Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.—11. septeinber 1983
bæjarrölt
Sj álfskaparvídeóið
veistu?
að sá sem fann upp rafhlöðuna
hét Volta og var ítalskur. Það
var árið 1800.
að mesta manntjón í jarðskjálfta
sem vitað er varð í Tangshan í
Kína sumarið 1976. Álitið er
að um 800 þúsund manns hafi
farist eða 3-4 sinnum íbúatala
íslands.
að hæsta hús í heimi er Sears
Tower í Chicago. Það er 110
hæðir og 443 metrar á hæð
eða eins og hálf hæð Esjunn-
ar.
að sigurvegarinn í spjótkasti á
fyrstu Ólympíuleikunum
kastaði aðeins 54.45 metra en
íslandssmet Einars Vil-
hjálmssonar er 90.66 metrar.
að um 2000 manns falla árlega
fyrir vopnum í Bandaríkjun-
um, yfir 50 þúsund manns
deyja í bílslysum.
að ísland er 16. stærsta eyja í
heimi en 2. stærsta eyja í Évr-
ópu. Þar er aðeins Bretland
stærra.
að lengstu járnbrautargöng í
heimi eru Dai-shimizu-
göngin í Japan sem gerð voru
1979. Þau eru um 22 kílómetr-
ar að lengd.
að forsetafrúin í Bandaríkjunum
heitir fullu nafni hvorki meira
né minna en Anne Frances
„Nancy“ Robbins Davis Re-
agan.
að ífylkinuIdahoíBandaríkjun-
um er 17 þúsund mánna bær
sem heitir Moskva. Þar er há-
skólinn Idaho staðsettur.
að þegar Zeuxis, einn trægasti
myndlistarmaður Forn-
Grikkja, hafði málað sína síð-
ustu mynd setti að honum ó-
stöðvandi hlátur af því að
honum fannst myndin svo
vond og dó hann úr hlátri eftir
nokkrar mínútur.
að stærsta verksmiðja í heimi,
sem framleiðir falskar tennur
er í smáríkinu Lichtenstein.
að Kleenex tissue var upphaf-
lega framleitt sem filter í gas-
grímur í seinni heimsstyrjöld-
inni.
að sigurvegarinn í 110 metra
grindahlaupi á Ólympíuleik-
unum 1908, Forrest Smith-
son, hljóp með Biblíuna í
annarri hendi til að fá aukinn
kraft.
Víðar er hægt að rölta en um
borgina þvera og endilanga. Til
dæmis fram og til baka um stofu-
gólfið með hendur fyrir aftan bak
og nefið upp í Ioft og þykjast vera
að hugsa. Ákaflega spekingslegt.
Svo má líka rölta í huganum
austur í Tíbet, vestur í Kletta-
fjöll, norður í Thule eða suður í
Éldland. Lang auðveldast er
samt að hlamma sér fyrir framan
sjónvarpið og láta hugsunarlaust
afvegaleiða sig. Það er hin þægi-
lega lausn þessara mála.
Ég er ákaflega mikið á móti
sjónvarpinu - beinlínis óður - og
kalla það gjarnan imbakassa í
háðungarskyni. Stundum læt ég
þess getið á mannamótum að þeir
menn séu fyrirlitlegir sem ekki
geta slitið sig frá ómenningartæk-
inu hversu forheimskandi sem
efni þess er. Og það kvöld eftir
kvöld og viku eftir viku. Auvirði-
legir.
Já, það er annað með mig.
Þennan sterka og sjálfstæða per-
sónuleika - og rökfasta.
Sannkallaðan menningarvita. Ég
er fyrirmynd annarra manna.
Hinn viti borni maður.
Eða vildi vera. Ég veit ekki
hverju það er að kenna, en kvöld-
um saman og vikum saman stend
ég mig að því að sitja negldur
fyrir framan tækið og horfa á
Tomma og Jenna, tölvustýrða
gervilimi, ástandið í Timbuktu,
úrvalið hjá JL og jafnvel Dallas.
Hvflík forsmán. Já, hverju er um
að kenna? Borgaralegri úrkynj-
un, hugleti, veiklun í karakter,
smáborgaralegu uppeldi, and-
legri þreytu eða heimsku? Ég veit
ekki. Heima hjá mér horfi ég
mest á sjónvarp af öllum.
Ég verð þó að viðurkenna að
mikill léttir var að því að missa
Dallas úr miðvikudögum. Þarna
hefur maður setið vikum saman
og horft á þetta drepleiðinlega
fólk ef fólk skyldi kalla. Þarna
vingsar það um slefandi af pen-
ingagræðgi, bröltandi hvað upp á
öðru, úthugsandi óþverralegustu
klæki og gjörsneytt öllu mann-
legu viðmóti að ég tali nú ekki um
áhuga á menningarlegum efnum
t.d. bókum, tónlist eða öðru sem
gefur lífinu gildi. Reyndar hefur
frést að hyski þetta muni aftur
birtast á skjánum og verður það
mér mikil raun.
í stað Dallas kom s.l. miðviku-
dag nýr ítalskur myndaflokkur og
hann fjallar þó um fólk með holdi
og blóði. Skemmtilegar kerlingar
og karla og fallega vonlausa ást.
Annars er ég þeirrar skoðunar og
hef alltaf verið að það sé miklu
betra að lesa góða bók eða þá
bara að hitta skemmtilega karla |
og kerlingar og verða vonlaust
ástfanginn.
Ég legg til að íslenska sjón-
varpið verði lagt niður. Ellegar |
fer ég í hundana. Sem betur fer j
hef ég ekki komist í tæri við víde- !
óið ennþá og vonandi verð ég
aldrei nógu ríkur til að eignast
það. Til þess eru vídeóin að var-
ast þau, sagði kerlingin og skellti
á lær sér. - Guðjón j
388
sunnudagskrossgátan
1 Z 3 ¥ sr i? S? 7 2 5 10 7 //
/s* 9 u? T~ ¥ y 12 13 )•/■ y ii /«/ )3 13
z nL V 9 l7 W~ 19 V 20 )7- 2/ 22
25 zo íG ~T~ V l<L- b 11 VL 7- ¥ 9 >
% 5 19 b y 2 + b 0? 23 1Z /3 V /¥
/S' 9 23 7- 3 17- ¥ 19 9
22 /V- 13 13 V ¥ 3 9 7 27 t> 23 13 13
22 V 7 2 T~ (& /9 3 V /3 17 20 9 27-
£ 2* ii 13 i^- 23 20 23 3 9 21 27 7- é
8 3 1¥ 13 9 3 b 9- 2 1*1 2! 2) /iA 9
29 10 b V- 2Í 30 13 l1) b Zl 23
U- /7 io S? 20 3/ 13 7- 19 // 22 2° d
/¥ R? ¥ % 3/ 2 13 2<r 9 U/ S2 2é> TT~ /V 3
AÁBDÐEÉFGHlfJKLMNOÓPRSTUÚ V X Y ÝÞÆÖ
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmanns-
nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans,
Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 388“.
Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
2S 21 3 U 1 12 2/
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá
að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp.
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum. t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfugt.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 384
hlaut Jón Karl Árnason,
Laugarnesvegi 75, 105 Rvík.
Verðlaunin eru bókið Hlustið þér
á Mozart? eftir Auði Haralds.
Lausnarorðið var Þorvaldur.
Verðlaun að þessu sinni er skáld
sagan Sylvía eftir Áslaugu Ragn
ars.