Þjóðviljinn - 10.03.1984, Síða 28

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Síða 28
MOBVIUINN Helgin 10. - 11. mars 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Yfirvinnubann boðað í Eyjurn „Það siglir allt í átök“ „Það siglir allt í átök hér í Eyjum, viðerum búin að boða yfirvinnubann með og frá nk.föstudegi“sagði Jón Kjartans- son formaður verkalýðsfélagsins í Vestmannaeyjum begar Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær. Fundur með samninganefndum verkalýðsfélagsins og Snótar með at- vinnurekendum hófst kl. hálf ellefu í gærmorgun. Uppúr slittnaði þegar ljóst var að engin vilji var hjá atvinnurekend- um að ná samkomulagi. Kröfu atvinnurekenda um að deilunni yrði skotið til ríkissáttasemjara var hafnað af hálfu fulltrúa verkafólks. „Það er mikill einhugur meðal fólksins hér í Eyjurn og hugsanleg átök koma til með að grípa allstaðar inní atvinnu- lífið“ sagði Jón Kjartansson að lokum. -R.Þ. Kennarar gegn kjararáni Sjómenn og útgerðarmenn: Baráttu- fundur í Sigtúni Kennarar á suðvesturhorni landsins hafa boðað til baráttu- fundar í Sigtúni á þriðjudaginn 13. mars kl. hálf fjögur um kjarasamn- inga BSRB og ríkisvaldsins. Þjóðviljanum hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning um þenn- an fund: „Þriðjudaginn 13.3 n.k. kl. 15.30 munu kennarar á suðvesturhorni landsins koma saman til baráttu- fundar í Sigtúni við Suðurlands- braut.A fundinum er ætlunin að ræða nýgerða kjarasamninga BSRB og ríkisins, og kjör kennara. Gífurlega óánægja er nú meðal grunnskólakennara vegna slæmra kjara og má benda á að byrjunar- laun kennara eftir þriggja ára há- skólanám eru 14.792 kr. Þá var þeirri eðlilegu jafnréttiskröfu hafn- aðaðspor í átt til kennsluskyldu- styttinguyrði tekið þráttfyrir gefin loforð fyrrverandi fjármálaráð- herra. Þetta m.a. leiddi til þess að allir samningarnefndarmenn Kennarasambandsins níu að tölu greiddu atkvæði gegn samningun- um. Dagskrá fundarins verur sem hér segir: Valgerður Eiríksdóttir setur fudninn. Þá mundu eftirtaldir flytja stutt ávörp: Jóhanna Karls- dóttir Grundarskóla, Akranesi. Þórdís Mósesdóttir, Hafnarfirði. Guðlaug Teitsdóttir Vesturbæjar- skóla, Reykjavík. Bjarni Ansnes, Flúðaskó'a. Fundarstjori verður Gísli Baldvinsson, kennari. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í tvær klukkustundir. Undanfarna viku hafa 30-40 bændur dvalið á Hótel Sögu í sk. bændaorlofi, sér til hvíldar og ressingar. Þessu bændaorlofi lýkur nú urn helgina en í gær fór landsbyggðarfólkið m.a. í skoðunarferð til verksmiðja Álafoss þar sem þessi mynd var tekin. Ljósm eik. Samband byggingamanna undirritaði kjarasamning 4% hækkun umfram ASÍ-VSÍ samning auk þess sem nokkrar taxtatilfœrslur verða Samningar hafa tekist á milli Sambands byggingamanna og við- scmjcnda þeirra með fyrirvara um samþykki félagsfunda. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans tryggja byggingamenn sér með þessu samkomulagi talsvert umfram það sem ASI-VSI samningarnir kveða á um. í samningi byggingarr.anna fá þeir um það bil 4% hækkun sem þeir telja sig hafa misst af umfram aðra þegar bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar gengu í gildi. Auk þess er um einhverjar taxtatilfærsl- ur að ræða. Þá fá þeir þær hækkan- ir sem samningar ASÍ og VSÍ kváðu á um. Hins vegar nær 4% hækkunin ekki til ákvæðisvinnunn- ar nema að litlu leyti en í samkomulaginu er yfirlýsing um það að næsta sumar verði teknar upp viðræður um endurskoðun ákvæðiskerfisins með það fyrir aug um að leiðrétta misvægið gagnvart töxtum. í dag mun verða félagsfundur hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur um hinn nýja samning. Fleiri félög byggingamanna munu funda um helgina svo og á mánudag og þriðjudag. -v. Safna liði gegn kvótakerfinu Mikill mótmœlafundur er í undirbúningi Nokkrir útgerðarmenn og sjómenn hafa tekið höndum saman um að safna liði gegn kvótakerfinu umdeilda og er ætlun þeirra að halda stóran og mikinn mótmælafund um málið. Þeir sem að þessu standa hafa unnið að undirbúningi fundarins síðustu daga. Er þetta gert algerlega utan við samtök sjomanna og útgerðarmanna, Sjómannasambands Islands og LIU. Skákin í Grindavík Á fótinn hjá Jóni L. Upphaf þessa á rætur að rekja til mikils fundar sem útgerðarmenn á sunnanverðum Vestfjörðum efndu til sl. sunnudag. Sjómaður á Patr- eksfirði, sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, sagði það ætlun manna að safna öllum útgerðarmönnum og eins mörgum sjómönnum saman til mótmælafundar og hægt er. Hann benti á að ef ekkert yrði að gert í málinu, myndu tugir ef ekki hundruð báta stöðvast vegna þess að útgerðarmenn þeirra yrðu gjaldþrota og í kjölfarið fylgja stór- fellt atvinnuleysi sjómanna. Einnig sagði þessi sjómaður að það væri ekki bara ætlunin að mótmæla kvótakerfinu heldur einfaldlega fá það afnumið og yrði til þess beitt öllum tiltækum ráðum. Þjóðviljinn hefur haft af því spurnir að ef kvótakerfinu verður haldið til streytu sé hópurútgerðar- manna og sjómanna tilbúinn til að reyna að brjóta það og sjá til hvaða ráða stjórnvöld þá grípa. Þau ráð geti ekki geti ekki orðið verri en ástandið hjá útgerðrmönnum ef ekkert verður að gert. En þessi stóri mótmælafundur sem þegar er fyrirhugaður og unnið er að verður fyrsta skrefið. -S.dór Jón L. Árnason þarf aö fá einn og hálfan vinning úr tveimur siðustu umferðunum á skákmótinu i Grindavík til að ná áfanga að stórmeistaratitli. Það verður þrautin þyngri, - hann á eftir þá Gutman og Lomb- ardy. Jón gerði í gær jafntefli við Elvar Guðmundsson og er enn efstur á mótinu með 6'/2 vinning. Önnur úrslit í 9. umferðinni voru þessi: Gutman vann Ingvar Ásmundsson, Christiansen vann Helga Ólafsson, McCambridge vann Jóhann Hjartarson, Knezevic og Björgvin gerðu jafntefli og skák þeirra Lombardy og Hauks Angant- ýssonar fór i bið. Lombardy er talinn hafa betri stöðu. Jón L. er með 6V2 vinning í efsta sæti en á hæla honum koma þeir Christiansen og Gutman með 6 vinninga. I fjórða sæti er McCambridge (5’/2 v.) og þar á eftir Helgi og Knezevic með 5 vinninga. Alþjóðlega skákmótinu i Grindavík lýk- ur nú um helgina. Næst síðasta umferðin hef st i dag, laugardag, klukkan tvö og síð- asta umferð á sama tima á sunnudag. Teflt er í félagsheimilinu Festi. -m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.