Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.—11. september 1985 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Kjördæmisráðstefna Ab á Vestfjörðum verður haldinn að Birkimel í V-Barðastrandarsýslu dagana 10. og 11. september. Gestur fundarins verður Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. ' t Dagskrá: Laugardagur: Sunnudagur: Ráðstefnan hefst kl. 13.00. Skýrsla formanns. Forval og forvalsreglur. Framtíð byggðar á Vestfjörðum - lífskjör - atvinnuskilyrði. Stjórnmálaviðhorfið og fleira. Framsögu- maður Svavar Gestsson. Nefndarstörf hefjast kl. 9.00. Kl. 13.00: Skipulag flokksins. Framsögumaður Svavar Gestsson. Afgreiðsla ályktana. Kosning stjórnar og uppstillinganefndar. Áaetlað er að ráðstefnunni Ijúki kl. 17.00. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Breiðdal og nágrenni Aðalfundur Alþýðubandalags Breiðdals og nágrennis verður haldinn föstudag- inn 9. september í kaffistofu frystihússins. Helgi Seljan alþ.m. mætir á fundinn. - Stjórnin. Alþýðubandalag Héraðsmanna Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 12. seþtember kl. 20.30 í húsi Slysavarnadeildarinnar Gróar að Bláskógum 3, Egilsstöðum. Venjuleg dagskrá aðalfundar, þingmennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson ávarþa fundinnogfjallaum stjórnmálaviðhorfiö, almennar umræður. Félagarfjölmenniðog takið með ykkur nýja félaga. - Stjórnin. Helgi Hjörleifur Alþýðubandalagið í Kópavogi Almennur félagsfundur Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur almennan félagsfund miðvikudaginn 14. september kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Kosning uppstillingarnefndar vegna aðalfundar félagsins. 2. Astand og horfur í kjaramálum launafólks. Framsögumaður Asmúndur Stefánsson forseti ASI. 3) Önnur mál. Félagar fjölmennið. - Stjórn ABK Ásmundur Stefánsson. Æskufýðsfylking Alþyóubandalagsins Opinn fundur Verkalýðsmálanefnd ÆFAB boðar til opins fundar að Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 15. september kl. 8.30. Fundarefni: Undirbúningur fyrir aðalfund verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins. Æskulýðsfylking Alþýðubandaiagsins U .IVcUWariZeuU FORSKÓLI SJÚKRALIÐA Skráning nemenda fer fram í Miðbæjarskóla þriðju- daginn 13. og miðvikudaginn 14. sept. kl. 17-19. Innritun í aðrar prófadeildir fer fram 19. og 20. sept. og í almenna flokka 21. og 22. sept. NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR Hús til sölu Tilboð óskast í húseignina Völvufell 11, sem nýtt hefur verið sem kennsluhúsnæði. Stærð hússins er 233 m2 á einni hæð. Brunabóta- mat hússins er kr. 4.955.580.- Húsið verður til sýnis 10. og 11. sept. n.k. milli kl. 4-6. Tilboðseyðublöð liggja frammi á staðnum og á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Kauptilboð þurfa að hafa borist skrifstofu vor- ri fyrir kl. 11 miðvikudaginn 14. sept. 1983. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844. Góð rœkju- og hörpudisksveiði í ágúst Léleg þorskveiði hjá togaraflota Þorskafli togaraflotans í ágúst var ekki nema 16.134 lestir sam- kvæmt bráðabirðgatölum Fiskifé- lagsins en var á sama tíma í fyrra 25.326 lestir. Þorskafli bátaflotans var hins vegar mjög svipaður í mánuðinum og í fyrra eða rúmar 8000 lestir. Heildarþorskaflinn í ágúst var 24.314 lestir en 33.741 lest í ágúst í fyrra. Það sem af er árinu hafa komið á land nærri 240 þúsund lest- ir af þorski en var komið yfir 300 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Munar mestu um hversu bátavertíðin í vetur var léleg en þar munaði um 50 þúsund tonnum af þorski miðað við vertíðina þar á undan. Annar botnfiskafli frá ára- mótum er aðeins meiri en á sama tíma í fyrra eða rúmar 220 þúsund lestir miðað við 216 þúsund lestir. Verulega góð rækjuveiði var í síðasta mánuði og var alls landað rúmum 1300 lestum af rækju en að- eins 490 lestum í ágúst í fyrra. Það sem af er árinu hafa verið veiddar rúmar 8600 lestir af rækju en sem er um 2000 lestum meira en á sama tíma í fyrra. Sömu tíðindi er að segja um hörpudiskinn. Góð veiði var í síðasta mánuði og hefur nú verið landað nærri 6000 lestum af hörpudisk það sem af er árinu en rúmum 4100 í fyrra. Mestum afla var landað í Reykjavík í síðasta mánuði tæpum 6000 lestum og næstmest í Vestmannaeyjum 3.060 lestum. Erlendis var landað tæplega 3000 lestum af fiski af íslandsmiðum. -4g- Ólafsbók í smíðum ! í lok næsta mánaðar er væntan- | legt afmælisrit til heiðurs Ólafi Jó- ; hannessyni fyrrverandi ráðherra j enhannvarðsjötugurfyrráárinu. ; 1 bókinni verður fjöldi greina J eftir samstarfsmenn Ólafs bæði úr ! lögfræði og stjórnmálastarfi og j fjalia margar greinanna um Ólaf j sjálfan og störf hans, en aðrar um j lögfræði og samtíðarsögu er tengj- i ast fræða- og stjórnmálastörfum j Ólafs. j Að sögn útgefenda mun margt ; sem fram kemur í ritinu hafa ótví- i rætt sagnfræðilegt og lögfræðilegt j gildi. Má nefna m.a. að Magnús I Torfi Ólafsson blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar og fyrrv. ráðherra skrifar grein í ritið þar sem fjallað er m.a. um aðdragandann að þing- rofi Ólafs vorið 1974. Alls eru í bókinni ritgerðir eftir 20 samferðarmenn Ólafs, auk þess sem ýtarlegt viðtal verður við Ólaf um lífsstarf hans og einnig viðtöl Þeir ritstýra Ólafsbók, talið frá v.: Leó E. Löve, Þór Vilhjálmsson, Steingrímur Jónsson og Halldór E. Sigurðsson. Mynd - eik. við ýmsá samstarfsmenn hans úr embættiskerfinu. Það er ísafoldarprentsmiðja sem gefur ritið út og er almenningi gef- inn kostur á að gerast áskrifendur að bókinni og fá þar með nafn sitt skráð á heillaóskaskrá sem prentuð verður fremst í henni. Bókin verð- ur um 320 bls. að stærð og mun kosta til áskrifenda 690 kr. í ritnefnd afmælisritsins eiga sæti þeir Þór Vilhjálmsson, Björn Sveinbjörnsson, Halldór E. Sig- urðsson, Leó E. Löve og Steingrímur Jónsson. -Ig- Alsamningarnir Um hvað samdi Nordal? Samið eftir að Guðmundur G. og Gunnar Schram fóru frá Zúrich, segir Tíminn Álviðræðunum lauk um hádegis- bilið á miðvikudaginn samkvæmt frásögn Tímans cn Jóhannes Nor- dal sagði í kvöldfréttum útvarpsins að hann væri enn að semja. Dagblaðið Tíminn gerir þetta að vonum að umtalsefni og spyr um hvað Nordal hafi verið að semja, eftir að Gunnar Schram, Guð- mundur G. Þórarinsson og dr. Múller hurfu af vettvangi. Segir Tíminn að hafi verið um framhald samninga að ræða, þá hafi þeir ekki verið um orkuverðið, því frá því hafi verið gengið að öðr- um nefndarmönnum viðstöddum. Þjóðviljinn reyndi árangurslaust að ná í Jóhannes Nordal í gær til að forvitnast um samningana eftir að Guðmundur G. Þórarinsson og Gunnar G. Schram voru farnir frá Sviss. _óg ,Álpappírinn frá Zurich‘ Stjórnin breytir ekki stafkrók! Ríkisstjórnin fœr að skoða álsamninginn segir Ragnar Halldórsson samninga. Þannig hafa engar frek- ari nákvæmar staðfestar upplýsing- ar verið birtar af opinberri hálfu þó svo aðalatriði samningsins hafi síast út til almennings. Samkvæmt túlkun Ragnars Hall- dórssonar er samningurinn hins vegar þannig að ríkisstjórnin getur ekki breytt stafkrók í honum, hvað sem þar kann að finnast til viðbótar við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. -og Ragnar Halldórsson forstjóri ísal segir að ríkisstjórnin fái „samkomulagið“ um álmálið að- eins til skoðunar í Tímanum í gær. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra segir „báðir aðilar, bæði ríkisstjórnin og stjórn Alu- suisse þurfa að leggja blessun sína yfir þetta bráðabirgðasamkomu- lag“. Álforstjórinn segir við Tímann að ekki sé hægt að tjá sig um inni- hald samningsins fyrr en stjórnirn- ar, íslands og Alusuisse hafi fengið að sjá samkomulagið. Því verði hins vegar ekki breytt þar sem við- ræðunefndirnar hafi haft umboð til Áskrifendur athugið! Flóamarkaður Þjóðviljans verður framvegis tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum. Notfærið ykkur þessa ókeypis þjónustu okkar. Ath. Mánaðaráskrift blaðsins er kr. 230.- og gæti borgað sig að gerast áskrifandi þó ekki væri nema fyrir eina auglýsingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.