Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 15
UT VIL EK
Ferðalög
Ný vegabréf
á leiðinni
Vegna mikilla falsana á íslenskum
vegabréfum hefur verið brugðið á
það ráð að útbúa ný og breytt veg-
abréf. Væntanleg í mars
„I mars næstkomandi munu
þeir sem eru á leið úr landi og
vantar vegabréf, fá þau í nýju
og breyttu formi miðað við það
sem hingað til hefur tíðkast og
mun það vera vegna þess að
þau voru mikið fölsuð.
„Það hefur kveðið nokkuð
mikið að þessum fölsunum und-
anfarið,“ sagði Hjalti Zóphónías-
son, skrifstofustjóri í samtali við
Þjóðviljann. „Við fréttum af einu
vegabréfi austur í Singapore í
vörslu einhvers útlendings. Eftir
við fengum síðan úttekt frá er-
lendum aðilum um það hvað
þessi vegabréf væru í rauninni
óörugg, ákváðum við að ráðast í
gerð nýrra og öruggari vega-
bréfa. Fyrsta sendingin af þeim er
reyndar komin á hafnarbakkann
en við eigum enn dálitlar birgðir
af þeim gömlu sem við ætlum að
klára og svo vantar okkur tékka
til að leysa þau nýju út. En ætli
þau nýju verði ekki komin í um-
ferð í mars næstkomandi,“ sagði
Hjalti.
Hjalti sagði að nýju vegabréfin
yrði erfiðara að falsa. Á þeirri
síðu sem finna má nafn og undir-
skrift skírteinishafa verður kom-
ið fyrir sérstakri tegund af glæru
plasti sem límt verður yfir mynd-
ina af skírteinishafa og öðrum
upplýsingum sem er að finna á
síðunni. „Fölsunin felst yfirleitt í
því að nafn viðkomandi er rispað
upp og annari mynd og undir-
skrift er síðan komið fyrir,“ sagði
Hjalti. Nýju vegabréfin verða
minni að umfangi eins og sést á
myndinni og ætti því að verða
auðveldara fyrir fólk að gæta
þeirra. „Fólk getur þá komið
þeim fyrir í seðlaveski og því ætti
að verða erfiðara fyrir fólk að
týna þeim,“ sagði Hjalti Zóphón-
íasson.
-IH
Frá Hong Kong. Þar er bestu hótel heimsins að finna, segja þeir sem vit hafa á.
Ferðalög
Bestu hótel heimsins
Hvar eru bestu hótel í heimi?
Ætli þau séu ekki í París eða
New York eða Sviss, myndu
sjálfsagt margir segja. Rangt,
segja kannanir. Þau eru svo til
öll í Asíu.
Oriental hótelið, Hong Kong
Mandarin hótelið, Okura og
Regent hótelin, öll í Hong Kong
eru talin fjögur bestu hótel
heimsins. Og þau kosta líka sitt.
En hver er ástæðan? Hún er sögð
vera þjónustan, fyrst og fremst.
Oriental hótelið sér mjög vel um
sitt starfsfólk. Gott kaup, félags-
•»**?
Sýnishorn af nýju íslensku vegabréfi. Minna og handhægara. Og erfiðara aðifalsa.
legt öryggi í formi trygginga og
annars og sérstakar fjölskyldu-
ferðir fyrir starfsfólk og fjöl-
skyldur þess, gerir það að verk-
um að starfsfólkið leggur oft
ótrúlega mikið á sig til að sinna
gestum. Fulltrúi hótelsins segir
að starfsólk geri það að vana að
leggja nöfn fólks á minnið sem
gistir hótelið, þó það sé ekki
nema af og til. Smekkur gesta er
geymdur á skýrslum. Og starfs-
fólkið á Oriental hótelinu segir
að það mikilvægasta sé að brosa
sífellt.
TÁKN ÁSTARINNAR - DULÚÐ AUSTURLANDA - ONNUR VEROLD.
Við skoðum eitt af sjö undrum veraldar; Taj Mahal grafhýs-
ið — tákn ástarinnar — grafhýsi Ghandis, Rauða
virkið o.fl. o.fl. undir frábærri fararstjórn Sigurðar A.
Magnússonar.
18DUISD
Prjár vikur. Brottför 30. mars. Helstu viðkomustaðir:
Delhi, Sriangar, Jaipur, Agra, Varansi, Calcutta.
Ferdaskrifstotan
Ifarandi
Vesturgötu 5. EeYkjavik,
s. 17445
Föstudagur 16. janúar 1987 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 15
NÚ KYNNIR FARANDI ÍSLENDINGUM NÝTT ÆVINTÝRALAND.
TvRKBNd
I Tyrklandi mætist menning Evrópu og Asíu
austur og vesturs. Ótrúlega fjölbreytt mannlíf og landslag.
Merkilegar minjar eftir allar helstu fornar menningarþjóðir
Miðjarðarhafslanda, svo sem Hittíta, Armena, Frýgíumenn, Grikki
og Rómverja, svo einhverjir séu nefndir.
lA
O
..Ekkert land hefur komið mér skemmtilegar á óvart. Þangað langar
mig mest aftur. Ólafur Björgúlfsson tannlæknir
BROTTFÖR í BYRJUN JÚNÍ.
ft
Ferdaskrifstotan
Farandi
Vesturgötu 5. Reykjavík.
s. 17445
/