Þjóðviljinn - 10.03.1984, Page 19

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Page 19
Helgin 10. -11. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 f ram og eried lit Einu sinni voru tveir bræður - nei, annars það eru alltaf tveir bræður. Annar er stór og hinn er lítill. Þeir eiga heima allsstaðar, næstum því í hverju húsi í öllum heiminum, Þeir heita Litii og Stóri. Þessir bræður gera ekkert annað en að hlaupa, þeir hlaupa hring eftir hring alla sína ævi. Stóri hleypur miklu hraðar en Litli, en samt koma þeir alltaf samtímis í mark. Fólkið horfir á þá hlaupa og sumir segja: „Viljið þið vera svo vænir að hlaupa ekki svona hratt“ en aðrir mæna á þá og segja í bænarrómi:,, Flýtið ykkur nú, það er svo leiðinlegt að bíða eftir ykkur.“ En þeir hlaupa alltaf, hvor á sínum sama hraða, og enginn getur fengið þá til að breyta því. Reyndar fá þeir stund- um magapínu og þá geta þeir ekki hlaupið nema lötruhægt. Svo lenda þeir í slysum, þeir falla fram af ógur- legum björgum og tröllskessur eiga það til að trampa á þeim. Þá hætta þeir kannski að hlaupa - deyja bara. Þá verður nú aldeilis uppistand hjá fólkinu í húsinu. Því þá veit enginn hve- nær á að vakna eða sofna, hvenær áað borða matinn eða hvernær skólinn byrjar..... Bræðurnir mæla nefnilega tímann, þeir eru vísarnir á klukkunni. Stóri vís- irinn hleypur hraðar því hann fer heilan hring á meðan sá litli töltir bara heim að næstu tölu. Þá er liðinn einn klukk- utími. En tvisvar á sólarhring, einu sinni á daginn og einu sinni á nóttunni, komast þeir báðir í sama mark. Þá snúa þeir báðir beint upp og klukkan er tólf, 12. Stóri er voða montinn af því að hann getur hlaupið hraðar en Litli. Hann stekkur á undan á augabragði og hleypur og hleypur. „Litli hleypur svo hægt,“ hugsar hann, „ ég er miklu duglegri“. En þegar hann hefur hlaupið lengi, lengi þá sér hann alltaf Litla beint fyrir framan sig. „Hann er örugglega að svindla" hugsar Stóri með sér, „en ég næ honum aftur og fer langt frammúr“. Svona hugsar Stóri og hann hleypur á spretti, hring eftir hring. Hann fattar ekki greyið að hann hefur hlaupið heilán hring og Litli bara smáspöl. Litli veit hvernig í öllu liggur, en hann geymir það í leyndar- málahólfinu í huga sér. „Bráðum hlýtur Stóri að fara að hægja á sér og hugsa málin, hann getur ekki haldið svona áfram endalaust" svona hugsar Litli um leið og Stóri geysist frammúr honum eina ferðina enn. Hvað gerist nú ef Stóri stoppar? JVVSui? K\/ÖLDt MÖTT Sorgleg saga í gær var sprengidagur og það var gaman. En það skeði svolítið óhapp af því að konan hans var veik og dó. Hann var svo leiður að hann vildi helst deyja. Næsta dag var hann búinn að gleyma því að konan sín væri dáin og hann kallaði á hana en þá fattaði hann að hún væri dáin. Tveimur mánuðum seinna fór hann í jarðarförina og setti blóm og fór síðan heim og hugsaði um það hvernig hún hefði geta dáið. Þá uppgötvaði hann að það voru töflur sem hún tók alltaf og þær létuj hana deyja. Svo fór hann til læknis og lét rannsaka töflurnar 0£ læknirinn sagði að þær væru eitur. „Pví spyrðu“, sagði læknirinn o^ hann svaraði: „Þetta eru töflur sem konan mín tók og dó af“. Brynja Eir og Gunnhildur Björl „Æ, æ, nú er sólin a6 koma upp“ hugsar Uglan. „Ég hef ekki náð í matarbita i alla nótt, ekki eitt einasta músarkríli. Nú verður bráðum bjart og þá verð ég staurblind og get ekkert veitt. Og þarna stendur úlfurinn og bíður eftir bráð. Hann veiðir líka á nóttunni eins og ég. Líklega hefur hann ekkert fengið í nótt. Nú bíður hann eftir því ða litiu dýrin vakni og fari hér framhjá niður að vatninu til að fá sér að drekka. Ég verð að sitja alveg grafkyrr, því ef ég steypi mér niður þá veiðir hann mig. Eg vildi að ég væri ekki ugla. Það er svo einmanalegt. Ég vildi vera söngfugl fljúga móti sólinni og syngja, mörg saman. Myndina gerði Drífa á Eskifirði. Takk! Vf út\ SAGA Er ti a íór út . datt 7 STj6\r\r\ kom Oddrúm 03 Te'ist\ ha'na upp. Xngvi var úti 03 kom tit Ernu. Si^an korn Sum&T 03 )pá. \IOTU ^11» T* Úti & V\jó|'iTUA s’i'nu BjórK ó-qájónsdólíiT

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.