Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 22
ALÞÝÐUBANDALAGK) ABK Opinn kynningarfundur í Kópavogi Geir Ólafur Ásdís Opinn kynningarfundur veröur í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaginn 19. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Kynntur listi Alþýðubandalagsins á Reykjanesi. Efstu menn listans, Geir, Ólafur Ragnar, Asdís, Bjargey og Jóhanna flytja stutt ávörp og sitja fyrirsvörum ásamt Elsu, Þórunni og Birni. 2) Undirbúningur kosning- anna: Valþór Hlöðversson. 3) Ónnur mál. Fjölmennum. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Aukakjördæmisþing Aukakjördæmisþing AB í Norðurlandi vestra verður haldið laugardaginn 17. janúar kl. 14.00 í Villa Nova á Sauðárkróki. Dagskrá: 1) Framboðslisti fyrir næstu alþingiskosningar. 2) Kosningaundirbúningur.3) Önnur mál. Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandalagið Vestfjörðum Kjördæmisráðsfundur Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum boðar til fundar í Verka- lýðshúsinu í Bolungarvík, laugardaginn 17. janúar kl. 14.00 Fundarefni: 1) Ákvörðun um framboðslista fyrir alþingiskosningar. 2) Mál- efni Vestfirðings. 3) Fjármál kjördæmisráðs. Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn í Þinghól laugardaginn 17. janúar kl. 10.00 um fjárhagsáætlun. Heimir Pálsson mun skýra frá gangi mála. Stjórn bæjarmálaráðs Hrafn Þráinn Guðmundur Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur um G-listann ABR boðar til félagsfundar laugardaginn 17. janúar klukkan 14.00 á Hótel Sögu, Súlnasal. Á fundinum verður gengið frá framboðslista flokksins fyrir þingkosningarn- ar í vor. Hrafn Magnússon kynnir niðurstöður kjörnefndar. Guðmundur Ólafsson leikari les Ijóð eftir Snorra Hjartarson. Stutt ávörp. Kaffiveitingar. Fundarstjóri: Þráinn Bertelsson ritstjóri. Félagar fjölmennið! Stjórn ABR Fulltrúaráð ABR Fundur að Hverfisgötu 105 laugardaginn 17. janúar klukkan 13.00. Fundarefni: Afgreiðsla framboðslista til félagsfundar. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Félagsfundur um kosningar og fjárhagsáætlun Stjórnir ABH og bæjarmálaráðs bjóða til almenns félagsfundar laugardag- inn 17. janúar, kl. 13:30, í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1. Kosningastarfið framundan. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson reifar málin. 2. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 1987. Magnús Jón Árnason kynnir áætlunina. 3. Önnur mál. Stjórnirnar Námskeið í útveggja- klæðningum ætlað húsasmiðum, meisturum og sveinum verður haldið dagana 26. til 31. jan. á Iðntækni- stofnun íslands. Þátttökugjald er kr. 12.000.-. Námsgögn og fæði eru innifalin. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. FRÆÐSLUMiÐSTÖÐ IÐNAÐARINS ____________MINNING ___________ Lucy Winston Hannesson Fœdd 22. júní1920 - Dáin 12. janúar 1987 í dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Lucy Win- ston Hannesson. Lucy Winston Hill fæddist 23. júní 1920 í Rich- mond í Virginíuríki í Bandaríkj- unum þar sem faðir hennar var lögfræðingur en móðirin sölu- stjóri hjá bókaforlagi. Hún lagði stund á ensku og heimspeki við Kaliforníuháskóla, lauk þaðan Associate of Arts-prófi árið 1940 en hélt áfram námi um sinn. Haustið 1941 kom þangað ungur íslenskur námsmaður, Jóhann S. Hannesson. Með þeim Winston tókust brátt kynni og í janúar 1942 gengu þau í hjónaband. Árið 1947 fluttust þau til íslands, þar sem Jóhann sinnti stopulli vinnu við kennslu. Leiðin lá að nýju til Bandaríkjanna árið 1950 og Jóhann réðst bókavörður við Fiskesafnið í Cornell-háskóla í íþöku íNew-York ríki. Árið 1959 fluttist fjölskyldan aftur til ís- lands og Jóhann tók við starfi skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni. Þar kenndi Win- ston ensku á árunum 1961-67. Þau Jóhann fluttust svo til Reykjavíkur, og skömmu síðar, árið 1971, réðst Winston sem enskukennari að Menntaskólan- um við Hamrahlíð, þar sem Jó- hann var einnig kennari. Dóttir þeirra, Wincie, kom einnig að skólanum sem enskukennari og starfar þar enn. Mörgum hefur reynst erfitt að flytjast með maka til framandi lands, temja sér nýja tungu og aðlagast nýjum háttum, en allt frá því ég kynntist Winston Hannesson hef ég nánast litið á hana sem íslending, þótt henni væri vissulega tamt að grípa til móðurmáls síns í löngum orð- ræðum. Það duldist engum, sem kynntist þeim Winston og Jó- hanni, hve náið og innilegt sam- band þeirra var. Fráfall hans 9. nóvember 1983 var henni mikið áfall. Winston Hannesson var kenn- ari við Menntaskólann við Hamrahlíð til dauðadags. Hún var afbragðskennari og að sama skapi góður skipuleggjandi. Skólinn mun lengi búa að starfi hennar. Henni var s.l. haust veitt eins árs orlof til framhaldsnáms, en entist ekki heilsa til að nýta orlofið. Baráttu við erfiðan sjúk- dóm lauk að morgni mánudags- ins 12. janúar. Að leiðarlokum votta ég börn- um Winston, Wincie og Sigurði, barnabörnum og öðrum ástvin- um innilega samúð mína, og ég veit að ég má flytja þar kveðjur frá nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Menntaskólans við Hamrahlíð. Örnólfur Thorlacius Um athugasemdir Sigurjóns Jónssonar Útgefandi „Ljóra sálar minnar“ svarar gagnrýni í Þjóðviljanum í dag birtust at- hugasemdir Sigurjóns Jóns- sonar um ritstjorn undirritaðs á bókinni „Ljóri sálar minnar" eftir Þórberg Þórðarson. Allar eru þessar athugasemdir léttvægar og heldur nöldurslegar. En ein- hverjir gætu fengið þá hugmynd af lestri þeirra að flausturslega hafi verið staðið að útgáfu bókar- innar og er því rétt að svara þeim hér. Þrjár athugasemdir Sigurjóns eru réttmætar og því þakkarverð- ar, ein er röng, ein verulega vafa- söm og sex út í hött. Svo ég nefni það bitastæðasta þá gætir í skýr- ingum mínum ónákvæmni varð- andi starfsheiti tveggja manna og sömuleiðis skeikar lítilega í stað- setningu eins sveitabæjar. Engin þessara skekkja getur þó talist skaðleg fyrir iesendur. Áð því er starfsheitin snertir, þá er í öðru tilvikinu um að ræða tvær stjórn- unarstöður innan menntakerfis- ins en í hinu tvær greinar innan bókagerðar. Staðsetningu sveita- bæjarins skeikar um nokkra kíló- metra. Um önnur atriði er vart ástæða til að fjölyrða. Sigurjón mótmæl- ir til að mynda að gamla Kennar- askólahúsið standi við Baróns- stíginn, vill hafa það við Laufás- veg. Hið rétta er að það er á horni þessara tveggja gatna. Jafnframt bendir hann á ýmsa smámuni í textum Þórbergs sem hann virðist telja að leiðrétta hefði átt neðan- máls. Slíkt hefði verið sjálfsagt í mjög fræðilegri útgáfu en ekki hér. 14. janúar 1987, Helgi M. Sigurðsson Á EKKl AD BJÖDA ELSKUNN! % ÖPERUIMA Handmenntakennarar Hannyröakennara vantar aö Barnaskóla Selfoss til vors. Um er aö ræða fullt starf, en hlutastarf kemur einnig til greina. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 99-1500 og 99-1498. Skólanefnd Skólasafnvörður Barnaskólinn á Selfossi vill ráöa skólasafnvörð í fullt starf (aldur nemenda er 6-12 ára) Upplýs- ingar gefur formaður skólanefndar í síma 99-. 1467 eða skólastjóri í síma 99-1500 eða 99- 1498. Skólanefnd Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.