Þjóðviljinn - 10.03.1984, Síða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10. - 11. mars 1984
A
Rekstrarfulltrúi
Félagsmálastofnun Kópavogs óskar að ráða
rekstrarfulltrúa í 50% starf. Bókhaldsþekking
og starfsreynsla áskilin.
Umsóknarfrestur er til 26. mars nk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félags-
málastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12.
Upplýsinqar eru veittar á Félagsmálastofnun
ísíma 41570.
Félagsmálastjóri
ÚTBOÐ
Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í innri frá-
gang flugstöðva við Stykkishólm, Patreks-
fjörð og Þingeyri. Útboðsgögn verða afhent á
skrifstofum vorum 2. hæð, Flugturninum,
Reykjavíkurflugvelli frá þriðjudeginum 13.
mars n.k. gegn 5000.- kr. skilatryggingu. Til-
boðin verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 28. mars n.k. kl. 11.00. Áskilið er að taka
hvaða tilboði sem berst eða hafna öllum.
Flugmálastjórn.
A
ia>j
Fjölskyldufulltrúi
Félagsmálastofnun Kópavogs óskar að ráða
fjölskyldufulltrúa í fullt starf, menntun í fé-
lagsráðgjöf áskilin.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1984.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félags-
málastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12.
Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma
41570.
Félagsmálastjóri
■>• Framkvæmdastjóri
ifí Borgarspítalans
Staða framkvæmdastjóra Borgarspítalans er laus til
umsóknar. Staðan veitist frá 1. júlí nk.
Umsækjendur skulu hafa sérþekkingu í rekstri sjúkra-
húsa, sbr. 4. mgr. 30. gr. laga um heilbrigðisþjónustu
nr. 59/1983.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist undirrituðum fyrir 14. apríl nk.
Borgarstjórinn í Reykjavík
ÉLAUS STAÐA
Staða ritara hjá samgönguráðuneytinu er laus til um-
sóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf, sendist ráðuneytinu fyrir 15. mars 1984.
Reykjavík, 9. mars 1984.
Samgönguráðuneytið.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í sölu á vinnuskúr, að grunnfleti 35 m2 (3,8 x 9,15) nettó meö
skúrþaki. Meðal lofthæð 2,6 m. Rafmagnsofnar og raflagmr eru i skurnum.
Skúrinn selst í núverandi ástandi og skal fluttur burt á kostnað kaupanda.
Óskað er eftir að tilboð berist eigi síðar en þriðjudaginn 19. þessa mánaðar til
Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Vinnuskúrinn er til sýnis á lóð Rafmagnsveitu Reykjavíkur Suðurlandsbraut
34, Reykjavík.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ,
Auglýsið í Þjóðviljanum
leikhús • kvikmyndahús
^’ÞJOÐLEIKHUSIfi
Amma þó
í dag kl. 15
sunnudag kl. 15
Sveyk í síðari
heimsstyrjöldinni
I kvöld uppselt
sunnudag kl. 20.
Litla svlðið
Lokaæfing
þriðjudag kl. 20.30
4 sýningar eftir
miðasala frá kl. 13.15-20.
Sími 11200.
l.KIKFHl AC '
ri:ykiavíkljk
m
Guð gaf mér eyra
í kvöld kl. 20.30
föstudag kl. 20.30
fáar sýningar eftir.
Gfsl
sunnudag uppselt
þriðjudag uppselt
fimmtudag kl. 20.30.
Hart í bak
miðvikudag uppselt.
Tröllaleikir
Lelkbrúðuland
sunnudag kl. 15.
Miðasala í Iðnó frá 14-20.30.
Forseta-
heimsóknin
miðnætursýning i Austurbæjarbió I
kvöld kl. 23.30.
Allra síðasta sýning.
Miðasala í Austurbæjarbíó frá kl.
16-23.30. Sími 11384.
Islenska óperan
La Traviata
föstudag 16. mars kl. 20
fáar sýningar eftir.
Rakarinn
í Sevilla
laugardag kl. 20 Uppselt
sunnudag kl. 20 Uppselt
laugardag 17. mars kl. 16.
Örkin hans Nóa
miðvikudag kl. 17.30
fimmtudag kl. 17.30.
Miðasalan er opin frá kl. 15-19
nema sýningardaga til kl. 20. Sími
11475.
Brecht-söngvar
og Ijóð
aukasýning föstudaginn 9. mars kl.
23. Ath. sýningarfímann í Félags-
stofnun Stúdenta. Veitingar.
Sími 17017.
SIMI: 2 21 40
Hrafninn
flýgur
.... outstanding etfort in combining
history and cinematography. One
can say: „These images will survi-
ve...“
úr umsögn Irá
Dómnefnd Berlínarhátíðarinnar.
Myndín sem auglýsir sig sjálf.
Spurðu þá sem hafa séð hana.
Aðalhlutverk: Edda Björgvins-
dóttir, Eglll Ólafsson, Flosi Ól-
afsson. Helgi Skúlason, Jakob
Þór Einarss.
Mynd með pottþétt hljóð
í Óolbyslereo
Sýndkl. 5, 7 og 9.15
Fáar sýningar eftir.
Bróðir minn
Ljónshjarta
sunnudag kl. 15.
Sími 11384
KVIKMYNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN
Gullfalleg og spennandi ný íslensk
stórmynd, byggð á samnefndri
skáldsögu Halldórs Laxness.
Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson.
Kvikmyndataka: Karl Óskarsson.
Leikmynd: Sigurjón Jóhanns-
son.
Tónlist: Karl Sighvatsson.
Aðalhlutverk: Tinna Gunnlaugs-
dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Arnar
Jónsson, Árni Tryggvason, Jón-
ina Ólafsdóttir, Sigrún Edda
Björnsdóttir.
Dolby Stereo.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
SIMI: 1 89 36
Salur A
Ævintýri í
forboðna beltinu
Hörkuspennandi og óvenjuleg
geimmynd.
Aðalhlutverk: Peter Strauss,
Molly Ringwald.
Sýnd kl. 3, 5,7, 9 oa 11.
Islenskur texti.
Salur B
Martin Guerre
snýr aftur
Ný frönsk mynd, með ensku tali,
sem hlotið hefur mikla athygli víða
um heim og m.a. fengið þrenn
Cesars-verðlaun.
Sagan af Marfin Guerre og konu
hans Bertrande de Rols, er sönn.
Hún hófst I þorpinu Artigat í frönsku
Pýreneafjöllunum árið 1542 og
hefur æ síðan vakið bæði hrifningu
og turðu heimspekinga, sagnfraað-
inga og rithöfunda. Dómarinn I máli
Martins Guerre, Jean de Coras,
hreifst svo mjög af því sem hann sá
og heyrði, að hann skráði söguna
til varðveislu. Leikstjóri: Daniel
Vigne. Aðalhlutverk: Gérard De-
Pardieu, Nathalie Baye.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9 og 11.05.
Hermenn
í hetjuför
Ný bresk gamanmynd.
Sýnd kl. 5 og 11.05.
Dularfullur
fjársjóður,
gamanmynd með Triníty-
bræðrum.
Barnasýning kl. 2.50, miðaverð 40
kr.
Ókindin í þrívídd
Nýjasta myndin í þessum vinsæla
myndaflokki. Myndin er sýnd í þrí-
vídd á nýju silfurtjaldi. I mynd þess-
ari er þrívíddin notuð til hins ýtr-
asta, en ekki aðeins til skrauts.
Aðalhlutverk: Dennis Quaid, John
Putch, Simon Maccorkindale,
Bess Armstrong og Louis Gossett.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 9.30.
Bönnuð innan 14 ára.
Hækkað verð, gleraugu innifalin I
verði.
Nakta sprengjan
Sýnd kl. 3.
[©NBOGHI
rx 19 ooo
Svaðilför
til Kína
Hressileg og spennandi ný banda-
risk litmynd, byggð á metsölubók
eftir Jon Cleary, um glæfralega
flugferð til Austurlanda meðan flug
var enn á bemskuskeiði.
Aðalhlutverk leikur ein nýjasta
stórstjarna bandaríkjanna Tom
Selleck, ásamt Bess Armstrong,
Jack Weston, Robert Morley o.tl.
Leikstjóri: Brian G. Hutton.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Götustrákarnir
Afar spennandi og vel gerð ný
ensk-bandarísk litmynd, um hrika-
leg örlög götudrengja i Chicago,
með Sean Penn - Reni Santoni -
Jim Moody. Leikstjóri: Rick Ros-
enthal.
Islenskur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og
11.05.
Kvennamál
Richards
Afbragðs vel gerð og leikin ný ensk
litmynd, um sérstætt samband
tveggja kvenna, með Llv Ull-
mann, Amanda Redman.
Leikstjóri: Antony Harvey.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 oq
11.10.
Uppvakningin
Spennandi og dulartull litmynd,
með Charlton Heston, Susann-
ah York.
Leikstjóri: Mike Newell.
Islenskur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15,
9.15 og 11.15.
Ég lifi
Stórbrotin og spennandi litmynd,
eftir metsölubók Martins Gray,
með Mlchaei York og Birgltte
Fossey.
Islenskur texti. Sýnd kl. 9.15.
Varist vætuna
Sprenghlægileg og fjörug gaman-
mynd, með Jackie Gleason, Es-
telle Parsons.
Islenskur texti.
Endursýnd kl. 3, 5 og 7.
TÓNABÍÓ
SlMI 31182
Tónabió frumsýnir Óskarsverð-
launamyndina
„Raging Bull“
„Raging Bull" hefur hlotið eftirfar-
andi Óskarsverðlaun:
Besti leikari: Robert De Niro
Besta klipping.
Langbesta hlutverk De Niro, enda
lagði hann á sig ótrúlega vinnu til
að fullkomna það. T.d. fitaði hann
sig um 22 kg og æfði hnefaleik í
fleiri mánuði með hnefaleikaranum
Jake La Motta, en myndin er byggð
á ævisögu hans.
Blaðadómar: „Besta bandaríska
mynd ársins" - Newsweek.
„Fullkomin" - Pat Collins ABC-TV.
„Meislaraverk" - Gene Shalit
NBC-TV.
Leikstjóri: Martin Scorsese.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bráðsmellin ný bandarísk gaman-
mynd frá MGM eftir Blake
Edwards, höfund myndanna um
„Bleika Pardusinn" og margar fleiri
úrvalsmynda. Myndin er tekin og
sýnd í 4ra rása Dolby Stereo. Tón-
list: Henry Mancini. Aðalhlutverk:
Julle Andrews, James Garner og
Robert Preston.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Hækkað verð.
Stjörnustríð III
Ein af best sóttu myndum ársins
1983 sýnd í dolby stereo. Mynd
fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð kr.
80.
Sýnd kl. 2.30.
SÍMI78900
Salur 1
Tron
Frábær ný stórmynd um striðs- og
video-leiki full al tæknibrellum og
miklum stereo-hljóðum. Tron fer
með þig I tölvustriðsleik og sýndir
þér inn I undraheim sem ekki hefur
sést áður.
Aðalhlutverk: Jetf Bridges, David
Warner, Cindy Morgan, Bruce
Boxleitner.
Leikstjóri: Steven Lisberger.
Myndin er í Dolby Stereo og sýnd í
4ra rása Starscope.
Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11.
Salur 2
Goldfinger
JAMES BOND IS
BAGK IN AGTI0N!
Enginn jafnast á við njósnarann
James Bond 007 sem er kominn
aftur I heimsókn. Hér á hann I höggi
við hinn kolbrjálaða Goldfinger,
sem sér ekkert nema gull. Myndin
er framleidd af Broccoli og Saltz-
man.
JAMES BOND ER HÉR í TOPP-
FORMI
Aðalhlutverk: Sean Connery,
Gert Frobe, Honor Blackman,
Shirley Eaton.
Byggð á sögu eftir lan Fleming.
Leikstjóri: Guy Hamilton.
Sýnd kl. 2.50, 5, 7.05, 9.10 og
11.15.
Salur 3
Cujo
Splunkuný og jafnframt slórkost-
leg mynd gerð eftir sögu Stephen
King. Bókin um Cujo helur verið
gefin út i miljónum einlaka víðs
vegar um heim og er mest selda
bók Kings. Cujo er kjörin mynd fyrir
þá sem unna góðum og vel gerð-
um spennumyndum.
Aðalhlutverk: Dee Wallace,
Christopher Stone, Daniel
Hugh-Kelly, Danny Pintauro.
Leikstjóri: Lewis Teague.
Bönnuð bómum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Hækkað verð.
Skógarlíf
(Jungle Book)
Walt Disney-mynd I sértlokki.
Sýnd kl. 3.
Salur 4
nyjasta james BOND-MYNDIN
Segðu aldrei
aftur aldrei
Hinn raunverulegi James Bond er
mættur afturtil leiks I hinni splunku-
nýju mynd Never say never again.
Spenna og grín í hámarki. Spectra
með erkióvininn Blofeld verður að
stóðva, og hver getur það nema
James Bond? Engin Bond-mynd
hefur slegið eins rækilega I gegn
við opnun í Bandaríkjunum eins og
Never say never again. Aðalhlutv.:
Sean Connery, Klaus Maria
Brandauer, Barbara Carrera,
Max von Sydow, Kim Basinger,
Edward Fox sem „M“. Byggð á
sögu: Kevin McClory, lan
Flemming. Framleiöandi: Jack
Schwartzman. Leikstjóri: Irvin
Kershner.
Myndin er tekin i Dolby stereo.
Sýnd kl. 2.30. 5 og 10.
Daginn eftir
(The Day After)
Heimsfræg og margumtöluð stór-
mynd sem sett hefur allt á annan
endann þar sem hún hefur verið
sýnd. Fáar myndir hala fengið eins
mikla umfjöllun I fjölmiðlum, og
vakið eins mikla athygli eins og
The Day After. Myndin er tekin i
Kansas City þar sem aðalstöðvar
Bandaríkjanna eru. Þeir senda
kjarnorkuflaug til Sovétríkjanna
sem svara I sömu mynt.
Aðalhlutverk: Jason Robards,
Jobeth Williams, John Cullum,
John Lithgow. Leikstjóri: Nicho-
, las Meyer.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 7.30.
Ath. breyttan sýningartíma.
Hækkað verð.