Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 13
Helgin 10.—11. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 „Þrískipting ævinnar óeðlileg“ segir Gerður G. Óskarsdóttir ______________ Aðalviðfangsefni Uppeldismálaþings bar heitið „Grunnskóli-framhaldsskóli, samræmd heild eða sundurleitir heimar?“ en svo hétframsöguerindi GerðarG. Óskarsdóttur. Gerði ermálið skylt því undanfarin 9 ár hefur hún stjórnað Framhaldsskólanum í Neskaupstað þar sem bæði er að finna síðustu 3 bekki grunnskóla, iðnnám, styttri brautir framhaldsnáms og fyrri hluta náms fyrir stúdentspróf. Gerður er margreyndur skóla- maður og hefur kennt á öllum stig- um íslensks skólakerfis. Hún byrj- aði að kenna 7 ára bekk sem hún fylgdi upp að 12 ára aldri, svo lá leiðin í gagnfræðaskóla, fram- haldsskóla og nú í haust byrjar hún að kenna við Háskóla íslands. Hún hefur einnig sinnt fullorðins- fræðslu. - Þú hefur væntanlega minnst á framhaldsskólafrumvarpið sem hvað eftir annað hefur dagað uppi á Alþingi? „Já, en þó er eg ekki viss um hvort samræming milli skólastiga næst með setningu framhaldsskólalaga. Ég veit ekki hvaða áhrif lög hafa á skólastarf, en vissulega er margt í lögum sem skólamenn geta stuðst við. Ég fjallaði ma. um hin gjörólíku starfsskilyrði sem skólastigin búa við. Um framhaldsnám gilda a.m.k. 17 lög og þar er engin sam- ræming fyri hendi. Ég lagði höf- uðáherslu á greiðari andlegar sam- göngur milli skólastiga. Nemendur tala um mikið stökk frá grunn- skólastigi til framhaldsskóla. í þeim síðarnefnda eru gerðar öðru- vísi kröfur, viðmót kennara og við- horf eru öðruvísi og ópersónulegri tengsl. Þarna kemur til ma. ólík menntun kennara. Grunnskóla- kennarar fara í Kennaraháskólann með það í huga að gera kennslu að ævistarfi. Framhaldsskólakennar- ar fara í háskóla og ætla sér etv. ekki að sinna kennslu en leiðast út í hana og afla sér kennararéttinda eftir á. Gagnvart kennurum og skóla- stjórum er líka mikill munur á stuðningi kerfisins við skólastigin. Grunnskólastigið nýtur mun betri stuðnings en framhaldsskólarnir. Ymsar stofnanir þjóna grunnskól- anum, svo sem fræðsluskrifstofur, Skólarannsóknardeild ráðuneytis- ins, sálfræðideildir, námsgagnast- ofnun ofl. Það er hins vegar engin stofnun til sem styður framhalds- skólana beint og þeir heyra undir margar deildir í ráðuneytinu." Nám og vinna ein heild - Hverju fínnst þér þurfa að breyta til að brúa þetta bil? „Það þarf að samræma kennara- menntunina og auka sveigjan- leikann í lok grunnskólans. Sam- ræmdu prófin á að leggja niður og taka upp ráðgjöf í síðustu bekkjum grunnskóla sem héldi áfram upp í framhaldsskólana. Með því móti gætu nemendur haft persónuleg tengsl við einn ákveðinn aðila. En ytri breytingar stoða lítt einar og sér. í öllu þróunarstarfi í skólun- um eru kennarar lykilaðilar, það gerist ekkert án þátttöku þeirra. Nýjungar koma og fara en nem- endur og kennarar standa alltaf eftir. Það kom raunar fram á þing- inu að enn eru mikil skil á milli 6. og7. bekkjar grunnskóla. í 7. bekk „Þuría Islendingar styttrí skólagöngu en grannþjóðir?“ spyr Hanna Kristín Stefánsdóttir Eitt þeirra mála sem til umræöu var á uppeldismálaþingi var lengd skólaskylda. Ákvæöi grunnskólalaga um 9 ára skólaskyldu er enn ekki komiö til framkvæmda þannig aö í dag er skólaskyldan 8 ár. í frum- varpi sem lagt var fyrir Alþingi á síðasta þingi er gert ráð fyrir 9 áraskólaskyldu. Hanna Kristín Stefánsdóttir kennari haföi framsögu um skólaskylduna og við báðum hana aö segja okkur hver viö- horf hennar væru í þessu máli en skoðanir eru skiptar um lengdskólaskyldunnar. En fyrst spurðum viö hvernig henni hefði fundist þingiö takast. „Ég held að það hafi komið heil- miklu róti á hugi kennara enda hef ég orðið vör við þessa dagana að umræðurnar halda áfram á kennar- astofunum. Þingið hristi kennara saman og það ríkti eining um að skólastarfinu þurfi að breyta og bæta með hagsmuni nemenda fyrir augurn. Það var gífurlegur fjöldi kennara á þessu þingi en svo var skemmtilegu skipulagi fyrir að þakka að allir gátu tekið þátt í um- ræðum. Þessi rnikla þátttaka endurspegl- ar að sjálfsögðu faglegan áhuga kennarastéttarinnar en einnig að kennarar hafa þörf fyrir að hittast, ræða sameiginleg vandamál og leita lausna á þeim. Kennarastarfið verður æ kröfuharðara vegna þess að sjálft uppeldið færist í vaxandi mæli í hendur kennara, nýju náms- efni fylgir mikil undirbúningsvinna og auknar kröfur um breytta kennsluhætti og að tillit sé tekið til getu og áhuga hvers nemanda. Hins vegar hefur kennurum ekki verið ætlaður tími til að sinna þess- um auknu kröfum. Ég get nefnt sem dæmi að í Danmörku er kenn- sluskyldan í grunnskólum 23-24 kennslustundir á viku en hér er hún 30-31 kennslustund. Á þinginu voru ýmis vandamál tengd skólastarfinu rædd gaum- gæfilega, þ.á.m. samræmdu prófin. Þau fengu ekki góða eink- unn á þessu þingi. Enginn mælti þeim bót. Þeir sent um þau fjölluðu voru sammála um slæm áhrif þeirra á skólastarf. Prófin valda því að lítið tóm gefst til fjölbreytni í kennsluháttum og þau ýta undir einhæfa kennslu. - En svo við víkjum að skóla- skyldunni, þá skilst mér að þú sért einarður talsmaður níu ára skóla- skyldu? „Já, ég er þeirrar skoðunar að við eigum að lögbinda ákvæðið um níu ára skólaskyldu. Því ráða jafn- réttissjónarmið. Það hefur komið í ljós að mun stærra hlutfall unglinga í landsbyggðinni en í þéttbýli fer ekki í 9. bekk og þar af leiðandi ekki í framhaldsnám og hlutfall drengja er mun hærra en stúlkna meðal þeirra sem hætta eftir 8. bekk“. - Hvað veldur þessu? „Það er eflaust margt. En það má nefna að víða úti á landi er um- hverfið ekki sérlega námshvetj- andi, hugur manna snýst um atvinnulífið á staðnum. í slíku and- rúmslofti getur skóli, sem er nær eingöngu bóknámsskóli, ekki keppt um nemendur sem hafa ekki áhuga á bóklegu námi. Og viðvíkj- andi hærra hlutfalli pilta þá eru möguleikar þeirra til tekjuöflunar meiri en stúíkna. Einnig má spyrja sem svo: Af hverju er bóknámið svona ríkjandi í grunnskólanum? í grunnskóla- lögum stendur að verklegt skyldu- og valnám geti samanlagt numið helmingi námstímans en einurn fimmta að lágmarki. Þessi heinnld er sárasjaldan notuð. Við þurfum að efla verkmenntunina innan grunnskólans til þess að skólinn komi til móts við fleiri nemendur en þá sem bóknámið hentar vel. Við höfum ekki leyfi til að skipu- leggja grunnskóla (sem á að vera fyrir alla) þannig að hann hæfi aðeins ákveðnum hluta nemenda. Einnig er dýrt að senda börn að heiman í skóla ef 9. bekkur er ekki á staðnum eins og víða er raunin. Fæðisstyrkur frá ríkinu er ca 1/5 af kostnaði og húsnæðisstyrkur til nemenda, t.d. á höfuðborgarsvæð- inu, var á sl. vetri 325 kr. á mánuði! Þarna vantar mikið upp á að endar fá nemendur sérgreinakennara og strax þá verða tengslin við kennara ópersónulegri. Þessi skil verða svo algjör í framhaldsskóla þar sem nemendur fá nýja kennara í hverri grein á hverri önn. Til að ráða bót á þessu þarf að bæta umsjónarkenn- arakerfið og koma upp námsráð- gjöf- Það þarf líka að breyta megin- markmiðum framhaldsskólans. Stærsti gallinn við hann er sá að hann er ekki fyrir alla eins og grunnskólinn. Það er til dæmis ekki til sérkennsla á framhaldsskólas- tigi. Þar er mikið verk að vinna. í Reykjavík taka framhaldsskólar heldur ekki við öllum þeim sem koma upp úr grunnskóla eins og raunin er á landsbyggðinni. Það eru því gjörólík markmið sem ríkja á þessum skólastigum. Loks þarf að stórauka verkmenntun. Við skólana er fjöldi námsbrauta þar sem hendurnar eru aldrei notaðar. Þetta er fáránlegt í ljósi þess fjálg- lega tals sem stöðugt er viðhaft um gildi iðnþróunar. En það kostar peninga að koma upp verkstæðum í skólum. Þetta hefur þó aðeins skánað með fjölbrautaskólunum sem eru mikil framför. Það er raun- ar athyglisvert að slíkir skólar skuli hafa risið upp úti um allt land þótt engin lög séu til um þá.“ - Þú hefur einbeitt þér mjög að verkmenntun og starfsfræðslu í þínu starfí fyrir austan. „Já, mér finnst aðgreiningin á milli skóla og vinnu óeðlileg. Skólinn er hluti af lífinu og á ekki að vera undirbúningur undir lífið. Ég sé fyrir mér þá tíma þegar nám og vinna verða órjúfanleg heild, þegar skólinn fer út í atvinnulífið og vinnandi fók öðru hvoru inn í skólana. Ég get ekki fellt mið við þessa þrískiptingu æviskeiðsins í nám, vinnu og eftirlaunaaldui*. Nám og vinna eiga að vera órjú- fanleg heild allra manna allt lífið.“ -ÞH nái saman. Úr þessu yrði bætt með lögbindingu ákvæðisins um níu ára skólaskyldu. Annað vandamál sem lands- byggðarskólarnir eiga við að etja eru hin tíðu kennaraskipti. Að því leyti standa þeir verr að vígi en þéttbýlisskólar. Einnig eiga þau sinn þátt í að þar ná færri nernend- ur tilskilinni einkunn á samræmd- um prófum til að komast í fram- haldsnám en í skólum þar sem kennaraliðið er stöðugra. - En hafa krakkarnir scm hætta í skóla, ckki gott af að kynnast atvinnulífinu? „Þaö er spurning um hvort hægt er að segja að unglingar sem hefja starfsferil sinn 14-15 ára, séu að „kynnast atvinnulífinu". Öðru máli gegnir um að kynna ung- Iingum atvinnulífið með skipu- lagðri starfsfræðslu í grunnskólan- um sem lið í námi. Og um sumar- starf unglinga er allt gott að segja. En mig langar að benda á hversu örlagaríkt það er fyrir einstakling að hætta í skóla eftir 8. bekk. Hann ntissir þar með réttinn til að velja um hvort hann vill fara í framhalds- nám eöa fara strax út í atvinnulífið. Óréttlætið felst í því að þeir, sem þannig er ástatt um, eru hlutfalls- lega flestir frá landsbyggðinni. Ég tel því að draga þurfi úr þessu mis- rétti með því að lögbinda ákvæðið um 9 ára skólaskyldu. - Hvernig er skólaskyldunni hagað í nágrannalöndum okkar? „Hún er þar alls staðar 9 ár eða lengri. Á Norðurlöndunum, V- Þýskalandi og víðar er hún 9 ár, í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum 10 ár og í Englandi 11 ár. Það væri því furðuleg ráðstöfun hjá okkur að lögleiða 8 ára skólaskyldu. Þurfa íslendingar styttri skóla- göngu en aðrar þjóðir á sama tíma og kröfur um almenna menntun aukast stöðugt í iðnþróuðum löndum? Ef við lögbindum 8 ára skólaskyldu erum við þar að auki að stytta um eitt ár skólagöngu margra þeirra sem ekki fara í fram- haldsnám. Og í ljósi þess sem áður sagði gæti sú rnynd blasað við í framtíðinni að meirihluti þeirra, sem ekki hafa neina starfs- menntun, sé utan af landi. Það yrði nrjög óæskileg þróun svo ekki sé nieira sagt.“ - ÞH.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.