Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 14
Greiðslukort ÚT VIL EK Erfitt að flippa með kortin „Það eru í raun tvö tímabil sem mest er um skráningu kortanotenda, annars vegar er það fyrir jól og hins vegar í byrjun sumars, í júní,“ sagði Örn Petersen hjá Visa Isiand þegar hann var spurður hvort margir sem fengju sér kort hjá þeim gerðu það þegar þeir fara í ferðalög erlendis. „En það eru fjölmargir sem gera það fá sér þau sérstaklega fyrir ferðalögin, og nota þau jafnvel aðeins á ferðalögum," sagði Örn. „Þessi kort eru örugg- ari greiðslumáti en nokkur annar á ferðalögum. Þegar fólk týnir peningum eru þeir týndir en ef þú týnir Visa kortinu ertu ekki endi- lega búinn að tapa peningum, ef þú tilkynnir það nægilega fljótt. Og það líða ekki nema 24 klukku- stundir þar til þú ert búinn að fá nýtt kort í hendurnar. Svo er ann- að sem við tókum í gildi nýlega. Með kortinu_ fylgir leyninúmer sem gildir fyrir alla hraðbanka er- lendis. Ef þú ert án reiðufjár og bankar eru lokaðir getur þú gengið í hraðbanka og notað kortið í hann.“ -En eruð þið ekki komnir í tryggingabransann með kortin? „Jú,að vissu leyti. Það var núna um áramótin sem við < l iTUMm lelgarferðir V\ Amsterdam T verðfrá 14,180 KT. d ) ROm veröfrá 29.220 kf, Doríe ) verðfrá20.160kr. 'N Hamborg ) verð frá 17.960 kh cj ) verðfrá 12.410 kr. 'N London ^ verðfrá 13.175 kr. k Verð miðað við tvo saman í gistingu með morgunverði. VÖRUSYNINGAR „„ ' KAUPSTEFNUR 1 W&Bjgzr VIÐSKIPTAFERÐIR V® SKIPULEGGJUM FERÐIR DINERS CLUB HVERT SEM ER 1 VERÖLDINNI. INTERNATIONAL _ — — — - , (Mt«VTK( 1 FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHUSINU HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580 Greiðslukortin eru orðin fastur liður í utanlandsferðum landans. Örn Pet- ersen hjá Visa ísland á innfelldu myndinni. þeir sjá um að þú fáir rétta með- höndlun, að þú sért settur á sjúkrahús, það sé gert aðvart hér heima o.s. frv. Þeir hafa t.d. einkaflugvél til að flytja fólk heim. Ef þú færð hjartaáfall í Bandaríkjunum er ekkert vit í að setja þig inn á spítala þar, þér er flogið heim.“ -Fólk heyrir oft mikið af svona „guttasögum", menn fá sér kre- ditkort, fara utan og eyða upp- hæðum sem þeir eiga svo ekki inni fyrir þeim. Gerist þetta oft? „Ja, ég held það sé varla það fyrirtæki hér sem ekki lendir í svona flippurum. En það er auðveldara að flippa með ávísan- ahefti en kortið. Það eru engin vandræði með svona mál hér. En ég get sagt þér nokkuð jákvæðari sögu af kortanotkun. Hér kom fyrir nokkru, á síðasta ári, móðir ungs manns sem er korthafi og hafði hún nokkrar áhyggjur af syni sínum. Hann hafði farið í langferð út í heim og hafði ekkert spurst til hans í langan tíma. Það var farið á stúfana að Ieita hans og í gegnum notkun hans á kort- inu hafðist upp á honum heilum heilsu. í einhverri stórborg í Asíu.“ IH kynntum tryggingar með kortun- um og aðstoð á ferðalögum fyrir korthafa og fjölskyldur þeirra. Þetta gengur þannig fyrir sig að svo framarlega sem korthafinn greiðir 50% eða meira af ferða- kostnaði fyrir brottför er korthaf- inn og öll hans fjölskylda tryggð frá því þau yfirgefa heimili sitt og þar til þau koma úr ferðalagi til landsins. Þetta á við hvort sem þeir eru staddir úti á götu eða í almenningsfarartæki. Og þetta er fjögurra milljóna króna líf- og ör- orkutrygging og milljón króna slysatrygging. Við erum einnig í sambandi við alþjóðlegt aðstoðarfyrirtæki sem nefnist Europe Assistance. Ef þú lendir í því að verða lasinn eða í slysi er hringt í þetta fyrirtæki og Boston Nýr viðkomustaður Flugleiöir hefja í mars flug til Boston en leggja þess í stað niðurferðir Flugleiðir hefja í lok mars næstkomandi áætlunarferðir til Boston í Bandaríkjunum. Flogið verður frá Boston til Is- lands með viðkomu í Luxemb- org. í staðinn verður hætt flugi til Detroit. Flugleiðir er með fimm viðkomustaði í Bandaríkjunum nú. Auk Detroit eru það New York, Baltimore, Orlando og Chicago. Þetta má þykja nokkuð til Detroit gott þar sem mun stærra flugfélag á borð við SAS hefur t.d. aðeins þrjá viðkomustaði í Bandaríkj- unum. Það má þykja nokkur fengur fyrir íslendinga að eiga nú kost á beinu flugi til Boston í Massac- husetts sem er með rótgrónari og merkilegri borgum í Bandaríkj- unum. Boston búar líta svo sann- arlega þannig á málin og hafa reynt að halda þeim virðulega svip sem borgin hefur haft í gegn- um tíðina. Borgin var byggð upp af landnemum og er því með elstu borgum Bandaríkjanna. Þar eru fjölmargir af virtustu háskólum Bandaríkjanna sem gefa borginni virðuleikasvip en um leið hressi- legan blæ. Þar er að finna mikið úrval ólíkra skemmtistaða jafnt sem matsölustaða. Margir þeirra síðarnefndu eru frægir fyrir sjá- varrétti sína. CmKKLttNÍ) Við heimsækjum vöggu vestrænnar menningar og skoðum m.a. Aþenu, Akropolis, Parþenon, Véfréttina í Delfí og eyna Krít. Farið verður í samráði við Grikklandsvinafélagið Hellas. Frábær fararstjórn Sigurðar A. Magnússonar. Örfá sæti laus. Feröaskritstotan aiandi Vesturgötu 5, Reykjavík. S. 17445. Œ < 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.