Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 24
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Föstudagur 16. janúar 1987 11. tðlublað 52. árgangur < SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. i MenntamálaráðherralSturlumálið Þetta em skapheitir menn Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra: Fer norður þegar ég heftíma til þess. Svara þessum orðsendingum þegar ég kem í bœinn „Ég ætla norður þegar ég hef tíma til þess, ég held að það sé betra að bíða þar til öldurnar lægir og tek öllu rólega. Ég lít á þessar orðsendingar þeirra þegar ég kem í bæinn aftur eftir helgi,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær þegar hann var spurður að því hvenær hann hygðist svara spurningum fræðsluráðs- og skólamanna á Norðurlandi eystra um ástæður þeirrar ákvörðunar hans að vísa Sturlu Kristjánssyni úr starfi fræðslustjóra. Sverrir er nú á ferðalagi um Austurland. „Ég átti rétt eins von á þessum harkalegu viðbrögðum, þetta eru skapheitir menn,“ sagði Sverrir. Aðspurður um hvort hann óttað- ist fylgistap Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands kjördæmi eystra kvaðst hann ekki varða um það, og hugsaði ekki um slíkt þegar hann væri að vinna skyldu sína. „Ég hef talað alveg nógu skýrt í þessu máli, ég get ekki haft mann í minni þjónustu sem virðir að vettugi fyrirmæli mín, sem eyðir tugmilljónum í heimildarleysi, sem ekki er hægt að hafa stjórn á, ég hef ekkert við slíkan mann að gera og því verður ekkert breytt," sagði Sverrir. -vd. Útvarp Nemar við rás- markið Nú á næstu dögum, mun Félag framhaldsskóla taka ákvörðun um hvort það ræðst í stofnun út- varpsstöðvar. Hafa viðbrögð við hugmyndinni verið mjög jákvæð, að sögn Hrannars B. Arnars- sonar formanns félagsins. Félag framhaldsskóla saman- stendur af tólf skólum og taldi Hrannar að ef tíu þeirra samein- uðust um fyrirtækið, yrði kostn- aður hvers skóla beinlínis hlægi- legur. Flestir hafa skólarnir rekið útvarpsstöð í nokkra daga á ári hverju og sagði Hrannar að mikill áhugi og metnaður innan skól- anna ætti að tryggja hvorutveg- gja, vandaða og fjölbreytta dag- skrá H.Hjv. Sjá síðu 7 Útsending úr skólastofunni - Ólafur Kjartan Sigurðsson stjórnar útsendingu úr Hamrahlíð í fyrra. Verður hann aftur í loftinu innan skamms? Hnífsdalur Einu matvörubúðinni lokað Kaupfélagið hœttir rekstri verslunar sinnar í Hnífsdal vegna tapreksturs. Vill selja einkaaðilum verslunina Frœðslustjóramálið Kennsla felld niður Skólamenn bíða svara ráðherra. Kennsla felld niður ískólum í dag Við bíðum eftir svörum frá ráð- herra við spurningum okkar, en hann hefur ekki haft neitt sam- band við okkur ennþá og hefur ekki verið mjög fús til að tala við okkur yfirleitt, sagði Trausti Þor- steinsson skólastjóri á Dalvík og fræðsluráðsmaður á Norður- landi eystra í samtali við Þjóðvilj- ann í gær þegar hann var spurður um stöðuna í fræðslustjóramá- linu. Fundur skólastjóra, yfirkenn- ara og stjórnar BKNE í fyrradag ákvað að fella niður alla kennslu í kjördæminu í dag til þess að sýna samstöðu með Sturlu Krist- jánssyni. Fræðsluráð fer nú með yfir- stjórn fræðsluskrifstofunnar en að sögn Trausta fór nánast engin starfsemi þar fram í gær en fólk ræddi málin þess í stað. -vd. Bílastöð Gmnur um fjánlrátt Reikningar Sérleyfis- bifreiða Keflavíkur eru í rannsókn Grunur leikur á að fjármála- misferli hafi um nokkurt skeið átt sér stað í rekstri Sérl- eyfisbifreiða Keflavíkur að sögn bæjarstjórans, Vilhjálms Ketils- sonar, og hefur einn maður hætt störfum að eigin ósk, meðan mál- ið er rannsakað. Talið er að starfsmaður einn hafi um nokkurt skeið dregið að sér fjármuni úr sjóðum fyrirtæk- isins og sé um að ræða nokkur hundruð þúsundir króna. Endurskoðendur vinna nú að því að rannsaka reikninga fyrir- tækisins allt aftur til ársins 1983 og að fengnum niðurstöðum þeirra verður væntanlega ljóst hvort um sakamál er að ræða eða ekki. -sá Stjórn Kaupfélags ísfirðinga hefur ákveðið að hætta rekstri verslunar sinnar í Hnífsdal, sem er eina matvöruverslunin í þorp- inu. Að sögn Jens Ólafssonar kaupfélagsstjóra er þessi ákvörð- un tekin vegna mikils tapreksturs á versluninni undanfarin ár sem stafar af of litlum viðskiptum en um 5 kílómetrar eru til ísafjarðar frá Hnífsdal. „Ætlunin er að fá einkaaðila til að taka við rekstrin- um og þegar er hreyfing á sölu- rnálurn," sagði Jens í samtali við Þjóðviljann. „Launakostnaðurinn og launatengd gjöld eru stærsti kostnaðurinn við reksturinn og ég tel tvímælalaust að einstak- lingur gæti rekið verslunina bet- ur, þar sem hann þarf ekki að greiða starfsfólki laun,“ sagði hann. Tvö stöðugildi eru í versl- uninni og hefur starfsmönnunum verið sagt upp. Verslunin mun loka í enda marsmánaðar. Rætt hefur verið um að hætta rekstri verslana Kaupfélagsins í Súðavík og á Súgandafirði en að sögn Jens verður ákvörðun um það ekki tekin fyrr en uppgjör og niðurstöður vörutalningar liggja fyrir. Jens Ólafsson mun fljótlega láta af störfum sem kaupfélags- stjóri ísfirðinga vegna annarra starfa á Selfössi en lét þess getið að sú ákvörðun tengdist ekki þessu máli. -vd. Útvegsbankaskýrslan Vil ekkert segja Stjórnarnefndin kom saman ígœrkvöldi tilþess aðfjalla umgagnrýni Útvegsbankans. Jón Þorsteinsson: Segi ekkert að svo stöddu Eg vil ekkert segja um þessa skýrslu að svo stöddu, sagði Jón Þorsteinsson formaður stjórnskipaðrar nefndar um við- skipti Hafskips og Útvegsbankans þegar Þjóðviljinn hugðist leita álits hans á óvæginni gagnrýni bankastjórnar Útvegsbankans á störf nefndarinnar. Nefndin kom saman í gær- kvöldi til þess að fjalla um skýrslu Útvegsbankans. Jón sagðist ekk- ert vilja segja um málið fyrr en nefndin hefði rætt saman. Bankastjórn Útvegsbankans fer hörðum orðum um skýrslu nefndarinnar í langri skýrslu sem send var ríkisstjórninni í gær. Þar segir m.a. að í skýrslu Jóns og félaga séu margar mótsagnir, vill- andi niðurstöður og jafnvel beinar rangfærslur. Þá er sam- setning nefndarinnar harðlega gagnrýnd á þeirri forsendu að þar sat enginn sem hefur sérþekkingu á bankamálum. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.