Þjóðviljinn - 10.03.1984, Side 4
4 SÍÐA - PjÖ&VÍrljÍNk'Hélgín ÍÓ.'Í li.( mars íW‘
Við smíðar í myrkrinu
Innflutningurinn er allt að drepa, segir Kristján. Ljósm.: Atli.
Kristján Tryggvason við vinnustofu sína. Ljósm.: Atli.
Gagnkvœmt traust er affarasœlla
en ástir og hjónabandið er meira
á lögum byggt en hneigðum.
Proudhon.
Guðmundur Friðjónsson.
„Mér þó
Elli
búi ból“
Guðmundur Friðjónsson bóndi á
Sandi í Aðaldal (1869-1944) var með
þekktari skáldum síns tíma og samdi
jöfnum höndum í bundnu máli og
lausu. Hér eru nokkur sýnishorn af
ferskeytlum hans.
Þó að fölni í frost og hríð
fífilroði kinna,
ertu drottning alla tíð
ástardrauma minna.
|
Liggur í högum muna míns
margra ára sina.
Græn eru héruð huga þíns,
hjarta-kœra vina.
Himinsbláins belti frá
blikar láar salur;
fjalli gljáu falin hjá
faðmast á og dalur.
Hreysi hverju hljómar frá
hreifur gleðibragur,
þegar hefja hýra brá
hjónin sól og dagur.
Dagur mœðinn færist frá,
fölri slœðu klœðist;
engjalæða ímugrá
upp um hæðir lœðist.
Þreytubrenndur enn ég er
um engjastrendur mínar,
á þig bendi og óska mér
upp í lendur þínar.
Suður á leiti sá ég þig
syngja teita' á vori.
Svona breytist margt um mig,
mér er þreyta' í spori.
Sólskinsleiðin silfurblá
sést við heiðarskörðin,
sjór þó freyði söxum á
suður um Breiðafjörðinn.
Mér þó Elli búi ból,
brún mín helst í skorðum, -
ann ég bœði óttu og sól
ennþá líkt og forðum.
Rætt við Krístján
Tryggvason á
Dívana vinnustof-
unni á Akureyrí
Við vorum á hægu róli á Akureyri um
daginn, ókum fallegarog þröngargötut!
og uppi í lóð við Oddeyrargötu rákum
við augun í skilti sem vakti athygli okk-
ar. Á því stóð Dívanavinnustofa K.T.
Okkur fannst þetta ærið frumlegt nú á
tímum svamps og springdýna. Dívanar
eru að mestu úr sögu nema á einstaka
gömlum og rótgrónum heimilum. Við
ákváðum að banka upp á og spyrja
nánar út í þessa dívanavinnustofu.
Okkur sýndist reyndar að enginn gæti
verið við í stofunni því að hvergi sást
Ijósglæta innan dyra. Dyrnar opnuðust
þó greiðlega og við heyrðum að verið
varað vinna- í myrkrinu. Hvað var hér
á seyði? Brátt rákumst við á mann þar
sem hann var niðursokkinn í smíðar í
hálfrökkri. Hann leit upp þegar hann
varð okkar var og þá fyrst varð okkur
Ijóst hvers vegna hérvarunnið ímyrkri.
Smiðurinn er blindur. Kristján Tryggva-
son heitir hann og tók því Ijúflega að
spjalla svolítið við okkur.
Ekki fæst þú við dívanaviðgerðir á því
herrans ári 1984?
- Nei, þær eru alveg úr sögunni. Ég held
nafninu á vinnustofunni af gömlum vana.,
Nú er allt úr svampi og öðruvísi en í gamlaj
daga. Ég vinn mest við að búa til svefn-j
bekki. Þetta eru mjög einfaldir bekkir eins
og þið sjáið og það ódýrasta sem hægt er að
fá til að láta fólk sofa á. Þeir eru skúffulausir
eins og dívanarnir í gamla daga og ég sel
þetta t.d. í verbúðir og þess háttar.
Er nóg að gera?
- Það er með verra móti núna. Inn-
flutningurinn er alveg að kæfa húsgagna-
iðnaðinn. Hér á Akureyri var blómlegur
húsgagnaiðnaður en nú er hann alveg búinn
að vera. Fyrirtækið Hagaeldhús var t.d.
stórt í sniðum og seldi út um allt land. Nú
hef ég heyrt að það sé verið að selja vélarn-
ar hingað og þangað - vélar sem eiga sam-
an. Hér var líka stórt og vel metið hús-
gagnafyrirtæki sem hét Valbjörk en það fór
líka allt í vaskinn. Það eru bara eftir ein-
hverjar smákompur svo sem eins og þetta
verkstæði mitt. Ég veit ekki hvað þeir hugsa
sér sem eru við stjórnvölinn.
Ertu búinn að vera blindur lengi?
- Ég varð fyrir slysi 14 ára gamall, var að
fikta við dínamit og það sprakka í höndun-
um á mér og fóru flísar í augun. Það var ekki
hægt að bjarga þeim. Þetta var árið 1934.
Ertu héðan af Akureyri?
- Nei, ég er af Svalbarðsströndinni, en
hef búið hérna síðan 1944.
Hvað ertu menntaður?
- Ég byrjaði íburstagerð, en síðan komu
vélar til sögunnar svo að lítið var við það að
hafa. Ég lærði þá bólstrun og tók springdýn-
ur sem hliðargrein. Um árabil framleiddi ég
springmadressur, en nú er farið að flytja allt
slíkt inn. Að undanförnu hef ég aðallega
selt slíkar madressur í eldri rúm því að
stærðirnar á nýju dýnunum passa ekki alltaf
í þau.
Er stundum komið með dívana?
- Nei, það er þó einstöku sinnum hringt,
en ég á lítið við þá, þeir voru ósköp óvand-
aðir, bara fjaðrir og stoppað með rusli á
milli. -GFr