Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 17
1 Helgin 10.-11. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Gosið í Krakatoa: Hundrað ár liðin frá mann- skæðasta eldgosi sögunnar Um þessar mundir er liðin öld frá því að eitt mannskæðasta eldgos veraldarsögunnar, gosið á eyjunni Krakatoa á Indónesíu, náði hámarki. Hvarf þessi eldfjallaeyja að mestu í miklum sprengingum, sem urðu 26. og 27. ágúst 1883, en þær komu af stað gífurlegum flóðbylgjum, sem geystust yfir allt láglendi á ströndum Súmötru og Jövu og ollu dauða 36.417 manna, samkvæmt þeim tölum, sem hollenska nýlendustjórnin birti. Stærstu flóðöldunnar varð vart á öllum úthöfum heims, og benda þeir útreikningar, sem síðar voru gerðir, að í gosinu hafi leystst úr læðingi orka, sem var sjö þúsundföldávið kjarnasprengjuna í Hiroshima. Hávaðinn heyrðist þúsundir kílómetra og höggaldan barst umhverfis jörðina. Upphaf gossins Gosiö hófst, aö því er virðist, 20. maí 1883. Um klukkan 10 aö morgni þess dags fóru ntenn í borg- unum Batavíu (núverandi Djak- arta) og Buitenzorg (núverandi Bogor) á Jövu að heyra sprengju- hvelli og drunur og jafnframt fór jörðin að titra. Fyrst datt mönnum helst í hug að eitthvert eldfjall í grennd við þessar tvær borgir væri farið að láta á sér kræla, en skömmu síðar skýrðu skipverjar á bandarísku skipi, sem kom til Batavíu, frá því að þeir hefðu séð eld í Krakatoa, sem var þó 150 km frá borgunum tveim. Krakatoa var lítil eyja á sundinu milli Jövu og Súmötru og voru þar þrjú eldfjöll, sem hækkuðu jafnt til suðurs. Nyrsta var Perbuwatan, sem var yngst og lægst, síðan Dan- an og syðst Rakata. En þrátt fyrir þennan eldgígafjölda hafði elds ekki orðið vart á eyjunni í rúmar tvær aldir, eða síðan 1680. Næstu þrjá dagana eftir að gosið hófst jukust drunuínar og heyrðust nú til Palembang á Súmötru, sem er 350 km frá Krakátoa, og ef til vill einnig til Singapor, sem er 835 km í burtu. Prátt fyrir þetta fór hópur ntanna á skipi til að skoða gosið 27. maí, og komust þá að því að það var Perbuwatan, sem var farið að gjósa. Eftir þetta rénaði gosið um stund, en 19. júní hófust spreng- ingar á ný, og nokkrum dögunt síð- ar opnaðist nýr gígur við fætur miðfjallsins, Danan. Hinn 11. ág- úst fór Rakata loks að gjósa: voru þá eldfjöllin þrjú öll komin af stað, en auk þess rauk á mörgum öðrum stöðum á eynni. Siglingaleiðin gegnum sundið Umhverfi Krakatoa. Þau strandsvæði, sem flóðbylgjurnar lögðu í rúst, eru merkt með svörtum lit milli Súmötru og Jövu lokaðist Þessar sprengingar komu af stað ekki þrátt fyrir gosið, en gerðist risastórum flóðöldum, eða „tsu- miklu torfærari. Skip sem sigldi gegn 14. ágúst var fjórar klukku- stundir í myrkri vegna gífurlegs öskufalls, og sprengingarnar héldu áfram án afláts. Sprengingin En þetta allt var þó ekki nenta forleikurinn og byrjuðu ógnirnar fyrst 26. ágúst. Pann dag heyrðu menn í Batavíu og Buitenzorg hrikalega sprengingu klukkan eitt eftir hádegi og Önnur enn meiri kom klukkutíma síðar. Hávaðinn heyrðist nú um alla Súmötru og Jö- vu, og jafnframt gaus upp mikill öskumökkur, sem barst að hluta til upp í 27 km hæð, en hinn hlutinn huldi allt land innan 160 km frá Krakatoa, þannig að þar var niða- myrkur. Sprengingarnar heyrðust allan þennan dag og næstu nótt, og morguninn 27. ágúst var enn myrk- ur í Batavíu og Buitenzorg. Rétt eftir tíu þennan sama morg- un kom loks mesta sprengingin, - „mesti hávaði sem heyrst hefur á jörðinni" eins og sagt var - og heyrðist hún ekki aðeins um alla Indónesíu, heldur varð hennar líka vart allt til Alice-Springs í ntiðri Ástralíu, 3500 krn frá gosstað, og til eyjunnar Rodriguez, í suðvest- urhluta Indlandshafs: 4800 kíló- metra í burtu. Aðrar sprengingar heyrðust rétt fyrir ellefu og svo rúntlega hálf fimm eftir hádegi þennan sama dag. Um það leyti fór aftur að birta til á svæðinu og hafði þá ekki sést dagsljós í tuttugu og tvær klukkustundir. Á suðurhluta þess hélst myrkrið þó í tvo og hálf- an sólarhring. nanti" eins og þær heita á alþjóð- legu máli eldfjallafræðinga, og flæddu þær hvað eftir annað yfir láglendi við strendur Jövu og Sú- mötru þessa tvo daga. Menn. sem staddir voru á hæðum við strend- urnar og sluppu, gátu lýst fyrstu flóðbylgjununt, en síðan breiddist öskuskýið yfir svæðið í algeru myrkri. Flóðbylgjurnar Af þessum ástæðum urðu menn að giska á stærð flóðbylgnanna eftir afleiðingum þeirra, - en þær voru skelfilegar. Á eynni Sebesi, sem var í grennd við Krakatoa, fór- ust allir íbúarnir, 3Ö00 að tölu, og hlýtur ein flóðbylgjan þar að hafa verið meira en 30 metrar á hæð. í hafnarbænum Telukbetung á strönd Súmötru skutlaði ein flóð- bylgja skipi upp í Kínahverfið kl. hálf sjö um ntorguninn 27. ágúst, og önnur bylgja, sem kom fjórum klukkustundum síðar, flutti það síðan rúmlega þrjá kílómetra frá höfninni. Ekkert var eftir af borg- inni nenta þrjú hús, þar á nieöal virki og fangelsi, sem öll voru í unt 25 m hæð yfir sjávarmál. Bærinn Merak, nyrst og vestast á Jövu, eyðilagðist allur, járn- brautarteinar voru rifnir burt og undnir, eins og þeir væru snæris- spottar, og eimreið fannst beygluö og snúin 500 m frá þeim stað, þar sem hún var upphaflega. Talið er að á þessum stað hafi ein flóðbylgj- an náð 39 m hæð. Tíu kílómetra breitt belti við Pepper-flóa var al- gerlega lagt í rústir. Hollenska ný- lendustjórnin, sem þá fór með völd í Indónesíu, taldi að 36.417 menn hefðu alls beðið bana af völdum flóðbylgnanna. Höggaldan af gosinu mældist um allan heirn, og þótt stærsta flóð- bylgjan ylli ekki tjóni nema við strendur Súmötru og Jövu, varð hennar vart við strendur allra út- hafa, m.a. í Fort-Elizabeth í Suður- Afríku, í San-Francisco, í Le Havre við Frakklandsstrendur og í Suður-Georgíu í suðurhluta Atl- antshafs. Aska barst upp í efri loft- lög gufuhvolsins og hélst þar í nokkur ár: olli luin blóðrauðu sól- arlagi öðru hverju víða unt heint. Holrúm Eyjan Krakatoa þurrkaðist að mestu út í þessum umbrotum: hún hafði verið 33,5 ferkílómetrar að flatarmáli fyrir gosið, en eftir það var hún aðeins 4,6 ferkílómetrar, og þar sem eldfjöllin þrjú höfðu verið, var sjávardýpið sums staðar allt að 400 metrum. Hollenskur eldfjallafræðingur, sem kom á vett- vang skömmu eftir að gosinu lauk, komst að þeirri niðurstöðu, að hol- rúm hefði myndast undir eyjunni, um átta kílómetrar að þvermáli, yegna mikils hraunstraums, og hefðu eldfjöllin ogeyjan sjálf hrun- ið í mörgunt hlutum niður í það: hefði það valdið hinum sífelldu flóðbylgjum. Pótt eldgosið í Krakatoa hafi verið hrikalegt er það saint ekki hið mesta sem vitaö er um í sögunni. Mannskæðasta eldgos, sem sögur fara af, er eldgosið i Tambora á Indónesíu 1815: af völdum þess er talið að 82.000 menn liafi beðið bana, þar af 12.000 í gosinu sjálfu og 70.000 í hungursneyð, sem fylgdi í kjölfar þess. Einnig leystist þá rneiri orka úr læðingi en vitað er unt í nokkru öðru eldgosi. Næst mannskæðast mun gosið í Krakat- oa Itafa verið og hið þriðja í rööinni var gosið í Pelée-fjalli á frönsku Vestur-Indíum árið 1902: þar lét- ust allir íbúareinnar borgar, 30.000 að tölu, og komst aðeins einn mað- ur lífs, - dauðadæmdur fangi, sent var í góðu skjóli í rammbyggðum og loftlausum fangaklefa! Talið er að gosið í Vesúvíusi árið 79, sem lagði Pontpei í eyði, hafi veriö hið fjórða í röðinni, en þá er talið aö milli 15 og 20 þúsundir hafi látið lífið. Ef allar afleiðingar eldsum- brota eru teknar með í reikninginn, verður svo að telja gosið t' Lakagíg- um 1783-84 fimmta mannskæðasta gos veraldarsögunnar. (eftir Le Monde). Prentice/Hall Intemational TÖLVUBÓKASÝNING Sýning á nýjum bókum um tölvur og tölvun- arfræöi frá bandaríska forlaginu Prentice- Hall veröur haldinn í hliðarsal Félagsstofnun- ar stúdenta viö Hringbraut dagana 12.-15. september. Opiö verður frá kl. 9.30 til kl. 18.00 og auk þess til kl. 21.00 miðvikudag 14. september. bók/ösl\ /túdervta. Félagsstofnun stúdenta Háskóla íslands RYMINGARSALA 50% AFSLÁTTUR lEPPfíLfíND Gransésvagí 13, Reykjsvik, simar 91-83677 og 91-83430, Tryggvsbraut 22, AkursyH, simi 96-25066. Opið til 16 laugardag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.