Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. september 1983
um helgina
Jón Sigurbjörnsson og Edda Heiðrún Bachman í hlutverk um sínum í Hart í bak.
Fyrsta frumsýning Leikfélags Reykjavíkur á nýbyrjuðu starfsári er á leikriti Jökuls Jakobs-
sonar Hart í bak. Þetta ieikrit Jökuls var fyrst sýnt hjá Leikfélaginu fyrir rúmum tveimur
áratugum en er nú tekið aftur til sýninga í tilefni þess að á miðvikudaginn hefði Jökull orðið
fimmtugur hefði honum enst aldur til.
Hart í bak þykir marka tíma-
mót í íslenskri leikritun og er
eitt einlægasta og áhrifamesta
verk höfundar. Það greinir frá
fjölskyldu sem býr í vesturbæn-
um í Reykjavík í kringum 1960.
Þangað kemur ung stúlka að
austan í leit að föður sínum.
Með stærstu hlutverkin fara
þau Jón Sigurbjörnsson, Soffía
Jakobsdóttir, Pétur Einarsson
og tveir nýútskrifaðir leikarar
þau Edda Heiðrún Backman og
Kristján Franklín Magnús.
Leikstjóri er Hallmar Sig-
urðsson, leikmynd og búninga
gerði Steinþór Sigurðsson,
Daníel Williamsson sér um
ljósin og tónlistin er eftir Egg-
ert Þorleifsson.
-Ig
Hátíðadagskrá
í Norræna húsinu
Lokadagur
Grundtvigs-
minnis
Bubbi fer með gítarinn norður.
Bubbi Morthens
meb 5 tónleika |
{ næstu viku verður Bubbi Morthens á fleygiferð á Norðurlandi því j
hann ætlar að halda 5 tónleika á fimm kvöldum í fjórum bæjarfélögum. j
Fyrstu tónleikarnir verða á mánudag í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðár- !
króki. Á þriðjudag verður Bubbi á Hótel Höfn, Siglufirði, á miðvikudag í j
Dynheimum á Akureyri, fimmtudag í Sjallanum á Akureyri og á föstu- f
dagskvöldið í Félagsheimilinu á Húsavík.
A tónleikunum leikur Bubbi lög afsólóplötu sinni „Fingraför" og einnig j
lög af eldrí plötum. Allír tónleikarnir hefjast kl. 21.00.
í dag, laugardag, er lokadagur
Grundtvigsminnis í Norræna
húsinu. Þess er nú minnst um öll
Norðurlönd að 200 ár eru liðin
frá fæðingu prestsins, fræði-
mannsins og skáldsins Nicolais
Frederiks Severins Grundtvigs
og eru það Norræna félagið,
Norræna húsið og Dansk-
íslenska félagið sem nú halda
heiðri hans uppi hér á landi.
Tvö síðustu kvöld hafa verið
fluttir fyrirlestrar um Grundtvig í
Norræna húsinu. í dag verður þar
hátíðardagskrá og hefst hún klukk-
an 15.00. Hjálmar Ólafsson for-
maður Norræna félagsins á íslandi
setur samkomuna, menntamála-
ráðherra flytur ávarp, Ólöf Kol-
brún Harðardóttir syngur texta
Garðar Jökulsson opnar í dag laugardag sýningu á 40 olíu- og vatnslita-
myndum í Ásmundarsal við Freyjugötu. Þetta er önnur einkasýning Garð-
ars en hann sýnir eingöngu landslagsmyndir. Sýningin er opin um helgina
frá 14-22 og virka daga til 18. september frá 16-22.
Grundtvig hálffertugur, málverk
eftir C.F. Christensen.
eftir Grundtvig við undirleik Jóns
Stefánssonar. Eiríkur J. Eiríksson
fyrrverandi prestur á Þingvöllum
flytur hátíðarræðuna. Kynnir er
Gylfi Jónsson rektor lýðháskólans í
Skálholti en undirleik við al-
mennan söng annast Gústaf Jó-
hannesson.
tónlist
Bubbi Morthens:
Bubbi verður á ferðinni á Norðurlandi í
næstu viku, með kassagítarinn. Fimm tón-
leikar í fimm bæjum á jafnmörgum dögum.
Gaman fyrir norðan.
Mótettukór Hallgrímskirkju:
Mótettukórinn er að hefja 2. starfsár sitt. 25
sungu með kórnum í fyrra en nú er verið að
leita að 15 nýjum félögum fyrir veturinn.
Verkefnin verða margvísleg og stefnt að
tónleikaferð til Þýskalands á næsta ári.
Þeim sem áhuga hafa er bent á að hafa
samband við kórstjórann Hörð Áskelsson i
sima 32219.
myndlist
Kjarvalsstaðir:
Kjarval á Þingvöllum. Þessari yfir-
litssýningu lýkur 18. september. Sýningin
hefur verið vel sótt í sumar en nú er hver að
verða síðastur.
Listasafn alþýðu:
Á sunnudaginn lýkur sýningu þeirra Ingi-
bergs Magnússonarog Sigurðar Þóris. Kl.
17.00 á sunnudag les Pjetur Hafstein Lár-
usson úr nýútkomini Ijóðabók sinni, „( djúpi
daganna".
Listmunahúsið:
Síðasta sýningarhelgi hjá Eyjólfi Ein-
arssyni í Listmunahúsinu. Opið frá kl. 14-
18 laugardag og sunnudag.
Norræna húsið:
Norskir listamenn sýna veggteppi og mál-
verk. Opið daglega frá kl. 13-19. Síöasta
sýningarhelgi.
Ásmundarsalur:
Garðar Jökulsson opnar í dag sýningu á
40 landslagsmyndum. Þetta er önnur
einkasýning hans. Opið til 18. september.
Asmundarsafn:
Yfirlitssýning á höggmyndum Ásmundar
Sveinssonar sem hann ánafnaði Reykja-
víkurborg eftir sinn dag. Sýningin fram-
lengd. Opið 14-17.
Galleri Lækjartorg:
Bræðurnir Haukur og Hörður sýna grafík-
myndir og skúlptúra. Nýstárleg sýning hjá
þessum frumlegu bræðrum.
Djúpið:
Dagur Sigurðarson listmálari sýnir í Djúp-
inu. Sýningin stendur til 2. október og er
opin daglega frá kl. 14.
Stýrimannastígur 8:
Elísa Jónsdóttir og Hallgrímur Helgason
sýna 87 verk unnin í keramík og postulín
og einnig pennateikningar. Opiö frá 14-22
um helgina.
Verslunin Alafoss:
Ljósmyndasafnið sýnir gamlar Ijósmyndir
úr verslunum. Opið á almennum verslun-
artima fram til 16. sept.
Úlfarsfell:
Halldór Ásgeirsson með fánasýningu á
sunnanverðu fellinu.
Myndlistarskólinn á Akureyri:
Bragi Ásgeirsson sýnir grafíkmyndir.
Nýja íþróttahúsið á Akureyri:
Fimm norðanmenn og sunnanmenn sýna
verk sín. Nýia málverkiö.
Eden, Hveragerði
Síðasta sýningarhelgi Jóns Þ. Eggerts-
sonar. Hann sýnir 45 vatnslitamyndir og
tússmyndir, aðallega frá Vestfjörðum.
Þrastarlundur:
Síðasta sýningarvika á verkum Jörundar
Jóhannessonar Hann sýnir 15 olíumál-
verk frá sjávarsíðunni.
leiklist
Iðnó:
Fyrsta frumsýning leikársins verður á mið-
vikudaginn hjá Leikfélaginu. Það er hið vin-
sæla leikrit Jökuls Jakobssonar Hart i bak
sem verður fyrsta viðfangsefnið.
ýmislegt
Grundvigminni í Norræna húsinu:
i dag, laugardag er lokadagur Grundvigs-
minnis í Norræna húsinu. Dagskráin hefst
kl. 15.00.
Tölvufræði:
Dr. Tim O'Shea frá Open University í Bret-
landi heldur tvo fyrirlestra á vegum Félags-
vísindadeildar og Verkfræði- og raunvís-
indadeildar Háskólans á mánudag og
þriðjudag.
Á mánudag fjallar hann um tölvur i skóla-
starfi og á þriðjudag um tölvuvit. Báðir fyrir-
lestrarnir hefjast kl. 17.15ístofu 101 ÍLög-
bergi.
Hjólarall á Álftanesi:
Á sunnudaginn gengst JC Hafnarfjörður
fyrir hjólaralli á Álftanesvegi. Keppt verður
í þrem aldursflokkum, 9-11 ára, 12-14 ára
og 15 ára og eldri. Hjólað verður 7-13 km.
Skráning hefst kl. 12.30. Lagt upp frá Engi-
dal. Góð verðlaun í boði.
Fjöruferð á Kjalarnes:
10. ferð Náttúruverndarfélags Suðvestur-
lands verður farin á sunnudag. Þá verður
skoðað lífríki fjöru á Kjalarnesi í fylgd Karls
Gunnarssonar þörungafræðings. Farið frá
Norræna húsinu kl. 1.30. Stutt ganga, en
betra að vera í stígvélum.