrot, sem ég bókstafleg reif úr mér í ofboði og starði á það skelfingu lostinn... og blóði storkna höndina...“ (Úr Híróshímadagbókinni) „Kannski er það eina réttlætingin fyrir atburðunum í Híróshíma og Nagasaki sú að þeir veittu okkur þekkingu á djöfullegum mætti kjarnavopna, þekkingu, sem segir okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig.“ (Úr pistli Vigfúsar Geirdal). tzreg an rramtiöar? Églifi, éghrærist. Stundum hlæ ég, stundum græt ég en ég hefaidrei drepið mann. íbúar Híróshíma voru drepnir. Verðégdrepinn? Égáfortíð, ég vil framtíð fyrir mig og alla aðra. íbúar Híróshíma vorusviptir framtíð sinni. Erég án framtíðar. (Ljóö eftir Ragnar Baldursson). i V . r :£ Sigurður Skúiason, leikari, ias úr Híróshímadagbókinni og las þrjú Ijóð tengd hinum voveiflegu atburðum. (Ljósm. Magnús) Skilið mér foreldrum mínum, afa mínum og ömmu, sonum mínum og dætrum. Skilið mér sjálfum vinum mínum og þeirra vinum. Við erum fólk og höfum rétt til að lifa, lifa í friði. Alla tíð. Þetta voru lokaorðin í japönsku mynd- inni „Glataða kynslóðin“, sem sýnd var á Híróshímavökunni í Hallgrímskirkju sl. fimmtudagskvöld. Ljóðið orti Sankichi To- hge, einn þeirra sem lifði af kjarnorkuárás- ina á Híróshíma. Eftir að hafa horft á hvernig kjarnorkusprengjurnar léku fólkið í Híróshíma ogNagasaki, horft á skorpið og brunnið barnslík á götu, skaðbrennda lík- ama, æpandi þjáninguna, eyðilegginguna og hörmungina, þóttu mér þessi orð síst of sterk. Glataða kynslóðin er byggð á filmubút- um, sem Japanir hafa keypt af Bandaríkja- mönnum í seinni tíð fyrir samskotafé og lögðu yfir 100 þúsund manns fé í söfnunina. Bandaríkjamenn sendu strax lækna, hjúkr- unarkonur, vísindamenn - og kvikmynda- Híróshímavakan í Hallgrímskirkju: Sr. Miyako Þórðarson (Ljósm. Magnús) Sr. Karl Sigurbjörnsson setti vökuna. (Ljósm. Magnús) ítagnar Baldursson ar á Híróshíma og Nagasaki og útskýrði hvernig myndin „Glataða kynslóðin“ varð til. (Ljósm. Magnús)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.