Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 12
Langferðir í fornleifaferð frá íslandi Einar Gíslason starfarvið gróðurrannsóknir á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og sumarfrí hans er þvíekki mikið á sumrin. Undanfarnavetur hefur hann þvíferðasttil MexíkóogEgyptalands.Að skoðafornminjar Hið mikilfenglega Musteri Töframannsins í hinni fornu borg Maya, Uxmal á Yucatan skaga í Mexíkó. Þangað segist Einar vilja fara næst. „Ætli megi ekki segja að þessi ferð mín til Mexíkó hafi verið eins konar pílagrímsför," segir Einar Gíslason, starfs- maður á Rannsóknastofnun landbúnaðarins í samtaii við Þjóðviljann um ferðir sínar er- lendis. Einar er einn þeirra sem af ýmsum ástæðum hafa tekið út frí sín á veturna með því að ferðast erlendis. Einar vinnur að gróð- urrannsóknum á RALA, eins og stofnunin er yfirleitt nefnd. „Sumrin eru því eins og gefur að skilja, minn annatími hér heima,“ segir hann. Einar fór til Mexíkó árið 1983 og til Egypta- lands síðasta vetur. Hann segir þessar ferðir sínar tengjast áhuga sínum á fornri menningu fjar- lægra landa. Saga Inkanna „Fyrir svo sem eins og tíu árum rakst ég á bók á spænsku með frásögnum Inka nokkurs, Inca Garcilaso de La Vega, sem hafði skráð sögu Inkanna. Hann var uppi á þeim tímum þegar Spán- verjarnir komu til Ameríku. Hann fluttist m.a. til Evrópu, tók þar kristna trú og fór að skrifa sögu forfeðra sinna. De La Vega var einmitt Inkaprins en hélt full- um trúnaði við arf sinn og sögu. Ég féll fyrir þessum frásögnum og fékk við lestur þeirra mikinn áhuga á sögu indíánamenningar- innar í Ameríku. Það var svo ekki fyrr en 83 sem ég sá mér fært að komast þangað í skoðunarferð. Það er engin uppgripavinna að vinna að gróðurrannsóknum. Nú, en ég flaug sem sagt til New York, þaðan til Houston og áfram til Mexíkó og var þar allt of stutt, í rúma viku. Ég hafði, eins og ég sagði, kynnt mér margt af því sem fyrir augu bar en að koma þarna og standa fyrir framan Sól- arpíramíðann t.d. var alveg ný og ógleymanleg lífreynsla. Þetta eru eiginlega alveg ótrúlegar minjar. En það er náttúrulega margt að skoða þarna annað en rústir Ink- anna.“ Ballet Folklorico „Ég skoðaði meðal annars Þjóðminjasafnið í Mexíkóborg (Museo Nacional de la Antropo- logia) Það er geysistór bygging og þar hefði ég getað verið allan tím- ann og samt ekki náð að skoða allt sem þar ber fyrir augu. í Pal- acio de Bellas Artes sá ég síðan nokkuð er enginn sem kemur til Mexíkó má missa af, sýningar Ballet Folklorico. Það var mjög glæsileg sýning. Ég held að 1. atr- iði þeirrar sýningar sé einn sá stórkostlegasti dans sem ég hef orðið vitni að. Þar voru 100 dans- arar á sviðinu í stílfærðum indíán- adansi.“ Píramídar sólar og mána „Nú svo voru það fornminjarn- ar í Teotihuacan, stutt frá Mexík- óborg með sínum miklu píramíd- um, Sólarpíramídanum og Tunglpíramídanum. En þetta eru þeir stærstu í Mexíkó. Ég var þarna í febrúar sem er mjög góð- ur tími í Mexíkó, hvað veður varðar. Þægilega hlýtt, hitinn fór varla yfír 30 stig á heitasta tíma dagsins og þægilega svalt á kvöld- in. Þessir píramídar höfðu einna sterkust áhrif á mann. Þó ég hafi verið búinn að lesa mér heilmikið til um þá og söguna sem þeim tengist varð ég alveg dolfallinn. Á þessum tíma er þaðan stórkost- legt útsýni til eldfjallsins Popoc- atapetl.“ Enn það voru Aztecar aem upphaflega byggðu Mexíkóborg, á fljótandi eyju úti í miðju vatni. Þeir stóðu framarlega í verklegri menningu og sumum greinum vísinda en gegndarlausar mann- fórnir afskræmdu menningu þeirra. Þannig hef ég lesið í bók um Azteca að þegar prestar þeirra fengu fréttir af því að Cort- ez hefði tekið land þótti þeim vissara að skera ekki við nögl fórnir til guðanna. Hafi þeir þá slátrað 80 þúsund manns á blót- ölturum á einum mánuði. Vissu- lega ótrúleg tala. Aðalmarkmið Azteca í ófriði var að afla stríðsfanga til að fórna. Mayar voru mun mildari í háttum sínum þó mannfórnir hafi einnig verið algengar meðal þeirra.“ -Nú eru ekki neinar skipu- lagðar ferðir héðan, ferðaðist þú einn? „Já ég ferðaðist einn. Ég furða mig satt að segja á því að ekki skuli vera neinar ferðaskrifstofur með skipulagðar ferðir til Mex- íkó. Nú eru ferðir til Florida og eyjanna í Karíbahafinu. Það á varla að vera mikið mál að skipu- leggja ferðir þangað." -Hvað heldur þú að ferðin hafi kostað þig? Eins og að fara til Kaupmannahafnar „Þetta var ekki mjög dýrt. Ætli fargjaldið hafi ekki kostað mig ein 30 þúsund, fyrir hvað, tæpum fjórum árum. Það má bera það saman við að nú kostar fargjaldið til Lundúna um 30 þúsund. Og þetta var ekki svo mikið dýrara en að fara til Kaupmannahafn- ar.“ Telur þú að það sé betra að ferðast einn? „Já, það er ekki verra. Það sem ég hef ferðast hef ég yfirleitt farið einn og maður kynnist fólki og landsháttum kannski betur með því móti. Ég get bjargað mér í spænsku þannig að ég fór í rútu- ferðir með spænskumælandi far- arstjórum. Áuðvitað hefði þetta verið öðruvísi upplifun ef ég hefði verið í hópferð sem skipu- lögð hefði verið héðan að heiman.“ Nú talar þú spænsku, heldurðu að þú hefðir misst af miklu ef þú hefðir einungis talað ensku? „Það held ég nú ekki. Fólk tal- ar almennt ensku eða getur að minnsta kosti tjáð sig á því máli, þannig að ég efast um að það hefði munað miklu. Hvað ensk- una snertir held ég að enskumæl- andi manni myndi jafnvel ganga betur í Mexíkó heldur en á meginlandi Evrópu. Og þeir eru svo amerískir margir Mexíkan- Páskaferð til Costadel Sol _____________________________Beint leigutflug 15. apríl Þægindi • öryggi • hlýindi • traust ferðaþjónusta Costa del Sol er eftirsóttasti ferðamanna- staður í Evrópu. Það eru sífellt fleiri sem dveljast þar ílengri tíma yfir vetrarmánuðina. Þar erþægileg veðrátta, hagstætt verðlag og góðir gististaðir. BenalBeach Jupiter Aloha Puerto Sol TimorSol HotelAlay Santa Clara Ferðaskrifstofan LÚTSÝIVU Ódýrar vorferðir 26. apríl, 14. maí, 21. maí. AUSTURSTRÆT117, S: 26611,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.