Þjóðviljinn - 10.03.1984, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Qupperneq 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10. - 11. mars 1984 Ólafur Thors; það er svo hentugt að fara með róg og lygi í skáldsögu, sagði Kristján Albertsson. Jónas frá Hriflu: ritstjórar voru beðnir um að þegja yfir beinamálfnu. Samantekt um beinamálið, dapuriega hrakninga beina Jónasar skálds Hallgrímssonar um landið haustið 1946 og ummyndun þeirra atburða í Atómstöðinni eftir Árna Bergmann Beinamálið í kvikmyndinni í Atómstöðinni er verið að „selja land og grafa bein“ og þessi iðja er samtvinnuð með ýmsum hætti. í kvikmyndinni er haldinn miðilsfundur á heimili Búa Árlands og þar hefur komið fram að þjóðskáldið vill láta grafa upp bein sín og flytja til íslands. Forsætisráðherran- um líst ekki á blikuna, en Búi spyr, hvort hann viti betra ráð til að sameina þjóðina. Og áhorfandinn skilur, að hér er sá flátt- skapur á ferð að það á nota bein Jónasar Hallgrímssonar til að draga athygli frá leynimakki við Amríkana um herstöð. Við sjáum svo í myndinni tvo menn á- lappalega drösla líkkistu yfir á í Eystridal, lokið hrekkur af henni og í ljós kemur að þar er mestan part einhver móleit mylsna (Danskur Leir í skáldsögunni). í lok mynd- arinnar er svo stillt til, að um það bil sem óeirðir verða við Alþingishúsið út af hern- aðarbandalagi (atburðir áranna 1946 og 1949 eru negldir saman í myndinni) þá eru bein þjóðskáldsins grafin í Eystridal: ríkis- stjórnin ber kistuna út úr kirkju Fals bónda og yfir fljúga herþotur með gný. Verðskuldaður aðhlátur í skáldsögunni er beinamálið ýtarlegar út fært. Bítar (Tvö Hundruð Þúsund Naglbít- ar, grasæta, gútemplar og braskari) erþar sá sem stendur í miðilssambandi við Ást- mög þjóðarinnar og ætlar sjálfur til Dan- Fallinn er Óli fígúra í lok Atómstöðvarinnar sér Ugla skrýtna útför frá Dómkirkjunni - ráðherrar og þingmenn bera úr kirkju bein Astmagar þjóðarinnar. Álengdar stendur hópur götulýðs og gerir hróp að pípuhöttum þess- um og sönglar þennan atómskáld- skap: Fallinn er Óli fígúra formyrkvun landsins barna fjandinn sá arna í Keflavík: land vildi hann selja bein vildi hann grafa blautur sem hvelja atómstríð vildi hann hafa í Keflavík. Fallinn er Óli fígúra formyrkvun landsins barna fjandinn sá arna í Keflavík. merkur að grafa beinin upp ef ekki vill bet- ur: „ég skal meira að segja kaupa beinin og eiga þau sjálfur“. Búi kemst svo að orði við Uglu um þetta mál: „Ástmögur Þjóðarinnar vill láta Bítar grafa sig upp svo við nútímaíslendingar fáum okkar verðskuldaðan aðhlátur í sög- unni. Við erum að hugsa um að grafa hann upp þó það sé löngu sannað af sérfróðum mönnum að beinin úr honum séu týnd. For- sætisráðherrann mágur minn er kominn í spilið“. Síðar í sögunni hefur Ugla það til marks um að stjórnmálamenn ætli að selja landið, að þeir sverja við móður sína og heiður sinn að það skuli aldrei verða og bæta við hjartnæmum ræðum um Ástmög Þjóðarinnar. Guðirnir tveir koma norður í Eystridal með tvo kassa og segja þar komn- ar jarðneskar leifar skáldsins - en í öðrum reynast portúgalskar sardínur, í hinum „danskur leir“. Ekki verður af j arðarför þar nyrðra - sendimenn ríkisstjórnarinnar koma í lögreglubílum að sækja kassa þessa. í síðasta kafla sögunnar sér Ugla svo útför beinanna frá Dómkirkjunni, kistuna bera m.a. forsætisráðherra og Búi Árland. Og strákar syngja álengdar um Óla fígúru, fjandann þann arna í Keflavík land vildi hann selja bein vildi hann grafa. Ögmundur biskup Peter Hallberg segir frá því í grein um handrit Atómstöðvarinnar, að fyrst haf> Halldór Laxness ætlað að setja annan mann í stað Jónasar Hallgrímssonar í beinamálið. Hann ætlar að láta Bítar grafa upp bein Ögmundar biskups og jarða í Skálholti. En hann hverfur aftur til Jónasar Hallgríms- sonar, og Hallberg segir, að það sé ekki gert til að vera sem mest á eftir þeim „veruleika“ sem hér verður rakinn á eftir, heldur af listrænum ástæðum. Hallberg segir: „f Atómstöðinni táknar Ástmögur þjóð- arinnar hið dýpsta íslenska eðli, samgróið landinu, sögu þess og náttúru, táknar allt það sem gerir Islending að íslendingi. Með því að láta einmitt anda Jónasar Hallgríms- sonar svífa yfir dal norðanstúlkunnar, hefur höfundur dýpkað merkingu hennar sem fulltrúa íslenskrar alþýðu. Milli hans „sem byggir hnúkafjöllin“ og hennar er leynt og órjúfanlegt samband“. Samtöl við anda Hitt er svo ekki nema satt og rétt, að saga sú af beinum Jónasar Hallgrímssonar sem gerðist haustið 1946, einmitt um sama leyti og deilt var hart um Keflavíkursamninginn við Bandaríkin, erekki síður „ótrúleg" (orð Peters Hallbergs) en sú beinasaga sem rak- in er í skáldsögu - og nú í kvikmynd. Hér er þess ekki kostur að rekja aðdrag- anda að því, að Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður fór til Danmerkur og lét grafa béin Jónasar Hallgrímssonar upp úr fá- tækrakirkjugarðinum þar sem þau höfðu hvílt í rúma öld. Þingvallanefnd var þar að verki og ríkisstjórnin og ekki síst Jónas frá Hriflu, sem hafði margt skrifað um nauðsyn þess að hafa heiðursgrafreit á Þingvöllum, einskonar Westminster Abbey undir ber- um himni fyrir stórmenni íslensk - og réði hann miklu um að Einar Benediktsson var jarðsettur þar. Nú átti að bæta Jónasi Hall- grímssyni við. Annar mikill áhugamaður um beinagröft var Sigurjón Pétursson iðn- rekandi á Álafossi, sem var þá allfrægur fyrir að standa í nær daglegum samtölum við anda Skarphéðins Njálssonar, Jónasar Hallgrímssonar og fleiri góðra manna. Sig- urjón sem „lét samtöl sín við andana ráða gerðum sínum á ýmsan hátt“ (Jónas frá Hriflu í Ófeigi), taldi sig hafa fjallgrimma vissu fyrir því að Jónas ætti að jarða í Öxna- dal og hvergi annarsstaðar. Þytur stálfugla Beinamálið tengdist snemma við Kefla- víkursamninginn í hugum þeirra sem voru lítið hrifnir af hvorutveggja. Þannig má til dæmis finna hér í Þjóðviljanum þann 22. september - eftir að drögin að Keflavíkur- samningnum hafa verið lögð fram, en áður en bein Jónasar koma heim með Brúarfossi nokkuð svo spádómslega grein eftir Sigurð Þórarinsson jarðfræðing. En þar segir Sig- urður eftir að hafa minnst á ágreining um það, hvar bein Jónasar skuli grafa: „En fari svo að sá samningur, sem forsæt- isráðherra íslenska lýðveldisins nú býður þjóð sinni upp á, nái samþykki hins háa Alþingis, hygg ég að Fjölnismaðurinn sem eitt- sinn kvað sjálfstæðishugsjónina inn í hjarta þjóðar sinnar, myndi helst kjósa að komast aftur undir þá torfu í Kaupmanna- hafnarkirkjugarðinum, sem fyrst kyssti hann „einan sér og dáinn". Yrði honum holað niður hér syðra, get ég, að grafarró hans myndi nokkuð truflast af annarlegum þyt erlendra stálfugla. Sá þytur líkist lítt vængjaþyt þess vorboða sem eitt sinn fór „með fjaðrabliki háa vegaleysu" og heilsaði stúlkunni hans“. Meðan ég man: það var einmitt áhrifa- sterkt í kvikmyndinni um Atómstöðina að láta „annarlegan þyt erlendra stálfugla" fara yfir útför beinanna í Eystridal. Atburðarásin í beinamálinu varð annars á þessa leið: Beinum rænt Föstudaginn 4. október 1946, daginn áður en atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi um Keflavíkursamninginn, kom Brúarfoss til Reykjavíkur með bein sem Matthías Þórðarson þjóðminjavörður „hafði úr- skurðað að væru bein Jónasar Hallgríms- sonar“. Sigurjóns á Álafossi var mættur á bryggjunni með líkvagn. Var hann hinn ljúfasti við Matthías, lét sem hann væri af- huga því að Jónas yrði grafinn í heimabyggð hans í Öxnadal og bauðst til að geyma beinin þar til Þingvallanefnd hefði lokið sínum undirbúningi, og tók þjóðminja- vörður boðinu „þótt undarlegt megi virð- ast“ (ummæli Hriflu-Jónasar). Þeir félagar fóru með sendinguna upp á Laufásveg „þar sem við skiptum um umbúðir og létum þau (beinin) í kistuna“ (frásögn Matthíasar Þórðarsonar í Tímanum). Þetta var í „yfir- byggðu anddyri og járhurð fyrir“, var henni svo læst og hafði Sigurjón á Álafossi lykil- inn. En ekki var þjóðminjavörður fyrr kom- inn í hvarf en Sigurjón lukti upp dyrum, setti kistuna á vörubíl og ók dagfari og nátt- fari norður í land. Barði hann upp hjá séra Sigurði Stefánssyni á Möðruvöllum klukk- an tíu laugardagskvöldið fimmta október - en einmitt þann sama dag höfðu 32 þing- menn samþykkt landsölu Atómstöðvarinn- ar, samning þann sem hér í blaði var kallað- ur „dulbúinn herstöðvasamningur“ og reyndist réttnefni. Sigurjón kveðst hafa Jónas Hallgrímsson með í farangrinum og biður prest að jarða hann samkvæmt sinni fyrirsögn á Bakka í Öxnadal. Ég á beinin Presti leist ekki sem best á þessi tilmæli og hafði samband við yfirvaldið og þar með Finn Jónsson kirkjumálaráðherra. Biskup.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.