Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 28
mömíi/ml Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aóalsími Kvöldsími Helgarsími
Helgin 10.—11. september 1983 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiöjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Breska hljómsveitin Crass við komuna til íslands í fyrrinótt. Þau munu koma fram í Laugardalshöllinni í
kvöld. Ljósm. Magnús.
Crass á blaðamannafundi í gœr:
Fólkið og framtíðin
skiptir máli - ekki við
„Við erum mjög ánægð með það
sem við höfum séð í Laugardals-
höllinni, þar er fjöldi fólks að vinna
saman og allir eru góðir hver við
annan. Það er mjög mikilvægt því
að það eina sem máli skiptir er fólk-
ið sjálft og framtíð þess. Við viljum
aðeins vera hluti af þessu fólki en
engar stjörnur“. Þetta sögðu liðs-
menn úr hinni þekktu bresku
hljómsveit Crass er blaðamenn
hittu þá í gær.
Hljómsveitin kom til landsins í
fyrrakvöld en hún er fræg fyrir að
vilja ekki láta ljósmynda sig eða
auglýsa sig á neinn hátt og heldur
sjaldan tónleika. Á blaðamanna-
fundinum í gær gáfu þeir í Crass
skýringu á þessu. Þeir sögðu að
undanfarin ár hefði skemmtana-
iðnaðurinn í Bretlandi orðið æ yfir-
borðskenndari og gerði ekki annað
en að skapa brú milli almennings
og hljómsveitanna. Þeir vildu hins
vegar ná beint til næsta manns og
vekja með honum spurningar og
reyna að fá hann til að laða fram þá
krafta sem í honum búa, gera hann
að skapanda síns eigin lífs. Þess
vegna væru þeir á móti auglýsing-
um á sjálfum sér, þeir væru ekki að
skemmta eða græða peninga.
Hljómsveitin mun koma fram
ókeypis í Laugardalshöll og ástæð-
una fyrir komu sinni hingað sögðu
liðsmenn hennar vera þá að þeir
vildu leggja lið baráttunni gegn
amerískri herstöð hér og útþenslu
Nató. _ GFr
Nato-eldflaugamar
em ekki öryggismál
segir breskur
gestur á friðarhátíð
Upprunalega vildi NATO telja fólki trú um að
kjarnorkuvopn væru nauðsynleg af öryggisá-
stæðum.'Nú hefur þetta snúist við og kjarnorku-
eldflaugarnar í Evrópu eru nú ekki lengur örygg-
ismál heldur metnaðarmál fyrir NATO. Þær eru
ekki metnaðarmál gagnvart Sovétríkjunum,
heldur gagnvart almenningi í Nató-ríkjunum.
Nato getur sett upp þessi vopn, en bandalagið
mun jafnframt glata tiltrú fólksins í banda-
lagsríkjunum. í rauninni er NATO að grafa sína
eigin gröf með fastheldni sinni við uppsetningu
stýriflauganna í Evrópu.
Þannig fórust Dan Smith, fulltrúa bresku
hreyfingarinnar fyrir kjarnorkuafvopnun orð í
viðtali við Þjóðviljann, en hann er hér staddir í
tilefni Friðarhátíðarinnar.
- ólg.
sjá bls. 4
Laugardalshöll, Þjóð-
leikhúshúsið og Lögberg
Háp unktar
Friðar-
hátíðarinnar
Hápunktar friðarhátíðarinnar eru nú um helgina.
Lýkur hátíðinni með dagskrá listamanna í Þjóðleikhús-
inu á sunnudag kl. tvö: „Lífíð er þess virði“.
Lœknar gegn kjarnorkuvá
Áhugahópur lækna um stofnun, samtaka gegn kjarn-
orkuvá hafa skorað á allt starfsfólk í heilbrigðismálum
J að koma á fund í dag, þarsem Dr. Chistine Cassel
| læknir flytur fyrirlestur og svarar fyrirspurnum.
i Fundurinn er haldinn í Lögbergi Háskóla íslands í
stofu 101. Dr. Cassel er í stjórn bandarísku læknasam-
takanna sem befjast gegn kjarnorkuvá.
Fundurinn í Lögbergi hefst kl. 14, í dag laugardag.
„Við krefjumst framtíðar“
Kl, 20.00 í kvöld, laugardagskvöld, hefst svo rokk-
konsertinn Við krefjumst framtíðar, þarsem fram
koma hljómsveitirnar: Crass, Ikarus, Egó, Kukl og
Oxsma. Auk þeirra og með þeim verða Megas, Bubbi
og Tolli. Götuleikhúsið Svart og sykurlaust verður
einnig á staðnum. Síðustu fregnir herma að það sé nær
uppselt á þessa tónleika á friðarhátíðinni, en miðinn
kostar 250 krónur.
Lífið er þess virði
Á morgun sunnudag er svo dagskrá listamanna
„Lífið er þess virði“ í Þjóðleikhúsinu k. 14.00. Þar
verður hvert atriði öðru eftirminnilegra einsog alþjóð
veit.
Miðasalan í Þjóðleikhúsinu opnar kl. 13.00 í dag
laugardag og kostar miðinn 160 krónur. Hátíðin í
Þjóðleikhúsinu á sunnudag eru lok friðarhátíðarinnar
sem staðið hefur í viku og lífgað uppá menningarlíf
þjóðarinnar á þessu bjarta hausti. En friðarbaráttan
heldur áfram. - óg
Dan Smith í viðtali við Þjóðviljann: Kjarnorkueldflaugarnar í Evrópu eru
ekki lengur öryggismál heldur metnaðarmál fyrir NATO. Ljósm. Magnús.