Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 9
Helgin 10.-11. september 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Illir andar reknir út úr norskum konum Á síðustu árum hefur enn ein trúarhreyfingin grafið um sig í Noregi,og erþað djöflasæringar. Telja áhangendur hennar, að ýmis þau vandamál sem hrella ungar konur stafi af því að illur andi hafi tekið sér bólfestu í konunni og sé lausnin sú að reka hann burt með særingum. Hefur þetta verið stundað í nokkrum mæli. 9 bóka- og ritfangaverslanir á höfuðborgarsvæðinu. TIL DAGLEGRA NOTA Kona ein að nafni Eva Berglund, sem starfar við trúarvísindastofn- unina í Bergen, hefur gengist fyrir rannsóknum á þessari hreyfingu og hafði hún viðtöl við þrjú hundruð menn sem fengið höfðu þann úr- skurð að djöflar grasseruðu í þeim og síðan gengið í gegnum djöfla- særingar. Langflestir þeirra, sem lent hafa í þessu eru konur á aldrin- um 15 til 30 ára, sem gjarnan eiga við einhver kvennavandamál að stríða, hvort sem þau eru af kyn- ferðislegum rótum runnin eða eiga skylt við atvinnu þeirra og sjálf- stæði í þjóðfélaginu. Meðal strangkristinna manna í Noregi eru slík vandamál gjarnan litin hornauga, og kemur sú skýring auðveldlega fram að þar séu að verki útsendarar myrkra- höfðingjans. T.d. var sagt við eina konu, að hún hefði fengið „holan persónuleika“ við að hverfa frá kristnum hugsjónum, - og hefði einhver púkinn síðan komið sér fyrir í holunni. Byrjunin er gjarnan sú að stúlka með gelgjuskeiðsvandamál, sem þjökuð er af angist og sektarkennd og telur sig ekki geta uppfyllt kröf- ur kristilegs lífs, leitar til prests eða leiðtoga trúflokks. Hann kveður upp þann úrskurð, að hún sé haldin illum anda, t.d. uppreisnardjöflin- um eða kyndjöflinum. En síðan tekst honum oft að fá stúlkuna til þess að trúa þessu og ganga inn í þetta hlutverk af lífi og sál. Hafa konur lýst þessu þannig að þær verði lamaðar af ótta, og trúi því fyllilega að þær séu orðnar að verk- færi Satans. Að þessu búnu getur djöflasær- ingin Íoks farið fram. Það getur verið býsna erfitt að framkvæma hana, því að fleiri en einn púki get- ur hafa hreiðrað um sig í konunni - t.d. voru 14 af 16 drýsildjöflum hraktir úr konugarmi rétt fyrir utan Bergen árið 1978 - og sfúndum verður að endurtaka særingarnar oftar en einu sinni. Við þessar djöflasæringar verður konan gjarnan mjög háð anda- braskaranum, og getur hún átt erf- itt með að losna undan því. En jafnvel þótt hún slíti sambandi við trúarflokk særingarmannsins, virð- aðst særingarnar stundum hafa langvarandi áhrif, og leiða til ang- istar og ótta, - bæði við illa anda og við særingamennina. („Information") Honduras Ungan mann frá Honduras, sem er skipti- nemi hér á landi og ætlar að stunda nám í íslensku við Háskóla íslands í vetur, vantar heimili á stór-Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í síma 24617 á mánudag eftir kl. 18.30. Skiptinemasamtök Þjóðkirkjunnar. I.C.Y.E. kassettur Gœði og verð sem koma á óvart! NOTAÐIR LYFTARAR í MIKLU ÚRVALI Eigum til afgreiðslu nú þegar eftirtalda lyftara: Rafmagns- I.STm/1. h. 330 m 2,0 Tm/1. h. 540 m 2.5 T m/1. h. 330 m 3.5 Tm/1. h. 350m Disil- 2,0 Tm/húsi 2,5 T m /snúningi 3.0 T 4,0 Tm/húsi Eigum ennfremur snúninga 180° og 360°. Skiptum og tökum iumboðssöiu. M UPPLÝSINGAR GEFUR: Lyftarasalan hf Vitastíg 3, símar 26455 og 12425 & VÉIADEILD BÚVÉLAR Á rmúla 3 Reykjavík S. 38 900 BR 250 18 hestöfl ET 340 32 hestöfl ET 3401 32 hestöfl SS 440 51 hestöfl EC 540 58 hestöfl SR 540 60 hestötl V-MAX hestöfl Hafið samband við sölumann og kynn- ið ykkur okkar kjör snjósleðar fyrirliggjandi ma YAMAHA SNJÓSLEÐAR í frosti-snjó á Fróni Bændur sportmenn hjálparsveitir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.