Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Tilgangur og aðferðir í í Staksteinum, sem gegna einatt hlutverki einskonar viðbótarritstjórnargreina á Morgun- blaðinu, var nú á þriðjudaginn fjallaö nokkuð um framvindu mála í Nicaragua. í þeirri umfjöllun gerðust þau tíðindi, að Morgunblaðsmenn taka eindregna afstöðu með því háttalagi Bandaríkj- anna, að heyja - fyrir tilstilli gagnbyltingar- sveita, sem reknar eru fyrir bandarískt fé - hern- að gegn Nicaragua, en fyrir það athæfi og ýmis- legt annað, hafa Bandaríkin, eins og kunnugt er, hlotið vítur Alþjóðadómstólsins í Haag, svo aðeins einn aðili af mörgum sem þetta fordæmir sé tilnefndur. í annan stað er lýst yfir eindreginni samstöðu með gagnbyltingarsveitunum - á þeirri forsendu að stjórn Sandinista hafi svikið fyrirheit sín um lýðræði og mannréttindi en „kontraskæruliðar" sem svo eru nefndir, berjist fyrst og fremst „fyrir endurreisn lýðræðis í landinu". Hér er flestu við snúið. Sandinistar hafa gert margt þarflegt lýðréttindum í sínu landi. Þeir hafa efnt til kosninga sem sjálfsagt voru ekki gallalausar, enda háðar við stríðsaðstæður, en þykja þó hátíð í samanburði við flestar kosning- ar sem fram fara í Rómönsku Ameríku. Stjórn Sandinista hefur verið samvinnufús við mannréttindasamtök, sem hafa borið fram ásakanir og grunsemdir um pólitískar hand- tökur og illa meðferð fanga, og þeim sem bera ábyrgð á einhverju slíku athæfi hefur verið refs- að, sem er næsta sjaldgæft í þessum hluta heims. Það er rétt að Sandinistar hafa bannað útkomu helsta blaðs stjórnarandstöðunnar og átt í útistöðum við hluta af háttsettum mönnum kaþólsku kirkjunnar í landinu. Og þó margir hneigist til að réttlæta þetta með styrjaldarást- andinu, þá er rétt að leggja á það áherslu, að það er sjálfsögð skylda allra velvildarmanna byltingarinnar í Nicaragua, að láta uppi gagnrýni og áhyggjur, þegar skert er það mál- frelsi sem þroskavænleg bylting má illa án vera. Hitt er svo annað mál, að það færi þeim Morg- unblaðsmönnum best að þegja um slíka hluti - að minnsta kosti meðan þeir eru svo skyni skroppnir að tala um að gagnbyltingarskærulið- ar séu einskonar frelsishetjur og vilji „endur- reisa lýðræði" í landinu. Menn ættu ekki að vera búnir að gleyma því svona fljótt að fyrir daga Sandinista ríkti ekki lýðræði í landinu, heldur blóðugt og gjörspillt Nicaragua einræði fámennrar valdaklíku Somozafjölskyld- unnar. Og það eru menn Somoza sem eru kjarninn í þeim gagnbyltingarsveitum sem Morgunblaðsmenn vilja helst trúa fyrir lýð- ræðinu. Þeim meðhaldsmönnum Sandinista- byltingarinnar, sem síðar snerust gegn henni af ýmsum ástæðum, hefur flestum verið komið úr leik, sumum með mjög dularfullum hætti. Staksteinar segjast að vísu ekki alveg sáttir við „aðferðirnar" sem meintar frelsishetjur og fyrrum þjónar Somoza nota í sinni „lýðræðis- baráttu". Þótti engum mikið-eftir þær frásagnir af morðum, pyntingum og nauðgunum, sem erlendir fréttamenn hafa safnað í stórum stíl af þeim svæðum, sem gagnbyltingarsveitum hef- ur tekist að herja á. Um aðferðirnar má deila, segir Morgunblaðsmaður - og lætur þá að því liggja um leið, aðtilgangurinn helgi meðalið. Og tilgangurinn er reyndar ekki það lýðræði, sem málaliðar og Somozahyski er síst líklegt til að bera fyrir brjósti - heldur blátt áfram ósigur stjórnar, sem er róttækari en svo að Ronald Reagan og hans lið vilji við una. Og eftir höfðinu dansa limirnir, hvort sem þeir kenna sig við staka steina eða eitthvað annað. - áb KUPPT OG SKORK) Herskarar harðstjóranna / 1. grein Lýðræðiskjnti- slóðin Ijúfa MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR eftir Vilhjálm Eyþórsson Gúlag-eyjaklasinn er ekki ein- vörðungu Qöldi fanga- og þrælkun- arbúða, þar sem milljónir eru sviptar frelsi sínu. Hann teygir sig I rauninni allt frA Rerintrasundi. menn, „lengra til hægri" innan vinstri hreyfingarinnar og þeir gæta hagsmuna alræðisríkjanna í Qöl- miðlum, mennta- og uppeldisstofn- unum Vesturlanda að mörgu leyti betur en kommúnistar. Þá er að fínna í öllum vinstri fíokkunum, þótt þeir hafi sig mest í frammi Vilþjálmur Eyþórsson Herskarar harðstjóranna, 2. grein: Að ganga með Gúlaginu eftir Vilhjálm Eyþórsson Mér er fullljóst, að samúð með Gúlaginu er ekki það eina, sem greinir sundur vinstri menn og hægri, en um forræðishyggju, sýnd- armennsku, tvðfeldni, óskhyggju og orðagjálfur mun ég e.t.v. ræða síðar. Það er afstaðan til alræðis- stjóma kommúnista, og mun ég þvi enn ræða hana nokkuð: Lengi hefur verið meginregla, a.m.k. innan stjómmálafræði, að skipta harðstjómum heimsins í tvo er ekki \nð að eiga valdsmenn f fjar- lægum og tiltölulega litlum löndum f afskekktum heimshlutum. Hér er um að ræða sjálft Gúlagið og þá Vesturlandabúa, sem taka málstað þess, m.ö.o. vinstri menn sem heild, og ekki einungis þann hluta þeirra, sem nefnist kommúnistar. Baráttan gegn valdhöfum Gúlagsins fer fram á innanlandsvettvangi. Tali menn of mikið um kúgun og ódæðisverk Ho Chi Minhs, Maos, eða Castrós, svo nokkrir séu nefnd- ir, eiga þeir ekki von á góðu, alira síst frá friðar-, mannúðar- og Ritröð í Morgunblaðinu Það birtast oft stórsniðugar greinar um stjórnmál í Morgun- blaðinu, en um þessar mundir rísa þar einna hæst ritsmíðar eftir Vilhjálm Eyþórsson, ritstjóra bókaflokksins íslenskur annáll. Full ástæða er til að vekja athygli fólks á þessum greinum. Sú fyrsta birtist í Morgunblaðinu þriðju- daginn 6. janúar s.l. undir yfir- skriftinni „Herskarar harðstjór- anna/1. grein - Lýðræðiskynslóð- in ljúfa“ og númer í ritröðinni um „herskara harðstjóranna“ birtist í gær og heitir „Að ganga með Gú- laginu“. Án þess að hér sé gerð tilraun til að kryfja þessar gagnmerku greinar til mergjar, enda virðist ritröðin vera rétt að hefjast, er forvitnilegt að líta á nokkur brot úrgreinunum fyrir þá sem trassað hafa að lesa þær gaumgæfilega í Mogganum, því að heimsmynd höfundar og skoðanir hans eiga tvímælalaust erindi við alla þá sem halda að fordómar og of- stæki sé á undanhaldi í heimin- um. Af oft skeggjuðum friðarsinnum Gefum Vilhjálmi Eyþórssyni orðið: „Á fundum þeirra fjölmörgu „friðarsamtaka“, sem stofnuð hafa verið í seinni tíð er ekki þverfótað fyrir þessu fólki. Af (oft skeggjuðum) andlitum þeirra skín sú sérkennilega blanda af yfirlæti, einlægni, ábúð og mærð, sem er einkennandi fyrir vinstri menn og þeir gæta þess að allir viti hvað þeir eru áhugasamir um friðinn. Hafi það aldur til er þetta yfir- leitt sama fólkið sem á sínum tíma barðist af alefli fyrir málstað einhverrar hernaðarsinnuðustu og blóði drifnustu stjórnar í ver- öldinni, þeirrar í Hanoi, þegar hún vildi stækka ríki sitt og sendi hermenn inn í nágrannalöndin Suður-Víetnam, Laos og Kamb- ódíu til að drepa fólk. Sumir vinna fyrir E1 Salvador- nefndina, sem hefur að markmiði að magna hernað hreinræktaðra kommúnista í því landi. Aðrir hafa gerst sjálfboðaliðar á sykurekrum Castrós, en þar skortir nú vinnuafl vegna þess að verkfærir menn eru annað hvort flúnir úr landi, fangelsaðir eða þá að skjóta svarta menn í Afríku fyrir Rússa.“ Hægri, vlnstri, gott og illt Vilhjálmur stingur í fyrstu greininni upp á merkilegri aðferð „til að mæla vinstrimennsku": „Stundum er talað um að „hægri“ og „vinstri“ séu óljós og úrelt hugtök í stjórnmálum. Ég tel svo ekki vera. Þessi skipting í fylkingar er enn jafn afdráttar- laus og hún hefur lengi veriz og markalínan liggur um Gúlagið. Samúðarmenn þess eru til vinstri, andstæðingar til hægri. Einhverj- um kann að virðast hetta djörf fullyrðing við fyrstu sýn, en ég fæ ekki betur séð en að orða- og hugtakanotkun í pólitískri um- ræðu staðfesti hana. Mér sýnist líka að til sé pottþétt aðferð til að mæla það hversu langt til vinstri menn eru og hún er þessi: Hversu langt vilja þeir ganga til liðs við valdhafa Gúlags- ins? Lengst til vinstri („róttækast- ir“) eru eiginlegir kommúnistar, en þeir eru að sumu leyti heiðar- legastir í afstöðu sinni. Þeir skipt- ast að hætti sértrúarsafnaða í ýmsar fylkingar, en eiga eitt sam- eiginlegt: Þeir fara hvergi í felur með aðdáun sína á og stuðning við harðstjóra á borð við Lenín, Stalín, Kim II Sung, Mao eða Pol Pot. Þeir víla heldur ekki fyrir sér að verja kúgun og ódæðisverk fyrrnefndra manna og fleiri slíkra og eru ólmir í að koma á stjórn- skipulagi að einhverri fyrirmynd úr Gúlaginu í heimalöndum sín- um. Vegnaþess er auðveldara að varast þá. Ahrif kommúnista eru enn veruleg víða á Vestur- löndum, en fara nokkuð dvínandi og er það vel.“ í grein númer tvö er að finna ekki síður skrautlegar fjólur. í eftirfarandi klausu virðist hann vera að fjalla um mannréttinda- baráttu og mannréttindahópa: „Mannréttindabarátta, sem beinist gegn stjórnum af þessu tagi hlýtur að vera góð fyrir sál- ina, en líka fyrir líkamann, því henni fylgja oft gönguferðir. Þar að auki er hún auðveld og felur ekki í sér hættu. Aðalatriðið er að lýsa hneykslun sinni á fyrrnefnd- um stjórnum á sem áhrifamestan og ábúðarfyllstan hátt, helst í fjölmiðlum, til að sem flestir sjái, hvað manni er annt um mannréttindin. Líka eru stofnað- ir „mannréttindahópar", sem hafa það markmið að sýna, hvað meðlimir þeirra hafi mikinn áhuga á mannréttindum. Stundum röltir fólk í bæinn og ber spjöld, þar sem ástandið í þessu eða hinu landinu er harm- að. Ræður eru fluttar og ljótar sögur sagðar. Allir eru sammála og þeim líð- ur vel, vegna þess að þeir eru góðir, en hinir eru vondir.“ Miklu sniðugra að vera vinstri maður? Eftir öll skrifin kemst greinar- höfundur loks að óvæntri niður- stöðu: „Vegna þessa alls er í rauninni miklu sniðugra að vera vinstri maður en hægri, hafi menn geð í sér til þess að ganga með Gú- laginu á annað borð. Sjálfur hef ég þó aldrei getað hugsað mér það og svo er um fjölmarga aðra. Vinstri mennskan hefur um langt skeið þótt fín og bera vott um gáfur og manngæsku. Þetta við- horf þarf að breytast og það mun gera það.“ Fleiri merkileg viðhorf og hug- myndir koma fram í þessari rit- röð, og til dæmis er ekki úr vegi að klikkja út með eftirfarandi til- vitnun í grein númer tvö: „Sá sem er of berorður um Gú- lagið má búast við öllu illu og ekki aðeins frá alþýðubandalags- mönnum og Kvennalista þeirra, heldur má hann búast við kárín- um frá framsóknar- og alþýðu- flokksmönnum (þeir síðarnefndu eru m.a. dyggustu bandamenn Nicaraguastjórnar á íslandi). Á undanförnum árum og ára- tugum hafa menn margsinnis fengið að sjá hvernig Gróu á Leiti er komið á kreik gagnvart þeim, sem dirfast að vera eindregið á móti alræðiskúgunarkerfi komm- únista. Séu þeir listamenn eru verk þeirra svívirt eða þöguð í hel. Sá sem ekki gefur a.m.k. þegjandi samþykki sitt við þeim illræðisverkum sem daglega fara fram innan járn- og bambustjalds hlýtur nefnilega að vera að minnsta kosti „hægriöfgamað- ur“, en þó trúlega „fasisti“. Séu menn mjög harðir eru þeir senni- lega „nasistar“.“ - Þráinn þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Knstín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýslngastjóri: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvar8la:Katrín AnnaLund.SigríðurKristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Hún^örð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: BáraSigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55kr. . Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.