Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 3
FRETHR Númer Kennítalan á skattinum Aríð 1987 aðlögunartími fyrír kennitölurnar. Nafnnúmerin áfram gild út árið Gamla nafnnúmerakerfið verð- ur lagt niður í áföngum á næstunni og upp tekið svokallað kennitölukerfí eins og tíðkast í Danmörku og Svíþjóð og er árið í ár einskonar aðlögunartími fyrir nýja siðinn. Kominn var tími til að endur- skoða gamla kerfið að áliti Hag- stofumanna, enda var það löngu sprungið og nokkuð orðið um að menn hafi sama nafnnúmer. Kennitölukerfið er þannig samansett að fyrst kemur tveggja stafa tala sem stendur fyrir mán- aðardag afmælisdags, síðan önnur fyrir númer mánaðar og síðan hin þriðja, sem eru tveir seinni tölustafirnir í fæðingarári viðkomandi og svo að síðustu fjögurra stafa tala. Dæmi: 24 07 46 2923. Hagstofan hefur fyrir nokkru lokið undirbúningi sínum fyrir þessa breytingu og er ekkert sem Guðmundur Óli Scheving, Anna Kristjánsdóttir og Helgi Birgir Schiöth, á skrif- stofu BJ í gær, en þau skipa efstu sæti framboðslistans í Reykjavík. Ljósm. Sig. BJ 4ra ára Afram á braut Vilmundar Listi BJ íReykjavík kynntur ígœr. Deilan um eignir BJ í höndumfógeta hamlar því af hennar hálfu að breytingin verði og þegar skatta- framtalseyðublaðið birtist innan tíðar þá mun gefa að líta hin nýju númer. Launaskattsframtöl og sölu- skattsframtöl verða þó áfram með gamla laginu út þetta ár og einnig eru ýmsar ríkisstofnanir skemmra á veg komnar en Hag- stofan í undirbúningi fyrir hið nýja kennitölukerfi og t.d. verð- ur breytingum á tekjubókhald- skerfi ríkissjóðs ekki lokið fyrr en á seinni hluta ársins og því verða öll gögn frá ríkissjóði, innheimtu- mönnum ríkissjóðs og launadeild fjármálaráðuneytisins með gömlu nafnnúmerunum. Árið 1987 verður því nokkurs konar aðlögunartími fyrir hið nýja kennitölukerfi og verða bæði kerfin notuð samhliða en vonandi lætur fólk það ekki rugla sig í ríminu enda vart ástæða til. -sá. „Þetta verður erfið barátta, það er Ijóst. Það er ekki nema von að almenningur telji að kosningar séu skrípaleikur þegar alþingi tekur ekki einu sinni afstöðu þó heill þingflokkur fjúki. Það bitn- ar auðvitað á okkur og hefur ver- ið það eina sem heyrst hefur frá BJ lengi. Það á eftir að breytast,“ sagði Anna Kristjánsdóttir, bankastarfsmaður, sem skipar fyrsta sætið á framboðslista BJ í Reykjavík. I gær, 15. janúar voru liðin 4 ár frá því Vilmundur heitinn Gylfa- son stofnaði Bandalag jafnaðar- manna og fékk 4 menn kjörna í kosningunum 4 mánuðum síðar. Af því tilefni kynntu BJ-menn kosningastefnuskrá sína og fram- boðslista í Reykjavík í gær, en áður hafði listi BJ í Reykjanesi verið kynntur, Þrjú efstu sætin í Reykjavík skipa: Anna Krist- jánsdóttir, Helgi Birgir Schiöth og Guðmundur Óli Scheving. Þorsteinn Hákonarson, Örn S. Jónsson og Alfreð Guðmundsson skipa þrjú efstu sætin í Reykja- nesi og kom fram hjá þessum hópi í gær að enn er stefnt að því að bjóða fram í öllum kjördæm- um. En það gerðist fleira á afmælis- degi BJ. í gærmorgun fór lög- maður á þess vegum með kröfu um innsetningargjörð til fógeta og vænta BJ-menn þess að deilum þeirra um fé og aðrar eignir BJ við fyrrverandi þing- menn flokksins ljúki með því að þingmennirnir bregðist við til- mælum fógeta og afhendi honum bókhaldsgögn og sjóði sem þeir hafa undir höndum . „BJ lifir enn þó þingmennirnir hafi hlaupist undan merkjum," sögðu frambjóðendurnir í gær. „Vinnslukjarninn sem að baki þeim stóð starfar enn og mun ó- trauður halda áfram á þeirri braut sem Vilmundur Gylfason markaði". -ÁI Keflavík Sjúkrahússtjóri hættur Eins og komið hefur fram, hef- ur framkvæmdastjóri Sjúkra- húss Keflavíkur, Eyjólfur Ey- steinsson sagt upp störfum nú ný- verið og hefur stjórn sjúkrahúss- ins samþykkt uppsögn hans. Hafa menn leitt getum að því hvað liggi að baki uppsögn þess- ari og eftir því sem næst verður komist virðist vera um að ræða mismunandi skoðanir núverandi stjórnar sjúkrahússins og fram- kvæmdastjórans fyrrverandi á rekstri sjúkrahússins. Fyrri stjórnir sjúkrahússins höfðu markað ákveðna stefnu og var megininntak hennar aukin þjónusta við íbúa Suðurnesja, en núverandi sjúkrahússtjórn virðist ekkert vilja með gerðir og mark- mið fyrrverandi bæjarstjórnar að gera. Þar sem ekki hafa fundist leiðir til að leysa þennan ágreining á- kvað Eyjólfur að segja upp starfi sínu. _sá ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í REYKJAVÍK FELAGSFUNDUR á HÓTEL SÖGU laugardaginn 17. janúar ki. 14:00 Fundarefni: Framboðslisti vegna komandi alþingiskosninga Fundarstjóri: Þráinn Bertelsson Tillaga kjörnefndar: Hrafn Magnússon formaður kjörnefndar Ávörp frambjóðenda Þráinn Hrafn Snorri Guðmundur Ólafsson leikari les Ijóð eftir Snorra Hjartarson skáld FÉLAGAR fjölmennum og sýnum samstöðu í upphafi kosningabaráttu Guðmundur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.